Sport

Romo úr leik hjá Dallas

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Tony Romo í leik með Dallas.
Tony Romo í leik með Dallas. Nordic Photos / Getty Images
Tony Romo, leikstjórnandi Dallas Cowboys í NFL-deildinni, missir af mikilvægasta leik síns liðs á tímabilinu.

Romo er meiddur í baki og spilar ekki meira í ár. Aðeins ein umferð er eftir af deildakeppninni en Dallas spilar hreinan úrslitaleik gegn Philadelphia Eagles um helgina um sigur í austurriðli NFC-deildarinnar og þar með sæti í úrslitakeppninni.

Romo meiddist í leik Dallas gegn Washington um helgina en náði að klára leikinn og tryggja sínum mönnum nauman sigur, 24-23. Fréttir kvöldsins komu því talsvert á óvart.

Kyle Orton mun leysa Dallas af hólmi og fær því það hlutverk að koma liðinu í úrslitakeppnina þetta árið.

Þar að auki fengust þær fréttir staðfestar í dag að Sean Lee, besti varnarmaður Dallas, er að glíma við meiðsli í hálsi og spilar ekki heldur meira í ár. Lee er einn allra besti leikmaður deildarinnar í sinni stöðu og missirinn mikill fyrir Dallas.

Philadelphia er með eitt allra besta sóknarlið NFL-deildarinnar um þessar mundir en í nótt fór liðið illa með Chicago Bears, 54-11.

NFL



Fleiri fréttir

Sjá meira


×