Óþarfir leiðtogar Pawel Bartoszek skrifar 15. mars 2013 06:00 Suður-Afríka Óvissa ríkir nú í Suður-Afríku í kjölfar frétta af hrakandi heilsu hins 95 ára gamla leiðtoga landsins, Nelsons Mandela. Hafin er hatrömm barátta innan flokks Mandela, Afríska þjóðarráðsins, um hver eigi að taka við af honum. „Við erum hrædd,“ sagði hin 24 ára gamla Abri frá Höfðaborg. „Við höfum aldrei haft annan leiðtoga. Við getum ekki hugsað okkur líf með einhverjum öðrum forseta.“ Margir fréttaskýrendur óttast um framtíð lýðræðis í landinu. Sumir óttast að kynþáttastríð kunni að breiðast út, jafnvel að hvíti minnihlutinn reyni að hrifsa til sín völd á ný og endurvekja aðskilnaðarstefnuna. Aðrir óttast hið þveröfuga: miklar ofsóknir á hendur hvítu fólki. Í stuttu máli sagt veit enginn hvað næstu mánuðir muni bera í skauti sér. Bresk stjórnvöld hafa hvatt þegna sína til takmarka ferðalög til landsins. …Nei, bíddu við, það er ekki alveg þannig. Nelson Mandela var við völd á árunum 1994-1999. Síðan þá hefur Suður-Afríka haft tvo forseta. Þótt ríkið glími eins og önnur ríki við ýmsan vanda, þótt ástæða sé til að hafa áhyggjur af því að Afríska þjóðarráðið hafi of ráðandi stöðu á pólitíska sviðinu (flokkurinn fær enn 65% fylgi í kosningum), er óhætt að fullyrða að umskiptin úr kynþáttaaðskilnaði yfir í lýðræði hafi almennt heppnast vel. Auðvitað hefði Nelson Mandela getað náð jafnmörgum kjörtímabilum og Hugo Chavez. En lýðræðið í Suður-Afríku myndi ekki hafa gott af því. Tékkland Herinn er í viðbragðsstöðu eftir andlát Vaclavs Havel, forseta Tékklands, og skólar hafa verið lokaðir í viku. Havel var afar vinsæll heima fyrir þótt hann hafi stundum verið gagnrýndur á alþjóðavettvangi fyrir meinta einræðistilburði. Hann lagði til stjórnarskrárbreytingar árið 2007 sem gerðu honum kleift að ná endurkjöri til ársins 2014. Fastlega var gert ráð fyrir að hann myndi sigra þær kosningar einnig en lungnakrabbameinið kom í veg fyrir það. Algjör óvissa ríkir nú um pólitíska framtíð landsins og óljóst er hver muni fylla það tóm sem andlát Havels skilur eftir sig en Havel sjálfur lét vera að útnefna eftirmann. Helstu leiðtogar í tékkneskum stjórnmálum mærðu hann í bak og fyrir við minningarathöfn í gærkvöldi. Þegar er farið að tala um hann sem „hinn eilífa forseta“. Stjórnmálaástandið er þó afar tvísýnt og meðal annars kom til átaka við útför hans. Sumir óttast að tékkneskt lýðræði kunni að vera í hættu. …Nei, bíddu þetta var ekki þannig. Venesúela Herinn var kallaður út og lögregla sett í viðbragðsstöðu eftir andlát hins vinsæla en umdeilda Hugos Chavez, forseta Venesúela. Chavez náði fyrst kjöri árið 1998. Hann setti landinu nýja stjórnarskrá ári síðar. Hann reyndi svo í tvígang að breyta henni til að afnema takmörk á fjölda kjörtímabila og tókst það í seinna skiptið. Hann náði svo kjöri í fjórða sinn í október og kjörtímabil hans átti að hefjast í janúar. Stjórnarskrá Venesúela segir að ef kjörinn forseti deyr áður en hann nær að sverja embættiseið sinn eigi þingforseti að taka við. Deyi forseti eftir athöfnina taki varaforsetinn við. Hugo Chavez var of lasinn til að mæta í eigin setningarathöfn 10. janúar svo henni var frestað. Engu að síður var varaforsetinn (ekki þingforsetinn) látinn taka við. Boða átti til kosninga innan við þrjátíu dögum frá andláti forsetans. Chavez dó 5. mars. Kosningarnar verða 14. apríl, eða 40 dögum eftir andlátið. Ástæða er til að hafa áhyggjur af þessum og öðrum tilraunum stjórnmálamanna úr flokki Chavez til að beygja stjórnskipan landsins sér í hag. Nú ætla ég ekki að kalla Chavez einræðisherra, því ég hugsa að þann titil verðskuldi hann ekki. Honum tókst meira segja að tapa kosningum (um stjórnarskrárbreytingar árið 2007), nokkuð sem besti vinur hans Castro hefur ekki enn afrekað. En leiðtogar verða metnir eftir því hvernig þeir skilja við lönd sín. Í þeim samanburði er ekki annað hægt en að dást að mönnum eins og Mandela og Havel. Sumir virðast kunna það betur en aðrir að hætta að vera vinsælir leiðtogar og verða bara vinsælir menn. Helst óþarfir líka. Því það er stundum yndislegast og best. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Pawel Bartoszek Mest lesið Bjarni gleðst yfir tapi mínu í varaformannskjöri Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Hvað vakir fyrir utanríkisráðherra? Snorri Másson Skoðun Woke-ið lifir! Bjarni Snæbjörnsson Skoðun RÚV: Gefið okkur Eurovision-gleðina aftur! Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir Skoðun Ósanngjörn skipting kílómetragjalds Njáll Gunnlaugsson Skoðun Af hverju lýgur Alma? Arnar Sigurðsson Skoðun Staða Íslands og niðurbrot vestrænnar samvinnu Þorsteinn Kristinsson Skoðun Pólska sjónarhornið Halldór Auðar Svansson Skoðun Rektor sem gerir ómögulegt mögulegt Vilborg Ása Guðjónsdóttir Skoðun Björn Þorsteinsson er gott rektorsefni Gunnþórunn Guðmundsdóttir,Halldór Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Bið eftir talmeinaþjónustu er allt of löng Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Áreiðanleikakannanir á sjálfbærniþáttum fyrirtækja: Hvað sýna nýjustu rannsóknir? Soffía Eydís Björgvinsdóttir skrifar Skoðun Er ég nægilega gott foreldri? Daðey Albertsdóttir,Ásgerður Arna Sófusdóttir skrifar Skoðun Staða Íslands og niðurbrot vestrænnar samvinnu Þorsteinn Kristinsson skrifar Skoðun Upplýst ákvörðun er sterkasta vopn félagsfólks VR Þorsteinn Skúli Sveinsson skrifar Skoðun Um náttúrulögmál og aftengingu Sölvi Tryggvason skrifar Skoðun Styðjum barnafjölskyldur Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Ósanngjörn skipting kílómetragjalds Njáll Gunnlaugsson skrifar Skoðun Kæru háskólastúdentar - framtíðin er ykkar! Magnús Karl Magnússon skrifar Skoðun Pólska sjónarhornið Halldór Auðar Svansson skrifar Skoðun Bjarni gleðst yfir tapi mínu í varaformannskjöri Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun RÚV: Gefið okkur Eurovision-gleðina aftur! Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Rektor sem gerir ómögulegt mögulegt Vilborg Ása Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Léttleiki og lýðræði – kjósum Höllu sem formann VR Björg Gilsdóttir skrifar Skoðun Björn Þorsteinsson er gott rektorsefni Gunnþórunn Guðmundsdóttir,Halldór Guðmundsson skrifar Skoðun Hvað vakir fyrir utanríkisráðherra? Snorri Másson skrifar Skoðun Ingibjörg Gunnarsdóttir - Framtíð Háskóla Íslands Áróra Rós Ingadóttir skrifar Skoðun Á krossgötum í Úkraínu Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Þegar grafið er undan sjálfi, lífsgleði og tilgangi mannvera Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun St. Tómas Aquinas Árni Jensson skrifar Skoðun Skólinn okkar, FSH Elmar Ægir Eysteinsson skrifar Skoðun Föður- og mæðralaus börn Lúðvík Júlíusson skrifar Skoðun Minni kvaðir - meira frelsi? Eva Magnúsdóttir skrifar Skoðun Forstjórinn á Neskaupstað Björn Ólafsson skrifar Skoðun Woke-ið lifir! Bjarni Snæbjörnsson skrifar Skoðun Almennar skimanir fyrir ristilkrabbameini að hefjast Alma D. Möller skrifar Skoðun Plastflóðið Emily Jaimes Richey-Stavrand,Johanna Franke,Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar Skoðun Baráttan á norðurslóðum Eiríkur Björn Björgvinsson skrifar Skoðun Orðið er þitt: Af orðsnillingum og hjálpardekkjum Lilja Dögg Jónsdóttir skrifar Skoðun Farsæl reynsla af stjórnun og samvinnu Ingibjörg Gunnarsdóttir skrifar Sjá meira
Suður-Afríka Óvissa ríkir nú í Suður-Afríku í kjölfar frétta af hrakandi heilsu hins 95 ára gamla leiðtoga landsins, Nelsons Mandela. Hafin er hatrömm barátta innan flokks Mandela, Afríska þjóðarráðsins, um hver eigi að taka við af honum. „Við erum hrædd,“ sagði hin 24 ára gamla Abri frá Höfðaborg. „Við höfum aldrei haft annan leiðtoga. Við getum ekki hugsað okkur líf með einhverjum öðrum forseta.“ Margir fréttaskýrendur óttast um framtíð lýðræðis í landinu. Sumir óttast að kynþáttastríð kunni að breiðast út, jafnvel að hvíti minnihlutinn reyni að hrifsa til sín völd á ný og endurvekja aðskilnaðarstefnuna. Aðrir óttast hið þveröfuga: miklar ofsóknir á hendur hvítu fólki. Í stuttu máli sagt veit enginn hvað næstu mánuðir muni bera í skauti sér. Bresk stjórnvöld hafa hvatt þegna sína til takmarka ferðalög til landsins. …Nei, bíddu við, það er ekki alveg þannig. Nelson Mandela var við völd á árunum 1994-1999. Síðan þá hefur Suður-Afríka haft tvo forseta. Þótt ríkið glími eins og önnur ríki við ýmsan vanda, þótt ástæða sé til að hafa áhyggjur af því að Afríska þjóðarráðið hafi of ráðandi stöðu á pólitíska sviðinu (flokkurinn fær enn 65% fylgi í kosningum), er óhætt að fullyrða að umskiptin úr kynþáttaaðskilnaði yfir í lýðræði hafi almennt heppnast vel. Auðvitað hefði Nelson Mandela getað náð jafnmörgum kjörtímabilum og Hugo Chavez. En lýðræðið í Suður-Afríku myndi ekki hafa gott af því. Tékkland Herinn er í viðbragðsstöðu eftir andlát Vaclavs Havel, forseta Tékklands, og skólar hafa verið lokaðir í viku. Havel var afar vinsæll heima fyrir þótt hann hafi stundum verið gagnrýndur á alþjóðavettvangi fyrir meinta einræðistilburði. Hann lagði til stjórnarskrárbreytingar árið 2007 sem gerðu honum kleift að ná endurkjöri til ársins 2014. Fastlega var gert ráð fyrir að hann myndi sigra þær kosningar einnig en lungnakrabbameinið kom í veg fyrir það. Algjör óvissa ríkir nú um pólitíska framtíð landsins og óljóst er hver muni fylla það tóm sem andlát Havels skilur eftir sig en Havel sjálfur lét vera að útnefna eftirmann. Helstu leiðtogar í tékkneskum stjórnmálum mærðu hann í bak og fyrir við minningarathöfn í gærkvöldi. Þegar er farið að tala um hann sem „hinn eilífa forseta“. Stjórnmálaástandið er þó afar tvísýnt og meðal annars kom til átaka við útför hans. Sumir óttast að tékkneskt lýðræði kunni að vera í hættu. …Nei, bíddu þetta var ekki þannig. Venesúela Herinn var kallaður út og lögregla sett í viðbragðsstöðu eftir andlát hins vinsæla en umdeilda Hugos Chavez, forseta Venesúela. Chavez náði fyrst kjöri árið 1998. Hann setti landinu nýja stjórnarskrá ári síðar. Hann reyndi svo í tvígang að breyta henni til að afnema takmörk á fjölda kjörtímabila og tókst það í seinna skiptið. Hann náði svo kjöri í fjórða sinn í október og kjörtímabil hans átti að hefjast í janúar. Stjórnarskrá Venesúela segir að ef kjörinn forseti deyr áður en hann nær að sverja embættiseið sinn eigi þingforseti að taka við. Deyi forseti eftir athöfnina taki varaforsetinn við. Hugo Chavez var of lasinn til að mæta í eigin setningarathöfn 10. janúar svo henni var frestað. Engu að síður var varaforsetinn (ekki þingforsetinn) látinn taka við. Boða átti til kosninga innan við þrjátíu dögum frá andláti forsetans. Chavez dó 5. mars. Kosningarnar verða 14. apríl, eða 40 dögum eftir andlátið. Ástæða er til að hafa áhyggjur af þessum og öðrum tilraunum stjórnmálamanna úr flokki Chavez til að beygja stjórnskipan landsins sér í hag. Nú ætla ég ekki að kalla Chavez einræðisherra, því ég hugsa að þann titil verðskuldi hann ekki. Honum tókst meira segja að tapa kosningum (um stjórnarskrárbreytingar árið 2007), nokkuð sem besti vinur hans Castro hefur ekki enn afrekað. En leiðtogar verða metnir eftir því hvernig þeir skilja við lönd sín. Í þeim samanburði er ekki annað hægt en að dást að mönnum eins og Mandela og Havel. Sumir virðast kunna það betur en aðrir að hætta að vera vinsælir leiðtogar og verða bara vinsælir menn. Helst óþarfir líka. Því það er stundum yndislegast og best.
Skoðun Áreiðanleikakannanir á sjálfbærniþáttum fyrirtækja: Hvað sýna nýjustu rannsóknir? Soffía Eydís Björgvinsdóttir skrifar
Skoðun Björn Þorsteinsson er gott rektorsefni Gunnþórunn Guðmundsdóttir,Halldór Guðmundsson skrifar
Skoðun Þegar grafið er undan sjálfi, lífsgleði og tilgangi mannvera Matthildur Björnsdóttir skrifar