Sport

Vala Rún skautakona ársins

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Vala Rún B. Magnúsdóttir.
Vala Rún B. Magnúsdóttir. Mynd/Skautasamband Íslands
Vala Rún B. Magnúsdóttir hefur verið valin skautakona ársins. Þetta er annað árið í röð sem Vala hlýtur viðurkenninguna.

Vala Rún keppir í listhlaupi á skautum fyrir hönd Skautafélags Reykjavíkur og  er á sínu öðru ári í unglingaflokki A (Junior). Á árinu og náði hún besta árangri sem íslenskur keppandi hefur náð í Junior keppnisflokki á Norðurlandamóti er hún lenti í 14. sæti.

Vala Rún er bæði bikar- og Íslandsmeistari eftir að hafa unnið öll listhlaupamót á haustönn ársins. Hún hafnaði í fyrsta sæti bæði á RIG 2013 í unglingaflokki A (Junior) og Vetrarmóti sambandsins í febrúar.

Hún keppti fyrir Íslands hönd á Coupe Du Printempts í Luxembourg í mars síðastliðnum og náði þar 17. sæti. Sömuleiðis keppti hún í annað skiptið á sínum ferli á Junior Grand Prix mótaröðinni og lenti í 25. sæti af 30 keppendum í Junior flokki.

Skautaíþróttin er ung að árum hér á landi en með glæsilegar fyrirmyndir eins og Völu Rún er framtíðin björt segir í tilkynningu frá Skautasambandinu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×