Stríðið gegn fíkniefnum Mikael Torfason skrifar 7. mars 2013 06:00 Við munum líklega ekki lögleiða fíkniefni á nýju kjörtímabili en það er spurning hvort við verðum ekki að leita nýrra leiða til að bregðast við fíkniefnavandanum. Fíkniefnamarkaðurinn sem slíkur er talinn velta 15-30 milljörðum króna á hverju ári, samkvæmt meistararitgerð Ara Matthíassonar fyrir nokkrum árum. Til samanburðar kostar um 30 milljarða að reka Landspítalann. Við Íslendingar notum í það minnsta yfir 700 kíló af amfetamíni og meira en tonn af kannabisefnum, sem eru helstu efnin sem notuð eru hér á landi. Hið svokallaða stríð gegn fíkniefnum hefur haft lítil áhrif síðustu áratugi og þótt lögregla hafi oft verið efld (og reyndar stundum verið skorin niður) þá breytir það litlu. Við á Íslandi höfum apað flest upp eftir Bandaríkjamönnum í stríðinu gegn fíkniefnum. Richard Nixon hóf þá vegferð vestra og í dag er svo komið að hvergi í veröldinni eru jafnmargir fangar og í Bandaríkjunum. Sú staðreynd skrifast að mestu á þetta stríð Bandaríkjamanna gegn fíkniefnum. Hér á landi erum við einnig dugleg að loka fólk inni fyrir brot gegn fíkniefnalöggjöfinni en erum blessunarlega lin við litla neytandann; sjálfan fíkilinn. Enda er það svo að fíkniefnavandinn er fyrst og síðast heilbrigðisvandamál og félagslegt. Þetta vitum við Íslendingar vel og finnum fyrir í okkar eigin nærumhverfi. Næstum fimmtungur íslenskra karla fer á Vog einhvern tíma á lífsleiðinni og tíunda hver kona. Við látum okkur málefni áfengis- og vímuefnasjúklinga varða og yfir 30 þúsund manns hafa skrifað undir áskorun SÁÁ um betra líf fyrir þá vímuefnasjúklinga sem enn þjást. Áskorunin felur í sér mannúðlega nálgun þar sem ríkið er hvatt til að eyða hluta áfengisgjaldsins í þá sjúklinga sem eru mjög langt leiddir og síðan börn fíkla. Þetta er allt gott og gilt. En hvað eigum við að gera við markað sem veltir 15-30 milljörðum króna og lýtur einokun glæpaklíkna? Eigum við að halda áfram að tryggja þeim einokun á þessum markaði með harðri löggjöf og hertri löggæslu? Við takmörkum aðgengi að áfengi með því að stýra verðinu með ríkiseinokun en á meðan útilokum við hassistann og neyðum hann til að versla við vafasamt fólk í skúmaskotum og dimmum kjöllurum. Kannski er kominn tími til að bjóða hassistanum inn í hlýjuna og leita nýrra lausna. Í stríðinu gegn fíkniefnum erum við komin í sjálfheldu. Neyslan er ekki að minnka, glæpamennirnir eru ekki að linast og virðast þvert á móti forhertari með hverjum deginum sem líður. Því finnum við öll fyrir. Ofbeldið sem við lesum um í fréttum verður sífellt grófara og býr til samfélag, neðanjarðar, sem við getum ekki sætt okkur við. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mikael Torfason Mest lesið Sjálfstæðismenn boða víst skattalækkanir á þá efnamestu Haukur V. Alfreðsson Skoðun Almageddon? Eyþór Kristleifsson Skoðun Viltu borga 200 þús á mánuði eða 600 þús á mánuði af íbúðinni? Hildur Þórðardóttir Skoðun Fellur helsti stuðningsmaður menningarmála af þingi? Magnús Logi Kristinsson Skoðun Það sem ekki má fjalla um fyrir kosningar til Alþingis Árni Jensson Skoðun ESB kærir sig ekkert um Ísland í jólagjöf Ole Anton Bieltvedt Skoðun Óstjórn í húsnæðismálum Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Betri Strætó 2025 og (svo) Borgarlína Dagur B. Eggertsson Skoðun Afvegaleidd umræða um áskoranir heilbrigðiskerfisins Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir Skoðun Vímuefnið VONÍUM Haraldur Ingi Haraldsson Skoðun Skoðun Skoðun Nýtanleg verðmætasköpun um allt land Jóhann Frímann Arinbjarnarson skrifar Skoðun Geðrænn vandi barna og ungmenna Eldur S. Kristinsson skrifar Skoðun Það er kominn verðmiði á fangelsið en hvað má ungmenni í alvarlegum vanda kosta? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Hinn opni tékki samgöngusáttmálans – ljósastýring og Sundabraut Eiríkur S. Svavarsson skrifar Skoðun Eru sumir heppnari en aðrir? Anna Kristín Jensdóttir skrifar Skoðun Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Kallað eftir fyrirsjáanleika í opinberum framkvæmdum Þorsteinn Víglundsson ,Jónína Guðmundsdóttir,Karl Andreassen skrifar Skoðun Sjálfstætt fólk Kristín Linda Jónsdóttir skrifar Skoðun Óstjórn í húsnæðismálum Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Arfur stjórnmálanna 2024 Elvar Eyvindsson skrifar Skoðun Kjósum rétt(indi) fyrir fatlað fólk! Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Frelsi er allra, ekki fárra útvaldra Jón Óskar Sólnes skrifar Skoðun Menntun og tækifæri: Hvað veljum við fyrir Ísland? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Eyðimerkurganga kosningabaráttunnar? Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Kjóstu meiri árangur Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hvaða hlekkur ert þú í keðjunni? Ellý Tómasdóttir skrifar Skoðun Laxeldið verður ekki stöðvað Kristinn H. Gunnarsson skrifar Skoðun Þroskamerki þjóðar Tómas Torfason skrifar Skoðun Afvegaleidd umræða um áskoranir heilbrigðiskerfisins Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Var stytting náms til stúdentsprófs í þágu ungmenna? Sigurður E. Sigurjónsson skrifar Skoðun Það sem ekki má fjalla um fyrir kosningar til Alþingis Árni Jensson skrifar Skoðun Launafólk sýndi ábyrgð – Hvað með bankana og fjármagnseigendur? Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun Sjálfstæðar konur? Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Fullveldinu er fórnað með aðild að Evrópusambandinu Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Endurhugsum dæmið, endurnýtum textíl Guðbjörg Rut Pálmadóttir skrifar Skoðun Betri Strætó 2025 og (svo) Borgarlína Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Um kosningar, gulrætur og verðbólgu Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon skrifar Skoðun Fellur helsti stuðningsmaður menningarmála af þingi? Magnús Logi Kristinsson skrifar Sjá meira
Við munum líklega ekki lögleiða fíkniefni á nýju kjörtímabili en það er spurning hvort við verðum ekki að leita nýrra leiða til að bregðast við fíkniefnavandanum. Fíkniefnamarkaðurinn sem slíkur er talinn velta 15-30 milljörðum króna á hverju ári, samkvæmt meistararitgerð Ara Matthíassonar fyrir nokkrum árum. Til samanburðar kostar um 30 milljarða að reka Landspítalann. Við Íslendingar notum í það minnsta yfir 700 kíló af amfetamíni og meira en tonn af kannabisefnum, sem eru helstu efnin sem notuð eru hér á landi. Hið svokallaða stríð gegn fíkniefnum hefur haft lítil áhrif síðustu áratugi og þótt lögregla hafi oft verið efld (og reyndar stundum verið skorin niður) þá breytir það litlu. Við á Íslandi höfum apað flest upp eftir Bandaríkjamönnum í stríðinu gegn fíkniefnum. Richard Nixon hóf þá vegferð vestra og í dag er svo komið að hvergi í veröldinni eru jafnmargir fangar og í Bandaríkjunum. Sú staðreynd skrifast að mestu á þetta stríð Bandaríkjamanna gegn fíkniefnum. Hér á landi erum við einnig dugleg að loka fólk inni fyrir brot gegn fíkniefnalöggjöfinni en erum blessunarlega lin við litla neytandann; sjálfan fíkilinn. Enda er það svo að fíkniefnavandinn er fyrst og síðast heilbrigðisvandamál og félagslegt. Þetta vitum við Íslendingar vel og finnum fyrir í okkar eigin nærumhverfi. Næstum fimmtungur íslenskra karla fer á Vog einhvern tíma á lífsleiðinni og tíunda hver kona. Við látum okkur málefni áfengis- og vímuefnasjúklinga varða og yfir 30 þúsund manns hafa skrifað undir áskorun SÁÁ um betra líf fyrir þá vímuefnasjúklinga sem enn þjást. Áskorunin felur í sér mannúðlega nálgun þar sem ríkið er hvatt til að eyða hluta áfengisgjaldsins í þá sjúklinga sem eru mjög langt leiddir og síðan börn fíkla. Þetta er allt gott og gilt. En hvað eigum við að gera við markað sem veltir 15-30 milljörðum króna og lýtur einokun glæpaklíkna? Eigum við að halda áfram að tryggja þeim einokun á þessum markaði með harðri löggjöf og hertri löggæslu? Við takmörkum aðgengi að áfengi með því að stýra verðinu með ríkiseinokun en á meðan útilokum við hassistann og neyðum hann til að versla við vafasamt fólk í skúmaskotum og dimmum kjöllurum. Kannski er kominn tími til að bjóða hassistanum inn í hlýjuna og leita nýrra lausna. Í stríðinu gegn fíkniefnum erum við komin í sjálfheldu. Neyslan er ekki að minnka, glæpamennirnir eru ekki að linast og virðast þvert á móti forhertari með hverjum deginum sem líður. Því finnum við öll fyrir. Ofbeldið sem við lesum um í fréttum verður sífellt grófara og býr til samfélag, neðanjarðar, sem við getum ekki sætt okkur við.
Skoðun Það er kominn verðmiði á fangelsið en hvað má ungmenni í alvarlegum vanda kosta? Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Hinn opni tékki samgöngusáttmálans – ljósastýring og Sundabraut Eiríkur S. Svavarsson skrifar
Skoðun Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Kallað eftir fyrirsjáanleika í opinberum framkvæmdum Þorsteinn Víglundsson ,Jónína Guðmundsdóttir,Karl Andreassen skrifar
Skoðun Afvegaleidd umræða um áskoranir heilbrigðiskerfisins Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar
Skoðun Launafólk sýndi ábyrgð – Hvað með bankana og fjármagnseigendur? Finnbjörn A. Hermannsson skrifar
Skoðun Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon skrifar