Kosningar og heilbrigðismál: Sjónarhorn hjúkrunarfræðings á Suðurhvelinu Gunnar Pétursson skrifar 20. apríl 2013 06:00 Kæru samlandar. Nú er rétt um vika þar til við göngum að kjörborðinu og greiðum atkvæði í einum flóknustu alþingiskosningum sem við höfum séð í áraraðir. Flokkarnir eru margir og stefnumál þeirra misjöfn, en öll virðumst við vera sammála um það að það þarf að efla grunnþjónustuna á landinu – og það svo um munar. Nú er ég sjálfur staddur erlendis í framhaldsnámi og hlakka til að koma aftur heim að óákveðnum tíma liðnum, en ég kemst ekki hjá því að spyrja mig þeirrar spurningar hvað muni bíða mín þegar heim er komið. Fyrir sléttum tíu árum síðan var ég í svipuðum sporum: ungur skiptinemi í S-Ameríku. Þegar ég fór að heiman voru tímar mikilla átaka, þá í umhverfismálum varðandi Kárahnúkavirkjun. Ég kom til baka 2004 og sá að tilraunir okkar til að reyna að koma í veg fyrir að gullfallegu umhverfi hefði verið sökkt, með því m.a. að mótmæla, fremja gjörninga og jafnvel drekkja alþingisgarðinum, höfðu verið árangurslausar og yfirvaldið hafði unnið sigur. Gríðarlega mikið fjármagn kom inn í landið að vísu í kjölfarið, og mikil uppsveifla varð í efnahagslífinu sem stóð þangað til Guð var beðinn að blessa skerið okkar góða. Ég velti því fyrir mér hvernig þjóðfélagið verði breytt þegar ég kem heim í næsta skipti. Frá heimkomu árið 2004 hef ég starfað í heilbrigðiskerfinu. Fyrst á öldrunarstofnun, og svo þegar ég fór í nám hóf ég störf á LSH við hinar ýmsustu deildir, og endaði á slysadeildinni þaðan sem áhuginn á starfinu olli því að ég fór út í sérnámið sem ég er í þessa stundina. Á þessum tíma sem ég hef starfað í heilbrigðiskerfinu hef ég orðið vitni að meiri og meiri niðurskurði. Jafnvel í góðærinu, þá man ég eftir lærimeistara mínum á einni lyflækningadeildinni árið 2007 sem sagði mér að „það er góðæri, en samt skera þeir niður hérna hjá okkur“. Mér fannst það alltaf nokkuð rugluð forgangsröðun: Að skera niður í heilbrigðiskerfinu þótt fullt af peningum væru til? (þó þeir hafi að vísu verið byggðir á engu). Ojæja, ég er ekki fjármálamenntaður maður, og skuldastaða mín eftir háskólanámið segir sitt um fjármálavit mitt. Burtséð frá fjármálaviti mínu – eða óviti – þá hef ég gegnum vinnu mína á LSH tekið eftir miklum niðurskurði sem bitnar á starfsfólki, aðstandendum og sjúklingum. Niðurskurðinn er reynt að láta bitna sem allra minnst á sjúklingum, en það hlýtur að segja sig sjálft að þegar sjúklingur liggur á gangi á illa mannaðri deild að það sé engin óskastaða, hvorki fyrir sjúklinginn né starfsfólkið. Ég man eftir nokkrum vöktum sem ég tók að mér sem innlagnastjóri á LSH þar sem ég hafði umsjón með plássastöðu á spítalanum nokkrar vaktir í mánuði frá síðasta hausti og fram til brottfarar á þessu ári. Það að mæta upp á slysadeild og sjá framan í þreyttan vaktstjóra, labba upp á deildir og sjá það sama, og þurfa að segja þeim svo að það sé annaðhvort ekki til meira pláss á spítalanum og við þurfum að bíða til morguns með frekari innlagnir eða þá að segja vaktstjóra á legudeild að hann þurfi að taka þriðja eða fjórða sjúklinginn á gang, var ekki alltaf neinn dans á rósum. En auðvitað gerði maður það besta sem maður gat í stöðunni, og starfsfólk spítalans er dásamlegt fólk sem passar upp á sína sjúklinga. Þurfi sjúklingur mikla aðstoð þá vinnur fólk bara hraðar og gerir sitt besta til að sjúklingarnir fái þá þjónustu sem þeir þurfa – og maður sér þau mörg gera extra vel við sína sjúklinga því jú, við erum flest í þessu starfi af því okkur er annt um fólk. Kæru samlandar. Ég hef ekki hundsvit á pólitík. Ég er hjúkrunarfræðingur á gólfinu, og minn veruleiki er heilbrigðiskerfið. Hægri eða vinstri, norður eða suður. Mér gæti persónulega ekki verið meira sama hvort flokkurinn heitir píratar eða indíánar, samanstendur af einum manni eða hóp. Ég skrifa út frá þeim veruleika sem ég starfa við, og ég skrifa til að hvetja fólk til umhugsunar um það hvaða veruleika við viljum búa til eftir komandi kosningar. Heilbrigðisþjónustan er grunnþjónusta sem verður að standa vörð um, og sérstaklega á tímum eins og þessum þar sem langvarandi álag á landsmenn gæti bitnað á heilsu þeirra. Þessi grein mín er ákall um betri framtíð í þessum málum, og betra umhverfi fyrir sjúklinga, aðstandendur og starfsfólkið sem sinnir þeim. Ég mun að öllum líkindum koma heim að átján mánuðum liðnum eða svo. Verði ástandið óbreytt í heilbrigðismálum með tilheyrandi niðurskurði og síauknu álagi á starfsfólk, er næsta víst að ég endurskoði þá ákvörðun mína. Ég er ekki sá eini sem er í þessum sporum, og ég veit um fleiri sem eru á sömu skoðun. Kæru samlandar: Gerið gott í þessum málum, og niðurstaðan mun skila sér í betri útkomu fyrir heilsu landsmanna. Jafnvel munu þeir heilbrigðisstarfsmenn sem nú eru ytra og treysta sér ekki heim vegna erfiðra aðstæðna í kerfinu koma heim aftur fullir af eldmóði til starfa í kerfi sem við verðum stolt af því að tilheyra. Ég óska ykkur gleðilegra kosninga, og lít bjartsýnisaugum á komandi tíma. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kosningar 2013 Skoðun Mest lesið Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun Hafnaðir þú Margrét Sanders? Páll Erlingsson,María Petrína Berg,Fjóla Ævarsdóttir,Sigrún Gróa Magnúsdóttir Skoðun Hugleiðing á konudag Sigurður Ingi Arnars Unuson Skoðun Stétt með stétt? Helgi Áss Grétarsson Skoðun Áfram kennarar! Kristbjörg Þórisdóttir,Bragi Reynir Sæmundsson Skoðun Viðbrögð barna við sorg Matthildur Bjarnadóttir Skoðun Áfastur plasttappi lýðræðisins? Ingunn Björnsdóttir Skoðun Landshornalýðurinn á Hálsunum Hákon Gunnarsson Skoðun Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir til formanns Sjálfstæðisflokksins -Kraftur nýrra tíma Svanur Guðmundsson Skoðun Áslaug Arna er leiðtoginn sem Sjálfstæðisflokkurinn þarf Hafrún Kristjánsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Plasttappamálið og skrækjandi þingmenn Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Áfastur plasttappi lýðræðisins? Ingunn Björnsdóttir skrifar Skoðun Stétt með stétt? Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Áfram kennarar! Kristbjörg Þórisdóttir,Bragi Reynir Sæmundsson skrifar Skoðun Landshornalýðurinn á Hálsunum Hákon Gunnarsson skrifar Skoðun Minni kvenna - lofræða gervigreindar til hinnar íslensku konu Steinar Birgisson skrifar Skoðun Forvarnarsamtök óska skýringa á seinagangi Árni Einarsson skrifar Skoðun Hugleiðing á konudag Sigurður Ingi Arnars Unuson skrifar Skoðun Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir til formanns Sjálfstæðisflokksins -Kraftur nýrra tíma Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hafnaðir þú Margrét Sanders? Páll Erlingsson,María Petrína Berg,Fjóla Ævarsdóttir,Sigrún Gróa Magnúsdóttir skrifar Skoðun Viðbrögð barna við sorg Matthildur Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hvort er meira í anda Sjálfstæðisflokksins? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Áslaug Arna er leiðtoginn sem Sjálfstæðisflokkurinn þarf Hafrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Aðgát skal höfð... Hildur Þöll Ágústsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir skrifar Skoðun Sameinumst – stétt með stétt Sævar Jónsson skrifar Skoðun Opið bréf til bæjarstjóra Kópavogs Ágústa Dröfn Kristleifsdóttir skrifar Skoðun Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga er sama um menntun barna en hvað með foreldra? Helga C Reynisdóttir skrifar Skoðun Söngvakeppnin og hömlulaus áfengisdýrkun Björn Sævar Einarsson skrifar Skoðun Íþróttastarf fyrir alla Guðmundur Sigurbergsson,Ingvar Sverrisson,Hrafnkell Marínósson skrifar Skoðun Á hlóðum Mennta- og barnamálaráðuneytisins Meyvant Þórólfsson skrifar Skoðun Að verja friðinn Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun 12 spor ríkisstjórnarinnar Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Færni í nýsköpun krefst þjálfunar Ingibjörg Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Þorgerður áttar sig á gildi fullveldisins Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Góðir vegir – Aukin lífsgæði og blómlegt atvinnulíf Edda Rut Björnsdóttir skrifar Skoðun Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld skrifar Skoðun Áfastur plasttappi lýðræðisins Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Um Varasjóð VR Flosi Eiríksson skrifar Skoðun Töfrakista tækifæranna Hrefna Óskarsdóttir skrifar Sjá meira
Kæru samlandar. Nú er rétt um vika þar til við göngum að kjörborðinu og greiðum atkvæði í einum flóknustu alþingiskosningum sem við höfum séð í áraraðir. Flokkarnir eru margir og stefnumál þeirra misjöfn, en öll virðumst við vera sammála um það að það þarf að efla grunnþjónustuna á landinu – og það svo um munar. Nú er ég sjálfur staddur erlendis í framhaldsnámi og hlakka til að koma aftur heim að óákveðnum tíma liðnum, en ég kemst ekki hjá því að spyrja mig þeirrar spurningar hvað muni bíða mín þegar heim er komið. Fyrir sléttum tíu árum síðan var ég í svipuðum sporum: ungur skiptinemi í S-Ameríku. Þegar ég fór að heiman voru tímar mikilla átaka, þá í umhverfismálum varðandi Kárahnúkavirkjun. Ég kom til baka 2004 og sá að tilraunir okkar til að reyna að koma í veg fyrir að gullfallegu umhverfi hefði verið sökkt, með því m.a. að mótmæla, fremja gjörninga og jafnvel drekkja alþingisgarðinum, höfðu verið árangurslausar og yfirvaldið hafði unnið sigur. Gríðarlega mikið fjármagn kom inn í landið að vísu í kjölfarið, og mikil uppsveifla varð í efnahagslífinu sem stóð þangað til Guð var beðinn að blessa skerið okkar góða. Ég velti því fyrir mér hvernig þjóðfélagið verði breytt þegar ég kem heim í næsta skipti. Frá heimkomu árið 2004 hef ég starfað í heilbrigðiskerfinu. Fyrst á öldrunarstofnun, og svo þegar ég fór í nám hóf ég störf á LSH við hinar ýmsustu deildir, og endaði á slysadeildinni þaðan sem áhuginn á starfinu olli því að ég fór út í sérnámið sem ég er í þessa stundina. Á þessum tíma sem ég hef starfað í heilbrigðiskerfinu hef ég orðið vitni að meiri og meiri niðurskurði. Jafnvel í góðærinu, þá man ég eftir lærimeistara mínum á einni lyflækningadeildinni árið 2007 sem sagði mér að „það er góðæri, en samt skera þeir niður hérna hjá okkur“. Mér fannst það alltaf nokkuð rugluð forgangsröðun: Að skera niður í heilbrigðiskerfinu þótt fullt af peningum væru til? (þó þeir hafi að vísu verið byggðir á engu). Ojæja, ég er ekki fjármálamenntaður maður, og skuldastaða mín eftir háskólanámið segir sitt um fjármálavit mitt. Burtséð frá fjármálaviti mínu – eða óviti – þá hef ég gegnum vinnu mína á LSH tekið eftir miklum niðurskurði sem bitnar á starfsfólki, aðstandendum og sjúklingum. Niðurskurðinn er reynt að láta bitna sem allra minnst á sjúklingum, en það hlýtur að segja sig sjálft að þegar sjúklingur liggur á gangi á illa mannaðri deild að það sé engin óskastaða, hvorki fyrir sjúklinginn né starfsfólkið. Ég man eftir nokkrum vöktum sem ég tók að mér sem innlagnastjóri á LSH þar sem ég hafði umsjón með plássastöðu á spítalanum nokkrar vaktir í mánuði frá síðasta hausti og fram til brottfarar á þessu ári. Það að mæta upp á slysadeild og sjá framan í þreyttan vaktstjóra, labba upp á deildir og sjá það sama, og þurfa að segja þeim svo að það sé annaðhvort ekki til meira pláss á spítalanum og við þurfum að bíða til morguns með frekari innlagnir eða þá að segja vaktstjóra á legudeild að hann þurfi að taka þriðja eða fjórða sjúklinginn á gang, var ekki alltaf neinn dans á rósum. En auðvitað gerði maður það besta sem maður gat í stöðunni, og starfsfólk spítalans er dásamlegt fólk sem passar upp á sína sjúklinga. Þurfi sjúklingur mikla aðstoð þá vinnur fólk bara hraðar og gerir sitt besta til að sjúklingarnir fái þá þjónustu sem þeir þurfa – og maður sér þau mörg gera extra vel við sína sjúklinga því jú, við erum flest í þessu starfi af því okkur er annt um fólk. Kæru samlandar. Ég hef ekki hundsvit á pólitík. Ég er hjúkrunarfræðingur á gólfinu, og minn veruleiki er heilbrigðiskerfið. Hægri eða vinstri, norður eða suður. Mér gæti persónulega ekki verið meira sama hvort flokkurinn heitir píratar eða indíánar, samanstendur af einum manni eða hóp. Ég skrifa út frá þeim veruleika sem ég starfa við, og ég skrifa til að hvetja fólk til umhugsunar um það hvaða veruleika við viljum búa til eftir komandi kosningar. Heilbrigðisþjónustan er grunnþjónusta sem verður að standa vörð um, og sérstaklega á tímum eins og þessum þar sem langvarandi álag á landsmenn gæti bitnað á heilsu þeirra. Þessi grein mín er ákall um betri framtíð í þessum málum, og betra umhverfi fyrir sjúklinga, aðstandendur og starfsfólkið sem sinnir þeim. Ég mun að öllum líkindum koma heim að átján mánuðum liðnum eða svo. Verði ástandið óbreytt í heilbrigðismálum með tilheyrandi niðurskurði og síauknu álagi á starfsfólk, er næsta víst að ég endurskoði þá ákvörðun mína. Ég er ekki sá eini sem er í þessum sporum, og ég veit um fleiri sem eru á sömu skoðun. Kæru samlandar: Gerið gott í þessum málum, og niðurstaðan mun skila sér í betri útkomu fyrir heilsu landsmanna. Jafnvel munu þeir heilbrigðisstarfsmenn sem nú eru ytra og treysta sér ekki heim vegna erfiðra aðstæðna í kerfinu koma heim aftur fullir af eldmóði til starfa í kerfi sem við verðum stolt af því að tilheyra. Ég óska ykkur gleðilegra kosninga, og lít bjartsýnisaugum á komandi tíma.
Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun
Hafnaðir þú Margrét Sanders? Páll Erlingsson,María Petrína Berg,Fjóla Ævarsdóttir,Sigrún Gróa Magnúsdóttir Skoðun
Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir til formanns Sjálfstæðisflokksins -Kraftur nýrra tíma Svanur Guðmundsson Skoðun
Skoðun Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir til formanns Sjálfstæðisflokksins -Kraftur nýrra tíma Svanur Guðmundsson skrifar
Skoðun Hafnaðir þú Margrét Sanders? Páll Erlingsson,María Petrína Berg,Fjóla Ævarsdóttir,Sigrún Gróa Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga er sama um menntun barna en hvað með foreldra? Helga C Reynisdóttir skrifar
Skoðun Íþróttastarf fyrir alla Guðmundur Sigurbergsson,Ingvar Sverrisson,Hrafnkell Marínósson skrifar
Skoðun Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld skrifar
Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun
Hafnaðir þú Margrét Sanders? Páll Erlingsson,María Petrína Berg,Fjóla Ævarsdóttir,Sigrún Gróa Magnúsdóttir Skoðun
Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir til formanns Sjálfstæðisflokksins -Kraftur nýrra tíma Svanur Guðmundsson Skoðun