Hnetusmjörið hérna er allt öðruvísi Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 19. apríl 2013 07:00 Grindvíkingum leiddust ekki tilþrif Broussard gegn Stjörnunni á fjölum Rastarinnar. Fréttablaðið/Vilhelm Aaron Broussard bauð áhorfendum í Grindavík upp á sýningu í körfubolta á miðvikudagskvöldið. Stigin voru 39 áður en yfir lauk, auk þess sem enginn á vellinum tók fleiri fráköst. Broussard unir sér vel með eiginkonu sinni og tíu mánaða gömlum syni í Grindavík. Broussard er alinn upp rétt sunnan við borgina Seattle á vesturströnd Bandaríkjanna. Þar lauk hann háskóla síðastliðið vor og horfði út fyrir landsteinana eftir möguleika á að lifa af íþrótt sinni. „Ég hafði ekki mörg tilboð á þeim tíma. Grindavík var eitt það fyrsta og hljómaði spennandi,“ segir Broussard, sem býr í Grindavík ásamt eiginkonu sinni Katie og tíu mánaða syni þeirra Aiden. „Ég hef ekki kynnt svona smáum bæ áður en það er gaman að kynnast fólkinu, sem er afar gestrisið. Það hefur ekki verið erfitt að venjast lífinu hérna,“ segir Broussard. Hann hafi helst verið hræddur við veðurfarið, sem sé þó nokkuð svipað og hann á að venjast í Seattle. „Við höfðum séð fyrir okkur miklu meiri kulda og snjókomu en þetta hefur verið frekar mildur vetur að því er mér skilst.“ Spurður hvers hann sakni helst frá Bandaríkjunum kemur matur fyrst í umræðuna. Tengdaforeldrar hans heimsóttu fjölskylduna í febrúar með fullar ferðatöskur af mat. „Í mánuð höfðum við bandarískt hnetusmjör en þegar það kláraðist urðum við að fara í Nettó. Hnetusmjörið þar bragðast allt öðruvísi,“ segir Broussard og hlær. Hnetusmjörið setur hann á brauð ásamt sultu en samlokuna mætti kalla þjóðarrétt Bandaríkjamanna. Þau hjónin segjast verja miklum tíma með syni sínum Aiden sem var fjögurra mánaða við komuna til Íslands. „Svo glápum við mikið á sjónvarpið. Maður myndi halda að hver dagur liði hægt því við erum mikið innandyra en sannleikurinn er sá að tíminn hefur flogið. Við skemmtum okkur konunglega,“ segir Broussard. Í bæjarblöðum í Seattle er Broussard lýst sem hógværum leikmanni sem er í takt við það sem sést hefur til hans hér á landi. Í körfubolta leggja margir mikið upp úr því að hafa munninn fyrir neðan nefið. Ekki Broussard. „Það er ekki minn stíll. Ég reyni frekar að láta verkin tala. Sumir andstæðingar reyna þó að kveikja í mér og stundum hreyti ég einhverju í þá í gríni,“ segir Broussard af yfirvegun. Þrátt fyrir stórsigur í fyrsta leiknum gegn Grindavík telur Broussard sína menn geta bætt sig. „Þeir tóku fleiri fráköst og mörg sóknarfráköst. En með þeirra lið og líkamlegan styrk kemur það ekki á óvart. Ef við takmörkum þá við eitt skot í sókn þá eigum við góðan möguleika á útisigri.“ Leikurinn í kvöld hefst klukkan 19.15 og er í beinni á Stöð 2 Sport. Flest stig í fyrsta leik í 19 árÓskar Ófeigur Jónsson skrifar: Fara þarf alla leið til lokaúrslitanna 1994 til að finna leikmann sem hefur skorað fleiri stig í leik eitt í úrslitaleik karla en Aaron Broussard. Rondey Robinson á metið en hann skoraði 50 stig í leik eitt í lokaúrslitum 1994. Sá leikur fór einnig fram í Röstinni í Grindavík. Auk stiga sinna var Broussard með tólf fráköst, fjórar stoðsendingar og níu fiskaðar villur í þessum leik. Broussard þurfti líka bara 19 skot til þess að skora þessi 39 stig en hann hitti úr 11 af 19 skotum utan af velli (57,8 prósent) og 13 af 16 vítum (81,3 prósent). Þetta er það mesta sem hann hefur skorað í einum leik á tímabilinu en Broussard hafði mest skorað 36 stig í tapleik á móti Keflavík í byrjun þessa árs. Hér fyrir neðan má sjá þá sem hafa skorað flest stig í leik eitt í lokaúrslitum um Íslandsmeistaratitilinn en þeir Valur Ingimundarson, Teitur Örlygsson og Hjörtur Harðarson eiga Íslandsmetið – 37 stig.Flest stig í leik eitt í lokaúrslitum:Rondey Robinson 50 (Njarðvík - Grindavík 1994)Aaron Broussard 39 (Grindavík - Stjarnan 2013)Nick Bradford 38 (Grindavík - KR 2009)Hjörtur Harðarson 37 (Grindavík - Njarðvík 1994)Teitur Örlygsson 37 (Njarðvík - Keflavík 1991)Valur Ingimundarson 37 (Njarðvík - Haukar 1985)Herman Myers 33 (Grindavík - Keflavík 1997)Corey Dickerson 33 (Snæfell - Keflavík 2004)Guðjón Skúlason 32 (Keflavík - KR 1990)Jónatan J. Bow 31 (Keflavík - Haukar 1993) Dominos-deild karla Mest lesið Ljótt brot á Arnóri: „Enginn annar hefði spilað með þessa verki“ Fótbolti „Myndu halda að ég væri nýr Ferguson“ Enski boltinn Sá langelsti stóð upp úr í Suðurlandsslag Körfubolti Meiddur Ödegaard gifti sig í leyni Enski boltinn Íslandshrellir bjargaði Fulham með ótrúlegum hætti Enski boltinn Fram flaug áfram í bikarnum Handbolti Líst ekkert á að fertug Vonn snúi aftur: „Ég myndi dauðskammast mín“ Sport Snýr aftur í Bestu deildina með ÍBV Íslenski boltinn Sjáðu ævintýralega björgun og mistök Glódísar Fótbolti Áslaug og Katla féllu en Arnór og Ísak óhultir Fótbolti Fleiri fréttir Sá langelsti stóð upp úr í Suðurlandsslag Erfitt hjá „sultunni“ Joel Embiid NBA-stjörnurnar þurftu að taka lestina á leikinn sinn Hannes í leyfi Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 92-87 | Stólarnir fyrstir til að vinna Stjörnuna Alba Berlin í vandræðum og stórleikur Martins dugði ekki til sigurs Mættur til tengdó og gírar sig upp fyrir Síkið Framlenging Körfuboltakvölds: Njarðvík getur orðið Íslandsmeistari eins og Valur Tvö lið enn ósigruð og Thunder að eiga bestu byrjun í sögu félagsins Réðst á blaðamann vegna ummæla um látinn bróður hans og nýfæddan son „Það þarf svo margt að ganga upp til að þeir vinni“ Minnkuðu muninn um tuttugu stig á þremur mínútum gegn gamla liði Elvars Hafnar því að hafa elt Morris: „Ég var ekki með nein leiðindi“ Segir Friðrik hafa elt sig og áreitt eftir leik: „Mér fannst ég ekki örugg“ Uppgjörið: Keflavík - KR 94-88 | Langþráður Keflavíkursigur „Vildi sýna þeim að þeir væru ekki að fara ná þessu svona auðveldlega“ Uppgjörið: Þór Þ. - Haukar 82-81 | Þórsarar gerðu Haukum grikk með naumum sigri Mahomes vill eignast lið í WNBA og koma með það til Kansas City Kane reyndi að róa menn meðan sjúkraþjálfari ýtti leikmanni Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 104-98 | Stjörnumenn taplausir á toppi deildarinnar Viðar um vandræði Hattar: „Hugarfarslegt og andlegt, þetta er á báðum endum vallarins“ „Sóknarlega vorum við að taka alveg kexaðar ákvarðanir oft á tíðum“ „Vorum ógeðslega góðir sóknarlega í tvo leikhluta“ Uppgjörið: Álftanes - ÍR 93-87 | Hræðilegur fjórði leikhluti varð ÍR-ingum að falli Uppgjörið: Njarðvík - Valur 101-94 | Héldu meisturunum í skefjum Leik lokið: Tindastóll - Höttur 99-59 | Fjórði sigurinn í röð vannst með fjörutíu stigum LeBron stoltur af stráknum eftir fyrstu stigin hans í NBA Gaz-leikur Pavels: Að gerjast einhver geggjuð liðsheild þarna Stuðaði Keflavík og Friðrik kallaði „fuck off“ Þessar taka upp þráðinn eftir eins árs bið Sjá meira
Aaron Broussard bauð áhorfendum í Grindavík upp á sýningu í körfubolta á miðvikudagskvöldið. Stigin voru 39 áður en yfir lauk, auk þess sem enginn á vellinum tók fleiri fráköst. Broussard unir sér vel með eiginkonu sinni og tíu mánaða gömlum syni í Grindavík. Broussard er alinn upp rétt sunnan við borgina Seattle á vesturströnd Bandaríkjanna. Þar lauk hann háskóla síðastliðið vor og horfði út fyrir landsteinana eftir möguleika á að lifa af íþrótt sinni. „Ég hafði ekki mörg tilboð á þeim tíma. Grindavík var eitt það fyrsta og hljómaði spennandi,“ segir Broussard, sem býr í Grindavík ásamt eiginkonu sinni Katie og tíu mánaða syni þeirra Aiden. „Ég hef ekki kynnt svona smáum bæ áður en það er gaman að kynnast fólkinu, sem er afar gestrisið. Það hefur ekki verið erfitt að venjast lífinu hérna,“ segir Broussard. Hann hafi helst verið hræddur við veðurfarið, sem sé þó nokkuð svipað og hann á að venjast í Seattle. „Við höfðum séð fyrir okkur miklu meiri kulda og snjókomu en þetta hefur verið frekar mildur vetur að því er mér skilst.“ Spurður hvers hann sakni helst frá Bandaríkjunum kemur matur fyrst í umræðuna. Tengdaforeldrar hans heimsóttu fjölskylduna í febrúar með fullar ferðatöskur af mat. „Í mánuð höfðum við bandarískt hnetusmjör en þegar það kláraðist urðum við að fara í Nettó. Hnetusmjörið þar bragðast allt öðruvísi,“ segir Broussard og hlær. Hnetusmjörið setur hann á brauð ásamt sultu en samlokuna mætti kalla þjóðarrétt Bandaríkjamanna. Þau hjónin segjast verja miklum tíma með syni sínum Aiden sem var fjögurra mánaða við komuna til Íslands. „Svo glápum við mikið á sjónvarpið. Maður myndi halda að hver dagur liði hægt því við erum mikið innandyra en sannleikurinn er sá að tíminn hefur flogið. Við skemmtum okkur konunglega,“ segir Broussard. Í bæjarblöðum í Seattle er Broussard lýst sem hógværum leikmanni sem er í takt við það sem sést hefur til hans hér á landi. Í körfubolta leggja margir mikið upp úr því að hafa munninn fyrir neðan nefið. Ekki Broussard. „Það er ekki minn stíll. Ég reyni frekar að láta verkin tala. Sumir andstæðingar reyna þó að kveikja í mér og stundum hreyti ég einhverju í þá í gríni,“ segir Broussard af yfirvegun. Þrátt fyrir stórsigur í fyrsta leiknum gegn Grindavík telur Broussard sína menn geta bætt sig. „Þeir tóku fleiri fráköst og mörg sóknarfráköst. En með þeirra lið og líkamlegan styrk kemur það ekki á óvart. Ef við takmörkum þá við eitt skot í sókn þá eigum við góðan möguleika á útisigri.“ Leikurinn í kvöld hefst klukkan 19.15 og er í beinni á Stöð 2 Sport. Flest stig í fyrsta leik í 19 árÓskar Ófeigur Jónsson skrifar: Fara þarf alla leið til lokaúrslitanna 1994 til að finna leikmann sem hefur skorað fleiri stig í leik eitt í úrslitaleik karla en Aaron Broussard. Rondey Robinson á metið en hann skoraði 50 stig í leik eitt í lokaúrslitum 1994. Sá leikur fór einnig fram í Röstinni í Grindavík. Auk stiga sinna var Broussard með tólf fráköst, fjórar stoðsendingar og níu fiskaðar villur í þessum leik. Broussard þurfti líka bara 19 skot til þess að skora þessi 39 stig en hann hitti úr 11 af 19 skotum utan af velli (57,8 prósent) og 13 af 16 vítum (81,3 prósent). Þetta er það mesta sem hann hefur skorað í einum leik á tímabilinu en Broussard hafði mest skorað 36 stig í tapleik á móti Keflavík í byrjun þessa árs. Hér fyrir neðan má sjá þá sem hafa skorað flest stig í leik eitt í lokaúrslitum um Íslandsmeistaratitilinn en þeir Valur Ingimundarson, Teitur Örlygsson og Hjörtur Harðarson eiga Íslandsmetið – 37 stig.Flest stig í leik eitt í lokaúrslitum:Rondey Robinson 50 (Njarðvík - Grindavík 1994)Aaron Broussard 39 (Grindavík - Stjarnan 2013)Nick Bradford 38 (Grindavík - KR 2009)Hjörtur Harðarson 37 (Grindavík - Njarðvík 1994)Teitur Örlygsson 37 (Njarðvík - Keflavík 1991)Valur Ingimundarson 37 (Njarðvík - Haukar 1985)Herman Myers 33 (Grindavík - Keflavík 1997)Corey Dickerson 33 (Snæfell - Keflavík 2004)Guðjón Skúlason 32 (Keflavík - KR 1990)Jónatan J. Bow 31 (Keflavík - Haukar 1993)
Dominos-deild karla Mest lesið Ljótt brot á Arnóri: „Enginn annar hefði spilað með þessa verki“ Fótbolti „Myndu halda að ég væri nýr Ferguson“ Enski boltinn Sá langelsti stóð upp úr í Suðurlandsslag Körfubolti Meiddur Ödegaard gifti sig í leyni Enski boltinn Íslandshrellir bjargaði Fulham með ótrúlegum hætti Enski boltinn Fram flaug áfram í bikarnum Handbolti Líst ekkert á að fertug Vonn snúi aftur: „Ég myndi dauðskammast mín“ Sport Snýr aftur í Bestu deildina með ÍBV Íslenski boltinn Sjáðu ævintýralega björgun og mistök Glódísar Fótbolti Áslaug og Katla féllu en Arnór og Ísak óhultir Fótbolti Fleiri fréttir Sá langelsti stóð upp úr í Suðurlandsslag Erfitt hjá „sultunni“ Joel Embiid NBA-stjörnurnar þurftu að taka lestina á leikinn sinn Hannes í leyfi Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 92-87 | Stólarnir fyrstir til að vinna Stjörnuna Alba Berlin í vandræðum og stórleikur Martins dugði ekki til sigurs Mættur til tengdó og gírar sig upp fyrir Síkið Framlenging Körfuboltakvölds: Njarðvík getur orðið Íslandsmeistari eins og Valur Tvö lið enn ósigruð og Thunder að eiga bestu byrjun í sögu félagsins Réðst á blaðamann vegna ummæla um látinn bróður hans og nýfæddan son „Það þarf svo margt að ganga upp til að þeir vinni“ Minnkuðu muninn um tuttugu stig á þremur mínútum gegn gamla liði Elvars Hafnar því að hafa elt Morris: „Ég var ekki með nein leiðindi“ Segir Friðrik hafa elt sig og áreitt eftir leik: „Mér fannst ég ekki örugg“ Uppgjörið: Keflavík - KR 94-88 | Langþráður Keflavíkursigur „Vildi sýna þeim að þeir væru ekki að fara ná þessu svona auðveldlega“ Uppgjörið: Þór Þ. - Haukar 82-81 | Þórsarar gerðu Haukum grikk með naumum sigri Mahomes vill eignast lið í WNBA og koma með það til Kansas City Kane reyndi að róa menn meðan sjúkraþjálfari ýtti leikmanni Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 104-98 | Stjörnumenn taplausir á toppi deildarinnar Viðar um vandræði Hattar: „Hugarfarslegt og andlegt, þetta er á báðum endum vallarins“ „Sóknarlega vorum við að taka alveg kexaðar ákvarðanir oft á tíðum“ „Vorum ógeðslega góðir sóknarlega í tvo leikhluta“ Uppgjörið: Álftanes - ÍR 93-87 | Hræðilegur fjórði leikhluti varð ÍR-ingum að falli Uppgjörið: Njarðvík - Valur 101-94 | Héldu meisturunum í skefjum Leik lokið: Tindastóll - Höttur 99-59 | Fjórði sigurinn í röð vannst með fjörutíu stigum LeBron stoltur af stráknum eftir fyrstu stigin hans í NBA Gaz-leikur Pavels: Að gerjast einhver geggjuð liðsheild þarna Stuðaði Keflavík og Friðrik kallaði „fuck off“ Þessar taka upp þráðinn eftir eins árs bið Sjá meira