Jafnaðarstjórn í fjögur ár: Jöfnuður og bætt lífskjör Jóhanna Sigurðardóttir skrifar 30. janúar 2013 06:00 Jöfnuður og samfélagsleg ábyrgð eru pólitísk grundvallargildi. Það sama á við um markaðsfrelsi og trúna á að markaðurinn leysi öll helstu þjóðfélagslegu vandamálin. Við erum reynslunni ríkari um það hvert óheft og áhættusækin markaðshyggja getur leitt okkur. Í öllu uppbyggingar- og endurreisnarstarfi liðinna fjögurra ára hafa stjórnarflokkarnir lagt ríka áherslu á það hlutverk ríkisvaldsins að vernda mannréttindi og öryggi borgaranna og stuðla að félagslegu réttlæti, ekki síst til að auka jöfnuð. Fjöldi athugana sýnir að aukinn jöfnuður og betri lífskjör og lífsgæði haldast í hendur. Þess vegna er sú vegferð samfélagsumbóta, sem fyrsta meirihlutastjórn jafnaðarmanna og félagshyggjufólks stendur nú fyrir, afar merkileg. Breski fræðimaðurinn R. Wilkinson segir enda að ójöfnuður hafi verstu áhrifin á þá sem eru í tekjulægsta hópi samfélagsins, en aukinn jöfnuður feli einnig í sér ávinninga fyrir þá sem mest hafa handa á milli. Aukinn efnahagslegur jöfnuður færi öllum betri lífskjör. Aukinn jöfnuður Undir forystu jafnaðarstjórnar Samfylkingar og VG undanfarin fjögur ár hafa orðið gagnger umskipti í þessum efnum. Komið var böndum á ójöfnuðinn sem grafið hafði um sig á löngum valdaferli Sjálfstæðisflokksins og Framsóknarflokksins. Á innan við tíu árum hafði hlutur hinna ríkustu í heildartekjum þjóðarinnar aukist úr fjórum til fimm prósentum í um tuttugu prósent. Á sama tíma minnkaði skattbyrði þessa hóps stig af stigi en skattbyrði annarra jókst að sama skapi. Þessi stefna framkallaði á einum áratug meiri stéttskiptingu á Íslandi en við höfðum áður séð. Með margvíslegum aðgerðum hefur dregið svo mjög úr ójöfnuði að nú er hann með því minnsta sem gerist í heiminum. Ójöfnuður ráðstöfunartekna í landinu er um helmingi minni nú en árið 2007 þegar hann varð mestur. Á svonefndum GINI-kvarða varð ójöfnuður skattskyldra tekna heil 0,43 stig skömmu fyrir hrun en er nú kominn niður í um 0,23 (því meira sem talan nálgast 0 því meiri er jöfnuðurinn.) Sanngjarnari og minni skattar Margir undrast að á sama tíma og jöfnuður eykst hér á landi dregur úr skattheimtu sem hlutfalli af landsframleiðslu. Ísland er í 16. sæti meðal 30 landa ESB og EFTA sem nýleg gögn Eurostat um skattbyrði ná til. Nærri 36 prósent landsframleiðslunnar renna nú til hins opinbera í formi tekjuskatts, virðisaukaskatts og launatengdra gjalda. Þetta hlutfall var yfir 40% árið 2007. Í hópi Norðurlandanna mælist skattbyrðin minnst hér á landi og nær allar viðskiptaþjóðir okkar í Evrópu innheimta meiri skatta sem hlutfall af landsframleiðslu en gert er hér á landi. Þrátt fyrir minnkandi hlutfall skatta hefur ríkisstjórnin varið stærri hluta ríkisútgjalda til velferðarmála og aukins jöfnuðar. Yfir 100 milljörðum króna hefur verið varið í barnabætur og vaxtabætur á kjörtímabilinu. Þá hafa íbúðaeigendur fengið um 35% vaxtakostnaðar vegna húsnæðislána endurgreiddan úr ríkissjóði og var þetta hlutfall næstum tvöfaldað á liðnum tveimur árum. Sé litið til tekjulægstu 10% heimila árið 2010 þá niðurgreiddi ríkið næstum því helming alls vaxtakostnaðar þess hóps. Réttlæti og minni fátækt Alþjóðleg samanburðargögn sýna einnig að fátækt meðal barna er hvergi minni en hér á landi og hið sama á við um hættuna á fátækt og félagslegri einangrun landsmanna og fjölda þeirra undir lágtekjumörkum. Hvergi í Evrópu er staðan betri að þessu leyti. Ástæðu þessa má ekki síst rekja til þess hvernig stjórnvöld kappkostuðu að hlífa eins og kostur var þeim samfélagshópum sem lakast stóðu og færa byrðarnar sem mest á breiðari bökin. Samkvæmt skýrslu Þjóðmálastofnunar HÍ tókst þetta bærilega. Meðalrýrnun ráðstöfunartekna fjölskyldna árin 2008-2010 var um 20% en hjá lágtekjufólki rýrnuðu kjörin um 9%. Hjá millitekjufólki var kjaraskerðingin um 14% en hjá hátekjufólki um 38%. Það er ánægjulegt til þess að vita að þrátt fyrir skelfilegar afleiðingar hrunsins eru Íslendingar nú með allra ánægðustu þjóðum með líf sitt. Samkvæmt könnun sem Eurobarometer birti í desember síðastliðnum líta þeir nánustu framtíð bjartari augum í efnahagslegu tilliti en aðrar Evrópuþjóðir. Enn er þó margt ógert. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jóhanna Sigurðardóttir Mest lesið Hlýnun jarðar mun ekki valda heimsendi Sæunn Kjartansdóttir Skoðun Evrópusambandið eða nasismi Snorri Másson Skoðun SVEIT – Kastið inn handklæðinu Aðalsteinn Árni Baldursson Skoðun Gaza getur ekki beðið lengur Hjálmtýr Heiðdal,Magnús Magnússon Skoðun Opið bréf til Íslandspósts ohf. Gróa Jóhannsdóttir Skoðun Ísland yrði betra með aðild að Evrópusambandinu Jón Frímann Jónsson Skoðun Friður eða svikalogn? Hilmari Þór Hilmarssyni, prófessor, svarað Andri Þorvarðarson Skoðun Hugvíkkandi efni: Forvitni umfram dómhörku Bergsveinn Ólafsson Skoðun Munu næstu fjögur ár nægja? Kolbrún Halldórsdóttir Skoðun Vegna FB færslu Kristins Hrafnssonar: Misskilningur um endurgreiðslukerfi kvikmynda Ólafur William Hand Skoðun Skoðun Skoðun Opið bréf til Íslandspósts ohf. Gróa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Gaza getur ekki beðið lengur Hjálmtýr Heiðdal,Magnús Magnússon skrifar Skoðun Ísland yrði betra með aðild að Evrópusambandinu Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun SVEIT – Kastið inn handklæðinu Aðalsteinn Árni Baldursson skrifar Skoðun Skjáfíkn - vísindi eða trú? Ásdís Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Evrópusambandið eða nasismi Snorri Másson skrifar Skoðun Friður eða svikalogn? Hilmari Þór Hilmarssyni, prófessor, svarað Andri Þorvarðarson skrifar Skoðun Hlýnun jarðar mun ekki valda heimsendi Sæunn Kjartansdóttir skrifar Skoðun Listin að styðja en ekki stýra Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Með vægi í samræmi við það Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hugvíkkandi efni: Forvitni umfram dómhörku Bergsveinn Ólafsson skrifar Skoðun Velferðartækni er það lykillinn að sjálfbærara heilbrigðiskerfi? Helga Dagný Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Hindrum fleiri græn gímöld með einföldun regluverks Ásta Logadóttir,Trausti Björgvinsson skrifar Skoðun Vegna FB færslu Kristins Hrafnssonar: Misskilningur um endurgreiðslukerfi kvikmynda Ólafur William Hand skrifar Skoðun Hvernig tölum við um mat í kringum börnin okkar? Berglind Lilja Guðlaugsdóttir skrifar Skoðun Fangelsismál - Sparnaður og endurhæfing Ólafur Ágúst Hraundal skrifar Skoðun Syndaaflausnin er svo að við ætlum að læra af þessu „á ykkar kostnað“ Davíð Bergmann skrifar Skoðun Tvær þjóðir í sama landi Einar Helgason skrifar Skoðun Henta vísindin bara þegar þau styðja skoðanir okkar? Haukur Logi Jóhannsson skrifar Skoðun Hlutverk markmiða er að umbreyta okkur Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Líknarslæving við lífslok er umdeild meðferð Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Óáreiðanlegar mælingar og misvísandi fréttir Sigurjón Arnórsson skrifar Skoðun Unga fólkið okkar og samfélagsmiðlar Fjóla Einarsdóttir skrifar Skoðun Hvað segir Morgunblaðið nú um stöðu litlu ríkjanna í ESB? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Það er ekki eitt, það er allt Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Skilyrt loforð Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Tímamótin að verða alvöru faðir Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Stöndum vörð um menntun og styðjum við kennara Kolbrún Þ. Pálsdóttir,Kristín Jónsdóttir,Gunnar Ásgrímsson skrifar Skoðun Fjölmiðlanefnd í stað Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar Ásdís Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Umboðsmaður barna í 30 ár Salvör Nordal skrifar Sjá meira
Jöfnuður og samfélagsleg ábyrgð eru pólitísk grundvallargildi. Það sama á við um markaðsfrelsi og trúna á að markaðurinn leysi öll helstu þjóðfélagslegu vandamálin. Við erum reynslunni ríkari um það hvert óheft og áhættusækin markaðshyggja getur leitt okkur. Í öllu uppbyggingar- og endurreisnarstarfi liðinna fjögurra ára hafa stjórnarflokkarnir lagt ríka áherslu á það hlutverk ríkisvaldsins að vernda mannréttindi og öryggi borgaranna og stuðla að félagslegu réttlæti, ekki síst til að auka jöfnuð. Fjöldi athugana sýnir að aukinn jöfnuður og betri lífskjör og lífsgæði haldast í hendur. Þess vegna er sú vegferð samfélagsumbóta, sem fyrsta meirihlutastjórn jafnaðarmanna og félagshyggjufólks stendur nú fyrir, afar merkileg. Breski fræðimaðurinn R. Wilkinson segir enda að ójöfnuður hafi verstu áhrifin á þá sem eru í tekjulægsta hópi samfélagsins, en aukinn jöfnuður feli einnig í sér ávinninga fyrir þá sem mest hafa handa á milli. Aukinn efnahagslegur jöfnuður færi öllum betri lífskjör. Aukinn jöfnuður Undir forystu jafnaðarstjórnar Samfylkingar og VG undanfarin fjögur ár hafa orðið gagnger umskipti í þessum efnum. Komið var böndum á ójöfnuðinn sem grafið hafði um sig á löngum valdaferli Sjálfstæðisflokksins og Framsóknarflokksins. Á innan við tíu árum hafði hlutur hinna ríkustu í heildartekjum þjóðarinnar aukist úr fjórum til fimm prósentum í um tuttugu prósent. Á sama tíma minnkaði skattbyrði þessa hóps stig af stigi en skattbyrði annarra jókst að sama skapi. Þessi stefna framkallaði á einum áratug meiri stéttskiptingu á Íslandi en við höfðum áður séð. Með margvíslegum aðgerðum hefur dregið svo mjög úr ójöfnuði að nú er hann með því minnsta sem gerist í heiminum. Ójöfnuður ráðstöfunartekna í landinu er um helmingi minni nú en árið 2007 þegar hann varð mestur. Á svonefndum GINI-kvarða varð ójöfnuður skattskyldra tekna heil 0,43 stig skömmu fyrir hrun en er nú kominn niður í um 0,23 (því meira sem talan nálgast 0 því meiri er jöfnuðurinn.) Sanngjarnari og minni skattar Margir undrast að á sama tíma og jöfnuður eykst hér á landi dregur úr skattheimtu sem hlutfalli af landsframleiðslu. Ísland er í 16. sæti meðal 30 landa ESB og EFTA sem nýleg gögn Eurostat um skattbyrði ná til. Nærri 36 prósent landsframleiðslunnar renna nú til hins opinbera í formi tekjuskatts, virðisaukaskatts og launatengdra gjalda. Þetta hlutfall var yfir 40% árið 2007. Í hópi Norðurlandanna mælist skattbyrðin minnst hér á landi og nær allar viðskiptaþjóðir okkar í Evrópu innheimta meiri skatta sem hlutfall af landsframleiðslu en gert er hér á landi. Þrátt fyrir minnkandi hlutfall skatta hefur ríkisstjórnin varið stærri hluta ríkisútgjalda til velferðarmála og aukins jöfnuðar. Yfir 100 milljörðum króna hefur verið varið í barnabætur og vaxtabætur á kjörtímabilinu. Þá hafa íbúðaeigendur fengið um 35% vaxtakostnaðar vegna húsnæðislána endurgreiddan úr ríkissjóði og var þetta hlutfall næstum tvöfaldað á liðnum tveimur árum. Sé litið til tekjulægstu 10% heimila árið 2010 þá niðurgreiddi ríkið næstum því helming alls vaxtakostnaðar þess hóps. Réttlæti og minni fátækt Alþjóðleg samanburðargögn sýna einnig að fátækt meðal barna er hvergi minni en hér á landi og hið sama á við um hættuna á fátækt og félagslegri einangrun landsmanna og fjölda þeirra undir lágtekjumörkum. Hvergi í Evrópu er staðan betri að þessu leyti. Ástæðu þessa má ekki síst rekja til þess hvernig stjórnvöld kappkostuðu að hlífa eins og kostur var þeim samfélagshópum sem lakast stóðu og færa byrðarnar sem mest á breiðari bökin. Samkvæmt skýrslu Þjóðmálastofnunar HÍ tókst þetta bærilega. Meðalrýrnun ráðstöfunartekna fjölskyldna árin 2008-2010 var um 20% en hjá lágtekjufólki rýrnuðu kjörin um 9%. Hjá millitekjufólki var kjaraskerðingin um 14% en hjá hátekjufólki um 38%. Það er ánægjulegt til þess að vita að þrátt fyrir skelfilegar afleiðingar hrunsins eru Íslendingar nú með allra ánægðustu þjóðum með líf sitt. Samkvæmt könnun sem Eurobarometer birti í desember síðastliðnum líta þeir nánustu framtíð bjartari augum í efnahagslegu tilliti en aðrar Evrópuþjóðir. Enn er þó margt ógert.
Vegna FB færslu Kristins Hrafnssonar: Misskilningur um endurgreiðslukerfi kvikmynda Ólafur William Hand Skoðun
Skoðun Friður eða svikalogn? Hilmari Þór Hilmarssyni, prófessor, svarað Andri Þorvarðarson skrifar
Skoðun Velferðartækni er það lykillinn að sjálfbærara heilbrigðiskerfi? Helga Dagný Sigurjónsdóttir skrifar
Skoðun Hindrum fleiri græn gímöld með einföldun regluverks Ásta Logadóttir,Trausti Björgvinsson skrifar
Skoðun Vegna FB færslu Kristins Hrafnssonar: Misskilningur um endurgreiðslukerfi kvikmynda Ólafur William Hand skrifar
Skoðun Syndaaflausnin er svo að við ætlum að læra af þessu „á ykkar kostnað“ Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Stöndum vörð um menntun og styðjum við kennara Kolbrún Þ. Pálsdóttir,Kristín Jónsdóttir,Gunnar Ásgrímsson skrifar
Skoðun Fjölmiðlanefnd í stað Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar Ásdís Bergþórsdóttir skrifar
Vegna FB færslu Kristins Hrafnssonar: Misskilningur um endurgreiðslukerfi kvikmynda Ólafur William Hand Skoðun