Úrvalið er í Soho Market 14. febrúar 2013 06:00 Hér er eigandinn Jóna Lár á bak við afgreiðsluborðið. SOHO/MARKET opnar í dag fulla búð af nýjum vörum eftir vel heppnaða útsölu. Í versluninni fæst allt það nýjasta frá Bandaríkjunum eins og kjólar, leggings, buxur, jakkar, toppar, skart, töskur, íþrótta- og jógafatnaður og alls konar aðhaldsfatnaður. Fermingarfötin eru þó í aðalhlutverki þessa dagana og er fjölbreytnin í fyrirrúmi að sögn Jónu Lár, eiganda SOHO/ MARKET. „Kjólarnir eru látlausir en þó með sínum séreinkennum, með blúndum, pífum og skreyttir steinum,“ lýsir Jóna og bætir við að í SOHO/MARKET fáist einnig fatnaður fyrir konur á öllum aldri og því finni mömmurnar einnig eitthvað við sitt hæfi. Í SOHO/MARKET geta fermingarstúlkur klætt sig upp frá toppi til táar. Fyrir utan kjóla má þar fá fjölda fylgihluta á borð við töskur, ermar, klúta og eyrnalokka. „Þá erum við með alls kyns armbönd með steinum sem hafa slegið í gegn,“ segir Jóna og bendir á að von sé á skóm í verslunina á næstunni. Þá segir hún einnig hægt að kaupa fermingargjafirnar í búðinni. Til dæmis sé þar mikið úrval af fallegum silfur- og stálskartgripum. „Við vorum líka að taka inn rosalega flotta blásara og krullujárn.“ Hárskraut af ýmsu tagi er afar vinsælt í SOHO/MARKET og hentar vel í fermingargreiðslurnar. Jóna segir algengt að hárgreiðslufólk komi í verslunina og kaupi bæði skraut og hina góðu túperingarbursta. „Þá erum við einnig með til sölu hina vinsælu Moroccan-oil hárvöru á afar góðu verði, aðeins 1.490 krónur,“ segir Jóna og lýsir því að nokkrir dropar af olíunni í rakt hár geri það dúnmjúkt og glansandi. SOHO/MARKET er þekkt fyrir hagstætt verð. Fermingarkjólarnir eru frá 7.990 krónum upp í 15.990 krónur. Hægt er að fá litlar peysur yfir kjólana í mörgum litum á 3.990 krónur og litla jakka á 5.990 krónur. „Við höfum stundum verið kölluð Bolabúðin vegna þess að við höfum svo mikið úrval af alls kyns bolum sem kosta lítið, eða frá 990 krónum upp í 2.990 krónur,“ lýsir Jóna og minnist sérstaklega á aðhaldsblúndubolina sem slegið hafa rækilega í gegn sérstaklega vegna hins góða verðs. SOHO/MARKET er á Grensásvegi 8. Opið er mánudaga til fimmtudaga frá klukkan 12 til 18, á föstudögum frá 12 til 19 og á laugardögum frá 12 til 17. Sími 553 7300. Tekið er á móti hópum eftir samkomulagi. Mest lesið „Svarið er einfaldlega: Svona höfum við alltaf gert þetta“ Atvinnulíf Ölgerðin kaupir Gæðabakstur Viðskipti innlent Kaffi Kjós til sölu Viðskipti innlent Íslandsbanki og VÍS skrifa undir samstarfssamning Neytendur Segir skipta gríðarlegu máli að fá loðnuvertíð Viðskipti innlent Brotið á Jóhannesi en Birkir fer tómhentur frá Strassborg Viðskipti innlent „Oft velt því fyrir mér: Hvenær munu þessar sögusagnir hætta?“ Atvinnulíf Skóari skellir í lás á Grettisgötunni Viðskipti innlent „Ætla ekki að ljúga því að ég sé einhver ofurhress morguntýpa“ Atvinnulíf „Þú vinnur eftir hentugleika á þeim staðsetningum sem henta“ Atvinnulíf Fleiri fréttir BYKO með ánægðustu viðskiptavinina áttunda árið í röð Greiðsluáskorun Rafbílaeigendur hljóta að hafa stáltaugar Bóndi í Borgarfirði keyrði Skoda-bíl yfir milljón kílómetra Góð kjör á afmælissýningu Toyota Eldamennskan og jólaljósin algengasti brunavaldur um hátíðirnar Smitten á lista yfir mesta tekjuaukningu á Norðurlöndum Jólagjöfin sem kemur sér alltaf vel Ævintýrið heldur áfram með Discovery! Halda jólin frítt með inneign í appinu Sjá meira
SOHO/MARKET opnar í dag fulla búð af nýjum vörum eftir vel heppnaða útsölu. Í versluninni fæst allt það nýjasta frá Bandaríkjunum eins og kjólar, leggings, buxur, jakkar, toppar, skart, töskur, íþrótta- og jógafatnaður og alls konar aðhaldsfatnaður. Fermingarfötin eru þó í aðalhlutverki þessa dagana og er fjölbreytnin í fyrirrúmi að sögn Jónu Lár, eiganda SOHO/ MARKET. „Kjólarnir eru látlausir en þó með sínum séreinkennum, með blúndum, pífum og skreyttir steinum,“ lýsir Jóna og bætir við að í SOHO/MARKET fáist einnig fatnaður fyrir konur á öllum aldri og því finni mömmurnar einnig eitthvað við sitt hæfi. Í SOHO/MARKET geta fermingarstúlkur klætt sig upp frá toppi til táar. Fyrir utan kjóla má þar fá fjölda fylgihluta á borð við töskur, ermar, klúta og eyrnalokka. „Þá erum við með alls kyns armbönd með steinum sem hafa slegið í gegn,“ segir Jóna og bendir á að von sé á skóm í verslunina á næstunni. Þá segir hún einnig hægt að kaupa fermingargjafirnar í búðinni. Til dæmis sé þar mikið úrval af fallegum silfur- og stálskartgripum. „Við vorum líka að taka inn rosalega flotta blásara og krullujárn.“ Hárskraut af ýmsu tagi er afar vinsælt í SOHO/MARKET og hentar vel í fermingargreiðslurnar. Jóna segir algengt að hárgreiðslufólk komi í verslunina og kaupi bæði skraut og hina góðu túperingarbursta. „Þá erum við einnig með til sölu hina vinsælu Moroccan-oil hárvöru á afar góðu verði, aðeins 1.490 krónur,“ segir Jóna og lýsir því að nokkrir dropar af olíunni í rakt hár geri það dúnmjúkt og glansandi. SOHO/MARKET er þekkt fyrir hagstætt verð. Fermingarkjólarnir eru frá 7.990 krónum upp í 15.990 krónur. Hægt er að fá litlar peysur yfir kjólana í mörgum litum á 3.990 krónur og litla jakka á 5.990 krónur. „Við höfum stundum verið kölluð Bolabúðin vegna þess að við höfum svo mikið úrval af alls kyns bolum sem kosta lítið, eða frá 990 krónum upp í 2.990 krónur,“ lýsir Jóna og minnist sérstaklega á aðhaldsblúndubolina sem slegið hafa rækilega í gegn sérstaklega vegna hins góða verðs. SOHO/MARKET er á Grensásvegi 8. Opið er mánudaga til fimmtudaga frá klukkan 12 til 18, á föstudögum frá 12 til 19 og á laugardögum frá 12 til 17. Sími 553 7300. Tekið er á móti hópum eftir samkomulagi.
Mest lesið „Svarið er einfaldlega: Svona höfum við alltaf gert þetta“ Atvinnulíf Ölgerðin kaupir Gæðabakstur Viðskipti innlent Kaffi Kjós til sölu Viðskipti innlent Íslandsbanki og VÍS skrifa undir samstarfssamning Neytendur Segir skipta gríðarlegu máli að fá loðnuvertíð Viðskipti innlent Brotið á Jóhannesi en Birkir fer tómhentur frá Strassborg Viðskipti innlent „Oft velt því fyrir mér: Hvenær munu þessar sögusagnir hætta?“ Atvinnulíf Skóari skellir í lás á Grettisgötunni Viðskipti innlent „Ætla ekki að ljúga því að ég sé einhver ofurhress morguntýpa“ Atvinnulíf „Þú vinnur eftir hentugleika á þeim staðsetningum sem henta“ Atvinnulíf Fleiri fréttir BYKO með ánægðustu viðskiptavinina áttunda árið í röð Greiðsluáskorun Rafbílaeigendur hljóta að hafa stáltaugar Bóndi í Borgarfirði keyrði Skoda-bíl yfir milljón kílómetra Góð kjör á afmælissýningu Toyota Eldamennskan og jólaljósin algengasti brunavaldur um hátíðirnar Smitten á lista yfir mesta tekjuaukningu á Norðurlöndum Jólagjöfin sem kemur sér alltaf vel Ævintýrið heldur áfram með Discovery! Halda jólin frítt með inneign í appinu Sjá meira