Eins og fiðrildi upp Esjuna Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 1. mars 2013 07:30 Aníta Hinriksdóttir sést hér hlaupa í Laugardalshöllinni. Mynd/Vilhelm ÍR-ingurinn Aníta Hinriksdóttir verður í sviðsljósinu í dag á fyrsta degi á Evrópumeistaramóti fullorðinna í Gautaborg. Hún hefur sett hvert Íslandsmetið á fætur öðru á þessu innanhússtímabili og er eini íslenski frjálsíþróttamaðurinn sem náði lágmörkum inn á mótið og það í tveimur greinum. Martha Ernstsdóttir, margfaldur Íslandsmethafi í langhlaupum, fór á mörg stórmót á sínum tíma og ætti að geta gefið frænku sinni góð ráð en Aníta er dóttir systur hennar, Bryndísar Ernstsdóttur. „Mér líst bara vel á þetta hjá henni. Ég hugsa að hún setji þetta mót upp fyrst og fremst til að hafa gaman af þessu, bæta sig og fá reynslu. Ég get ímyndað mér að það sé hennar markmið. Hún er að fara í alvöruna og fær rosalega góða keppni. Hún er enn þá unglingur og er bara að fara út til að ná sér í reynslu og svona. Hún er mjög góð í þessu og lætur það ekki trufla sig þótt að það séu einhverjir sem eru betri en hún. Hún fer, gerir sitt og hleypur sitt hlaup. Það er hennar mesti kostur," segir Martha.Með níunda besta tímann Sautján keppendur eru skráðir í greinina og er besti tími Anítu, 2:03.27 mínútur, níundi besti tíminn. Hin breska Jennifer Meadows á besta tímann sem 1:58.43 mínútur. Martha var í sömu sporum og frænka hennar fyrir 23 árum. „Ég man eftir mínu fyrsta móti en það var Evrópumeistaramót 1990 og var reyndar utanhúss. Ég var ekki einu sinni byrjuð að hlaupa fyrir alvöru á hennar aldri og var þá bara að hlaupa úti og leika mér. Ég byrjaði ekki fyrr en seinna. Ég var sennilega 25 ára og orðin móðir og allt hvað eina þegar ég fór á mitt fyrsta stórmót," segir Martha. Aníta hefur verið að bæta Íslandsmetið keppnislaust en það er hætt við því að það verði þrengra um hana á brautinni í Gautaborg í dag. „Þetta er innanhúss, hringurinn er bara 200 metrar og það eru fleiri keppendur. Það má alveg reikna með því að það verði stympingar. Það er bara að fara af stað og gera sitt besta. Hún mun örugglega gera það og ég hef fulla trú á því," segir Martha. Aníta hefur verið spör á viðtöl við fjölmiðla og látið verkin tala á hlaupabrautinni. Áhuginn á henni er þó mikill enda stelpan að gera frábæra hluti og fyrir löngu komin í sérflokk meðal millivegahlaupara á Íslandi.Gaman að fylgjast með henni „Það er rosalega gaman að fylgjast með henni en við fjölskyldan hennar viljum stilla þessu í hóf og vera ekki að ýta undir of miklar væntingar og passa upp á utanaðkomandi pressu. Við viljum leyfa henni að þroskast sem heilbrigðum unglingi. Þá eru meiri líkur á að þetta gangi þannig að hún finni ekki alltaf fyrir þessari ofboðslegu pressu því það getur bara eyðilagt óharðnaðan venjulega ungling," segir Martha og bætir við: „Ef við ætlum að leyfa henni að þroskast þá getum við ekki endalaust verið með væntingar til hennar. Hún þarf að fá að þroskast sem íþróttamaður og þarf að læra að takast á við athyglina. Hún er bara nýorðin sautján ára gömul," segir Martha. Aníta hefur æft frjálsar íþróttir hjá ÍR frá tíu ára aldri, fyrst í stað undir stjórn Harðar Gunnarssonar, þar sem hún æfði allar greinar frjálsíþrótta, en eftir því sem sérhæfð þjálfun hefur aukist síðustu tvö ár hefur Gunnar Páll Jóakimsson einnig komið að þjálfun Anítu og er nú hennar aðalþjálfari og fylgir henni til Gautaborgar. Martha vill að blaðamenn passi upp á efnilegustu hlaupakonu landsins og leyfi henni að forðast athyglina vilji hún það sjálf. „Ég vil endilega ítreka það að menn virði það við hana. Við höfum séð svo oft mikið af efnilegum unglingum sem hafa verið blásnir of mikið upp. Það er mjög erfitt að fá svona pressu á sig sem óharðnaður unglingur og getur alveg bugað hvern sem er. Við fjölskyldan og þjálfararnir líka erum öll mjög upptekin við að vera vakandi fyrir þessu og leyfa henni bara að vera eðlilegur unglingur sem kann að hlaupa," segir Martha. Mörg mót eru fram undan hjá Anítu en aðalmarkmiðið er þó líklega að vera í fremstu röð á heimsmeistaramóti 17 ára og yngri í Donetsk í Úkraínu og á Evrópumeistaramóti 19 ára og yngri í Rieti á Ítalíu.Blés ekki úr nös Martha sá þó snemma hæfileikana hjá stelpunni enda búin að fylgjast með henni frá barnæsku. „Þegar við vorum að fara með hana sem krakkann okkar upp á Esju eða eitthvað annað þá flaug hún áfram. Það var bara eins og fiðrildi sem flaug áfram og blés ekki úr nös. Það var alveg greinilegt að hún var með þetta. Hún er líka mjög einbeitt og leggur sig fram. Það skilar sér," segir Martha. Aníta hefur keppni í undanrásum klukkan fimm í dag. „Hún verður í sviðsljósinu um helgina og Darri sonur minn verður úti í Gautaborg og ætlar að horfa á frænku sína. Þetta verður bara gaman. Þetta verður góð reynsla fyrir hana og hún er í góðum höndum hjá sínum þjálfara," sagði Martha að lokum. Frjálsar íþróttir Mest lesið Danir óstöðvandi Handbolti „Hjá þessu félagi þarftu að vinna alla leiki“ Fótbolti Orri Steinn kom ekki við sögu í tapi Sociedad Fótbolti „Keppni um hvort liðið myndi ná að strengja saman nokkur stopp í röð“ Körfubolti „Þeir voru pottþétt að spara“ Handbolti „Erum í þessu til þess að vinna“ Körfubolti Hrósuðu Viggó í hástert: „Hann er svo verðmætur“ Handbolti Uppgjörið: Tindastóll - Grindavík 97-79 | Öruggt hjá heimamönnum á Króknum Körfubolti Loks vann Tottenham Fótbolti Bruno til bjargar Fótbolti Fleiri fréttir „Hjá þessu félagi þarftu að vinna alla leiki“ „Keppni um hvort liðið myndi ná að strengja saman nokkur stopp í röð“ Orri Steinn kom ekki við sögu í tapi Sociedad „Erum í þessu til þess að vinna“ Danir óstöðvandi Uppgjörið: Álftanes - KR 111-100 | Langþráður heimasigur hjá Álftanesi Loks vann Tottenham Uppgjörið: Tindastóll - Grindavík 97-79 | Öruggt hjá heimamönnum á Króknum Bruno til bjargar Lærisveinar Alfreðs með mikilvægan sigur á Ítalíu Uppgjörið: ÍR - Haukar 25-26 | Hafnfirðingar upp í annað sætið eftir dramatískan endi Uppgjörið: Stjarnan - Haukar 99-75 | Stjarnan aftur á sigurbraut Uppgjörið: Njarðvík - Höttur 110-101 | Grænir unnið fjóra í röð „Þeir voru pottþétt að spara“ Úr frystinum og til Juventus Uppgjörið: Tindastóll - Grindavík 72-80 | Mikilvægur sigur gestanna Selbit og stuð hjá strákunum í Zagreb Halda í veika von og gætu mætt Íslandi Gunnlaugur í besta sæti Íslendings Áfall fyrir Noreg: Sagosen meiddur Segir Betu vera brjálæðing en á jákvæðan hátt Mikilvægir McDonalds borgarar eftir leik: „Biðin hverrar mínútu virði“ Hætti 14 ára en á nú leikjametið: „Fannst þær allar mikið stærri og sterkari“ Hrósuðu Viggó í hástert: „Hann er svo verðmætur“ Ítalir fundu landsliðsmarkvörðinn á Facebook Betlaði einu sinni mat á götunni en er nú hetja Barcelona Svona fögnuðu Strákarnir okkar inni í klefa Haaland fær tíu milljarða hjálp HM í dag: Þetta er heimsklassa lið Bragi heim frá Bandaríkjunum Sjá meira
ÍR-ingurinn Aníta Hinriksdóttir verður í sviðsljósinu í dag á fyrsta degi á Evrópumeistaramóti fullorðinna í Gautaborg. Hún hefur sett hvert Íslandsmetið á fætur öðru á þessu innanhússtímabili og er eini íslenski frjálsíþróttamaðurinn sem náði lágmörkum inn á mótið og það í tveimur greinum. Martha Ernstsdóttir, margfaldur Íslandsmethafi í langhlaupum, fór á mörg stórmót á sínum tíma og ætti að geta gefið frænku sinni góð ráð en Aníta er dóttir systur hennar, Bryndísar Ernstsdóttur. „Mér líst bara vel á þetta hjá henni. Ég hugsa að hún setji þetta mót upp fyrst og fremst til að hafa gaman af þessu, bæta sig og fá reynslu. Ég get ímyndað mér að það sé hennar markmið. Hún er að fara í alvöruna og fær rosalega góða keppni. Hún er enn þá unglingur og er bara að fara út til að ná sér í reynslu og svona. Hún er mjög góð í þessu og lætur það ekki trufla sig þótt að það séu einhverjir sem eru betri en hún. Hún fer, gerir sitt og hleypur sitt hlaup. Það er hennar mesti kostur," segir Martha.Með níunda besta tímann Sautján keppendur eru skráðir í greinina og er besti tími Anítu, 2:03.27 mínútur, níundi besti tíminn. Hin breska Jennifer Meadows á besta tímann sem 1:58.43 mínútur. Martha var í sömu sporum og frænka hennar fyrir 23 árum. „Ég man eftir mínu fyrsta móti en það var Evrópumeistaramót 1990 og var reyndar utanhúss. Ég var ekki einu sinni byrjuð að hlaupa fyrir alvöru á hennar aldri og var þá bara að hlaupa úti og leika mér. Ég byrjaði ekki fyrr en seinna. Ég var sennilega 25 ára og orðin móðir og allt hvað eina þegar ég fór á mitt fyrsta stórmót," segir Martha. Aníta hefur verið að bæta Íslandsmetið keppnislaust en það er hætt við því að það verði þrengra um hana á brautinni í Gautaborg í dag. „Þetta er innanhúss, hringurinn er bara 200 metrar og það eru fleiri keppendur. Það má alveg reikna með því að það verði stympingar. Það er bara að fara af stað og gera sitt besta. Hún mun örugglega gera það og ég hef fulla trú á því," segir Martha. Aníta hefur verið spör á viðtöl við fjölmiðla og látið verkin tala á hlaupabrautinni. Áhuginn á henni er þó mikill enda stelpan að gera frábæra hluti og fyrir löngu komin í sérflokk meðal millivegahlaupara á Íslandi.Gaman að fylgjast með henni „Það er rosalega gaman að fylgjast með henni en við fjölskyldan hennar viljum stilla þessu í hóf og vera ekki að ýta undir of miklar væntingar og passa upp á utanaðkomandi pressu. Við viljum leyfa henni að þroskast sem heilbrigðum unglingi. Þá eru meiri líkur á að þetta gangi þannig að hún finni ekki alltaf fyrir þessari ofboðslegu pressu því það getur bara eyðilagt óharðnaðan venjulega ungling," segir Martha og bætir við: „Ef við ætlum að leyfa henni að þroskast þá getum við ekki endalaust verið með væntingar til hennar. Hún þarf að fá að þroskast sem íþróttamaður og þarf að læra að takast á við athyglina. Hún er bara nýorðin sautján ára gömul," segir Martha. Aníta hefur æft frjálsar íþróttir hjá ÍR frá tíu ára aldri, fyrst í stað undir stjórn Harðar Gunnarssonar, þar sem hún æfði allar greinar frjálsíþrótta, en eftir því sem sérhæfð þjálfun hefur aukist síðustu tvö ár hefur Gunnar Páll Jóakimsson einnig komið að þjálfun Anítu og er nú hennar aðalþjálfari og fylgir henni til Gautaborgar. Martha vill að blaðamenn passi upp á efnilegustu hlaupakonu landsins og leyfi henni að forðast athyglina vilji hún það sjálf. „Ég vil endilega ítreka það að menn virði það við hana. Við höfum séð svo oft mikið af efnilegum unglingum sem hafa verið blásnir of mikið upp. Það er mjög erfitt að fá svona pressu á sig sem óharðnaður unglingur og getur alveg bugað hvern sem er. Við fjölskyldan og þjálfararnir líka erum öll mjög upptekin við að vera vakandi fyrir þessu og leyfa henni bara að vera eðlilegur unglingur sem kann að hlaupa," segir Martha. Mörg mót eru fram undan hjá Anítu en aðalmarkmiðið er þó líklega að vera í fremstu röð á heimsmeistaramóti 17 ára og yngri í Donetsk í Úkraínu og á Evrópumeistaramóti 19 ára og yngri í Rieti á Ítalíu.Blés ekki úr nös Martha sá þó snemma hæfileikana hjá stelpunni enda búin að fylgjast með henni frá barnæsku. „Þegar við vorum að fara með hana sem krakkann okkar upp á Esju eða eitthvað annað þá flaug hún áfram. Það var bara eins og fiðrildi sem flaug áfram og blés ekki úr nös. Það var alveg greinilegt að hún var með þetta. Hún er líka mjög einbeitt og leggur sig fram. Það skilar sér," segir Martha. Aníta hefur keppni í undanrásum klukkan fimm í dag. „Hún verður í sviðsljósinu um helgina og Darri sonur minn verður úti í Gautaborg og ætlar að horfa á frænku sína. Þetta verður bara gaman. Þetta verður góð reynsla fyrir hana og hún er í góðum höndum hjá sínum þjálfara," sagði Martha að lokum.
Frjálsar íþróttir Mest lesið Danir óstöðvandi Handbolti „Hjá þessu félagi þarftu að vinna alla leiki“ Fótbolti Orri Steinn kom ekki við sögu í tapi Sociedad Fótbolti „Keppni um hvort liðið myndi ná að strengja saman nokkur stopp í röð“ Körfubolti „Þeir voru pottþétt að spara“ Handbolti „Erum í þessu til þess að vinna“ Körfubolti Hrósuðu Viggó í hástert: „Hann er svo verðmætur“ Handbolti Uppgjörið: Tindastóll - Grindavík 97-79 | Öruggt hjá heimamönnum á Króknum Körfubolti Loks vann Tottenham Fótbolti Bruno til bjargar Fótbolti Fleiri fréttir „Hjá þessu félagi þarftu að vinna alla leiki“ „Keppni um hvort liðið myndi ná að strengja saman nokkur stopp í röð“ Orri Steinn kom ekki við sögu í tapi Sociedad „Erum í þessu til þess að vinna“ Danir óstöðvandi Uppgjörið: Álftanes - KR 111-100 | Langþráður heimasigur hjá Álftanesi Loks vann Tottenham Uppgjörið: Tindastóll - Grindavík 97-79 | Öruggt hjá heimamönnum á Króknum Bruno til bjargar Lærisveinar Alfreðs með mikilvægan sigur á Ítalíu Uppgjörið: ÍR - Haukar 25-26 | Hafnfirðingar upp í annað sætið eftir dramatískan endi Uppgjörið: Stjarnan - Haukar 99-75 | Stjarnan aftur á sigurbraut Uppgjörið: Njarðvík - Höttur 110-101 | Grænir unnið fjóra í röð „Þeir voru pottþétt að spara“ Úr frystinum og til Juventus Uppgjörið: Tindastóll - Grindavík 72-80 | Mikilvægur sigur gestanna Selbit og stuð hjá strákunum í Zagreb Halda í veika von og gætu mætt Íslandi Gunnlaugur í besta sæti Íslendings Áfall fyrir Noreg: Sagosen meiddur Segir Betu vera brjálæðing en á jákvæðan hátt Mikilvægir McDonalds borgarar eftir leik: „Biðin hverrar mínútu virði“ Hætti 14 ára en á nú leikjametið: „Fannst þær allar mikið stærri og sterkari“ Hrósuðu Viggó í hástert: „Hann er svo verðmætur“ Ítalir fundu landsliðsmarkvörðinn á Facebook Betlaði einu sinni mat á götunni en er nú hetja Barcelona Svona fögnuðu Strákarnir okkar inni í klefa Haaland fær tíu milljarða hjálp HM í dag: Þetta er heimsklassa lið Bragi heim frá Bandaríkjunum Sjá meira