Hvar ert þú, mín þjóð? Ellert B. Schram skrifar 18. apríl 2013 06:00 Saga íslenskra stjórnmálaflokka er ekki löng. Um aldamótin 1900 voru til flokkar sem höfðu skoðun á fullveldisbaráttu þjóðarinnar og það er ekki fyrr en liðið er á tuttugustu öldina, sem stofnaðir eru flokkar um hugmyndafræði og hagsmuni. Sjálfstæðisflokkurinn um frelsi einstaklingsins og einkaframtakið, Framsókn um kaupfélögin og félagshyggju, Alþýðuflokkurinn um jöfnuð og réttindabaráttu verkalýðsins og Sósíalistaflokkurinn um sósíalisma. Alla síðustu öld voru þetta stóru línurnar í íslenskri pólitík. Í rauninni voru þetta átök milli sérhagsmuna og almannahagsmuna. Inn á milli komu svo fram flokkar eða framboð, sem mynduð voru um einstaklinga eða einsleitar skoðanir. Þegar litið er yfir sviðið og söguna, fer ekki á milli mála, að Sjálfstæðisflokkur og Framsókn hafa haft tögl og haldir og stýrt ferðinni meira og minna. Þessir tveir flokkar skiptu á milli sín völdunum, (helmingaskiptareglan) stóðu vörð um hagsmuni sinna skjólstæðinga. Stjórnuðu og skiptu á milli sín innflutningi og útflutningi, hermanginu, bönkunum, versluninni, olíusölunni og hafa staðið vörð um einkaafnot og sértæka nýtingu á auðlindum lands og þjóðar. Hraðlest frjálshyggju og einka- og vinavæðingar færðist í aukana. Svo kom hrunið og í fyrsta skipti í sögu þjóðarinnar fengu vinstri flokkarnir (Samfylking og Vinstri grænir) meirihluta í alþingiskosningum og fengu það hlutverk að moka flórinn.Þrekvirki Það var ekki verk til vinsælda og þótt margt hafi farið aflögu og margt sé enn ógert, dylst engum að ríkisstjórn undanfarinna ára hefur unnið þrekvirki. Það er bæði ódrengilegt og ósanngjarnt að ausa yfir hana brigslyrðum, níði og nöldri. Látum vera að pólitískir andstæðingar ríkisstjórnarinnar leggist svo lágt að hafa að engu það björgunarstarf sem unnið hefur verið, hitt er verra og dapurlegra, ef þjóðin og kjósendur ætla að taka undir vanþakklætið með atkvæðum sínum. Öllum ætti að vera ljóst að skattahækkanir, niðurskurður og skuldir, jafnt heimila sem fyrirtækja, hvað þá ríkisins, voru og eru óhjákvæmilegar afleiðingar hrunsins 2008. Hverjum dettur það í hug í alvöru, að ríkisstjórnarflokkarnir hafi ekki viljað létta byrðar skuldavandans enn meir, draga úr niðurskurði eða lækka skatta, ef þess hefði verið kostur? Staðreyndin er sú, sem ekki má gleymast, að ríkisstjórnarflokkarnir voru að moka flór og hreinsa til og það verk stendur enn yfir. Það er býsna auðvelt að koma fram á sjónarsviðið, þegar hið versta er yfirstaðið og segja: nú get ég. Það er bæði lýðskrum og loddaraskapur, að lofa kjósendum að senda þyrlu á loft og dreifa peningum yfir landslýð. Í kosningunum eftir þrjár vikur er ekki verið að kjósa um töfralausnir á bráðavanda. Það er verið að kjósa um þær áherslur og aðgerðir, sem grípa þarf til, fyrir þjóð í vanda. Og þá rekast aftur á, einkahagsmunir eða almannahagsmunir, sem birtist í átökunum um breytta stjórnarskrá, nýja fiskveiðistefnu, eignarhald á náttúruauðlindum, öruggt velferðarkerfi, réttláta dreifingu skatta. Völdin. Hverjir eiga að hafa völdin næstu fjögur árin og enn þá lengur: flokkarnir sem standa vörð um einkahagsmuni, eða fólkið, almenningur, sem vill jöfnuð, réttlæti og tækifæri í almannaþágu? Þetta eru stóru línurnar í stjórnmálum dagsins og hvar ert þú, mín þjóð, hvorum megin vilt þú verja þínu atkvæði? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ellert B. Schram Mest lesið Lygar og helvítis lygar Alexandra Briem Skoðun Óður til opinberra starfsmanna Halla Hrund Logadóttir Skoðun Að kasta steinum úr glerhúsi Páll Steingrímsson Skoðun Frumkvöðlastarf Bata Akademíunnar - íslenska leiðin Ólafur Ágúst Hraundal Skoðun “Þú ert alltof of ung til að fá liðagigt” - Alþjóðlegur dagur liðagigtar Hrönn Stefánsdóttir Skoðun Trump og forsetatilskipanir Helga Dögg Sverrisdóttir Skoðun Er samþykki barna túlkunaratriði? Ólöf Tara Harðardóttir Skoðun Vegna meintra „föðurlandssvika og siðferðisleysis“ Gunnars Magnússonar Geir Sveinsson Skoðun Áróðursstríð Ingu Eydís Hörn Hermannsdóttir Skoðun Loðnustofninn hruninn Björn Ólafsson Skoðun Skoðun Skoðun Lygar og helvítis lygar Alexandra Briem skrifar Skoðun Óður til opinberra starfsmanna Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Frumkvöðlastarf Bata Akademíunnar - íslenska leiðin Ólafur Ágúst Hraundal skrifar Skoðun “Þú ert alltof of ung til að fá liðagigt” - Alþjóðlegur dagur liðagigtar Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Að kasta steinum úr glerhúsi Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Býður grunnskólakerfið upp á öfuga hvatastýringu fyrir kennara? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Vegna meintra „föðurlandssvika og siðferðisleysis“ Gunnars Magnússonar Geir Sveinsson skrifar Skoðun Er Ísland tilbúið fyrir gervigreindarbyltinguna? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Loðnustofninn hruninn Björn Ólafsson skrifar Skoðun Munum við upplifa enn eitt „mikla stökkið framávið“? Jason Steinþórsson skrifar Skoðun Starfa stjórnmálamenn ekki í þágu almennings?: Um „blaðamannablaður“ og „óvandaða falsfréttamiðla“ Sigríður Dögg Auðunsdóttir skrifar Skoðun HA ég Hr. ráðherra? Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Trump og forsetatilskipanir Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Spörum með breyttri verðstefnu í lyfjamálum Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Ómæld áhrif kjaradeilu kennara Anton Orri Dagsson skrifar Skoðun Hlutverk í fjölskyldum Matthildur Bjarnadóttir skrifar Skoðun Erfitt að treysta þegar upplifunin er að samfélagið forgangsraði ekki börnum Ragnheiður Stephensen skrifar Skoðun Janúarblús vinstristjórnarinnar Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Skipbrot meðaltalsstöðugleikaleiðarinnar Aðalgeir Ásvaldsson skrifar Skoðun Áróðursstríð Ingu Eydís Hörn Hermannsdóttir skrifar Skoðun Fyrir hvern vinnur þú? Sigurður Freyr Sigurðarson skrifar Skoðun Kostaboð Eydís Hörn Hermannsdóttir skrifar Skoðun Um kjaradeilu sveitarfélaga og kennara Inga Sigrún Atladóttir skrifar Skoðun Næring íþróttafólks: Þegar orkuna og kolvetnin skortir Birna Varðardóttir skrifar Skoðun Hvað næst RÚV? Hilmar Gunnlaugsson skrifar Skoðun Lífeyrissjóðir í sæng með kvótakóngum Björn Ólafsson skrifar Skoðun Glannalegt tal um gjaldþrot Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Bókvitið verður í askana látið! Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Læknis- og sjúkraþjálfunarfræði fyrir alla Eiríkur Kúld Viktorsson skrifar Skoðun Hvernig er hægt að semja við samninganefnd sem hefur engan skilning á starfi stéttarinnar sem hún er að semja við? Ragnheiður Stephensen skrifar Sjá meira
Saga íslenskra stjórnmálaflokka er ekki löng. Um aldamótin 1900 voru til flokkar sem höfðu skoðun á fullveldisbaráttu þjóðarinnar og það er ekki fyrr en liðið er á tuttugustu öldina, sem stofnaðir eru flokkar um hugmyndafræði og hagsmuni. Sjálfstæðisflokkurinn um frelsi einstaklingsins og einkaframtakið, Framsókn um kaupfélögin og félagshyggju, Alþýðuflokkurinn um jöfnuð og réttindabaráttu verkalýðsins og Sósíalistaflokkurinn um sósíalisma. Alla síðustu öld voru þetta stóru línurnar í íslenskri pólitík. Í rauninni voru þetta átök milli sérhagsmuna og almannahagsmuna. Inn á milli komu svo fram flokkar eða framboð, sem mynduð voru um einstaklinga eða einsleitar skoðanir. Þegar litið er yfir sviðið og söguna, fer ekki á milli mála, að Sjálfstæðisflokkur og Framsókn hafa haft tögl og haldir og stýrt ferðinni meira og minna. Þessir tveir flokkar skiptu á milli sín völdunum, (helmingaskiptareglan) stóðu vörð um hagsmuni sinna skjólstæðinga. Stjórnuðu og skiptu á milli sín innflutningi og útflutningi, hermanginu, bönkunum, versluninni, olíusölunni og hafa staðið vörð um einkaafnot og sértæka nýtingu á auðlindum lands og þjóðar. Hraðlest frjálshyggju og einka- og vinavæðingar færðist í aukana. Svo kom hrunið og í fyrsta skipti í sögu þjóðarinnar fengu vinstri flokkarnir (Samfylking og Vinstri grænir) meirihluta í alþingiskosningum og fengu það hlutverk að moka flórinn.Þrekvirki Það var ekki verk til vinsælda og þótt margt hafi farið aflögu og margt sé enn ógert, dylst engum að ríkisstjórn undanfarinna ára hefur unnið þrekvirki. Það er bæði ódrengilegt og ósanngjarnt að ausa yfir hana brigslyrðum, níði og nöldri. Látum vera að pólitískir andstæðingar ríkisstjórnarinnar leggist svo lágt að hafa að engu það björgunarstarf sem unnið hefur verið, hitt er verra og dapurlegra, ef þjóðin og kjósendur ætla að taka undir vanþakklætið með atkvæðum sínum. Öllum ætti að vera ljóst að skattahækkanir, niðurskurður og skuldir, jafnt heimila sem fyrirtækja, hvað þá ríkisins, voru og eru óhjákvæmilegar afleiðingar hrunsins 2008. Hverjum dettur það í hug í alvöru, að ríkisstjórnarflokkarnir hafi ekki viljað létta byrðar skuldavandans enn meir, draga úr niðurskurði eða lækka skatta, ef þess hefði verið kostur? Staðreyndin er sú, sem ekki má gleymast, að ríkisstjórnarflokkarnir voru að moka flór og hreinsa til og það verk stendur enn yfir. Það er býsna auðvelt að koma fram á sjónarsviðið, þegar hið versta er yfirstaðið og segja: nú get ég. Það er bæði lýðskrum og loddaraskapur, að lofa kjósendum að senda þyrlu á loft og dreifa peningum yfir landslýð. Í kosningunum eftir þrjár vikur er ekki verið að kjósa um töfralausnir á bráðavanda. Það er verið að kjósa um þær áherslur og aðgerðir, sem grípa þarf til, fyrir þjóð í vanda. Og þá rekast aftur á, einkahagsmunir eða almannahagsmunir, sem birtist í átökunum um breytta stjórnarskrá, nýja fiskveiðistefnu, eignarhald á náttúruauðlindum, öruggt velferðarkerfi, réttláta dreifingu skatta. Völdin. Hverjir eiga að hafa völdin næstu fjögur árin og enn þá lengur: flokkarnir sem standa vörð um einkahagsmuni, eða fólkið, almenningur, sem vill jöfnuð, réttlæti og tækifæri í almannaþágu? Þetta eru stóru línurnar í stjórnmálum dagsins og hvar ert þú, mín þjóð, hvorum megin vilt þú verja þínu atkvæði?
“Þú ert alltof of ung til að fá liðagigt” - Alþjóðlegur dagur liðagigtar Hrönn Stefánsdóttir Skoðun
Skoðun “Þú ert alltof of ung til að fá liðagigt” - Alþjóðlegur dagur liðagigtar Hrönn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Vegna meintra „föðurlandssvika og siðferðisleysis“ Gunnars Magnússonar Geir Sveinsson skrifar
Skoðun Starfa stjórnmálamenn ekki í þágu almennings?: Um „blaðamannablaður“ og „óvandaða falsfréttamiðla“ Sigríður Dögg Auðunsdóttir skrifar
Skoðun Erfitt að treysta þegar upplifunin er að samfélagið forgangsraði ekki börnum Ragnheiður Stephensen skrifar
Skoðun Hvernig er hægt að semja við samninganefnd sem hefur engan skilning á starfi stéttarinnar sem hún er að semja við? Ragnheiður Stephensen skrifar
“Þú ert alltof of ung til að fá liðagigt” - Alþjóðlegur dagur liðagigtar Hrönn Stefánsdóttir Skoðun