Skuldir ríkissjóðs eru skuldir okkar allra Sigríður Á. Andersen skrifar 18. apríl 2013 06:00 Ríkissjóður skuldar um fimm milljónir króna á hvern Íslending. Hver Íslendingur er í raun með fimm milljóna króna yfirdrátt á bakinu vegna skulda ríkisins. Hvert mannsbarn í landinu greiðir um 300 þúsund krónur í vexti á ári af yfirdrætti ríkissjóðs. Stór hluti af tekjuskatti einstaklinga til ríkisins fer í þennan sligandi vaxtakostnað. Þetta eru nöturlegar staðreyndir. Vonir hafa verið uppi um að með samningum við kröfuhafa föllnu bankana takist að minnka skuldaklafa hvers Íslendings úr fimm milljónum í fjórar milljónir króna. Allir stjórnmálaflokkarnir eru sammála um, og hafa alltaf verið, að við uppgjör á þrotabúum föllnu bankanna verði hagsmuna Íslands gætt þótt flokkarnir gangi vissulega mjög mislangt í því að deila mögulegum ávinningi út fyrirfram með kosningaloforðum. Eins og menn þekkja af rekstri eigin heimilis er það ekki svo að þótt takist að lækka yfirdrátt úr 50 þúsund í 40 þúsund krónur að menn hafi þar með eignast nýtt fé. Mínusinn á bankareikningnum er vissulega ekki jafn stór og áður en engu að síður til staðar. Allir hljóta að stefna að því að eyða mínusnum alveg fremur en að auka hann aftur. Þess vegna er það ekki ábyrgt að lofa skuldugu fólki peningum sem eru ekki til og verða ekki til í ríkissjóði á næstunni. Það væri einfaldlega loforð um að gera skuldir okkar sumra að skuldum okkar allra. Almenn skattalækkun er eina raunhæfa og sanngjarna leiðin til þess að auka ráðstöfunartekjur okkar allra. Hún hefur að auki þann kost að hvetja menn til aukinnar verðmætasköpunar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kosningar 2013 Skoðun Sigríður Á. Andersen Mest lesið Sjálfstæðismenn boða víst skattalækkanir á þá efnamestu Haukur V. Alfreðsson Skoðun Viltu borga 200 þús á mánuði eða 600 þús á mánuði af íbúðinni? Hildur Þórðardóttir Skoðun Almageddon? Eyþór Kristleifsson Skoðun Fellur helsti stuðningsmaður menningarmála af þingi? Magnús Logi Kristinsson Skoðun ESB kærir sig ekkert um Ísland í jólagjöf Ole Anton Bieltvedt Skoðun Vímuefnið VONÍUM Haraldur Ingi Haraldsson Skoðun Betri Strætó 2025 og (svo) Borgarlína Dagur B. Eggertsson Skoðun Afvegaleidd umræða um áskoranir heilbrigðiskerfisins Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir Skoðun Það sem ekki má fjalla um fyrir kosningar til Alþingis Árni Jensson Skoðun Svartir föstudagar í boði íslenskra stjórnvalda Haukur Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Óstjórn í húsnæðismálum Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Arfur stjórnmálanna 2024 Elvar Eyvindsson skrifar Skoðun Kjósum rétt(indi) fyrir fatlað fólk! Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Frelsi er allra, ekki fárra útvaldra Jón Óskar Sólnes skrifar Skoðun Menntun og tækifæri: Hvað veljum við fyrir Ísland? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Eyðimerkurganga kosningabaráttunnar? Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Kjóstu meiri árangur Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hvaða hlekkur ert þú í keðjunni? Ellý Tómasdóttir skrifar Skoðun Laxeldið verður ekki stöðvað Kristinn H. Gunnarsson skrifar Skoðun Þroskamerki þjóðar Tómas Torfason skrifar Skoðun Afvegaleidd umræða um áskoranir heilbrigðiskerfisins Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Var stytting náms til stúdentsprófs í þágu ungmenna? Sigurður E. Sigurjónsson skrifar Skoðun Það sem ekki má fjalla um fyrir kosningar til Alþingis Árni Jensson skrifar Skoðun Launafólk sýndi ábyrgð – Hvað með bankana og fjármagnseigendur? Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun Sjálfstæðar konur? Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Fullveldinu er fórnað með aðild að Evrópusambandinu Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Endurhugsum dæmið, endurnýtum textíl Guðbjörg Rut Pálmadóttir skrifar Skoðun Betri Strætó 2025 og (svo) Borgarlína Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Um kosningar, gulrætur og verðbólgu Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon skrifar Skoðun Fellur helsti stuðningsmaður menningarmála af þingi? Magnús Logi Kristinsson skrifar Skoðun Sjálfstæðismenn boða víst skattalækkanir á þá efnamestu Haukur V. Alfreðsson skrifar Skoðun Vímuefnið VONÍUM Haraldur Ingi Haraldsson skrifar Skoðun Viltu borga 200 þús á mánuði eða 600 þús á mánuði af íbúðinni? Hildur Þórðardóttir skrifar Skoðun Þegar náttúruvinir hitta frambjóðendur. Hjálpartæki kjósandans Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Svartir föstudagar í boði íslenskra stjórnvalda Haukur Guðmundsson skrifar Skoðun Eitt heimili, ein fjölskylda og ein heilsa Pétur Heimisson skrifar Skoðun BRCA Elín Íris Fanndal Jónasdóttir skrifar Skoðun ESB kærir sig ekkert um Ísland í jólagjöf Ole Anton Bieltvedt skrifar Sjá meira
Ríkissjóður skuldar um fimm milljónir króna á hvern Íslending. Hver Íslendingur er í raun með fimm milljóna króna yfirdrátt á bakinu vegna skulda ríkisins. Hvert mannsbarn í landinu greiðir um 300 þúsund krónur í vexti á ári af yfirdrætti ríkissjóðs. Stór hluti af tekjuskatti einstaklinga til ríkisins fer í þennan sligandi vaxtakostnað. Þetta eru nöturlegar staðreyndir. Vonir hafa verið uppi um að með samningum við kröfuhafa föllnu bankana takist að minnka skuldaklafa hvers Íslendings úr fimm milljónum í fjórar milljónir króna. Allir stjórnmálaflokkarnir eru sammála um, og hafa alltaf verið, að við uppgjör á þrotabúum föllnu bankanna verði hagsmuna Íslands gætt þótt flokkarnir gangi vissulega mjög mislangt í því að deila mögulegum ávinningi út fyrirfram með kosningaloforðum. Eins og menn þekkja af rekstri eigin heimilis er það ekki svo að þótt takist að lækka yfirdrátt úr 50 þúsund í 40 þúsund krónur að menn hafi þar með eignast nýtt fé. Mínusinn á bankareikningnum er vissulega ekki jafn stór og áður en engu að síður til staðar. Allir hljóta að stefna að því að eyða mínusnum alveg fremur en að auka hann aftur. Þess vegna er það ekki ábyrgt að lofa skuldugu fólki peningum sem eru ekki til og verða ekki til í ríkissjóði á næstunni. Það væri einfaldlega loforð um að gera skuldir okkar sumra að skuldum okkar allra. Almenn skattalækkun er eina raunhæfa og sanngjarna leiðin til þess að auka ráðstöfunartekjur okkar allra. Hún hefur að auki þann kost að hvetja menn til aukinnar verðmætasköpunar.
Skoðun Afvegaleidd umræða um áskoranir heilbrigðiskerfisins Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar
Skoðun Launafólk sýndi ábyrgð – Hvað með bankana og fjármagnseigendur? Finnbjörn A. Hermannsson skrifar
Skoðun Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon skrifar