Stjórnarskráin er enn á floti Árni Þór Sigurðsson skrifar 17. apríl 2013 07:30 Margir eru vonsviknir yfir lyktum stjórnarskrármálsins á því þingi sem nú er nýlokið. Aðrir leggja meira kapp á önnur mál eins og gengur. Ég er í hópi þeirra sem vildu svo gjarnan sjá veigamiklar breytingar á stjórnarskránni, á þeim grunni sem stjórnlagaráð vann og kosið var um í þjóðaratkvæðagreiðslunni 20. október sl. En er ástæða til að örvænta um breytingar á stjórnarskrá? Svo tel ég ekki vera. Breytingar á stjórnarskrá er flókið ferli og það er eðlilegt um slíka grundvallarlöggjöf. Hins vegar var rík krafa í samfélaginu í kjölfar hrunsins að gerðar yrðu gagngerar breytingar á stjórnarskránni, með nýjum mannréttindaákvæðum, endurskoðun stjórnskipunarinnar, ákvæðum um auðlindir í þjóðareigu, jöfnun atkvæðisréttar, þjóðaratkvæðagreiðslum o.fl. Við í Vinstri grænum studdum þær stjórnarfarsumbætur sem unnar voru af þjóðfundi, stjórnlaganefnd og stjórnlagaráði, þótt vissulega séu skiptar skoðanir um einstaka útfærslur. Þegar málið kom til kasta Alþingis varð ljóst að talsverð andstaða var við tillögur stjórnlagaráðs, fyrst og fremst af hálfu Framsóknarflokks og Sjálfstæðisflokks. Núverandi stjórnskipun gerir kröfu um að breytingar á stjórnarskrá séu samþykktar á tveimur þingum með alþingiskosningum á milli. Þess vegna var mikilvægt að ná sem breiðastri samstöðu um stjórnarskrárbreytingarnar, því ef næsta þing samþykkir þær ekki, hefði verið til lítils barist. Það er í þessu samhengi sem þess var freistað að ná fram tilteknum breytingum nú og tryggja áframhaldandi vinnu við endurskoðun stjórnarskrárinnar á næsta kjörtímabili, á þeim grunni sem unnið hefur verið. Að knýja fram breytingar með minnsta meirihluta, jafnvel með því að stöðva umræðu um málið á Alþingi, hefði verið ávísun á að breytingarnar hefðu ekki náð fram á næsta þingi. Þá fyrst hefði málið raunverulega dáið drottni sínum. Þetta er blákaldur raunveruleikinn sem menn verða að horfast í augu við, þótt sárt sé. Í mínum huga var það ekki góður kostur. Tillaga formanna Vinstri grænna, Samfylkingar og Bjartrar framtíðar um að á næsta kjörtímabili væri heimilt að gera breytingar á stjórnarskránni án þess að það tæki endilega heilt kjörtímabil var þess vegna nauðsynleg til að tryggja málinu framhaldslíf. Nú er deilt um hvort svokallaður samþykkisþröskuldur, þ.e. 40% kosningabærra manna þurfi að samþykkja breytingar, sé eðlilegur eða sanngjarn. Hann er vissulega hár en þó lægri en nokkrir þingmenn Sjálfstæðisflokks, Framsóknarflokks og Hreyfingarinnar höfðu lagt til, sem var 50%. Meirihluti stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar Alþingis hafði lagt til 25%. Hér var því um ákveðna málamiðlun að ræða. Vinstri græn munu beita sér fyrir því að stjórnarskrármálið verði strax tekið upp á nýju þingi og unnið áfram með þær tillögur að nýrri stjórnarskrá sem fyrir liggja, með það að markmiði að unnt verði að kjósa um þær, t.d. samhliða sveitarstjórnarkosningum vorið 2014. Það ætti að tryggja góða þátttöku og miðað við reynslu okkar á Íslandi, þar sem kosningaþátttaka er almennt í kringum 80%, þýðir 40% samþykkisþröskuldur í raun samþykki einfalds meirihluta. Það er alls ekki óviðráðanlegt. Þess vegna er stjórnarskrármálið enn á floti, en til þess þarf að tryggja að þeir flokkar sem helst hafa beitt sér gegn nýrri stjórnarskrá, fái ekki stöðu til þess að stöðva málið. Við Vinstri græn viljum hiklaust halda málinu áfram og tryggja þjóðinni nýja stjórnarskrá. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kosningar 2013 Skoðun Mest lesið Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun Hafnaðir þú Margrét Sanders? Páll Erlingsson,María Petrína Berg,Fjóla Ævarsdóttir,Sigrún Gróa Magnúsdóttir Skoðun Hugleiðing á konudag Sigurður Ingi Arnars Unuson Skoðun Stétt með stétt? Helgi Áss Grétarsson Skoðun Áfram kennarar! Kristbjörg Þórisdóttir,Bragi Reynir Sæmundsson Skoðun Viðbrögð barna við sorg Matthildur Bjarnadóttir Skoðun Landshornalýðurinn á Hálsunum Hákon Gunnarsson Skoðun Áfastur plasttappi lýðræðisins? Ingunn Björnsdóttir Skoðun Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir til formanns Sjálfstæðisflokksins -Kraftur nýrra tíma Svanur Guðmundsson Skoðun Áslaug Arna er leiðtoginn sem Sjálfstæðisflokkurinn þarf Hafrún Kristjánsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Plasttappamálið og skrækjandi þingmenn Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Áfastur plasttappi lýðræðisins? Ingunn Björnsdóttir skrifar Skoðun Stétt með stétt? Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Áfram kennarar! Kristbjörg Þórisdóttir,Bragi Reynir Sæmundsson skrifar Skoðun Landshornalýðurinn á Hálsunum Hákon Gunnarsson skrifar Skoðun Minni kvenna - lofræða gervigreindar til hinnar íslensku konu Steinar Birgisson skrifar Skoðun Forvarnarsamtök óska skýringa á seinagangi Árni Einarsson skrifar Skoðun Hugleiðing á konudag Sigurður Ingi Arnars Unuson skrifar Skoðun Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir til formanns Sjálfstæðisflokksins -Kraftur nýrra tíma Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hafnaðir þú Margrét Sanders? Páll Erlingsson,María Petrína Berg,Fjóla Ævarsdóttir,Sigrún Gróa Magnúsdóttir skrifar Skoðun Viðbrögð barna við sorg Matthildur Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hvort er meira í anda Sjálfstæðisflokksins? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Áslaug Arna er leiðtoginn sem Sjálfstæðisflokkurinn þarf Hafrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Aðgát skal höfð... Hildur Þöll Ágústsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir skrifar Skoðun Sameinumst – stétt með stétt Sævar Jónsson skrifar Skoðun Opið bréf til bæjarstjóra Kópavogs Ágústa Dröfn Kristleifsdóttir skrifar Skoðun Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga er sama um menntun barna en hvað með foreldra? Helga C Reynisdóttir skrifar Skoðun Söngvakeppnin og hömlulaus áfengisdýrkun Björn Sævar Einarsson skrifar Skoðun Íþróttastarf fyrir alla Guðmundur Sigurbergsson,Ingvar Sverrisson,Hrafnkell Marínósson skrifar Skoðun Á hlóðum Mennta- og barnamálaráðuneytisins Meyvant Þórólfsson skrifar Skoðun Að verja friðinn Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun 12 spor ríkisstjórnarinnar Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Færni í nýsköpun krefst þjálfunar Ingibjörg Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Þorgerður áttar sig á gildi fullveldisins Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Góðir vegir – Aukin lífsgæði og blómlegt atvinnulíf Edda Rut Björnsdóttir skrifar Skoðun Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld skrifar Skoðun Áfastur plasttappi lýðræðisins Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Um Varasjóð VR Flosi Eiríksson skrifar Skoðun Töfrakista tækifæranna Hrefna Óskarsdóttir skrifar Sjá meira
Margir eru vonsviknir yfir lyktum stjórnarskrármálsins á því þingi sem nú er nýlokið. Aðrir leggja meira kapp á önnur mál eins og gengur. Ég er í hópi þeirra sem vildu svo gjarnan sjá veigamiklar breytingar á stjórnarskránni, á þeim grunni sem stjórnlagaráð vann og kosið var um í þjóðaratkvæðagreiðslunni 20. október sl. En er ástæða til að örvænta um breytingar á stjórnarskrá? Svo tel ég ekki vera. Breytingar á stjórnarskrá er flókið ferli og það er eðlilegt um slíka grundvallarlöggjöf. Hins vegar var rík krafa í samfélaginu í kjölfar hrunsins að gerðar yrðu gagngerar breytingar á stjórnarskránni, með nýjum mannréttindaákvæðum, endurskoðun stjórnskipunarinnar, ákvæðum um auðlindir í þjóðareigu, jöfnun atkvæðisréttar, þjóðaratkvæðagreiðslum o.fl. Við í Vinstri grænum studdum þær stjórnarfarsumbætur sem unnar voru af þjóðfundi, stjórnlaganefnd og stjórnlagaráði, þótt vissulega séu skiptar skoðanir um einstaka útfærslur. Þegar málið kom til kasta Alþingis varð ljóst að talsverð andstaða var við tillögur stjórnlagaráðs, fyrst og fremst af hálfu Framsóknarflokks og Sjálfstæðisflokks. Núverandi stjórnskipun gerir kröfu um að breytingar á stjórnarskrá séu samþykktar á tveimur þingum með alþingiskosningum á milli. Þess vegna var mikilvægt að ná sem breiðastri samstöðu um stjórnarskrárbreytingarnar, því ef næsta þing samþykkir þær ekki, hefði verið til lítils barist. Það er í þessu samhengi sem þess var freistað að ná fram tilteknum breytingum nú og tryggja áframhaldandi vinnu við endurskoðun stjórnarskrárinnar á næsta kjörtímabili, á þeim grunni sem unnið hefur verið. Að knýja fram breytingar með minnsta meirihluta, jafnvel með því að stöðva umræðu um málið á Alþingi, hefði verið ávísun á að breytingarnar hefðu ekki náð fram á næsta þingi. Þá fyrst hefði málið raunverulega dáið drottni sínum. Þetta er blákaldur raunveruleikinn sem menn verða að horfast í augu við, þótt sárt sé. Í mínum huga var það ekki góður kostur. Tillaga formanna Vinstri grænna, Samfylkingar og Bjartrar framtíðar um að á næsta kjörtímabili væri heimilt að gera breytingar á stjórnarskránni án þess að það tæki endilega heilt kjörtímabil var þess vegna nauðsynleg til að tryggja málinu framhaldslíf. Nú er deilt um hvort svokallaður samþykkisþröskuldur, þ.e. 40% kosningabærra manna þurfi að samþykkja breytingar, sé eðlilegur eða sanngjarn. Hann er vissulega hár en þó lægri en nokkrir þingmenn Sjálfstæðisflokks, Framsóknarflokks og Hreyfingarinnar höfðu lagt til, sem var 50%. Meirihluti stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar Alþingis hafði lagt til 25%. Hér var því um ákveðna málamiðlun að ræða. Vinstri græn munu beita sér fyrir því að stjórnarskrármálið verði strax tekið upp á nýju þingi og unnið áfram með þær tillögur að nýrri stjórnarskrá sem fyrir liggja, með það að markmiði að unnt verði að kjósa um þær, t.d. samhliða sveitarstjórnarkosningum vorið 2014. Það ætti að tryggja góða þátttöku og miðað við reynslu okkar á Íslandi, þar sem kosningaþátttaka er almennt í kringum 80%, þýðir 40% samþykkisþröskuldur í raun samþykki einfalds meirihluta. Það er alls ekki óviðráðanlegt. Þess vegna er stjórnarskrármálið enn á floti, en til þess þarf að tryggja að þeir flokkar sem helst hafa beitt sér gegn nýrri stjórnarskrá, fái ekki stöðu til þess að stöðva málið. Við Vinstri græn viljum hiklaust halda málinu áfram og tryggja þjóðinni nýja stjórnarskrá.
Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun
Hafnaðir þú Margrét Sanders? Páll Erlingsson,María Petrína Berg,Fjóla Ævarsdóttir,Sigrún Gróa Magnúsdóttir Skoðun
Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir til formanns Sjálfstæðisflokksins -Kraftur nýrra tíma Svanur Guðmundsson Skoðun
Skoðun Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir til formanns Sjálfstæðisflokksins -Kraftur nýrra tíma Svanur Guðmundsson skrifar
Skoðun Hafnaðir þú Margrét Sanders? Páll Erlingsson,María Petrína Berg,Fjóla Ævarsdóttir,Sigrún Gróa Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga er sama um menntun barna en hvað með foreldra? Helga C Reynisdóttir skrifar
Skoðun Íþróttastarf fyrir alla Guðmundur Sigurbergsson,Ingvar Sverrisson,Hrafnkell Marínósson skrifar
Skoðun Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld skrifar
Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun
Hafnaðir þú Margrét Sanders? Páll Erlingsson,María Petrína Berg,Fjóla Ævarsdóttir,Sigrún Gróa Magnúsdóttir Skoðun
Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir til formanns Sjálfstæðisflokksins -Kraftur nýrra tíma Svanur Guðmundsson Skoðun