Þema: Bull Þórður Snær Júlíusson skrifar 24. janúar 2013 06:00 Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, er alltaf með þema í gangi. Á fölsku velmegunarárunum var það þjóðrembingslegt liðsinni við útrás sjálftitlaðra viðskiptajöfra. Í kjölfar hrunsins var það andstaða við Icesave. Frá því í forsetakosningunum síðasta sumar hefur þemað að mestu verið Evrópusambandið. Forsetinn var fenginn til að vera viðstaddur hefðarmannasamkunduna sem nú stendur yfir í Davos í Sviss. Þar veitti hann Bloomberg viðtal og hélt nýjasta þema sínu á lofti. Þar sagði Ólafur Ragnar að það væru "fá lönd í heiminum sem hafa náð viðlíka velgengni og Sviss. Síðan má horfa til Noregs og míns heimalands, Íslands, sem hefur náð sér betur á strik eftir fjármálakrísuna en Evrópa. Þannig að það er erfitt að halda því fram að maður þurfi að vera í ESB til að njóta velgengni". Í Sviss búa um átta milljónir manna. Landið er, vegna bankaleyndar, eins konar risastór peningaskápur fyrir ríkasta fólk í heimi. Í Sviss eru líka afar lágir skattar. Þess vegna flutti til dæmis Actavis höfuðstöðvar sínar þangað. Fjölmargar, misgeðugar, alþjóðlegar risa-fyrirtækjasamsteypur hafa fengið sömu hugmynd á síðustu áratugum. Á meðal þeirra eru Glencore (stærsti hrávörumiðlari í heimi), Nestlé (eitt stærsta matvælafyrirtæki í heimi) og Hoffmann-La Roche (einn stærsti lyfjaframleiðandi í heimi). Í Sviss er líka mikil iðnaðarframleiðsla. Meira en sjötíu prósent af útflutningi landsins eru efnavörur, vél- og/eða rafvörur og úr, klukkur eða tengdar afurðir. Þessar vörur eru að langmestu leyti framleiddar í stórum verksmiðjum. Allt ofangreint gerir það að verkum að efnahagur Sviss er mjög sterkur og landið getur því haldið úti sterkum eigin gjaldmiðli. Í Noregi búa rúmlega fimm milljónir manna. Í Noregi er nýrík olíuþjóð með vestræna lifnaðarhætti, og sem slík algjörlega einstakt frávik. Norðmenn hafa líka farið ótrúlega skynsamlega með olíuauð sinn í gegnum hinn svokallaða olíusjóð, sem er reyndar orðinn of stór og farinn að ofhita hagkerfi landsins. Því er spáð að stærð sjóðsins verði 717 milljarðar dala í lok árs 2014. Það eru um 92.500 milljarðar íslenskra króna. Þar að auki á norska ríkið meiri fjármunaeignir en það skuldar, sem þýðir í raun að það skuldar minna en ekkert. Ísland er hvorki Sviss né Noregur. Hér búa 320 þúsund manns. Íslendingar beittu, fyrstir þjóða í mannkynssögunni, neyðarrétti til að koma í veg fyrir allsherjargjaldþrot eftir hrun bankanna haustið 2008. Síðan þá hefur skuldastaða þjóðarinnar verið, vægast sagt, erfið, gjaldmiðillinn fallið um tæp 50 prósent og gjaldeyrishöft verið við lýði til að hindra að um þúsund milljarðar króna yfirgefi hagkerfið. Fjárfesting er í lágmarki, atvinnuleysi að nokkru leyti falið með sérstökum átaksverkefnum, verðbólga viðvarandi og það eru ágætis líkur á pólitískri kreppu að loknum alþingiskosningum. Hér hefur margt gott verið gert til að halda landinu á floti, og við eigum fína möguleika á því að sigrast á erfiðleikum okkar, en það er fjarstæðukennt að halda því fram að Ísland hafi notið einhverrar sérstakrar velgengni. Ólafur Ragnar er klókur maður. Hann fær iðulega það sem hann vill og hefur með ótrúlegri kænsku náð að endurvinna sjálfan sig þegar hann er kominn í þrot með fyrri þemu. En oft eru orð hans innihaldslaust og illa rökstutt bull. Viðtal hans við Bloomberg var slíkt. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þórður Snær Júlíusson Mest lesið Halldór 22.12.2024 Halldór Baldursson Halldór Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson Skoðun Kæri Grímur Grímsson – sakamaður gengur laus? Árni Guðmundsson Skoðun Tímamót Jón Steindór Valdimarsson Skoðun Þegar Samtök verslunar og þjónustu vita betur Erna Bjarnadóttir Skoðun Menntun fyrir Hans Vögg Þuríður Magnúsína Björnsdóttir Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson Skoðun Að sinna orkuþörf almennings Kristín Linda Árnadóttir Skoðun Hvað eru jólin fyrir þér? Hugrún Sigurjónsdóttir Skoðun Landið helga? Ingólfur Steinsson Skoðun
Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, er alltaf með þema í gangi. Á fölsku velmegunarárunum var það þjóðrembingslegt liðsinni við útrás sjálftitlaðra viðskiptajöfra. Í kjölfar hrunsins var það andstaða við Icesave. Frá því í forsetakosningunum síðasta sumar hefur þemað að mestu verið Evrópusambandið. Forsetinn var fenginn til að vera viðstaddur hefðarmannasamkunduna sem nú stendur yfir í Davos í Sviss. Þar veitti hann Bloomberg viðtal og hélt nýjasta þema sínu á lofti. Þar sagði Ólafur Ragnar að það væru "fá lönd í heiminum sem hafa náð viðlíka velgengni og Sviss. Síðan má horfa til Noregs og míns heimalands, Íslands, sem hefur náð sér betur á strik eftir fjármálakrísuna en Evrópa. Þannig að það er erfitt að halda því fram að maður þurfi að vera í ESB til að njóta velgengni". Í Sviss búa um átta milljónir manna. Landið er, vegna bankaleyndar, eins konar risastór peningaskápur fyrir ríkasta fólk í heimi. Í Sviss eru líka afar lágir skattar. Þess vegna flutti til dæmis Actavis höfuðstöðvar sínar þangað. Fjölmargar, misgeðugar, alþjóðlegar risa-fyrirtækjasamsteypur hafa fengið sömu hugmynd á síðustu áratugum. Á meðal þeirra eru Glencore (stærsti hrávörumiðlari í heimi), Nestlé (eitt stærsta matvælafyrirtæki í heimi) og Hoffmann-La Roche (einn stærsti lyfjaframleiðandi í heimi). Í Sviss er líka mikil iðnaðarframleiðsla. Meira en sjötíu prósent af útflutningi landsins eru efnavörur, vél- og/eða rafvörur og úr, klukkur eða tengdar afurðir. Þessar vörur eru að langmestu leyti framleiddar í stórum verksmiðjum. Allt ofangreint gerir það að verkum að efnahagur Sviss er mjög sterkur og landið getur því haldið úti sterkum eigin gjaldmiðli. Í Noregi búa rúmlega fimm milljónir manna. Í Noregi er nýrík olíuþjóð með vestræna lifnaðarhætti, og sem slík algjörlega einstakt frávik. Norðmenn hafa líka farið ótrúlega skynsamlega með olíuauð sinn í gegnum hinn svokallaða olíusjóð, sem er reyndar orðinn of stór og farinn að ofhita hagkerfi landsins. Því er spáð að stærð sjóðsins verði 717 milljarðar dala í lok árs 2014. Það eru um 92.500 milljarðar íslenskra króna. Þar að auki á norska ríkið meiri fjármunaeignir en það skuldar, sem þýðir í raun að það skuldar minna en ekkert. Ísland er hvorki Sviss né Noregur. Hér búa 320 þúsund manns. Íslendingar beittu, fyrstir þjóða í mannkynssögunni, neyðarrétti til að koma í veg fyrir allsherjargjaldþrot eftir hrun bankanna haustið 2008. Síðan þá hefur skuldastaða þjóðarinnar verið, vægast sagt, erfið, gjaldmiðillinn fallið um tæp 50 prósent og gjaldeyrishöft verið við lýði til að hindra að um þúsund milljarðar króna yfirgefi hagkerfið. Fjárfesting er í lágmarki, atvinnuleysi að nokkru leyti falið með sérstökum átaksverkefnum, verðbólga viðvarandi og það eru ágætis líkur á pólitískri kreppu að loknum alþingiskosningum. Hér hefur margt gott verið gert til að halda landinu á floti, og við eigum fína möguleika á því að sigrast á erfiðleikum okkar, en það er fjarstæðukennt að halda því fram að Ísland hafi notið einhverrar sérstakrar velgengni. Ólafur Ragnar er klókur maður. Hann fær iðulega það sem hann vill og hefur með ótrúlegri kænsku náð að endurvinna sjálfan sig þegar hann er kominn í þrot með fyrri þemu. En oft eru orð hans innihaldslaust og illa rökstutt bull. Viðtal hans við Bloomberg var slíkt.
Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson Skoðun
Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson Skoðun