Samstarf

Sólgleraugu allt árið

María Hlín Sigurðardóttir, verslunarstjóri Augans í Kringlunni. Mynd/Stefán
María Hlín Sigurðardóttir, verslunarstjóri Augans í Kringlunni. Mynd/Stefán
Gleraugnaverslunin Augað í Kringlunni býður fjölbreytt úrval sólgleraugna. María Hlín Sigurðardóttir verslunarstjóri segir Íslendinga duglega að nota sólgleraugu allt árið.

„Í dag notar fólk sólgleraugu allan ársins hring og leggur mikið upp úr vönduðum sólgleraugum. Glerin eru einnig orðin miklu betri en áður og verja augun fyrir útfjólubláum geislum. Fólk kaupir líka fleiri en ein sólgleraugu, til dæmis ein dökk og önnur ljósari. En svo er einnig hægt að fá gler sem dökkna í sólinni,“ segir María Hlín Sigurðardóttir.

Hún segir einnig algengt að styrkleiki sé settur í sólgler en áður voru sólhlífar settar framan á venjuleg gleraugu. Bæði sé hægt að fá einn styrk eða margskipt gler með styrk. Þá séu einnig fáanleg sérstök sólgleraugu fyrir íþróttaiðkun, svo sem golf- og hlaupagleraugu.

„Öll tísku- og gleraugnamerki framleiða sólgleraugu. Ef þér líkar eitthvert merki vel þá er alltaf hægt að fá sólgleraugu frá því líka. Í sumar eru kisugleraugun vinsæl fyrir konur en stór og kringlótt sólgleraugu halda líka vinsældum sínum. Ray Ban er alltaf vinsælt merki en við seljum einnig Oliver Peoples, Barton Perreira, Marc Jacobs, Gucci og fleiri. Þá erum við einnig með okkar eigin hönnun, Reykjavik Eyes, títaníumgjarðir með engum skrúfum. Það er að sjálfsögðu hægt að fá sólgler í þær umgjarðir líka.“






Fleiri fréttir

Sjá meira


×