Nýtt frumvarp, sömu hugmyndir Ólafur Þ. Stephensen skrifar 5. febrúar 2013 06:00 Enn eitt kvótafrumvarpið hefur litið dagsins ljós. Það sem nú hefur verið lagt fram er fjórða atrenna ríkisstjórnarinnar að umfangsmiklum breytingum á stjórnkerfi fiskveiða; Jón Bjarnason lagði fram eitt frumvarp og ein frumvarpsdrög og Steingrímur J. Sigfússon leggur nú fram annað frumvarp sitt um málið. Ráðherrann hefur látið í það skína að með frumvarpinu sé komið til móts við ýmsa gagnrýni á síðasta frumvarp. Við fyrstu sýn virðast breytingar á því aðallega vera til þess hugsaðar að sefa gagnrýnisraddir í stjórnarflokkunum, sem töldu að ekki væri nógu langt gengið í skemmdarverkum á núverandi fiskveiðistjórnunarkerfi. Þau þrjú plögg, sem á undan þessu komu, hafa öll fengið sömu gagnrýnina, bæði frá talsmönnum sjávarútvegsins og óháðum sérfræðingum, innlendum og erlendum. Hún felst ekki sízt í því að með öllum frumvörpunum séu veiðiheimildir teknar af fólki sem hefur nýtt þær með hagkvæmum hætti og færðar til óhagkvæmari nota; í byggða-, línuívilnunar-, strandveiði- og leigupotta. Með þessu sé dregið úr skilvirkni og hagkvæmni í fiskveiðistjórnunarkerfinu. Í nýja frumvarpinu virðist nánast ekkert komið til móts við þessa gagnrýni, nema þá helzt í því að dregið er úr takmörkunum á framsali aflaheimilda. Allt pottasukkið stendur í grundvallaratriðum óhaggað. Gert er ráð fyrir að nýtingarleyfi útgerðarinnar séu til 20 ára, en svo á að stofna nefnd um framhaldið. Þannig er útgerðin enn einu sinni skilin eftir í óvissu um framtíðina og þar með unnið gegn framtíðaruppbyggingu og fjárfestingu í greininni. Það er hægt að ná sátt um þrjú grundvallaratriði í fiskveiðistjórnuninni; að skýrt sé kveðið á um þjóðareign á auðlindunum í lögum og stjórnarskrá, að aflaheimildirnar feli í sér nýtingarrétt en ekki eignarrétt og að þjóðin fái eðlilegan afrakstur af eign sinni. Með hækkun veiðileyfagjaldsins hefur síðastnefnda atriðið verið tryggt – og sennilega gengið heldur langt í gjaldtökunni. Um hin atriðin er í raun ekki pólitískur ágreiningur. En slíka sátt kýs ríkisstjórnin ekki. Einmitt til þess að tryggja þjóðinni arð af auðlindinni ættu stjórnvöld nú að kappkosta að viðhalda hagkvæmu og skilvirku fiskveiðistjórnunarkerfi. Þess í stað kjósa þau að láta gagnrýni atvinnugreinarinnar sjálfrar og óháðra sérfræðinga sem vind um eyrun þjóta og grafa undan getu sjávarútvegsins til að standa undir gjaldtökunni. Alls konar delluhugmyndir, sem rötuðu inn í upphaflegt frumvarp Jóns Bjarnasonar, komast bara alls ekki út úr málinu aftur. Frumvarp atvinnuvegaráðherra er svo seint fram komið að ólíklegt er að það verði að lögum fyrir kosningar. Sem er út af fyrir sig ágætt. Það er því líkast til fremur hugsað sem kosningaplagg. Kjósendur sem vilja sterkan sjávarútveg sem stendur undir raunverulegri verðmætasköpun ættu ekki að láta blekkjast af þessum hugmyndum, sem í raun hafa margoft verið skotnar niður nú þegar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ólafur Stephensen Mest lesið ESB kærir sig ekkert um Ísland í jólagjöf Ole Anton Bieltvedt Skoðun BRCA Elín Íris Fanndal Jónasdóttir Skoðun Að kjósa með nútíma hugsunarhætti Ragnhildur Katla Jónsdóttir Skoðun Eitt heimili, ein fjölskylda og ein heilsa Pétur Heimisson Skoðun Svartir föstudagar í boði íslenskra stjórnvalda Haukur Guðmundsson Skoðun Viltu borga 200 þús á mánuði eða 600 þús á mánuði af íbúðinni? Hildur Þórðardóttir Skoðun Íslenskufræðingurinn Sigmundur Davíð Hákon Darri Egilsson Skoðun Þegar náttúruvinir hitta frambjóðendur. Hjálpartæki kjósandans Stefán Jón Hafstein Skoðun Það er verið að ljúga að okkur Hildur Þórðardóttir Skoðun Dýrkeyptur aðgangur Stella Guðmundsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Viltu borga 200 þús á mánuði eða 600 þús á mánuði af íbúðinni? Hildur Þórðardóttir skrifar Skoðun Þegar náttúruvinir hitta frambjóðendur. Hjálpartæki kjósandans Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Svartir föstudagar í boði íslenskra stjórnvalda Haukur Guðmundsson skrifar Skoðun Eitt heimili, ein fjölskylda og ein heilsa Pétur Heimisson skrifar Skoðun BRCA Elín Íris Fanndal Jónasdóttir skrifar Skoðun ESB kærir sig ekkert um Ísland í jólagjöf Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Að kjósa með nútíma hugsunarhætti Ragnhildur Katla Jónsdóttir skrifar Skoðun Í upphafi skal endinn skoða.. Sigurður F. Sigurðarson skrifar Skoðun Stjórnvöld, virðið frumbyggjaréttinn í íslensku samfélagi Sæmundur Einarsson skrifar Skoðun Handleiðsla og vellíðan í starfi Sveindís Anna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Eldgos og innviðir: Tryggjum öryggi Suðurnesja Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Er aukin einkavæðing lausnin? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Samfélag á krossgötum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Hvað er vandamálið? Alexandra Briem skrifar Skoðun Au pair fyrirkomulagið – barn síns tíma? Hlöðver Skúli Hákonarson skrifar Skoðun Fontur – hiti þrjú stig Stefán Steingrímur Bergsson skrifar Skoðun Bankinn gefur, bankinn tekur Breki Karlsson skrifar Skoðun Hægt og hljótt Dofri Hermannsson skrifar Skoðun Kennaraverkfall – sparka í dekkin eða setja meira bensín á bílinn? Melkorka Mjöll Kristinsdóttir skrifar Skoðun Gervigóðmennska fyrir almannafé Kári Allansson skrifar Skoðun Góður granni, gulli betri! Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Frelsi er alls konar Jón Óskar Sólnes skrifar Skoðun Betra plan í ríkisfjármálum Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Íslenskufræðingurinn Sigmundur Davíð Hákon Darri Egilsson skrifar Skoðun Dýrkeyptur aðgangur Stella Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Þarf Alþingi að vera í óvissu? Haukur Arnþórsson skrifar Skoðun Stöndum með einyrkjum og sjálfstætt starfandi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Ætla Íslendingar að standa vörð um orkuauðlindir sínar? Ágústa Ágústsdóttir skrifar Skoðun Evrópa og sjálfstæði Íslands Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Heilnæmt samfélag, betri lífskjör og jöfn tækifæri fyrir öll Unnur Guðmundsdóttir skrifar Sjá meira
Enn eitt kvótafrumvarpið hefur litið dagsins ljós. Það sem nú hefur verið lagt fram er fjórða atrenna ríkisstjórnarinnar að umfangsmiklum breytingum á stjórnkerfi fiskveiða; Jón Bjarnason lagði fram eitt frumvarp og ein frumvarpsdrög og Steingrímur J. Sigfússon leggur nú fram annað frumvarp sitt um málið. Ráðherrann hefur látið í það skína að með frumvarpinu sé komið til móts við ýmsa gagnrýni á síðasta frumvarp. Við fyrstu sýn virðast breytingar á því aðallega vera til þess hugsaðar að sefa gagnrýnisraddir í stjórnarflokkunum, sem töldu að ekki væri nógu langt gengið í skemmdarverkum á núverandi fiskveiðistjórnunarkerfi. Þau þrjú plögg, sem á undan þessu komu, hafa öll fengið sömu gagnrýnina, bæði frá talsmönnum sjávarútvegsins og óháðum sérfræðingum, innlendum og erlendum. Hún felst ekki sízt í því að með öllum frumvörpunum séu veiðiheimildir teknar af fólki sem hefur nýtt þær með hagkvæmum hætti og færðar til óhagkvæmari nota; í byggða-, línuívilnunar-, strandveiði- og leigupotta. Með þessu sé dregið úr skilvirkni og hagkvæmni í fiskveiðistjórnunarkerfinu. Í nýja frumvarpinu virðist nánast ekkert komið til móts við þessa gagnrýni, nema þá helzt í því að dregið er úr takmörkunum á framsali aflaheimilda. Allt pottasukkið stendur í grundvallaratriðum óhaggað. Gert er ráð fyrir að nýtingarleyfi útgerðarinnar séu til 20 ára, en svo á að stofna nefnd um framhaldið. Þannig er útgerðin enn einu sinni skilin eftir í óvissu um framtíðina og þar með unnið gegn framtíðaruppbyggingu og fjárfestingu í greininni. Það er hægt að ná sátt um þrjú grundvallaratriði í fiskveiðistjórnuninni; að skýrt sé kveðið á um þjóðareign á auðlindunum í lögum og stjórnarskrá, að aflaheimildirnar feli í sér nýtingarrétt en ekki eignarrétt og að þjóðin fái eðlilegan afrakstur af eign sinni. Með hækkun veiðileyfagjaldsins hefur síðastnefnda atriðið verið tryggt – og sennilega gengið heldur langt í gjaldtökunni. Um hin atriðin er í raun ekki pólitískur ágreiningur. En slíka sátt kýs ríkisstjórnin ekki. Einmitt til þess að tryggja þjóðinni arð af auðlindinni ættu stjórnvöld nú að kappkosta að viðhalda hagkvæmu og skilvirku fiskveiðistjórnunarkerfi. Þess í stað kjósa þau að láta gagnrýni atvinnugreinarinnar sjálfrar og óháðra sérfræðinga sem vind um eyrun þjóta og grafa undan getu sjávarútvegsins til að standa undir gjaldtökunni. Alls konar delluhugmyndir, sem rötuðu inn í upphaflegt frumvarp Jóns Bjarnasonar, komast bara alls ekki út úr málinu aftur. Frumvarp atvinnuvegaráðherra er svo seint fram komið að ólíklegt er að það verði að lögum fyrir kosningar. Sem er út af fyrir sig ágætt. Það er því líkast til fremur hugsað sem kosningaplagg. Kjósendur sem vilja sterkan sjávarútveg sem stendur undir raunverulegri verðmætasköpun ættu ekki að láta blekkjast af þessum hugmyndum, sem í raun hafa margoft verið skotnar niður nú þegar.
Skoðun Kennaraverkfall – sparka í dekkin eða setja meira bensín á bílinn? Melkorka Mjöll Kristinsdóttir skrifar