Endurnýja þarf stjórnsýsluna Haukur Arnþórsson skrifar 10. janúar 2013 06:00 Í nýútkomnu hausthefti veftímaritsins Stjórnmál og stjórnsýsla birtist samantekt greinarhöfundar og Ómars H. Kristmundssonar prófessors á alþjóðlegum rannsóknarniðurstöðum um stöðu rafrænnar stjórnsýslu íslenska ríkisins (sjá www.stjornmalogstjornsysla.is). Gögnin sýna að forsendur hennar (menntun, fjarskipti o.fl.) mælast mjög ákjósanlegar eða svipaðar og hjá hinum norrænu ríkjunum og almenningur notar netið meira en aðrir og hefur óskað eftir aukinni rafrænni þjónustu um árabil. Þá nýta Íslendingar sér félagsmiðla meira en aðrar þjóðir og virðast reiðubúnir til þess að taka þátt í gagnvirkum samskiptum við yfirvöld um eigin málefni og málefni samfélagsins. Að þessu leyti er staðan afar góð og Ísland gæti tekið sér leiðandi stöðu á heimsvísu. Staða rafrænnar stjórnsýslu Hins vegar sýna gögnin að rafræn stjórnsýsla ríkisins er á heildina litið ófullburða og á þróunarstigi sem hefði þótt gott um síðustu aldamót. Hún er verulega styttra komin en hjá hinum norrænu þjóðunum, í öftustu röð meðal Evrópuríkja og jafnvel aftarlega í ríkjahópi Sameinuðu þjóðanna yfirleitt. Þetta á bæði við um stöðu og umfang einstakra þjónustuþátta og þróunarstig þjónustunnar, sem mælir einkum samþættingu og samráð við almenning. Ójafnvægið milli framboðs á rafrænni stjórnsýslu og eftirspurnar almennings á sér ekki hliðstæðu meðal aðildarríkja Sameinuðu þjóðanna, sjá mynd 1. Annars staðar á Norðurlöndunum er ákveðið samræmi milli reiknaðra mælistærða í því efni þannig að framboðið er ávallt heldur meira en eftirspurnin og hjá áhugasömum ríkisstjórnum, svo sem í Bandaríkjunum og Bretlandi, er framboðið umtalsvert meira en eftirspurnin. Samþætting upplýsinga og þjónustu Ríkið hefur ekki samþætt upplýsingar og þjónustu og því smádregist aftur úr nágrannaþjóðunum (sjá mynd 2). Það er gert með myndun nýrra skipulagseininga og -forma, aukinni miðstýringu og stöðlun. Því sækir það sér ekki alla mögulega hagkvæmni t.d. með því að hindra tvítekningar opinberra skráningaratriða. Dreifð uppbygging upplýsingakerfa ríkisins getur ekki veitt því sjálfu, atvinnulífinu eða almenningi þær samþættu upplýsingar og þjónustu sem hann þarf á að halda og á rétt á í lýðræðislegu nútímasamfélagi. Þá þarf samþættingu til þess að mynda nýjar upplýsingar um stöðu málefna ríkisins, sem m.a. gætu veitt heildarsýn. Samþætt þjónusta á að auka hagkvæmni allra aðila og meðal annars styrkja samkeppnishæfni atvinnulífsins, en þá verða erindi leyst á einum stað á ríkisvef, enda þótt þau varði afgreiðslu margra stofnana og ólíkra stjórnsýslustiga. Það segir sig sjálft að til þess að svo verði þurfa afgreiðsluferli hins opinbera að breytast mikið, þau munu skarast og samráð og samvinnu þarf við úrlausn erinda. Samþættingin skorar smákóngakerfi hins opinbera á hólm. Samráð við almenning Rafræn stjórnsýsla er slökust á sviði samráðs við almenning um sameiginleg málefni. Hún mælist svipuð og hjá sumum Afríkuríkjum. Þá er mælt hvort upplýst er um hvaða mál eru í undirbúningi og vinnslu og hvort gögn um þau eru aðgengileg á þægilegan hátt, hversu samráð við almenning og hagsmunaaðila er þróað á netinu og hvernig aðkoma þeirra er að ákvarðanatöku. Þessar mælingar eru gerðar á vefjum ríkisstjórna – og staðan hér á landi hefur verið ljós um árabil. En það er eins og ríkisstjórnir og Stjórnarráðið telji sig ekki hafa lýðræðislegu hlutverki að gegna. Víðast erlendis leiðir framkvæmdavaldið þróun stjórnmálanna og breytts lýðræðis á netinu og forsetar eða forsætisráðherrar taka sér forystuhlutverk á félagsmiðlum (Obama) eða tala netið niður til þess að draga úr hættum þess (Stoltenberg). Þessi þróun kallar á lýðræðislega starfshætti ráðuneyta, sem ásamt öðru er kallað nútímavæðing þeirra og gerir verulega breyttar kröfur til starfsemi þeirra. Önnur atriði Mörg stjórnsýsluverkefni eru mjög stutt komin, t.d. rafræn fjársýsla, og önnur eru veitt í ófullnægjandi umfangi, en þá verða erindi ekki rækt til enda á netinu. Því eru stofnanir enn háðar staðbundinni þjónustu og langt er í land með að starfsfólk geti starfað hvar sem er, að þær leggi ekki öllu starfsfólki til vinnuaðstöðu heldur reki (mynd)fundaaðstöðu og gestabása fyrir starfsfólk og að stofnanir nýti ódýrara húsnæði. Þessi staða hefur margháttuð neikvæð áhrif á hagkvæmi og eykur t.d. umferð. Það má óttast að opnun opinberra gagna sé verulega ábótavant. Þau skapa ný sóknarfæri fyrir sprotafyrirtæki og nýsköpun – og er tímabært að gögn stóru málaflokka ríkisins (heilbrigðiskerfisins, Fjársýslunnar o.fl.) verði opnuð út á netið án persónugreinanlegra upplýsinga sem fyrst, vegna atvinnuuppbyggingar. Lokaorð Vegna vaxandi krafna almennings um upplýsingaaðgengi og aðkomu að ákvarðanatöku getur staða rafrænnar stjórnsýslu ýtt undir tortryggni hans gagnvart stjórnvöldum. Það virðist aðkallandi að ríkið skoði sem fyrst hvað hefur farið úrskeiðis í notkun þess á upplýsingatækni, geri viðeigandi ráðstafanir og leiti þannig eftir að ná sáttum við netsamfélagið. Það væri líka í fullu samræmi við stefnu og gerðir ríkisstjórna nágrannaríkjanna. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Haukur Arnþórsson Mest lesið Bob Marley og íslenskar kosningar Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum Fida Abu Libdeh Skoðun Kjaftæði Elliði Vignisson Skoðun Vitsmunaleg vanstilling í boði ungra Sjálfstæðiskvenna Erna Mist Skoðun Falleinkunn fyrrum forseta Vilhjálmur Þorsteinsson,Viktor Orri Valgarðsson Skoðun Fólk eða fífl? Anna Gunndís Guðmundsdóttir Skoðun Vill íslenska þjóðin halda í einmenninguna? Matthildur Björnsdóttir Skoðun Ólögleg meðvirkni lækna Teitur Ari Theodórsson Skoðun Verklausi milljónakennarinn Þórunn Sveinbjarnardóttir Skoðun Afleiðingar verkfallsaðgerða á minnstu börnin - krafa um svör Jóhanna Dröfn Stefánsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Vill íslenska þjóðin halda í einmenninguna? Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Inngilding eða „aðskilnaður“? Jasmina Vajzović Crnac skrifar Skoðun Vonin má aldrei deyja Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum Fida Abu Libdeh skrifar Skoðun Um áhrif niðurskurðar á fjárlögum 2025 til kvikmyndagerðar og lista Steingrímur Dúi Másson skrifar Skoðun Bob Marley og íslenskar kosningar Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar Skoðun Fólk eða fífl? Anna Gunndís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Eru til lausnir við mönnunarvanda heilsugæslunnar? Gunnlaugur Már Briem skrifar Skoðun Er eitthvað mál að handtaka börn? Elsa Bára Traustadóttir skrifar Skoðun Er ferðaþjónusta útlendingavandamál? Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Íslenska kerfið framleiðir afbrotamenn Ágústa Ágústsdóttir skrifar Skoðun Ekki fokka þessu upp! Gunnar Dan Wiium skrifar Skoðun Kosningaloforð og hvað svo? Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Fólk, fjárfestingar og framfarir Baldur Thorlacius skrifar Skoðun Húsnæðis- og skipulagsmál Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Falleinkunn fyrrum forseta Vilhjálmur Þorsteinsson,Viktor Orri Valgarðsson skrifar Skoðun Séreignarsparnaður nauðsynlegur valkostur til að létta greiðslubyrði Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Skattlögð þegar við þénum, eigum og eyðum Aron H. Steinsson skrifar Skoðun Kjaftæði Elliði Vignisson skrifar Skoðun Vitsmunaleg vanstilling í boði ungra Sjálfstæðiskvenna Erna Mist skrifar Skoðun Lítið gert úr áhyggjum íbúa Ölfuss og annarra landsmanna Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Kyrrstöðuna verður að rjúfa! Lausn fyrir verðandi innviðaráðherra Sigþór Sigurðsson skrifar Skoðun Íslenskan og menningararfurinn Sólveig Dagmar Þórisdóttir skrifar Skoðun Mannúðlegri úrræði Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Læknar á landsbyggðinni Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Íslensk verðtrygging á mannamáli! Elín Íris Fanndal Jónasdóttir skrifar Skoðun Varðhundar kerfisins Lára Herborg Ólafsdóttir skrifar Skoðun Mótum stefnu um iðn- og tæknimenntun á Íslandi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Stýrir gervigreind málflutningi stjórnmálamanna og semur stefnur stjórnmálaflokkanna? Tómas Ellert Tómasson skrifar Skoðun Kolkrabbinn og fjármálafjötrar Íslands Ágústa Árnadóttir skrifar Sjá meira
Í nýútkomnu hausthefti veftímaritsins Stjórnmál og stjórnsýsla birtist samantekt greinarhöfundar og Ómars H. Kristmundssonar prófessors á alþjóðlegum rannsóknarniðurstöðum um stöðu rafrænnar stjórnsýslu íslenska ríkisins (sjá www.stjornmalogstjornsysla.is). Gögnin sýna að forsendur hennar (menntun, fjarskipti o.fl.) mælast mjög ákjósanlegar eða svipaðar og hjá hinum norrænu ríkjunum og almenningur notar netið meira en aðrir og hefur óskað eftir aukinni rafrænni þjónustu um árabil. Þá nýta Íslendingar sér félagsmiðla meira en aðrar þjóðir og virðast reiðubúnir til þess að taka þátt í gagnvirkum samskiptum við yfirvöld um eigin málefni og málefni samfélagsins. Að þessu leyti er staðan afar góð og Ísland gæti tekið sér leiðandi stöðu á heimsvísu. Staða rafrænnar stjórnsýslu Hins vegar sýna gögnin að rafræn stjórnsýsla ríkisins er á heildina litið ófullburða og á þróunarstigi sem hefði þótt gott um síðustu aldamót. Hún er verulega styttra komin en hjá hinum norrænu þjóðunum, í öftustu röð meðal Evrópuríkja og jafnvel aftarlega í ríkjahópi Sameinuðu þjóðanna yfirleitt. Þetta á bæði við um stöðu og umfang einstakra þjónustuþátta og þróunarstig þjónustunnar, sem mælir einkum samþættingu og samráð við almenning. Ójafnvægið milli framboðs á rafrænni stjórnsýslu og eftirspurnar almennings á sér ekki hliðstæðu meðal aðildarríkja Sameinuðu þjóðanna, sjá mynd 1. Annars staðar á Norðurlöndunum er ákveðið samræmi milli reiknaðra mælistærða í því efni þannig að framboðið er ávallt heldur meira en eftirspurnin og hjá áhugasömum ríkisstjórnum, svo sem í Bandaríkjunum og Bretlandi, er framboðið umtalsvert meira en eftirspurnin. Samþætting upplýsinga og þjónustu Ríkið hefur ekki samþætt upplýsingar og þjónustu og því smádregist aftur úr nágrannaþjóðunum (sjá mynd 2). Það er gert með myndun nýrra skipulagseininga og -forma, aukinni miðstýringu og stöðlun. Því sækir það sér ekki alla mögulega hagkvæmni t.d. með því að hindra tvítekningar opinberra skráningaratriða. Dreifð uppbygging upplýsingakerfa ríkisins getur ekki veitt því sjálfu, atvinnulífinu eða almenningi þær samþættu upplýsingar og þjónustu sem hann þarf á að halda og á rétt á í lýðræðislegu nútímasamfélagi. Þá þarf samþættingu til þess að mynda nýjar upplýsingar um stöðu málefna ríkisins, sem m.a. gætu veitt heildarsýn. Samþætt þjónusta á að auka hagkvæmni allra aðila og meðal annars styrkja samkeppnishæfni atvinnulífsins, en þá verða erindi leyst á einum stað á ríkisvef, enda þótt þau varði afgreiðslu margra stofnana og ólíkra stjórnsýslustiga. Það segir sig sjálft að til þess að svo verði þurfa afgreiðsluferli hins opinbera að breytast mikið, þau munu skarast og samráð og samvinnu þarf við úrlausn erinda. Samþættingin skorar smákóngakerfi hins opinbera á hólm. Samráð við almenning Rafræn stjórnsýsla er slökust á sviði samráðs við almenning um sameiginleg málefni. Hún mælist svipuð og hjá sumum Afríkuríkjum. Þá er mælt hvort upplýst er um hvaða mál eru í undirbúningi og vinnslu og hvort gögn um þau eru aðgengileg á þægilegan hátt, hversu samráð við almenning og hagsmunaaðila er þróað á netinu og hvernig aðkoma þeirra er að ákvarðanatöku. Þessar mælingar eru gerðar á vefjum ríkisstjórna – og staðan hér á landi hefur verið ljós um árabil. En það er eins og ríkisstjórnir og Stjórnarráðið telji sig ekki hafa lýðræðislegu hlutverki að gegna. Víðast erlendis leiðir framkvæmdavaldið þróun stjórnmálanna og breytts lýðræðis á netinu og forsetar eða forsætisráðherrar taka sér forystuhlutverk á félagsmiðlum (Obama) eða tala netið niður til þess að draga úr hættum þess (Stoltenberg). Þessi þróun kallar á lýðræðislega starfshætti ráðuneyta, sem ásamt öðru er kallað nútímavæðing þeirra og gerir verulega breyttar kröfur til starfsemi þeirra. Önnur atriði Mörg stjórnsýsluverkefni eru mjög stutt komin, t.d. rafræn fjársýsla, og önnur eru veitt í ófullnægjandi umfangi, en þá verða erindi ekki rækt til enda á netinu. Því eru stofnanir enn háðar staðbundinni þjónustu og langt er í land með að starfsfólk geti starfað hvar sem er, að þær leggi ekki öllu starfsfólki til vinnuaðstöðu heldur reki (mynd)fundaaðstöðu og gestabása fyrir starfsfólk og að stofnanir nýti ódýrara húsnæði. Þessi staða hefur margháttuð neikvæð áhrif á hagkvæmi og eykur t.d. umferð. Það má óttast að opnun opinberra gagna sé verulega ábótavant. Þau skapa ný sóknarfæri fyrir sprotafyrirtæki og nýsköpun – og er tímabært að gögn stóru málaflokka ríkisins (heilbrigðiskerfisins, Fjársýslunnar o.fl.) verði opnuð út á netið án persónugreinanlegra upplýsinga sem fyrst, vegna atvinnuuppbyggingar. Lokaorð Vegna vaxandi krafna almennings um upplýsingaaðgengi og aðkomu að ákvarðanatöku getur staða rafrænnar stjórnsýslu ýtt undir tortryggni hans gagnvart stjórnvöldum. Það virðist aðkallandi að ríkið skoði sem fyrst hvað hefur farið úrskeiðis í notkun þess á upplýsingatækni, geri viðeigandi ráðstafanir og leiti þannig eftir að ná sáttum við netsamfélagið. Það væri líka í fullu samræmi við stefnu og gerðir ríkisstjórna nágrannaríkjanna.
Skoðun Um áhrif niðurskurðar á fjárlögum 2025 til kvikmyndagerðar og lista Steingrímur Dúi Másson skrifar
Skoðun Séreignarsparnaður nauðsynlegur valkostur til að létta greiðslubyrði Kolbrún Halldórsdóttir skrifar
Skoðun Lítið gert úr áhyggjum íbúa Ölfuss og annarra landsmanna Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar
Skoðun Stýrir gervigreind málflutningi stjórnmálamanna og semur stefnur stjórnmálaflokkanna? Tómas Ellert Tómasson skrifar