Velferð á umbrotatímum Árni Páll Árnason skrifar 16. apríl 2013 07:00 Á síðasta kjörtímabili tók Samfylkingin við erfiðasta velferðarverkefni síðustu áratuga á Íslandi: Atvinnuleysi jókst um þúsund manns á mánuði og engin úrræði voru til. Fyrir lá að draga þyrfti gríðarlega saman í ríkisútgjöldum og að velferðarmál og menntamál næmu saman um 75% ríkisútgjalda. Það var því engrar undankomu auðið að skerða þau útgjöld. Við horfum nú til baka og sjáum að okkur hefur tekist svo vel til að undrum sætir. Við skertum ekki lágmarksbætur og stóðum vörð um hækkanir okkar á þeim frá því fyrir hrun – við skertum bara bætur þeirra sem meira höfðu milli handanna. Við skertum einungis hámarksgreiðslur í fæðingarorlofi en skertum ekki um eina krónu þá sem höfðu tekjur undir 250 þúsund krónum. Við skertum ekki atvinnuleysisbætur. Í félagsmálaráðherratíð minni og Jóhönnu var uppsafnaður sparnaður í almennri stjórnsýslu ríkisins 17-19%, en 2,6% í þjónustu við fatlaða. Fátt sýnir betur forgangsröðun Samfylkingarinnar. Stórátak Og þrátt fyrir þrengri fjárráð en nokkru sinni tókst okkur að bæta í á mörgum sviðum. Við hófum stórátak í byggingu hjúkrunarheimila, sem rísa nú um allt land. Á nýju kjörtímabili munum við halda áfram þessu góða verki og byggja 350 ný hjúkrunarrými. Það fannst ekki eyrir til þess í stjórnartíð Framsóknar og Sjálfstæðisflokks, þótt smjör drypi þá af hverju strái og þeim stjórnarherrum þótti sér sæma að búa öldruðum tví- og þríbýli á hjúkrunarheimilum og flytja aldrað fólk hreppaflutningum landshorna á milli. Mosfellingar voru fluttir á Kirkjubæjarklaustur og Garðbæingar til Dalvíkur árið 2007. Við bjuggum líka til stórátak í menntun ungs atvinnulauss fólks. Þúsundir atvinnulausra ungmenna hafa fengið ný tækifæri og nýtt þau, sjálfum sér og samfélaginu til góðs. Á nýju kjörtímabili bíða okkar enn fleiri verkefni. Við munum bæta kjör lífeyrisþega í samræmi við þau loforð sem ég veitti í upphafi kjörtímabilsins. Nýtt almannatryggingakerfi, sem bætir mjög hag lífeyrisþega, hefur verið kynnt og við munum setja fjármögnun þess í forgang. Við höfum þegar breytt vaxtabótakerfi til að mæta betur fólki á lágum og meðaltekjum og við höfum aukið við barnabætur. Við munum afnema tekjutengingu þeirra og draga úr álögum á brýnustu nauðsynjar, matvæli og barnaföt. Það skiptir máli hverjir stjórna. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Árni Páll Árnason Kosningar 2013 Skoðun Mest lesið Það er allt í lagi að vera þú sjálfur - Opið bréf til Snorra Mássonar Kári Stefánsson Skoðun Samfélag án Pírata Lenya Rún Taha Karim Skoðun Foreldrar, ömmur og afar þessa lands - áskorun til ykkar! Ragnheiður Stephensen Skoðun Við sem förum til Tenerife - Vaxta og húsnæðispyntingar á almenningi komið frá lífeyrissjóðum og leigufélögum Hreinn Pétursson Skoðun Hver er munurinn á Viðreisn og Samfylkingu? Soffía Svanhvít Árnadóttir Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Annarra manna peningar eru peningar okkar allra Davíð Þór Jónsson Skoðun Ég á ‘etta, ég má ‘etta Jón Ármann Steinsson Skoðun Helvítis fokking fokk!! Er ekki nóg komið? Maríanna H. Helgadóttir Skoðun Þarf ég að flytja úr landi? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar Skoðun Nándarhryðjuverk er mannréttindabrot sem fær lítil viðbrögð frá samfélaginu Birna Sól Daníelsdóttir, Helga Benediktsdóttir,Telma Lísa Elmarsdóttir skrifar Skoðun Willum Þór – fyrir konur Heiðdís Geirsdóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Hjördís Guðný Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Af hverju kýs ég Samfylkinguna? Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Uppeldi, færni til framtíðar - fór í skúffu stjórnvalda! Una María Óskarsdóttir skrifar Skoðun Við sem förum til Tenerife - Vaxta og húsnæðispyntingar á almenningi komið frá lífeyrissjóðum og leigufélögum Hreinn Pétursson skrifar Skoðun Hvar eru málefni barna og ungs fólks? Gunnar E. Sigurbjörnsson skrifar Skoðun Þetta með verðgildin Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Stöndum með trans börnum og foreldrum þeirra! Birna Guðmundsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir,Ynda Eldborg skrifar Skoðun Ég á ‘etta, ég má ‘etta Jón Ármann Steinsson skrifar Skoðun Dómsmálið sem gæti kippt grunninum undan Heidelberg-verksmiðjunni Jón Hjörleifur Stefánsson skrifar Skoðun Viljum við sósíalisma? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Það er allt í lagi að vera þú sjálfur - Opið bréf til Snorra Mássonar Kári Stefánsson skrifar Skoðun Rjúfum kyrrstöðu í vegaframkvæmdum um allt land G.Svana Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Lýðheilsa bænda Unnur Rán Reynisdóttir,Arnar Páll Gunnlaugsson skrifar Skoðun Hvenær á að skattleggja lífeyri? Inn eða út? Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Glasið er hálffullt Ingveldur Anna Sigurðardóttir skrifar Skoðun Skilvirkari og einfaldari stjórnsýsla í þágu almennings Guðlaugur Þór Þórðarson skrifar Skoðun Gervilíf Geir Gunnar Markússon skrifar Skoðun Málsvari hinsegin samfélagsins og mannréttinda Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Framtíð til sölu Júlíus Kristjánsson skrifar Skoðun Kona, vertu ekki fyrir! Elín Björg Jónsdóttir,Halldóra Sigríður Sveinsdóttir,Hrafnhildur Lilja Harðardóttir skrifar Skoðun Hagsmunir Evrópu í orkumálum stangast á við okkar hagsmuni Magnús Gehringer skrifar Skoðun Eitt lag enn með Lilju Hópur óperusöngvara skrifar Skoðun Skaðsemi vindtúrbínuvera á íslenska náttúru Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Hver er munurinn á Viðreisn og Samfylkingu? Soffía Svanhvít Árnadóttir skrifar Skoðun Kennarinn sem hvarf Álfhildur Leifsdóttir skrifar Skoðun Hamborgarhryggur - minnst viðeigandi jólamaturinn Óskar H. Valtýsson skrifar Skoðun Annarra manna peningar eru peningar okkar allra Davíð Þór Jónsson skrifar Skoðun Fasismi er að trenda – erum við að sofna á verðinum? Guðni Freyr Öfjörð skrifar Sjá meira
Á síðasta kjörtímabili tók Samfylkingin við erfiðasta velferðarverkefni síðustu áratuga á Íslandi: Atvinnuleysi jókst um þúsund manns á mánuði og engin úrræði voru til. Fyrir lá að draga þyrfti gríðarlega saman í ríkisútgjöldum og að velferðarmál og menntamál næmu saman um 75% ríkisútgjalda. Það var því engrar undankomu auðið að skerða þau útgjöld. Við horfum nú til baka og sjáum að okkur hefur tekist svo vel til að undrum sætir. Við skertum ekki lágmarksbætur og stóðum vörð um hækkanir okkar á þeim frá því fyrir hrun – við skertum bara bætur þeirra sem meira höfðu milli handanna. Við skertum einungis hámarksgreiðslur í fæðingarorlofi en skertum ekki um eina krónu þá sem höfðu tekjur undir 250 þúsund krónum. Við skertum ekki atvinnuleysisbætur. Í félagsmálaráðherratíð minni og Jóhönnu var uppsafnaður sparnaður í almennri stjórnsýslu ríkisins 17-19%, en 2,6% í þjónustu við fatlaða. Fátt sýnir betur forgangsröðun Samfylkingarinnar. Stórátak Og þrátt fyrir þrengri fjárráð en nokkru sinni tókst okkur að bæta í á mörgum sviðum. Við hófum stórátak í byggingu hjúkrunarheimila, sem rísa nú um allt land. Á nýju kjörtímabili munum við halda áfram þessu góða verki og byggja 350 ný hjúkrunarrými. Það fannst ekki eyrir til þess í stjórnartíð Framsóknar og Sjálfstæðisflokks, þótt smjör drypi þá af hverju strái og þeim stjórnarherrum þótti sér sæma að búa öldruðum tví- og þríbýli á hjúkrunarheimilum og flytja aldrað fólk hreppaflutningum landshorna á milli. Mosfellingar voru fluttir á Kirkjubæjarklaustur og Garðbæingar til Dalvíkur árið 2007. Við bjuggum líka til stórátak í menntun ungs atvinnulauss fólks. Þúsundir atvinnulausra ungmenna hafa fengið ný tækifæri og nýtt þau, sjálfum sér og samfélaginu til góðs. Á nýju kjörtímabili bíða okkar enn fleiri verkefni. Við munum bæta kjör lífeyrisþega í samræmi við þau loforð sem ég veitti í upphafi kjörtímabilsins. Nýtt almannatryggingakerfi, sem bætir mjög hag lífeyrisþega, hefur verið kynnt og við munum setja fjármögnun þess í forgang. Við höfum þegar breytt vaxtabótakerfi til að mæta betur fólki á lágum og meðaltekjum og við höfum aukið við barnabætur. Við munum afnema tekjutengingu þeirra og draga úr álögum á brýnustu nauðsynjar, matvæli og barnaföt. Það skiptir máli hverjir stjórna.
Við sem förum til Tenerife - Vaxta og húsnæðispyntingar á almenningi komið frá lífeyrissjóðum og leigufélögum Hreinn Pétursson Skoðun
Skoðun Nándarhryðjuverk er mannréttindabrot sem fær lítil viðbrögð frá samfélaginu Birna Sól Daníelsdóttir, Helga Benediktsdóttir,Telma Lísa Elmarsdóttir skrifar
Skoðun Willum Þór – fyrir konur Heiðdís Geirsdóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Hjördís Guðný Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Við sem förum til Tenerife - Vaxta og húsnæðispyntingar á almenningi komið frá lífeyrissjóðum og leigufélögum Hreinn Pétursson skrifar
Skoðun Stöndum með trans börnum og foreldrum þeirra! Birna Guðmundsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir,Ynda Eldborg skrifar
Skoðun Dómsmálið sem gæti kippt grunninum undan Heidelberg-verksmiðjunni Jón Hjörleifur Stefánsson skrifar
Skoðun Það er allt í lagi að vera þú sjálfur - Opið bréf til Snorra Mássonar Kári Stefánsson skrifar
Skoðun Kona, vertu ekki fyrir! Elín Björg Jónsdóttir,Halldóra Sigríður Sveinsdóttir,Hrafnhildur Lilja Harðardóttir skrifar
Við sem förum til Tenerife - Vaxta og húsnæðispyntingar á almenningi komið frá lífeyrissjóðum og leigufélögum Hreinn Pétursson Skoðun