Skapa verðmæti 19. janúar 2013 08:00 "Þegar menn eru farnir að flokka á vinnustaðnum fara þeir kannski líka að flokka heima hjá sér,“ segir Ágústa Þóra Jónsdóttir, sölu og markaðsstjóri Hringrásar. Mynd/Valli Það er hagstæðara fyrir fyrirtæki að flokka því flokkaður úrgangur er hráefni á meðan óflokkaður úrgangur er rusl. Hringrás er fyrst og fremst endurvinnslufyrirtæki á fyrirtækjamarkaði,“ segir Ágústa Þóra Jónsdóttir, sölu og markaðsstjóri Hringrásar. "Við vinnum með fjölda fyrirtækja í að endurvinna hráefni sem fellur til. Hvert fyrirtæki sér um að flokka hjá sér og getur með því minnkað kostnað og búið til verðmæti úr sorpinu. Fjöldi fyrirtækja hafa tekið upp á því að flokka sorp og við hjálpum þeim að koma sér af stað. Oft eru menn óvissir um flokkun í byrjun, en þetta lærist fljótt. Þegar menn eru farnir að flokka á vinnustaðnum fara þeir kannski líka að flokka heima hjá sér,“ segir Ágústa. Meðal þess sem Hringrás safnar og endurvinnur eru raftæki. Tækin eru skrúfuð í sundur í höndunum og efnin flokkuð saman í flokka og flutt út til frekari endurvinnslu. Hringrás flytur út mikið af því sem er endurunnið og er í samstarfi við fjölda erlendra endurvinnsluaðila. En þó að Hringrás sérhæfi sig í endurvinnslu fyrir fyrirtæki er flokkunarstöðin opin almenningi. "Almenningi er velkomið að nýta Hringrás sem endurvinnslustöð. Við tökum á móti öllum efnum til endurvinnslu,“ segir Ágústa. "Hingað má koma með endurvinnanlegt sorp og spilliefni eins og pappír, plast, raftæki og málma, rafhlöður og ljósaperur og skila því inn að Klettagörðum 9.“ Mest lesið Questhjónin: „Sterkbyggðustu húsin voru barirnir og vændishúsin“ Atvinnulíf „Minnstu loðnuvertíð sögunnar að ljúka“ Viðskipti innlent Situr uppi með „fýlusvipinn“ þrátt fyrir að hafa borgað fyrir aðgerð Neytendur Svo fölsk að móðir hennar leitaði ráða hjá kórstjóranum Atvinnulíf Vonar að Icelandair sjái sóma sinn í að bæta fólki tjónið Neytendur Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Viðskipti innlent Fleiri hlutastörf: „Viltu vera memm?“ Atvinnulíf Gervigreindin: Píparinn öruggur en læknirinn ekki? Atvinnulíf Vetrarferð á verðlaunuðum rafbíl Samstarf Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Viðskipti innlent Fleiri fréttir Vetrarferð á verðlaunuðum rafbíl Iðnaðarhurðir sem henta íslenskum aðstæðum Plastkubbahús sem eru íslensk hönnun og framleiðsla Slippfélagið eflir þjónustu með gervigreind BYKO með ánægðustu viðskiptavinina áttunda árið í röð Greiðsluáskorun Rafbílaeigendur hljóta að hafa stáltaugar Bóndi í Borgarfirði keyrði Skoda-bíl yfir milljón kílómetra Góð kjör á afmælissýningu Toyota Sjá meira
Það er hagstæðara fyrir fyrirtæki að flokka því flokkaður úrgangur er hráefni á meðan óflokkaður úrgangur er rusl. Hringrás er fyrst og fremst endurvinnslufyrirtæki á fyrirtækjamarkaði,“ segir Ágústa Þóra Jónsdóttir, sölu og markaðsstjóri Hringrásar. "Við vinnum með fjölda fyrirtækja í að endurvinna hráefni sem fellur til. Hvert fyrirtæki sér um að flokka hjá sér og getur með því minnkað kostnað og búið til verðmæti úr sorpinu. Fjöldi fyrirtækja hafa tekið upp á því að flokka sorp og við hjálpum þeim að koma sér af stað. Oft eru menn óvissir um flokkun í byrjun, en þetta lærist fljótt. Þegar menn eru farnir að flokka á vinnustaðnum fara þeir kannski líka að flokka heima hjá sér,“ segir Ágústa. Meðal þess sem Hringrás safnar og endurvinnur eru raftæki. Tækin eru skrúfuð í sundur í höndunum og efnin flokkuð saman í flokka og flutt út til frekari endurvinnslu. Hringrás flytur út mikið af því sem er endurunnið og er í samstarfi við fjölda erlendra endurvinnsluaðila. En þó að Hringrás sérhæfi sig í endurvinnslu fyrir fyrirtæki er flokkunarstöðin opin almenningi. "Almenningi er velkomið að nýta Hringrás sem endurvinnslustöð. Við tökum á móti öllum efnum til endurvinnslu,“ segir Ágústa. "Hingað má koma með endurvinnanlegt sorp og spilliefni eins og pappír, plast, raftæki og málma, rafhlöður og ljósaperur og skila því inn að Klettagörðum 9.“
Mest lesið Questhjónin: „Sterkbyggðustu húsin voru barirnir og vændishúsin“ Atvinnulíf „Minnstu loðnuvertíð sögunnar að ljúka“ Viðskipti innlent Situr uppi með „fýlusvipinn“ þrátt fyrir að hafa borgað fyrir aðgerð Neytendur Svo fölsk að móðir hennar leitaði ráða hjá kórstjóranum Atvinnulíf Vonar að Icelandair sjái sóma sinn í að bæta fólki tjónið Neytendur Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Viðskipti innlent Fleiri hlutastörf: „Viltu vera memm?“ Atvinnulíf Gervigreindin: Píparinn öruggur en læknirinn ekki? Atvinnulíf Vetrarferð á verðlaunuðum rafbíl Samstarf Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Viðskipti innlent Fleiri fréttir Vetrarferð á verðlaunuðum rafbíl Iðnaðarhurðir sem henta íslenskum aðstæðum Plastkubbahús sem eru íslensk hönnun og framleiðsla Slippfélagið eflir þjónustu með gervigreind BYKO með ánægðustu viðskiptavinina áttunda árið í röð Greiðsluáskorun Rafbílaeigendur hljóta að hafa stáltaugar Bóndi í Borgarfirði keyrði Skoda-bíl yfir milljón kílómetra Góð kjör á afmælissýningu Toyota Sjá meira