Hringlað með höft Þórður Snær júlíusson skrifar 11. janúar 2013 06:00 Þegar samþykkt var að setja á gjaldeyrishöft á Íslandi í lok nóvember 2008 var því sýndur skilningur. Krónan hafði enda hrapað í verði samhliða bankahruninu. Í frumvarpi með lögunum kom fram að „talsverð hætta er á að aðilar sem eiga verulegar fjárhæðir í krónum […]muni leggja allt kapp á að […]koma fjármunum sínum úr landi um leið og færi gefst". Skýrt var þó tekið fram að höftin væru neyðarúrræði og í yfirlýsingu sagði að „þess er vænst að hömlur á fjármagnshreyfingar gildi í sem skemmstan tíma". Samkvæmt bráðabirgðaákvæði í lögunum áttu þau því að gilda til 30. nóvember 2010, eða í tvö ár. Sú tímasetning var valin vegna þess að þá átti samstarfi við Alþjóðagjaldeyrissjóðinn (AGS) að ljúka. Árið 2010, þegar ljóst var að lengja þyrfti í samstarfinu, voru höftin framlengd samhliða fram í ágústlok 2011. Í mars 2011, fimm mánuðum áður en samstarfinu lauk, samþykkti ríkisstjórnin hins vegar áætlun um losun gjaldeyrishafta. Í tilkynningu sagði að „áætlunin er ekki tímasett heldur ræðst framvindan af þróun efnahagslegra skilyrða og árangri af einstökum aðgerðum". Tveimur mánuðum síðar lagði sama ríkisstjórn fram frumvarp þess efnis að höftin ættu að gilda til ársloka 2015. Sjálfstæðismenn sögðu frumvarpið vera ein alvarlegustu hagstjórnarmistök í gjörvallri Íslandssögunni. Með lögfestingu þess væri verið að setja á hörðustu og stífustu höft sem sést hefðu síðan Austur-Þýskaland leið undir lok. Framsóknarflokkurinn sagði að áframhaldandi höft myndu standa í vegi fyrir mikilvægum erlendum fjárfestingum. Að endingu var lögð fram breytingartillaga, daginn áður en lögin voru afgreidd, sem stytti gildistíma haftanna til ársloka 2013. Fyrir þeirri dagsetningu var engin sérstök ástæða. Hún virðist hreinlega hafa verið út í loftið. Fréttablaðið greindi síðan frá því skömmu fyrir síðustu jól að sátt hefði náðst innan þverpólitískrar nefndar um að gjaldeyrishöftin yrðu ótímabundin og að afnám þeirra yrði háð efnahagslegum skilyrðum. Formenn allra stjórnmálaflokka hafa tekið undir þennan skilning og frumvarp þess efnis verður lagt fram á því þingi sem hefst eftir helgi. Allan þennan tíma hefur legið fyrir að hér væri allt stappfullt af aflandskrónum, kvikum krónum í eigu erlendra aðila, sem vildu losna út úr íslensku hagkerfi. Umfang þeirra er nú um 400 milljarðar króna. Það hefur líka legið fyrir að það þyrfti að greiða eigendum krafna á gömlu bankana út á einhverjum tímapunkti. Kvikar krónur í eigu þrotabúa þeirra eru nú um 211 milljarðar króna og eignarhlutur þeirra í Íslandsbanka og Arion banka er metinn á um 221 milljarð króna. Samtals er því aflandskrónustabbinn meiri en 830 milljarðar króna. Þá eru ótaldir þeir 1.500 milljarðar sem Íslendingar eiga í ýmiss konar innlánum sem ugglaust myndu að hluta leita annað við lyftingu hafta. Í ljósi þessa er erfitt að átta sig á því hvað stjórnvöldum, og stjórnarandstöðu, hefur gengið til með síbreytilegri afstöðu sinni gagnvart höftunum. Eina vikuna eiga þau að vera tímabundin, þá næstu háð efnahagslegum skilyrðum og í þeirri þriðju háð upptöku nýrrar peningamálastefnu, sem er ekki til. Og svo er hringekjan endurtekin. Fyrir þjóð með það bak við eyrað að síðasta haftatímabil stóð í yfir 60 ár er þetta stefnu- og, að því er virðist, þekkingarleysi ekki mjög uppörvandi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þórður Snær Júlíusson Mest lesið Að kjósa með nútíma hugsunarhætti Ragnhildur Katla Jónsdóttir Skoðun Íslenskufræðingurinn Sigmundur Davíð Hákon Darri Egilsson Skoðun „Við andlát manns lýkur skattskyldu hans“ Þórður Gunnarsson Skoðun Það er verið að ljúga að okkur Hildur Þórðardóttir Skoðun Dýrkeyptur aðgangur Stella Guðmundsdóttir Skoðun Aðgangur bannaður Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir Skoðun Hvers vegna hefur frammistöðu íslenskra nemenda í PISA farið hrakandi? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun Hægt og hljótt Dofri Hermannsson Skoðun Hvað er vandamálið? Alexandra Briem Skoðun Samfélag á krossgötum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir Skoðun
Þegar samþykkt var að setja á gjaldeyrishöft á Íslandi í lok nóvember 2008 var því sýndur skilningur. Krónan hafði enda hrapað í verði samhliða bankahruninu. Í frumvarpi með lögunum kom fram að „talsverð hætta er á að aðilar sem eiga verulegar fjárhæðir í krónum […]muni leggja allt kapp á að […]koma fjármunum sínum úr landi um leið og færi gefst". Skýrt var þó tekið fram að höftin væru neyðarúrræði og í yfirlýsingu sagði að „þess er vænst að hömlur á fjármagnshreyfingar gildi í sem skemmstan tíma". Samkvæmt bráðabirgðaákvæði í lögunum áttu þau því að gilda til 30. nóvember 2010, eða í tvö ár. Sú tímasetning var valin vegna þess að þá átti samstarfi við Alþjóðagjaldeyrissjóðinn (AGS) að ljúka. Árið 2010, þegar ljóst var að lengja þyrfti í samstarfinu, voru höftin framlengd samhliða fram í ágústlok 2011. Í mars 2011, fimm mánuðum áður en samstarfinu lauk, samþykkti ríkisstjórnin hins vegar áætlun um losun gjaldeyrishafta. Í tilkynningu sagði að „áætlunin er ekki tímasett heldur ræðst framvindan af þróun efnahagslegra skilyrða og árangri af einstökum aðgerðum". Tveimur mánuðum síðar lagði sama ríkisstjórn fram frumvarp þess efnis að höftin ættu að gilda til ársloka 2015. Sjálfstæðismenn sögðu frumvarpið vera ein alvarlegustu hagstjórnarmistök í gjörvallri Íslandssögunni. Með lögfestingu þess væri verið að setja á hörðustu og stífustu höft sem sést hefðu síðan Austur-Þýskaland leið undir lok. Framsóknarflokkurinn sagði að áframhaldandi höft myndu standa í vegi fyrir mikilvægum erlendum fjárfestingum. Að endingu var lögð fram breytingartillaga, daginn áður en lögin voru afgreidd, sem stytti gildistíma haftanna til ársloka 2013. Fyrir þeirri dagsetningu var engin sérstök ástæða. Hún virðist hreinlega hafa verið út í loftið. Fréttablaðið greindi síðan frá því skömmu fyrir síðustu jól að sátt hefði náðst innan þverpólitískrar nefndar um að gjaldeyrishöftin yrðu ótímabundin og að afnám þeirra yrði háð efnahagslegum skilyrðum. Formenn allra stjórnmálaflokka hafa tekið undir þennan skilning og frumvarp þess efnis verður lagt fram á því þingi sem hefst eftir helgi. Allan þennan tíma hefur legið fyrir að hér væri allt stappfullt af aflandskrónum, kvikum krónum í eigu erlendra aðila, sem vildu losna út úr íslensku hagkerfi. Umfang þeirra er nú um 400 milljarðar króna. Það hefur líka legið fyrir að það þyrfti að greiða eigendum krafna á gömlu bankana út á einhverjum tímapunkti. Kvikar krónur í eigu þrotabúa þeirra eru nú um 211 milljarðar króna og eignarhlutur þeirra í Íslandsbanka og Arion banka er metinn á um 221 milljarð króna. Samtals er því aflandskrónustabbinn meiri en 830 milljarðar króna. Þá eru ótaldir þeir 1.500 milljarðar sem Íslendingar eiga í ýmiss konar innlánum sem ugglaust myndu að hluta leita annað við lyftingu hafta. Í ljósi þessa er erfitt að átta sig á því hvað stjórnvöldum, og stjórnarandstöðu, hefur gengið til með síbreytilegri afstöðu sinni gagnvart höftunum. Eina vikuna eiga þau að vera tímabundin, þá næstu háð efnahagslegum skilyrðum og í þeirri þriðju háð upptöku nýrrar peningamálastefnu, sem er ekki til. Og svo er hringekjan endurtekin. Fyrir þjóð með það bak við eyrað að síðasta haftatímabil stóð í yfir 60 ár er þetta stefnu- og, að því er virðist, þekkingarleysi ekki mjög uppörvandi.
Hvers vegna hefur frammistöðu íslenskra nemenda í PISA farið hrakandi? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun
Hvers vegna hefur frammistöðu íslenskra nemenda í PISA farið hrakandi? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun