Tíu vinsælustu íþróttamyndböndin á árinu 2013 Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 20. desember 2013 09:48 Titus setti boltann í körfuna með tilþrifum á árinu. Mynd/Skjáskot Íþróttaunnendur geta gleymt sér við að skoða skemmtileg myndbönd úr öllum áttum á YouTube. Búið er að taka saman þau tíu myndbönd á YouTube með íþróttatengingu sem fengu mest áhorf á árinu sem senn er á enda. Kennir þar ýmissa grasa en þar má meðal annars finna Harlem Shake, ótrúleg körfuboltaskot tveggja ára snillings og líklega versta hafnaboltakast sögunnar úr smiðju poppstjörnu. Myndböndin tíu má sjá hér að neðan og talið er niður úr 10. sæti og til þess fyrsta. Miami Heat í NBA-deildinni á heiðurinn að þeim tveimur myndböndum sem fengið hafa mest áhorf.10. Leikmenn Minnesota Timberwolves í NBA-deildinni buðu upp á Harlem Shake.9. Jack Hoffman, sjö ára drengur sem greindist með krabbamein, skoraði snertimark með liði Nebraska í æfingaleik síðastliðið vor.8. Joe Hart fór á kostum með liði Manchester City í Harlem Shake.7. Lúðrasveitin í ríkisháskólanum í Ohio fór á kostum í hálfleikssýningu sinni á árinu. Liðið hjólaði í Thriller með Michael Jacksson og óhætt að segja að um mikið sjónarspil hafi verið að ræða auk flottrar tónlistar.6. Poppstjarnan Carly Rae Jepsen sýndi að hún kann ekki að kasta bolta. Yfir níu milljónir hafa horft á myndbandið af kastinu misheppnaða.5. Suður-kóreska fimleikastúlka stóð sig öllu betur en Jepsen þegar hún kastaði fyrsta boltanum í hafnaboltaleik. Tilþrifin í aðdraganda kastsins voru mögnuð.4. Hinn tveggja ára gamli Titus sýndi að margur er knár þótt hann sé smár. Einhver lið í NBA eru vafalítið byrjuð að fylgjast með kappanum.3. Kelly McGarry sýndi frábær tilþrif á fjallahjólinu í gljúfri í Bandaríkjunum. Hann lauk ótrúlegri ferð með risastökki.2. Stuðningsmaður Miami Heat setti niður miðjuskot í hálfleik og vann sér inn 75 þúsund dali eða um tíu milljónir króna. LeBron James fagnaði meira en stuðningsmaðurinn ónefndi.1. Besta Harlem Shake ársins og vinsælasta íþróttamyndbandið kemur frá NBA-meisturunum frá Miami. Horft hefur verið á myndbandið 47 milljón sinnum. Fréttir ársins 2013 Íþróttir Mest lesið Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Sport Látnir æfa á jóladag Enski boltinn Rashford á lausu yfir jólin Fótbolti Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu Enski boltinn „Allt er svo erfitt“ Enski boltinn Beint af HM á sjúkrahús vegna sjaldgæfs taugasjúkdóms Sport Óvænt úrslit á HM í pílu í kvöld Sport Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark Fótbolti Gísli fyrr heim í frí eftir árásina í Magdeburg Handbolti Mætir á leik í fyrsta sinn eftir að hjartað stoppaði Fótbolti Fleiri fréttir Gísli fyrr heim í frí eftir árásina í Magdeburg Héldu í hefðina og köstuðu þúsundum bangsa inn á völlinn Sagði frá eigin lyfjamisnotkun og er kominn í bann Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu „Allt er svo erfitt“ Látnir æfa á jóladag Beint af HM á sjúkrahús vegna sjaldgæfs taugasjúkdóms Mætir á leik í fyrsta sinn eftir að hjartað stoppaði Logi frá FH til Króatíu Rashford á lausu yfir jólin Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Dagskráin í dag: Það er pílan Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark Óvænt úrslit á HM í pílu í kvöld Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Wagner með slitið krossband og úr leik út tímabilið „Við vorum taugaóstyrkir“ Salah sló þrjú met í dag Cullen stormaði út af blaðamannafundi White og Littler mætast í 16-manna úrslitum Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Útsalah á mörkum í Lundúnum Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Martin og félagar burstuðu botnslaginn Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Öruggt hjá Real Madrid gegn Sevilla Fimm töp í röð hjá Elvari og félögum Viktor Gísli góður þegar Wisla Plock fór á toppinn Negla Elínar Klöru eitt af flottustu mörkum EM Sjá meira
Íþróttaunnendur geta gleymt sér við að skoða skemmtileg myndbönd úr öllum áttum á YouTube. Búið er að taka saman þau tíu myndbönd á YouTube með íþróttatengingu sem fengu mest áhorf á árinu sem senn er á enda. Kennir þar ýmissa grasa en þar má meðal annars finna Harlem Shake, ótrúleg körfuboltaskot tveggja ára snillings og líklega versta hafnaboltakast sögunnar úr smiðju poppstjörnu. Myndböndin tíu má sjá hér að neðan og talið er niður úr 10. sæti og til þess fyrsta. Miami Heat í NBA-deildinni á heiðurinn að þeim tveimur myndböndum sem fengið hafa mest áhorf.10. Leikmenn Minnesota Timberwolves í NBA-deildinni buðu upp á Harlem Shake.9. Jack Hoffman, sjö ára drengur sem greindist með krabbamein, skoraði snertimark með liði Nebraska í æfingaleik síðastliðið vor.8. Joe Hart fór á kostum með liði Manchester City í Harlem Shake.7. Lúðrasveitin í ríkisháskólanum í Ohio fór á kostum í hálfleikssýningu sinni á árinu. Liðið hjólaði í Thriller með Michael Jacksson og óhætt að segja að um mikið sjónarspil hafi verið að ræða auk flottrar tónlistar.6. Poppstjarnan Carly Rae Jepsen sýndi að hún kann ekki að kasta bolta. Yfir níu milljónir hafa horft á myndbandið af kastinu misheppnaða.5. Suður-kóreska fimleikastúlka stóð sig öllu betur en Jepsen þegar hún kastaði fyrsta boltanum í hafnaboltaleik. Tilþrifin í aðdraganda kastsins voru mögnuð.4. Hinn tveggja ára gamli Titus sýndi að margur er knár þótt hann sé smár. Einhver lið í NBA eru vafalítið byrjuð að fylgjast með kappanum.3. Kelly McGarry sýndi frábær tilþrif á fjallahjólinu í gljúfri í Bandaríkjunum. Hann lauk ótrúlegri ferð með risastökki.2. Stuðningsmaður Miami Heat setti niður miðjuskot í hálfleik og vann sér inn 75 þúsund dali eða um tíu milljónir króna. LeBron James fagnaði meira en stuðningsmaðurinn ónefndi.1. Besta Harlem Shake ársins og vinsælasta íþróttamyndbandið kemur frá NBA-meisturunum frá Miami. Horft hefur verið á myndbandið 47 milljón sinnum.
Fréttir ársins 2013 Íþróttir Mest lesið Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Sport Látnir æfa á jóladag Enski boltinn Rashford á lausu yfir jólin Fótbolti Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu Enski boltinn „Allt er svo erfitt“ Enski boltinn Beint af HM á sjúkrahús vegna sjaldgæfs taugasjúkdóms Sport Óvænt úrslit á HM í pílu í kvöld Sport Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark Fótbolti Gísli fyrr heim í frí eftir árásina í Magdeburg Handbolti Mætir á leik í fyrsta sinn eftir að hjartað stoppaði Fótbolti Fleiri fréttir Gísli fyrr heim í frí eftir árásina í Magdeburg Héldu í hefðina og köstuðu þúsundum bangsa inn á völlinn Sagði frá eigin lyfjamisnotkun og er kominn í bann Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu „Allt er svo erfitt“ Látnir æfa á jóladag Beint af HM á sjúkrahús vegna sjaldgæfs taugasjúkdóms Mætir á leik í fyrsta sinn eftir að hjartað stoppaði Logi frá FH til Króatíu Rashford á lausu yfir jólin Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Dagskráin í dag: Það er pílan Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark Óvænt úrslit á HM í pílu í kvöld Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Wagner með slitið krossband og úr leik út tímabilið „Við vorum taugaóstyrkir“ Salah sló þrjú met í dag Cullen stormaði út af blaðamannafundi White og Littler mætast í 16-manna úrslitum Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Útsalah á mörkum í Lundúnum Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Martin og félagar burstuðu botnslaginn Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Öruggt hjá Real Madrid gegn Sevilla Fimm töp í röð hjá Elvari og félögum Viktor Gísli góður þegar Wisla Plock fór á toppinn Negla Elínar Klöru eitt af flottustu mörkum EM Sjá meira