Bildt, Össur, fullveldið og Kýpur Björn Bjarnason skrifar 27. mars 2013 06:00 Á árunum 2004 til 2007 sátum við Össur Skarphéðinsson saman í nefnd sem kannaði tengsl Íslands og Evrópusambandsins. Meginniðurstaða nefndarinnar var að hagsmunum Íslands væri mjög vel borgið með samningum um evrópska efnahagssvæðið (EES), hann hefði staðist tímans tönn. Íslendingar hefðu hins vegar ekki nýtt aðild að EES sem skyldi. Þeir hefðu mun fleiri tækifæri til áhrifa á löggjöf ESB en nýtt hefðu verið. Af grein Össurar Skarphéðinssonar í Fréttablaðinu 26. mars 2013 má ráða að hann kjósi að gleyma því sem hann lærði í störfum nefndarinnar. EES-samstarfið lifir góðu lífi og tækifærin bíða enn eftir að þau séu nýtt. Össur kýs í grein sinni að vitna í Carl Bildt, utanríkisráðherra Svía, sem á í vök að verjast heima fyrir vegna vaxandi gagnrýni Svía á starfshætti innan ESB og meiri þunga en nokkru sinni fyrr í andstöðu þeirra við upptöku evru. Bildt er talsmaður ESB-sambandsríkis og evru-sinni. Hann veit að andstaða Íslendinga við ESB-aðild hefur áhrif í Svíþjóð. Hann munar ekki um að rægja EES-samstarfið til að fegra eigin málstað. Carl Bildt taldi Össuri trú um í júlí 2009 að Íslendingar væru á hraðferð inn í ESB. Hann hafði ekkert fyrir sér í málinu en Össur beit á öngulinn. Össur hrífst enn af fullyrðingastíl Carls Bildt og sannfærist um að fullveldi Íslendinga aukist við að flytja það til Brussel. Að telja þjóðum trú um að fullveldinu sé betur borgið á evru-svæðinu en utan þess eða ESB verður æ erfiðara. Haustið 2008 höfðu íslensk stjórnvöld til dæmis vald og þrek til að halda bönkum opnum þrátt fyrir hrun fjármálakerfis. Á Kýpur var bönkum lokað 15. mars og hafa ekki verið opnaðir 26. mars. Kýpverjar hröktust úr einu vígi í annað vegna krafna frá Brussel. Hvað segir þetta dæmi um gildi fullveldis á örlagastundu? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Björn Bjarnason Mest lesið Sjálfstæðismenn boða víst skattalækkanir á þá efnamestu Haukur V. Alfreðsson Skoðun Fellur helsti stuðningsmaður menningarmála af þingi? Magnús Logi Kristinsson Skoðun Viltu borga 200 þús á mánuði eða 600 þús á mánuði af íbúðinni? Hildur Þórðardóttir Skoðun Almageddon? Eyþór Kristleifsson Skoðun Það sem ekki má fjalla um fyrir kosningar til Alþingis Árni Jensson Skoðun ESB kærir sig ekkert um Ísland í jólagjöf Ole Anton Bieltvedt Skoðun Óstjórn í húsnæðismálum Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Betri Strætó 2025 og (svo) Borgarlína Dagur B. Eggertsson Skoðun Afvegaleidd umræða um áskoranir heilbrigðiskerfisins Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir Skoðun Vímuefnið VONÍUM Haraldur Ingi Haraldsson Skoðun Skoðun Skoðun Nýtanleg verðmætasköpun um allt land Jóhann Frímann Arinbjarnarson skrifar Skoðun Geðrænn vandi barna og ungmenna Eldur S. Kristinsson skrifar Skoðun Það er kominn verðmiði á fangelsið en hvað má ungmenni í alvarlegum vanda kosta? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Hinn opni tékki samgöngusáttmálans – ljósastýring og Sundabraut Eiríkur S. Svavarsson skrifar Skoðun Eru sumir heppnari en aðrir? Anna Kristín Jensdóttir skrifar Skoðun Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Kallað eftir fyrirsjáanleika í opinberum framkvæmdum Þorsteinn Víglundsson ,Jónína Guðmundsdóttir,Karl Andreassen skrifar Skoðun Sjálfstætt fólk Kristín Linda Jónsdóttir skrifar Skoðun Óstjórn í húsnæðismálum Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Arfur stjórnmálanna 2024 Elvar Eyvindsson skrifar Skoðun Kjósum rétt(indi) fyrir fatlað fólk! Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Frelsi er allra, ekki fárra útvaldra Jón Óskar Sólnes skrifar Skoðun Menntun og tækifæri: Hvað veljum við fyrir Ísland? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Eyðimerkurganga kosningabaráttunnar? Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Kjóstu meiri árangur Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hvaða hlekkur ert þú í keðjunni? Ellý Tómasdóttir skrifar Skoðun Laxeldið verður ekki stöðvað Kristinn H. Gunnarsson skrifar Skoðun Þroskamerki þjóðar Tómas Torfason skrifar Skoðun Afvegaleidd umræða um áskoranir heilbrigðiskerfisins Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Var stytting náms til stúdentsprófs í þágu ungmenna? Sigurður E. Sigurjónsson skrifar Skoðun Það sem ekki má fjalla um fyrir kosningar til Alþingis Árni Jensson skrifar Skoðun Launafólk sýndi ábyrgð – Hvað með bankana og fjármagnseigendur? Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun Sjálfstæðar konur? Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Fullveldinu er fórnað með aðild að Evrópusambandinu Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Endurhugsum dæmið, endurnýtum textíl Guðbjörg Rut Pálmadóttir skrifar Skoðun Betri Strætó 2025 og (svo) Borgarlína Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Um kosningar, gulrætur og verðbólgu Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon skrifar Skoðun Fellur helsti stuðningsmaður menningarmála af þingi? Magnús Logi Kristinsson skrifar Sjá meira
Á árunum 2004 til 2007 sátum við Össur Skarphéðinsson saman í nefnd sem kannaði tengsl Íslands og Evrópusambandsins. Meginniðurstaða nefndarinnar var að hagsmunum Íslands væri mjög vel borgið með samningum um evrópska efnahagssvæðið (EES), hann hefði staðist tímans tönn. Íslendingar hefðu hins vegar ekki nýtt aðild að EES sem skyldi. Þeir hefðu mun fleiri tækifæri til áhrifa á löggjöf ESB en nýtt hefðu verið. Af grein Össurar Skarphéðinssonar í Fréttablaðinu 26. mars 2013 má ráða að hann kjósi að gleyma því sem hann lærði í störfum nefndarinnar. EES-samstarfið lifir góðu lífi og tækifærin bíða enn eftir að þau séu nýtt. Össur kýs í grein sinni að vitna í Carl Bildt, utanríkisráðherra Svía, sem á í vök að verjast heima fyrir vegna vaxandi gagnrýni Svía á starfshætti innan ESB og meiri þunga en nokkru sinni fyrr í andstöðu þeirra við upptöku evru. Bildt er talsmaður ESB-sambandsríkis og evru-sinni. Hann veit að andstaða Íslendinga við ESB-aðild hefur áhrif í Svíþjóð. Hann munar ekki um að rægja EES-samstarfið til að fegra eigin málstað. Carl Bildt taldi Össuri trú um í júlí 2009 að Íslendingar væru á hraðferð inn í ESB. Hann hafði ekkert fyrir sér í málinu en Össur beit á öngulinn. Össur hrífst enn af fullyrðingastíl Carls Bildt og sannfærist um að fullveldi Íslendinga aukist við að flytja það til Brussel. Að telja þjóðum trú um að fullveldinu sé betur borgið á evru-svæðinu en utan þess eða ESB verður æ erfiðara. Haustið 2008 höfðu íslensk stjórnvöld til dæmis vald og þrek til að halda bönkum opnum þrátt fyrir hrun fjármálakerfis. Á Kýpur var bönkum lokað 15. mars og hafa ekki verið opnaðir 26. mars. Kýpverjar hröktust úr einu vígi í annað vegna krafna frá Brussel. Hvað segir þetta dæmi um gildi fullveldis á örlagastundu?
Skoðun Það er kominn verðmiði á fangelsið en hvað má ungmenni í alvarlegum vanda kosta? Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Hinn opni tékki samgöngusáttmálans – ljósastýring og Sundabraut Eiríkur S. Svavarsson skrifar
Skoðun Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Kallað eftir fyrirsjáanleika í opinberum framkvæmdum Þorsteinn Víglundsson ,Jónína Guðmundsdóttir,Karl Andreassen skrifar
Skoðun Afvegaleidd umræða um áskoranir heilbrigðiskerfisins Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar
Skoðun Launafólk sýndi ábyrgð – Hvað með bankana og fjármagnseigendur? Finnbjörn A. Hermannsson skrifar
Skoðun Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon skrifar