Telur hlýnun jarðar kalla á nýja nálgun Svavar Hávarðsson skrifar 23. janúar 2013 07:00 Atvinnuvegaráðherra vill koma á alþjóðlegri ráðstefnu á Akureyri um álitaefni norðurslóða. Steingrímur J. Sigfússon, atvinnu- og nýsköpunarráðherra, gerir það að tillögu sinni að Íslendingar haldi stóra alþjóðlega ráðstefnu þar sem stjórnmálamenn, vísindamenn, embættismenn og fulltrúar umhverfissamtaka koma saman og leggjast yfir þær breytingar sem eru að verða á norðurslóðum í kjölfar hlýnunar, ekki síst breytt göngumynstur flökkustofna. Þetta yrði vettvangur til að takast á við þá spurningu hvort ekki sé tímabært að hanna ný tæki og tól til að ná utan um þær aðstæður sem hafa skapast á undanförnum árum. Þetta var meðal þess sem kom fram í máli Steingríms á norðurslóðaráðstefnunni Arctic Frontiers 2013 sem stendur yfir í Tromsø í Noregi. „Ég hallast æ meira að því að þetta þurfi að gera. Þó að við höfum ákveðna leiðsögn, til dæmis í hafréttarsáttmálanum og í gegnum ýmsar stofnanir og alþjóðasamninga, þá er ég farinn að efast um að það dugi okkur til að takast á við breytingarnar eins og þær eru að birtast okkur," segir Steingrímur sem dregur ekki fjöður yfir að þessar hugleiðingar eru sprottnar af samningaumleitunum í makríldeilunni. „Kannski þurfum við nýjar viðmiðanir og meiri sveigjanleika til að takast á við þessar aðstæður." Steingrímur segir að það geti verið úrelt aðferðafræði að horfa sífellt á tölfræðina að baki álitamálunum og að ætla sér að gera samninga sem gilda svo um aldur og ævi. „Breytingarnar geta einfaldlega borið okkur ofurliði. Þetta getur átt við um fleiri en einn stofn, og við getum misst frá okkur rétt eins og það sem við erum að fá til okkar. Að sjálfsögðu verðum við að horfast í augu við það að þetta getur fallið í báðar áttir, en ég sé ekki hvernig þetta verður gert með vitrænum hætti öðruvísi en að hvetja til alþjóðlegrar umræðu um þessi álitaefni," segir Steingrímur og telur að Akureyri, sem miðstöð norðurslóðamála, sé hentugur vettvangur. Eins og flestum er kunnugt er Stofnun Vilhjálms Stefánssonar þar staðsett og sinnir rannsóknum, upplýsingamiðlun, ráðgjöf og samvinnu á sviði sjálfbærrar þróunar og umhverfismála á norðurslóðum. „Við verðum að halda þessu starfi á lofti. Það er tilhneiging, má segja, til að ýta Íslendingum, Svíþjóð og Finnlandi reyndar líka, til baka í þessari norðurslóðaumræðu allri. Það er rétt að Ísland liggur við suðurmörk þessa svæðis þó að okkar umráðasvæði liggi langt inn á heimskautasvæðið. Sögulega, og á allan hátt, erum við hánorrænt land sem hlýtur að halda stöðu sinni innan Norðurskautsráðsins, sem ég fagna að er að styrkjast verulega," segir Steingrímur og hefur á orði að það sé gleðiefni að Íslendingur, Magnús Jóhannesson, fyrrverandi ráðuneytisstjóri, hafi valist til að byggja upp nýja fastaskrifstofu ráðsins í Tromsø. Í ræðu sinni á ráðstefnunni varaði Steingrímur sterklega við nýtingu náttúruauðlinda á norðurslóðum án strangs aga og nærgætni við viðkvæma náttúru svæðisins. Í liðinni viku hefur Steingrímur verið á ferðalagi og fundað með kollegum sínum frá fjölmörgum löndum. Þar hefur hann freistað þess að koma sjónarmiðum Íslendinga á framfæri, varðandi nýtingu makrílstofnsins ásamt fleiru, og telur að sér hafi orðið ágætlega ágengt. Loftslagsmál Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Vaktin: Eldgos hafið á ný og bílastæðaplan Bláa lónsins nú undir hrauni Innlent Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Innlent Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Innlent KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ Innlent Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Innlent Fleiri fréttir Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Bein útsending: Hvar eru umhverfis- og loftslagsmálin í kosningabaráttunni? Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu „Dapurlegt“ útspil kennara og opnun Bláa lónsins Sigmundur fjarverandi allar atkvæðagreiðslur Styrkja möstrin með möl eftir góða vinnu í nótt Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Hlutverk flokksforingja stórlega ofmetið í kosningabaráttunni Braut rúðu í lögreglubíl Stöðugt gos og engir skjálftar „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Sjá meira
Steingrímur J. Sigfússon, atvinnu- og nýsköpunarráðherra, gerir það að tillögu sinni að Íslendingar haldi stóra alþjóðlega ráðstefnu þar sem stjórnmálamenn, vísindamenn, embættismenn og fulltrúar umhverfissamtaka koma saman og leggjast yfir þær breytingar sem eru að verða á norðurslóðum í kjölfar hlýnunar, ekki síst breytt göngumynstur flökkustofna. Þetta yrði vettvangur til að takast á við þá spurningu hvort ekki sé tímabært að hanna ný tæki og tól til að ná utan um þær aðstæður sem hafa skapast á undanförnum árum. Þetta var meðal þess sem kom fram í máli Steingríms á norðurslóðaráðstefnunni Arctic Frontiers 2013 sem stendur yfir í Tromsø í Noregi. „Ég hallast æ meira að því að þetta þurfi að gera. Þó að við höfum ákveðna leiðsögn, til dæmis í hafréttarsáttmálanum og í gegnum ýmsar stofnanir og alþjóðasamninga, þá er ég farinn að efast um að það dugi okkur til að takast á við breytingarnar eins og þær eru að birtast okkur," segir Steingrímur sem dregur ekki fjöður yfir að þessar hugleiðingar eru sprottnar af samningaumleitunum í makríldeilunni. „Kannski þurfum við nýjar viðmiðanir og meiri sveigjanleika til að takast á við þessar aðstæður." Steingrímur segir að það geti verið úrelt aðferðafræði að horfa sífellt á tölfræðina að baki álitamálunum og að ætla sér að gera samninga sem gilda svo um aldur og ævi. „Breytingarnar geta einfaldlega borið okkur ofurliði. Þetta getur átt við um fleiri en einn stofn, og við getum misst frá okkur rétt eins og það sem við erum að fá til okkar. Að sjálfsögðu verðum við að horfast í augu við það að þetta getur fallið í báðar áttir, en ég sé ekki hvernig þetta verður gert með vitrænum hætti öðruvísi en að hvetja til alþjóðlegrar umræðu um þessi álitaefni," segir Steingrímur og telur að Akureyri, sem miðstöð norðurslóðamála, sé hentugur vettvangur. Eins og flestum er kunnugt er Stofnun Vilhjálms Stefánssonar þar staðsett og sinnir rannsóknum, upplýsingamiðlun, ráðgjöf og samvinnu á sviði sjálfbærrar þróunar og umhverfismála á norðurslóðum. „Við verðum að halda þessu starfi á lofti. Það er tilhneiging, má segja, til að ýta Íslendingum, Svíþjóð og Finnlandi reyndar líka, til baka í þessari norðurslóðaumræðu allri. Það er rétt að Ísland liggur við suðurmörk þessa svæðis þó að okkar umráðasvæði liggi langt inn á heimskautasvæðið. Sögulega, og á allan hátt, erum við hánorrænt land sem hlýtur að halda stöðu sinni innan Norðurskautsráðsins, sem ég fagna að er að styrkjast verulega," segir Steingrímur og hefur á orði að það sé gleðiefni að Íslendingur, Magnús Jóhannesson, fyrrverandi ráðuneytisstjóri, hafi valist til að byggja upp nýja fastaskrifstofu ráðsins í Tromsø. Í ræðu sinni á ráðstefnunni varaði Steingrímur sterklega við nýtingu náttúruauðlinda á norðurslóðum án strangs aga og nærgætni við viðkvæma náttúru svæðisins. Í liðinni viku hefur Steingrímur verið á ferðalagi og fundað með kollegum sínum frá fjölmörgum löndum. Þar hefur hann freistað þess að koma sjónarmiðum Íslendinga á framfæri, varðandi nýtingu makrílstofnsins ásamt fleiru, og telur að sér hafi orðið ágætlega ágengt.
Loftslagsmál Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Vaktin: Eldgos hafið á ný og bílastæðaplan Bláa lónsins nú undir hrauni Innlent Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Innlent Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Innlent KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ Innlent Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Innlent Fleiri fréttir Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Bein útsending: Hvar eru umhverfis- og loftslagsmálin í kosningabaráttunni? Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu „Dapurlegt“ útspil kennara og opnun Bláa lónsins Sigmundur fjarverandi allar atkvæðagreiðslur Styrkja möstrin með möl eftir góða vinnu í nótt Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Hlutverk flokksforingja stórlega ofmetið í kosningabaráttunni Braut rúðu í lögreglubíl Stöðugt gos og engir skjálftar „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Sjá meira