Þetta var ekki heppni Benedikt Grétarsson skrifar 28. janúar 2013 06:00 FH-ingar tolleruðu Einar Rafn Eiðsson í leikslok eftir að hann skoraði sigurmarkið. Mynd/Stefán FH-ingar byrja árið vel í handboltanum og tóku fyrsta titil þess í ár með því að vinna 28-27 sigur á Fram í framlengdum úrslitaleik Flugfélags Íslands deildarbikarsins en FH-liðið sló Akureyri út daginn áður. Framarar náðu hins vegar ekki að fylgja eftir glæsilegum sigri á toppliði Hauka sólarhringi fyrr. FH komst í 12-2 forystu í fyrri hálfleik en Framarar náðu að vinna sig inn í leikinn í síðari hálfleik og tryggja sér framlengingu. Framlengingin var æsispennandi og það var Einar Rafn Eiðsson sem tryggði FH bikarinn með skrýtnu skoti úr horninu sem Magnús hefði líklega átt að verja. „Þetta var virkilega sætt og fínn endir á góðum leik. Við missum taktinn við brotthvarf lykilmanna vegna meiðsla og brottvísana og þeir gerðu virkilega vel að keyra á okkur í seinni bylgjunni," sagði Einar Rafn Eiðsson, hetja FH í leiknum. Sigurður Eggertsson átti góðan leik fyrir Fram og hann var mjög vonsvikinn í leikslok. „Þetta er virkilega svekkjandi, að vinna sig svona inn í leikinn og tapa svo á einhverju svona skítamarki í lokin." Sigurður var ekki í nokkrum vafa að sigurmark Einars Rafns Eiðssonar hefði verið hundaheppni. „Einar reyndi þetta örugglega 25 sinnum á æfingu hjá okkur í fyrra en skoraði aldrei. Svo skorar hann núna, algjör heppni og ekkert annað." Einar var ekki sammála skýringu Sigurðar Eggertssonar að sigurmarkið hefði verið heppnisskot. „Nei, nei, þetta er aldrei heppni. Þarna er Siggi að rugla bara eitthvað."FH fær Evrópusæti Sigurinn tryggir FH Evrópusæti og Einar var að vonum ánægður með að vinna bikarinn. „Við lögðum áherslu á að vinna þennan bikar og tryggja okkur Evrópusæti. Þessi bikar gefur okkur byr undir báða vængi í framhaldinu og vonandi náum við að fylgja þessu eftir í næstu leikjum," sagði Einar Rafn sem var þarna að mæta sínum gömlu félögum í Fram en hann kom til FH úr Safamýrinni í haust. Einar Andri Einarsson, þjálfari FH, var sáttur við sigurinn. „Þetta var virkilega ánægjulegt og margt jákvætt í þessu. Það var samt óþarfi að missa þetta svona mikið niður en það kemur svolítið bakslag í okkar leik þegar við missum Loga (Geirson) og Ása (Ásbjörn Friðriksson) úr leiknum." Ungir leikmenn FH stigu sterkir upp á ögurstundu og það gladdi þjálfarann mikið. „Við erum að spila hérna í langan tíma með Ísak (Rafnsson) og Magga (Magnús Óli Magnússon) fyrir utan og þeir stóðu sig mjög vel. Þetta eru guttar í öðrum flokki og það var ánægjulegt að sjá þá koma sterka inn. Einar Andri er ekki í nokkrum vafa að sigurinn gefi liðinu aukið sjálfstraust. „Okkur langaði virkilega að vinna þennan leik og þessi sigur gefur okkur vonandi aukið sjálfstraust fyrir komandi átök í deildinni," sagði Einar að lokum. Þetta er í annað skipti sem FH vinnur þessa keppni en í hitt skiptið fóru liðsmenn síðan alla leið og urðu Íslandsmeistarar vorið 2011. Olís-deild karla Mest lesið „Ljótasta tækling ársins komin í íslenska boltanum“ Íslenski boltinn Danski dómarinn aftur á börum af velli Handbolti Trump fékk gulllykil og sagði tollastríðið auka spennu fyrir HM Fótbolti David Raya bjargaði stigi á Old Trafford Enski boltinn Laglegt mark Alberts gegn Napoli sem vildi láta reka hann af velli Fótbolti Björgvin Páll strax kallaður aftur í landsliðið Handbolti Glódís úr leik í fyrsta sinn á ferlinum Fótbolti Svindlaði á öllum lyfjaprófum Sport Cucurella sendi Chelsea upp fyrir meistarana Enski boltinn Skrautlegt mark, glæsimark og allt brjálað í sigri KR Íslenski boltinn Fleiri fréttir Benedikt Gunnar kallaður inn í landsliðshópinn Stjarnan tryggði sér sæti í úrslitakeppninni Leik lokið: FH - Afturelding 34-29 | Heimamenn endurheimtu toppsætið Björgvin Páll strax kallaður aftur í landsliðið Danski dómarinn aftur á börum af velli Valur tímabundið á toppinn Gauti bjargaði stigi en ÍR færist fjær botninum Engir Íslendingar en samt ekkert vandamál hjá Melsungen í kvöld Elliði markahæstur í stórsigri Gummersbach Orri skoraði mark umferðarinnar í Meistaradeildinni Tekur hatt sinn ofan fyrir Söndru sem kveður Jóhannes Berg fer til Arnórs í Danmörku Ekki hættur í þjálfun Sænsku meistararnir fá Elínu inn sem fyrsta kost: „Mjög fínn kostur“ Landsleik Svía og Rúmena hætt eftir svakalegt samstuð leikmanna Haukur flottur í sigri á liði Gumma Gumm í Meistaradeildinni Elvar bjó til sjö mörk en liðið missti af sigri í lokin Gunnar kveður og Stefán tekur við Elín Rósa fullkomnar íslenska tríóið hjá þýska stórliðinu Draumadagar Elínar Klöru sem fer í atvinnumennsku Valsmenn skutu bikarmeistarana aftur niður á jörðina Mosfellingar hristu af sér bikarvonbrigðin með stórsigri Kristjan Örn fagnaði landsliðssæti með frábæran leik Sigvaldi með sex mörk og báðir bræðurnir skoruðu á móti Barcelona Nýjasti landsliðsmaðurinn fagnaði sætinu með hauskúpuleik „Þetta var bara núna eða aldrei“ Fetar í fótspor afa síns sem hann aldrei kynntist með landsliðinu „Ég var heitur og þegar maður er heitur á maður að negla á markið“ Botnliðin unnu bæði og eygja nú meiri von um að bjarga sér Uppgjörið: Haukar - FH 25-28 | FH með montréttinn eftir endurkomu í Hafnarfjarðarslagnum Sjá meira
FH-ingar byrja árið vel í handboltanum og tóku fyrsta titil þess í ár með því að vinna 28-27 sigur á Fram í framlengdum úrslitaleik Flugfélags Íslands deildarbikarsins en FH-liðið sló Akureyri út daginn áður. Framarar náðu hins vegar ekki að fylgja eftir glæsilegum sigri á toppliði Hauka sólarhringi fyrr. FH komst í 12-2 forystu í fyrri hálfleik en Framarar náðu að vinna sig inn í leikinn í síðari hálfleik og tryggja sér framlengingu. Framlengingin var æsispennandi og það var Einar Rafn Eiðsson sem tryggði FH bikarinn með skrýtnu skoti úr horninu sem Magnús hefði líklega átt að verja. „Þetta var virkilega sætt og fínn endir á góðum leik. Við missum taktinn við brotthvarf lykilmanna vegna meiðsla og brottvísana og þeir gerðu virkilega vel að keyra á okkur í seinni bylgjunni," sagði Einar Rafn Eiðsson, hetja FH í leiknum. Sigurður Eggertsson átti góðan leik fyrir Fram og hann var mjög vonsvikinn í leikslok. „Þetta er virkilega svekkjandi, að vinna sig svona inn í leikinn og tapa svo á einhverju svona skítamarki í lokin." Sigurður var ekki í nokkrum vafa að sigurmark Einars Rafns Eiðssonar hefði verið hundaheppni. „Einar reyndi þetta örugglega 25 sinnum á æfingu hjá okkur í fyrra en skoraði aldrei. Svo skorar hann núna, algjör heppni og ekkert annað." Einar var ekki sammála skýringu Sigurðar Eggertssonar að sigurmarkið hefði verið heppnisskot. „Nei, nei, þetta er aldrei heppni. Þarna er Siggi að rugla bara eitthvað."FH fær Evrópusæti Sigurinn tryggir FH Evrópusæti og Einar var að vonum ánægður með að vinna bikarinn. „Við lögðum áherslu á að vinna þennan bikar og tryggja okkur Evrópusæti. Þessi bikar gefur okkur byr undir báða vængi í framhaldinu og vonandi náum við að fylgja þessu eftir í næstu leikjum," sagði Einar Rafn sem var þarna að mæta sínum gömlu félögum í Fram en hann kom til FH úr Safamýrinni í haust. Einar Andri Einarsson, þjálfari FH, var sáttur við sigurinn. „Þetta var virkilega ánægjulegt og margt jákvætt í þessu. Það var samt óþarfi að missa þetta svona mikið niður en það kemur svolítið bakslag í okkar leik þegar við missum Loga (Geirson) og Ása (Ásbjörn Friðriksson) úr leiknum." Ungir leikmenn FH stigu sterkir upp á ögurstundu og það gladdi þjálfarann mikið. „Við erum að spila hérna í langan tíma með Ísak (Rafnsson) og Magga (Magnús Óli Magnússon) fyrir utan og þeir stóðu sig mjög vel. Þetta eru guttar í öðrum flokki og það var ánægjulegt að sjá þá koma sterka inn. Einar Andri er ekki í nokkrum vafa að sigurinn gefi liðinu aukið sjálfstraust. „Okkur langaði virkilega að vinna þennan leik og þessi sigur gefur okkur vonandi aukið sjálfstraust fyrir komandi átök í deildinni," sagði Einar að lokum. Þetta er í annað skipti sem FH vinnur þessa keppni en í hitt skiptið fóru liðsmenn síðan alla leið og urðu Íslandsmeistarar vorið 2011.
Olís-deild karla Mest lesið „Ljótasta tækling ársins komin í íslenska boltanum“ Íslenski boltinn Danski dómarinn aftur á börum af velli Handbolti Trump fékk gulllykil og sagði tollastríðið auka spennu fyrir HM Fótbolti David Raya bjargaði stigi á Old Trafford Enski boltinn Laglegt mark Alberts gegn Napoli sem vildi láta reka hann af velli Fótbolti Björgvin Páll strax kallaður aftur í landsliðið Handbolti Glódís úr leik í fyrsta sinn á ferlinum Fótbolti Svindlaði á öllum lyfjaprófum Sport Cucurella sendi Chelsea upp fyrir meistarana Enski boltinn Skrautlegt mark, glæsimark og allt brjálað í sigri KR Íslenski boltinn Fleiri fréttir Benedikt Gunnar kallaður inn í landsliðshópinn Stjarnan tryggði sér sæti í úrslitakeppninni Leik lokið: FH - Afturelding 34-29 | Heimamenn endurheimtu toppsætið Björgvin Páll strax kallaður aftur í landsliðið Danski dómarinn aftur á börum af velli Valur tímabundið á toppinn Gauti bjargaði stigi en ÍR færist fjær botninum Engir Íslendingar en samt ekkert vandamál hjá Melsungen í kvöld Elliði markahæstur í stórsigri Gummersbach Orri skoraði mark umferðarinnar í Meistaradeildinni Tekur hatt sinn ofan fyrir Söndru sem kveður Jóhannes Berg fer til Arnórs í Danmörku Ekki hættur í þjálfun Sænsku meistararnir fá Elínu inn sem fyrsta kost: „Mjög fínn kostur“ Landsleik Svía og Rúmena hætt eftir svakalegt samstuð leikmanna Haukur flottur í sigri á liði Gumma Gumm í Meistaradeildinni Elvar bjó til sjö mörk en liðið missti af sigri í lokin Gunnar kveður og Stefán tekur við Elín Rósa fullkomnar íslenska tríóið hjá þýska stórliðinu Draumadagar Elínar Klöru sem fer í atvinnumennsku Valsmenn skutu bikarmeistarana aftur niður á jörðina Mosfellingar hristu af sér bikarvonbrigðin með stórsigri Kristjan Örn fagnaði landsliðssæti með frábæran leik Sigvaldi með sex mörk og báðir bræðurnir skoruðu á móti Barcelona Nýjasti landsliðsmaðurinn fagnaði sætinu með hauskúpuleik „Þetta var bara núna eða aldrei“ Fetar í fótspor afa síns sem hann aldrei kynntist með landsliðinu „Ég var heitur og þegar maður er heitur á maður að negla á markið“ Botnliðin unnu bæði og eygja nú meiri von um að bjarga sér Uppgjörið: Haukar - FH 25-28 | FH með montréttinn eftir endurkomu í Hafnarfjarðarslagnum Sjá meira