Volvo eða Citroën? Friðrika Benónýsdóttir skrifar 24. janúar 2013 06:00 Volvo er í hugum flestra tákn um sænska velferð og öryggi. Traustan bíl sem hægt er að stóla á að komi fjölskyldunni frá einum stað til annars án teljandi vesens. Hin týpíska sænska kjarnafjölskylda samanstendur gjarna af pabba, mömmu, tveimur börnum, húsi, sumarbústað, hundi og Volvo. Reglufesta er höfuðdyggð í Svíþjóð og sá sem bregður út af norminu er litinn hornauga. Ordning og reda, eða röð og regla, eru einkunnarorð Svía og inn í þá mynd passaði Volvoinn til skamms tíma eins og Jesús á jólakorti. Samfylkingin er sænskasta stjórnmálaafl á Íslandi og eflaust hefur það verið þessi ordning og reda sem Dagur B. hafði í huga þegar hann kaus að hæla Guðbjarti Hannessyni með samlíkingu við Volvo. Hann hefði þó betur stúderað sögu fyrirtækisins áður en hann greip til þessarar samlíkingar því Volvo er langt frá því að vera allur þar sem hann er séður. Hann er ekki einu sinni sænskur lengur, hann er kínverskur. Og þar á undan var hann amerískur. Má kannski lesa úr þessari samlíkingu dulin skilaboð um breyttar áherslur í íslenskri utanríkispólitík? Volvo þýðir ég snýst á latínu og það segir kannski allt sem segja þarf um sögu þessa fyrirtækis. Eftir að hafa verið í samstarfi við Hollendinga um hríð var fyrirtækið og vörumerkið selt hinum ameríska bílaframleiðanda Ford sem fékk dollaramerki í augun við tilhugsunina um sölutölur á fólksbílum merkisins í Evrópu. Það var árið 1999 og var Volvo þá skipt upp í tvær deildir, Svíar héldu áfram að framleiða vörubíla og trukka undir því nafni en sú framleiðsla var algjörlega aðskilin þeirri sem Ameríkanar stjórnuðu. Eftir hrun dvínaði hins vegar salan á fólksbílum og það var þá sem Kínverjarnir komu inn í myndina. Þeir keyptu Volvo árið 2010 og nú er framleiðslunni stýrt frá höfuðstöðvum fyrirtækisins Geely í Hangzhou. Gárungar gætu því hent þessa samlíkingu varaformanns Samfylkingarinnar á lofti og sett hana í samhengi við Grímsstaði og Nubo og aukna ásókn Kínverja í undirtök á norðurslóðum. Það dettur mér hins vegar auðvitað ekki í hug, en því verður ekki á móti mælt að þessi samlíking við Volvo er ekki beint til þess fallin að auka traust á formannsframbjóðandanum. Hefði ekki verið nær að kalla hann Citroën? Franski bíllinn er sá evrópskasti sem um getur og hægt að hækka hann og lækka til að laga sig að akstursaðstæðum hverju sinni. Er það ekki Samfylkingin í hnotskurn? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Friðrika Benónýsdóttir Mest lesið „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun Aðildarviðræður Íslands og Evrópusambandsins Jón Frímann Jónsson Skoðun Gagnaver auka hagkvæmni í fjarskiptum Íslands við umheiminn Þorvarður Sveinsson Skoðun Raforkunotkun gagnavera minnkað mikið Tinna Traustadóttir Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun Skammtatölvur: Framtíð tölvunarfræði og bylting í útreikningum Sigvaldi Einarsson Skoðun 2027 væri hálfkák Ole Anton Bieltvedt Skoðun Hamingjan sem leiðarljós menntakerfisins Reynir Böðvarsson Skoðun Göngum fyrir friði Guttormur Þorsteinsson Skoðun
Volvo er í hugum flestra tákn um sænska velferð og öryggi. Traustan bíl sem hægt er að stóla á að komi fjölskyldunni frá einum stað til annars án teljandi vesens. Hin týpíska sænska kjarnafjölskylda samanstendur gjarna af pabba, mömmu, tveimur börnum, húsi, sumarbústað, hundi og Volvo. Reglufesta er höfuðdyggð í Svíþjóð og sá sem bregður út af norminu er litinn hornauga. Ordning og reda, eða röð og regla, eru einkunnarorð Svía og inn í þá mynd passaði Volvoinn til skamms tíma eins og Jesús á jólakorti. Samfylkingin er sænskasta stjórnmálaafl á Íslandi og eflaust hefur það verið þessi ordning og reda sem Dagur B. hafði í huga þegar hann kaus að hæla Guðbjarti Hannessyni með samlíkingu við Volvo. Hann hefði þó betur stúderað sögu fyrirtækisins áður en hann greip til þessarar samlíkingar því Volvo er langt frá því að vera allur þar sem hann er séður. Hann er ekki einu sinni sænskur lengur, hann er kínverskur. Og þar á undan var hann amerískur. Má kannski lesa úr þessari samlíkingu dulin skilaboð um breyttar áherslur í íslenskri utanríkispólitík? Volvo þýðir ég snýst á latínu og það segir kannski allt sem segja þarf um sögu þessa fyrirtækis. Eftir að hafa verið í samstarfi við Hollendinga um hríð var fyrirtækið og vörumerkið selt hinum ameríska bílaframleiðanda Ford sem fékk dollaramerki í augun við tilhugsunina um sölutölur á fólksbílum merkisins í Evrópu. Það var árið 1999 og var Volvo þá skipt upp í tvær deildir, Svíar héldu áfram að framleiða vörubíla og trukka undir því nafni en sú framleiðsla var algjörlega aðskilin þeirri sem Ameríkanar stjórnuðu. Eftir hrun dvínaði hins vegar salan á fólksbílum og það var þá sem Kínverjarnir komu inn í myndina. Þeir keyptu Volvo árið 2010 og nú er framleiðslunni stýrt frá höfuðstöðvum fyrirtækisins Geely í Hangzhou. Gárungar gætu því hent þessa samlíkingu varaformanns Samfylkingarinnar á lofti og sett hana í samhengi við Grímsstaði og Nubo og aukna ásókn Kínverja í undirtök á norðurslóðum. Það dettur mér hins vegar auðvitað ekki í hug, en því verður ekki á móti mælt að þessi samlíking við Volvo er ekki beint til þess fallin að auka traust á formannsframbjóðandanum. Hefði ekki verið nær að kalla hann Citroën? Franski bíllinn er sá evrópskasti sem um getur og hægt að hækka hann og lækka til að laga sig að akstursaðstæðum hverju sinni. Er það ekki Samfylkingin í hnotskurn?
Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun
Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun