Tókum okkur í gegn Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 26. mars 2013 07:00 Rakel Dögg segir að landsliðskonurnar hafi verið óánægðar með gengið á EM og tekið fast á sínum málum eftir mótið. Fréttablaðið/Stefán Handbolti Íslenska landsliðið í handbolta gaf um helgina skýr skilaboð með tveimur frábærum sigrum á sterku liði Svía í æfingaleikjum hér á landi. Svíar, sem léku til úrslita á EM 2010, mættu til leiks með sterkt lið en aðeins vantaði skyttuna Linnea Torstenson. Þetta var fyrsti sigur Íslands á Svíum í 49 ár eða frá því að kvennalandsliðið vann 5-4 sigur á Svíþjóð á leið sinni að Norðurlandameistaratitlinum árið 1964. „Það er alltaf hægt að koma á óvart í einum leik en mér fannst það mikið styrkleikamerki að við náðum að vinna báða leikina," sagði Rakel Dögg í samtali við Fréttablaðið. „Það var í raun frábært afrek." Ísland náði sér ekki á strik á EM í Serbíu nú í desember síðastliðnum en stelpurnar töpuðu öllum leikjum sínum þar. Rakel segir að það hafi verið merkjanlega betri liðsandi í hópnum í leikjunum um helgina heldur en þá. „Neistinn kom aftur. Eftir EM ræddum við sérstaklega um að það hafi vantað upp á bæði liðsheild og stemningu í liðinu. Við höfðum svo sem engar skýringar á því en ræddum það vel og lengi. Við tókum okkur í gegn og það hefur skilað sér, bæði á æfingu og í leikjum." Rakel segir að aðkoma Viðars Halldórssonar íþróttafélagsfræðings hafi haft mikið að segja. „Hann hefur hjálpað okkur með andlega þáttinn, bæði með því að halda fyrirlestra um hin ýmsu mál og vera með okkur á einstaklingsfundum. Það hefur Ágúst landsliðsþjálfari einnig gert," segir Rakel og lofaði hún forráðamenn HSÍ fyrir að fá Viðar til að aðstoða liðið. „Hann er nú orðinn hluti af landsliðsteyminu og hefur þegar hjálpað okkur mjög mikið. Það er ekkert vafamál," bætir hún við.Ramune og Flora frábærar Á tæpu ári hafa tveir leikmenn bæst í íslenska landsliðið sem eru af erlendu bergi brotnir. Skyttan Ramune Pekarskyte fæddist í Litháen en fékk ríkisborgararétt um mitt ár í fyrra. Svo bættist markvörðurinn Florentina Stanciu, sem lék áður með rúmenska landsliðinu, í hópinn fyrr í þessum mánuði. Báðar þekkja vel til íslensks handbolta eftir að hafa spilað hér á landi í fjöldamörg ár. Rakel Dögg, sem spilaði með Florentinu hjá Stjörnunni á sínum tíma, segir þær báðar styrkja liðið mikið. „Fyrir utan það hversu góðar þær eru í handbolta eru þetta frábærar stelpur sem falla mjög vel inn í hópinn. Flora er einn besti markvörður heims að mínu mati og hefur unnið mjög vel með [Guðnýju] Jennýju [Ásmundsdóttur] á æfingum og í leikjum. Þær mynda mjög sterkt markvarðateymi," segir Rakel. „Svo var Ramune frábær í þessum leikjum gegn Svíum. Á EM var hún nýkomin inn í landsliðið og hafði nýlega verið meidd þar að auki, en um helgina sýndi hún sitt rétta andlit."Eigum möguleika gegn Tékkum Það ræðst í byrjun júní hvort Ísland kemst á HM í handbolta sem haldið verður í Serbíu í desember næstkomandi. Liðið mætir þá Tékkum heima og að heiman. „Tékkar eru með frábært lið en við erum líka góðar þegar við spilum vel. Við eigum möguleika en þurfum þá að spila eins og manneskjur." Íslenski handboltinn Mest lesið Meistarinn gæti þurft að slá út tvo nafna sína á leiðinni í úrslit Sport Risaleikur Wembanyama dugði ekki til Körfubolti 76ers sóttu sigur úr Garðinum Körfubolti Botnliðin eiga von og meistararnir geta fallið Fótbolti „Besti íþróttamaður Íslands gleymdist“ Sport Amorim hissa á fólkinu í kringum Rashford Fótbolti Orðinn pirraður á að ná ekki að bæta met og tíminn að renna út Sport Coote ætlar ekki að áfrýja brottrekstrinum Fótbolti Bayern heldur enn í vonina um að næla í Wirtz Fótbolti Fjármálastjórinn hágrét þegar hann gekk frá uppsögninni Fótbolti Fleiri fréttir Viggó færir sig um set á nýju ári Stórsigur í toppslag og Melsungen með fjögurra stiga forystu Gísli fyrr heim í frí eftir árásina í Magdeburg Viktor Gísli góður þegar Wisla Plock fór á toppinn Negla Elínar Klöru eitt af flottustu mörkum EM Kolstad vann toppslaginn Dana áberandi í síðasta leik ársins Leik Gísla og félaga í Magdeburg frestað vegna árásarinnar Rosalegur hæðarmunur á liðsfélögum íslensku strákanna Lærisveinar Guðmundar fara í frí með góðan sigur að baki Arnór frá Gumma til Arnórs Ósáttir Harðarmenn stofnuðu kröfu í heimabanka dómara Staðfesta 10-0 sigur ÍBV gegn Haukum Íslendingaliðið heldur áfram í undanúrslit Lærisveinar Guðjóns Vals úr leik í bikarkeppninni „Jólin eru ekki alveg eins afslöppuð“ Þyrfti kraftaverk til að Ómar yrði með á HM Þetta eru strákarnir sem spila fyrir Ísland á HM Snorri kynnti HM-hóp Íslands Lofaði konunni að flytja ekki til Íslands Framarar slógu út bikarmeistarana Afturelding í bikarúrslitin Dana Björg næstmarkahæst í sigri í toppslag Þórir gæti orðið þjálfari ársins í tveimur löndum „Ég er bara búinn að vera að jafna mig“ Stelpurnar hans Þóris tryggðu sér tvær milljónir hver Kvaddi á sama tíma og Þórir en sagði liðsfélögunum ekki frá því Guðmundur Bragi og félagar verða með á bikarúrslitahelginni Stjörnumenn fyrstir í bikarúrslitin Lærisveinar Gumma Gumm úr leik í bikarnum Sjá meira
Handbolti Íslenska landsliðið í handbolta gaf um helgina skýr skilaboð með tveimur frábærum sigrum á sterku liði Svía í æfingaleikjum hér á landi. Svíar, sem léku til úrslita á EM 2010, mættu til leiks með sterkt lið en aðeins vantaði skyttuna Linnea Torstenson. Þetta var fyrsti sigur Íslands á Svíum í 49 ár eða frá því að kvennalandsliðið vann 5-4 sigur á Svíþjóð á leið sinni að Norðurlandameistaratitlinum árið 1964. „Það er alltaf hægt að koma á óvart í einum leik en mér fannst það mikið styrkleikamerki að við náðum að vinna báða leikina," sagði Rakel Dögg í samtali við Fréttablaðið. „Það var í raun frábært afrek." Ísland náði sér ekki á strik á EM í Serbíu nú í desember síðastliðnum en stelpurnar töpuðu öllum leikjum sínum þar. Rakel segir að það hafi verið merkjanlega betri liðsandi í hópnum í leikjunum um helgina heldur en þá. „Neistinn kom aftur. Eftir EM ræddum við sérstaklega um að það hafi vantað upp á bæði liðsheild og stemningu í liðinu. Við höfðum svo sem engar skýringar á því en ræddum það vel og lengi. Við tókum okkur í gegn og það hefur skilað sér, bæði á æfingu og í leikjum." Rakel segir að aðkoma Viðars Halldórssonar íþróttafélagsfræðings hafi haft mikið að segja. „Hann hefur hjálpað okkur með andlega þáttinn, bæði með því að halda fyrirlestra um hin ýmsu mál og vera með okkur á einstaklingsfundum. Það hefur Ágúst landsliðsþjálfari einnig gert," segir Rakel og lofaði hún forráðamenn HSÍ fyrir að fá Viðar til að aðstoða liðið. „Hann er nú orðinn hluti af landsliðsteyminu og hefur þegar hjálpað okkur mjög mikið. Það er ekkert vafamál," bætir hún við.Ramune og Flora frábærar Á tæpu ári hafa tveir leikmenn bæst í íslenska landsliðið sem eru af erlendu bergi brotnir. Skyttan Ramune Pekarskyte fæddist í Litháen en fékk ríkisborgararétt um mitt ár í fyrra. Svo bættist markvörðurinn Florentina Stanciu, sem lék áður með rúmenska landsliðinu, í hópinn fyrr í þessum mánuði. Báðar þekkja vel til íslensks handbolta eftir að hafa spilað hér á landi í fjöldamörg ár. Rakel Dögg, sem spilaði með Florentinu hjá Stjörnunni á sínum tíma, segir þær báðar styrkja liðið mikið. „Fyrir utan það hversu góðar þær eru í handbolta eru þetta frábærar stelpur sem falla mjög vel inn í hópinn. Flora er einn besti markvörður heims að mínu mati og hefur unnið mjög vel með [Guðnýju] Jennýju [Ásmundsdóttur] á æfingum og í leikjum. Þær mynda mjög sterkt markvarðateymi," segir Rakel. „Svo var Ramune frábær í þessum leikjum gegn Svíum. Á EM var hún nýkomin inn í landsliðið og hafði nýlega verið meidd þar að auki, en um helgina sýndi hún sitt rétta andlit."Eigum möguleika gegn Tékkum Það ræðst í byrjun júní hvort Ísland kemst á HM í handbolta sem haldið verður í Serbíu í desember næstkomandi. Liðið mætir þá Tékkum heima og að heiman. „Tékkar eru með frábært lið en við erum líka góðar þegar við spilum vel. Við eigum möguleika en þurfum þá að spila eins og manneskjur."
Íslenski handboltinn Mest lesið Meistarinn gæti þurft að slá út tvo nafna sína á leiðinni í úrslit Sport Risaleikur Wembanyama dugði ekki til Körfubolti 76ers sóttu sigur úr Garðinum Körfubolti Botnliðin eiga von og meistararnir geta fallið Fótbolti „Besti íþróttamaður Íslands gleymdist“ Sport Amorim hissa á fólkinu í kringum Rashford Fótbolti Orðinn pirraður á að ná ekki að bæta met og tíminn að renna út Sport Coote ætlar ekki að áfrýja brottrekstrinum Fótbolti Bayern heldur enn í vonina um að næla í Wirtz Fótbolti Fjármálastjórinn hágrét þegar hann gekk frá uppsögninni Fótbolti Fleiri fréttir Viggó færir sig um set á nýju ári Stórsigur í toppslag og Melsungen með fjögurra stiga forystu Gísli fyrr heim í frí eftir árásina í Magdeburg Viktor Gísli góður þegar Wisla Plock fór á toppinn Negla Elínar Klöru eitt af flottustu mörkum EM Kolstad vann toppslaginn Dana áberandi í síðasta leik ársins Leik Gísla og félaga í Magdeburg frestað vegna árásarinnar Rosalegur hæðarmunur á liðsfélögum íslensku strákanna Lærisveinar Guðmundar fara í frí með góðan sigur að baki Arnór frá Gumma til Arnórs Ósáttir Harðarmenn stofnuðu kröfu í heimabanka dómara Staðfesta 10-0 sigur ÍBV gegn Haukum Íslendingaliðið heldur áfram í undanúrslit Lærisveinar Guðjóns Vals úr leik í bikarkeppninni „Jólin eru ekki alveg eins afslöppuð“ Þyrfti kraftaverk til að Ómar yrði með á HM Þetta eru strákarnir sem spila fyrir Ísland á HM Snorri kynnti HM-hóp Íslands Lofaði konunni að flytja ekki til Íslands Framarar slógu út bikarmeistarana Afturelding í bikarúrslitin Dana Björg næstmarkahæst í sigri í toppslag Þórir gæti orðið þjálfari ársins í tveimur löndum „Ég er bara búinn að vera að jafna mig“ Stelpurnar hans Þóris tryggðu sér tvær milljónir hver Kvaddi á sama tíma og Þórir en sagði liðsfélögunum ekki frá því Guðmundur Bragi og félagar verða með á bikarúrslitahelginni Stjörnumenn fyrstir í bikarúrslitin Lærisveinar Gumma Gumm úr leik í bikarnum Sjá meira