Trentemöller og félagar slettu vel úr klaufunum á Kaffibarnum Freyr Bjarnason skrifar 15. febrúar 2013 06:00 Hinn vinsæli danski raftónlistarmaður og plötusnúður Anders Trentemöller spilar á Sónar-hátíðinni í Norðurljósasal Hörpu annað kvöld. Fjögur ár eru liðin síðan hann spilaði síðast á Íslandi á Airwaves-hátíðinni. „Ég hlakka alltaf til að fara til Íslands. Því miður verð ég bara í þrjá eða fjóra daga, ég hefði viljað vera aðeins lengur," segir Trentemöller, sem man vel eftir síðustu ferð hingað. „Hún endaði með klikkaðri drykkju á Kaffibarnum. Þetta voru síðustu tónleikarnir hjá okkur eftir heimstúr þannig að menn ákváðu að sletta úr klaufunum. En okkur leið ekki vel á flugvellinum daginn eftir á leiðinni til Kaupmannahafnar," segir hann og hlær. Hann verður ekki með hljómsveit með sér annað kvöld og kemur einungis fram sem plötusnúður. „Ég er að vinna að næstu plötu minni og við erum ekki tilbúnir enn til að spila á tónleikum sem hljómsveit. Þetta verður því bara DJ-sett en þetta verður samt gaman. Það verður líka gaman að spila á Sónar í Reykjavík og sjá hvernig hátíðin fer fram. Ég held að hún verði skemmtileg," segir Trentemöller, sem spilaði á Sónar í Barselóna fyrir tveimur árum.Með eigið útgáfufyrirtæki Trentemöller hefur gefið út tvær plötur og kom sú síðasta, Into the Great Wide Yonder, út fyrir þremur árum. Nýja platan er væntanleg í haust og kemur hún út hjá hans eigin útgáfu, In My Room. Upptökur á henni fara fram í hans eigin hljóðveri en ekki heima hjá honum eins og oft áður. „Áður gerði ég tónlistina mína í íbúðinni minni og nágrannarnir voru ekki sérlega ánægðir með það. Það er gott að vera með eigið pláss og geta geymt þar slatta af gamaldags-græjum."Alltaf gaman að „remixa" Trentemöller hefur á ferli sínum endurhljóðblandað lög fyrir Moby, Pet Shop Boys, The Knife, David Lynch, Depeche Mode, M83, GusGus og nú síðast Lower Dens með góðum árangri. Næsta verkefni hans er að endurhljóðblanda annað smáskífulagið af væntanlegri sólóplötu Jonathans Pierce, söngvara The Drums. Einnig er líkegt að Pierce verði gestur á plötu Trentemöller. „Það er mitt næsta „remix" en núna er ég að einbeita mér að plötunni minni," segir hann. Aðspurður bætir hann við að það sé alltaf gaman að endurhljóðblanda lög annarra. „Þegar ég er að endurhljóðblanda nota ég oftast bara raddirnar en geri sjálfur ný viðlög og aðra parta, þannig að ég bæti ekki bara við nýjum töktum. Þess vegna finnst mér þetta vera ný lög en auðvitað er þetta öðruvísi því þetta er efni frá öðrum. Ég hef gaman af þessu en aðalmálið hjá mér er samt eigin lagasmíðar, þær eru alltaf í forgangi, en það er gott að taka sér hlé frá þeim til að búa til „remix".Spilaði uppi á píramída Hinn 21. desember í fyrra var Trentemöller bókaður til að spila uppi á Maya-píramída í Mexíkó í tilefni af yfirvofandi heimsendi samkvæmt tímatali Maya. „Tíu mínútum áður en ég fór á svið var mér sagt að þetta væri ekki alvöru píramídi heldur hluti af skemmtigarði sem ætti að opna eftir tvo mánuði. Það voru mjög fallegir píramídar þarna en þeir voru ekki ekta og menn gleymdu að segja okkur frá því. Þetta var samt gott partí," segir hann og hlær, spurður út í þessa óvenjulegu tónleika. Eftir Sónar-hátíðina í Reykjavík ætlar Trentemöller að halda áfram með plötuna sína. Í sumar spilar hann á ýmsum tónlistarhátíðum og eftir að platan kemur út í haust fer hann í tónleikaferð til Bandaríkjanna og Evrópu. „Það er komið ár síðan við kláruðum síðasta túr og ég hlakka til að spila nýju lögin og sjá hvernig þau virka á tónleikum." Sónar Tónlist Mest lesið Brostnar væntingar á Frostrósum Gagnrýni Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Lífið Að velja rangan maka: „Við gerum oft svo lítið úr ástarmálunum“ Áskorun „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Lífið Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Lífið Frægir fundu ástina 2024 Lífið „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Lífið Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Menning Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Live in a fishbowl: Stórvinir X-ins í Brain Police rifu þakið af húsinu Live in a fishbowl: Alvöru harðkjarnapönk í boði I adapt Hélt tryllt tónlistarteiti og eignaðist svo tvíbura Breyta japönskum dúett í íslenskt jólalag Landslið tónlistarmanna mætti þegar Maggi Eiríks var hylltur Fjölbreyttur hópur tónlistarfólks tilnefndur til Kraumsverðlauna Live in a fishbowl: Spacestation spilaði tónlist fyrir „fallegt fólk“ Uppáhalds jólalögin: Munkadjamm og jólaleg sambandsslit Kunna ekki að slaka á og heyrðu í Svölu Björgvins Live in a fishbowl: Dr. Gunni alltaf á leiðinni til að drepa þig „Látið jólaljós ykkar skína skært“ Auður einhleypur og skýtur á yfirvöld vegna Yazans Fyrstur kemur, fyrstur fær: Magnúsi Eiríkssyni fagnað og þjóðinni boðið Frumsýning á Vísi: Villi Vill fer á kostum í tónlistarmyndbandi Luigi Biggi Maus tók einn þekktasta slagara Arons Can í fiskabúrinu Daði Freyr tekur stefnuna til Íslands eftir áratug úti Fred again í sal en ekki á sviði: „Orðrómur sem við höfðum enga stjórn á“ „Það er enginn séns að reyna alltaf að útskýra sig“ HAM reið á vaðið í fiskabúri X-ins 977 Létu ævintýrið loksins rætast í fiskabúrinu á X-inu „Stórir hlutir að koma og fólk þarf að vera tilbúið“ Emilíana Torrini heillaði tónleikagesti upp úr skónum Laufey naut lífsins með Ariönu Grande Rétta harmonikkan er í harmonikkuverksmiðju í harmonikkuþorpi Iceland Airwaves ýtt úr vör á Grund Fagna tuttugu ára afmæli og troða upp á Grund Segja aðra kaupa gervispilanir til að hafa áhrif á veðmál Young Thug játar sök en losnar úr fangelsi Sjá meira
Hinn vinsæli danski raftónlistarmaður og plötusnúður Anders Trentemöller spilar á Sónar-hátíðinni í Norðurljósasal Hörpu annað kvöld. Fjögur ár eru liðin síðan hann spilaði síðast á Íslandi á Airwaves-hátíðinni. „Ég hlakka alltaf til að fara til Íslands. Því miður verð ég bara í þrjá eða fjóra daga, ég hefði viljað vera aðeins lengur," segir Trentemöller, sem man vel eftir síðustu ferð hingað. „Hún endaði með klikkaðri drykkju á Kaffibarnum. Þetta voru síðustu tónleikarnir hjá okkur eftir heimstúr þannig að menn ákváðu að sletta úr klaufunum. En okkur leið ekki vel á flugvellinum daginn eftir á leiðinni til Kaupmannahafnar," segir hann og hlær. Hann verður ekki með hljómsveit með sér annað kvöld og kemur einungis fram sem plötusnúður. „Ég er að vinna að næstu plötu minni og við erum ekki tilbúnir enn til að spila á tónleikum sem hljómsveit. Þetta verður því bara DJ-sett en þetta verður samt gaman. Það verður líka gaman að spila á Sónar í Reykjavík og sjá hvernig hátíðin fer fram. Ég held að hún verði skemmtileg," segir Trentemöller, sem spilaði á Sónar í Barselóna fyrir tveimur árum.Með eigið útgáfufyrirtæki Trentemöller hefur gefið út tvær plötur og kom sú síðasta, Into the Great Wide Yonder, út fyrir þremur árum. Nýja platan er væntanleg í haust og kemur hún út hjá hans eigin útgáfu, In My Room. Upptökur á henni fara fram í hans eigin hljóðveri en ekki heima hjá honum eins og oft áður. „Áður gerði ég tónlistina mína í íbúðinni minni og nágrannarnir voru ekki sérlega ánægðir með það. Það er gott að vera með eigið pláss og geta geymt þar slatta af gamaldags-græjum."Alltaf gaman að „remixa" Trentemöller hefur á ferli sínum endurhljóðblandað lög fyrir Moby, Pet Shop Boys, The Knife, David Lynch, Depeche Mode, M83, GusGus og nú síðast Lower Dens með góðum árangri. Næsta verkefni hans er að endurhljóðblanda annað smáskífulagið af væntanlegri sólóplötu Jonathans Pierce, söngvara The Drums. Einnig er líkegt að Pierce verði gestur á plötu Trentemöller. „Það er mitt næsta „remix" en núna er ég að einbeita mér að plötunni minni," segir hann. Aðspurður bætir hann við að það sé alltaf gaman að endurhljóðblanda lög annarra. „Þegar ég er að endurhljóðblanda nota ég oftast bara raddirnar en geri sjálfur ný viðlög og aðra parta, þannig að ég bæti ekki bara við nýjum töktum. Þess vegna finnst mér þetta vera ný lög en auðvitað er þetta öðruvísi því þetta er efni frá öðrum. Ég hef gaman af þessu en aðalmálið hjá mér er samt eigin lagasmíðar, þær eru alltaf í forgangi, en það er gott að taka sér hlé frá þeim til að búa til „remix".Spilaði uppi á píramída Hinn 21. desember í fyrra var Trentemöller bókaður til að spila uppi á Maya-píramída í Mexíkó í tilefni af yfirvofandi heimsendi samkvæmt tímatali Maya. „Tíu mínútum áður en ég fór á svið var mér sagt að þetta væri ekki alvöru píramídi heldur hluti af skemmtigarði sem ætti að opna eftir tvo mánuði. Það voru mjög fallegir píramídar þarna en þeir voru ekki ekta og menn gleymdu að segja okkur frá því. Þetta var samt gott partí," segir hann og hlær, spurður út í þessa óvenjulegu tónleika. Eftir Sónar-hátíðina í Reykjavík ætlar Trentemöller að halda áfram með plötuna sína. Í sumar spilar hann á ýmsum tónlistarhátíðum og eftir að platan kemur út í haust fer hann í tónleikaferð til Bandaríkjanna og Evrópu. „Það er komið ár síðan við kláruðum síðasta túr og ég hlakka til að spila nýju lögin og sjá hvernig þau virka á tónleikum."
Sónar Tónlist Mest lesið Brostnar væntingar á Frostrósum Gagnrýni Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Lífið Að velja rangan maka: „Við gerum oft svo lítið úr ástarmálunum“ Áskorun „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Lífið Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Lífið Frægir fundu ástina 2024 Lífið „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Lífið Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Menning Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Live in a fishbowl: Stórvinir X-ins í Brain Police rifu þakið af húsinu Live in a fishbowl: Alvöru harðkjarnapönk í boði I adapt Hélt tryllt tónlistarteiti og eignaðist svo tvíbura Breyta japönskum dúett í íslenskt jólalag Landslið tónlistarmanna mætti þegar Maggi Eiríks var hylltur Fjölbreyttur hópur tónlistarfólks tilnefndur til Kraumsverðlauna Live in a fishbowl: Spacestation spilaði tónlist fyrir „fallegt fólk“ Uppáhalds jólalögin: Munkadjamm og jólaleg sambandsslit Kunna ekki að slaka á og heyrðu í Svölu Björgvins Live in a fishbowl: Dr. Gunni alltaf á leiðinni til að drepa þig „Látið jólaljós ykkar skína skært“ Auður einhleypur og skýtur á yfirvöld vegna Yazans Fyrstur kemur, fyrstur fær: Magnúsi Eiríkssyni fagnað og þjóðinni boðið Frumsýning á Vísi: Villi Vill fer á kostum í tónlistarmyndbandi Luigi Biggi Maus tók einn þekktasta slagara Arons Can í fiskabúrinu Daði Freyr tekur stefnuna til Íslands eftir áratug úti Fred again í sal en ekki á sviði: „Orðrómur sem við höfðum enga stjórn á“ „Það er enginn séns að reyna alltaf að útskýra sig“ HAM reið á vaðið í fiskabúri X-ins 977 Létu ævintýrið loksins rætast í fiskabúrinu á X-inu „Stórir hlutir að koma og fólk þarf að vera tilbúið“ Emilíana Torrini heillaði tónleikagesti upp úr skónum Laufey naut lífsins með Ariönu Grande Rétta harmonikkan er í harmonikkuverksmiðju í harmonikkuþorpi Iceland Airwaves ýtt úr vör á Grund Fagna tuttugu ára afmæli og troða upp á Grund Segja aðra kaupa gervispilanir til að hafa áhrif á veðmál Young Thug játar sök en losnar úr fangelsi Sjá meira