Lífið

John Grant skemmti sér á skólasýningum

John Grant.
John Grant.
Tónlistarmaðurinn John Grant, sem nýlega gaf út sína aðra sólóplötu, hefur notað dvöl sína á Íslandi til að kanna hina ýmsu króka og kima menningarlífsins. Stutt er síðan hann sá verkið Draum á Jónsmessunótt í Nemendaleikhúsinu og einnig skólasýningu Hagaskóla, Konungur ljónanna, sem er byggð á teiknimyndinni The Lion King. Á báðum sýningunum skemmti hann sér konunglega og hrósaði hann tónlist Úlfs Hanssonar í þeirri fyrrnefndu í hástert. Plata Grants, Pale Green Ghosts, hefur fengið frábæra dóma víðast hvar erlendis. Framundan er tónleikaferð um Evrópu með íslenskum hljóðfæraleikurum og hefst hún í Rotterdam í Hollandi eftir páska, 5. apríl.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.