Körfubolti

Hálfleiksræðurnar í lagi hjá Einari Árna

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Einar Árni Jóhannsson undirbýr hér ræðuna í Garðabæ.Fréttablaðið/valli
Einar Árni Jóhannsson undirbýr hér ræðuna í Garðabæ.Fréttablaðið/valli
Njarðvíkingar hafa stigið stórt skref í átta að úrslitakeppninni í Dominos-deildinni í körfubolta með sigrum á Stjörnunni og KR í síðustu tveimur leikjum sínum en bæði lið voru fyrir ofan Njarðvík í töflunni.

Njarðvíkingar hafa nú unnið 4 af síðustu 5 leikjum sínum og eru komnir með gott forskot á liðið í níunda sæti. Þeir eru jafnframt aðeins tveimur stigum á eftir KR.

Það sýnir kannski framfaraskref Njarðvíkinga á nokkrum mánuðum að allir þessir fimm leikir töpuðust í fyrri umferðinni þar af með 17 stigum á móti KR í nóvember. Það sem hefur skipt mestu máli fyrir Njarðvíkurliðið í sigrinum á stjörnuprýddum liðum KR og Stjörnunnar er frábær leikur liðsins í 3. leikhluta.

Njarðvíkurliðið hefur unnið þriðja leikhlutann í þessum tveimur leikjum 56-33 eða með 23 stigum. Það er ljóst að undanfarið hafa hálfleiksræður þjálfarans Einars Árna Jóhannssonar verið í fínu lagi að undanförnu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×