Umfjöllun, viðtöl og myndir: Afturelding - Fram 26-21 | Meistaralið Fram úr leik í bikarnum Anton Ingi Leifsson skrifar 10. desember 2013 10:43 Mynd/Daníel Afturelding verður í pottinum þegar dregið verður í 8-liða úrslit í Coca-Cola bikarnum, en þeir sigruðu Íslandsmeistara Fram 26-21. Frábær sigur hjá heimamönnum sem spiluðu fantagóðan varnarleik. Leikurinn byrjaði virkilega rólega og fyrsta markið kom ekki fyrr en eftir fimm mínútna leik, en þar var að verki Sveinn Þorgeirsson fyrir gestina. Ekki var mikið skorað og varnirnar báðar virkilega sterkar, en staðan eftir stundarfjórðung var 4-4. Framarar breyttu stöðunni úr 5-4 í 5-8, en þá vöknuðu heimamenn aftur við sér og skoruðu tvö mörk í röð. Þá tók Guðlaugur Arnarsson leikhlé, en leikurinn var áfram hnífjafn þó gestirnir hafi ávallt verið skrefi á undan. Staðan í hálfleik 10-9 fyrir Íslandsmeisturunum. Kristinn Bjarkason var fremstur meðal jafninga hjá heimamönnum í fyrri hálfleik og skoraði fjögur mörk. Davíð Svansson varði vel í markinu og var um 40% markvörslu. Markaskorunin dreifðist vel hjá gestunum, en Valtýr Már lokaði markinu einnig vel í fyrri hálfleik. Síðari hálfleikurinn byrjaði eins og sá fyrri. Sterkar varnir og gífurlega barátta. Þegar fjórar mínútur voru búnar af síðari hálfleik var staðan 11-11, en þá hrukku heimamenn í svakalegan gír og skoruðu næstu þrjú mörk og staðan skyndilega orðin 14-11 fyrir Aftureldingu. Áfram hélt Aftureldingar vélin að malla og heimamenn leiddu með fjórum mörkum, 20-15, þegar tíu mínútur voru til leiksloka. Gestirnir gerðu allt hvað þeir gátu á síðustu mínútunum til að jafna metin, en náðu því ekki og lokatölur urðu bara nokkuð öruggur fimm marka sigur heimamanna, 26-21. Sterkur varnarleikur var lykillinn að frábærum sigri heimamanna. Liðið spilaði fantagóða vörn og að halda Framliðinu í einungis 21 marki er frábært. Kristinn Bjarkason var markahæstur heimamanna, en hann átti góðan leik í horninu og skoraði sjö mörk. Bróðir hans, Örn Ingi Bjarkason og Böðvar Páll Ásgeirsson komu næstir með fimm mörk. Davíð Svansson varði tólf skot í markinu. Í liði Fram var Elías Bóasson langatkvæðamestur, en hann skoraði sjö mörk úr átta skotum og átti flottan leik. Valtýr Már stóð í markinu í um fjörutíu mínútur og varði 6 bolta, en Stephen Nielsen kom svo í markið og varði einnig sex bolta.Mynd/DaníelStefán Baldvin: Skil ekki afhverju hann er ekki spilaður í janúar „Ég vill bara byrja á að óska Aftureldingu til hamingju með sigurinn og að vera komnir áfram. Þeir voru flottir og eru með fínt lið, en ég er ofsalega svekktur með sjálfan mig og allt liðið hvernig við mætum til leiks. Við vorum ekki tilbúnir í þetta verkefni," voru fyrstu viðbrögð Stefáns Baldvins Stéfanssonar, fyrirliða Fram, við Vísi eftir leik. „Þjálfarinn talaði um að við vorum ekki tilbúnir að fórna okkur í verkefnið. Það er hárrétt. Við vissum að þeir væru með gott lið, yfirburðarlið í fyrstu deildinni og að bikarkeppnin væri þeirra gulrót þetta árið." Fram var þó yfir í hálfleik og hefur nú Fram glutrað niður tveim leikjum í síðari hálfleik í röð: ,,Seinni hálfleikurinn er búinn að fara illa með okkur undanfarið. Það er ekki það að við séum ekki í nógu góðu formi, heldur við förum bara inn í eitthverja skel og erum ragir." Deildarbikarinn er næst á dagskrá og er Stefán ósáttur með hvenær hann er spilaður: ,,Við förum í alla leiki til að vinna. Ég skil hins vegar ekki afhverju hann er ekki spilaður í janúar eins og í fyrra, þegar fólk er ekki í prófum eða áhorfendur í Smáralindinni. Að sjálfsögðu mætum við þangað til þess að vinna," sagði Stefán Baldvin við Vísi að lokum.Mynd/DaníelDavíð Svansson: Ætlum að toppa það sem Stjarnan gerði í fyrra„Þetta er eins og best verður á kosið. Þetta er það sem við stefnum að, við erum nátturlega í fyrstu deild og við ætlum að koma okkur aðeins á framfæri. Við þurfum að gera það í bikarnum og við gerðum það svo sannarlega," sagði Davíð við Vísi. „Þetta var frábær leikur. Fá sjónvarpsleik, eitt af toppliðunum í úrvalsdeildinni og bara taka þá í kennslustund ef svo mætti segja." „Hver og einn einstaklingur átti bara það góðan leik að þetta gat ekki farið illa. Það gekk allt upp hjá öllum, þá verður þetta svo einfalt. Næsta sending varð svo auðveld og þetta bara gekk stórvel." Það skipti varla máli hver var í hvaða stöðu hjá Aftureldingu, hann lagði sig allan fram í verkefnið og var Davíð þar sammála: ,,Það var alveg sama hver kom inná. Birkir(Benediktsson) kom hérna inná, hann er búinn að vera meiddur og hálftæpur, en hann bara hljóp á Framvörnina eins og það voru bara eitthverjir ánamaðkar þarna og jarðaði þá! Það var alveg frábært að sjá það." „Við vitum að það er hægt að fara alla leið. Eigum við ekki að segja að takmarkið er að toppa það sem Stjarnan gerði fyrra," sagði Davíð að lokum, en Stjarnan fór í úrslit - en tapaði þar gegn ÍR sem varð bikarmeistari. Íslenski handboltinn Mest lesið Sautján ára stelpa þénar hundruð milljóna í súrknattleik Sport Amorim hissa á fólkinu í kringum Rashford Fótbolti „Besti íþróttamaður Íslands gleymdist“ Sport Ólympíufari í snjóbrettafimi lést í snjóflóði Sport Rooney og Lampard mætast í fyrsta sinn sem þjálfarar Enski boltinn Dagskráin í dag: Íslandsmeistarar og stórleikur í NBA Sport Segir slæmt gengi City ekki Haaland að kenna Enski boltinn Ver jólunum í faðmi fjölskyldunnar og vonast eftir lóðasetti Fótbolti Viggó færir sig um set á nýju ári Handbolti Orðinn pirraður á að ná ekki að bæta met og tíminn að renna út Sport Fleiri fréttir Viggó færir sig um set á nýju ári Stórsigur í toppslag og Melsungen með fjögurra stiga forystu Gísli fyrr heim í frí eftir árásina í Magdeburg Viktor Gísli góður þegar Wisla Plock fór á toppinn Negla Elínar Klöru eitt af flottustu mörkum EM Kolstad vann toppslaginn Dana áberandi í síðasta leik ársins Leik Gísla og félaga í Magdeburg frestað vegna árásarinnar Rosalegur hæðarmunur á liðsfélögum íslensku strákanna Lærisveinar Guðmundar fara í frí með góðan sigur að baki Arnór frá Gumma til Arnórs Ósáttir Harðarmenn stofnuðu kröfu í heimabanka dómara Staðfesta 10-0 sigur ÍBV gegn Haukum Íslendingaliðið heldur áfram í undanúrslit Lærisveinar Guðjóns Vals úr leik í bikarkeppninni „Jólin eru ekki alveg eins afslöppuð“ Þyrfti kraftaverk til að Ómar yrði með á HM Þetta eru strákarnir sem spila fyrir Ísland á HM Snorri kynnti HM-hóp Íslands Lofaði konunni að flytja ekki til Íslands Framarar slógu út bikarmeistarana Afturelding í bikarúrslitin Dana Björg næstmarkahæst í sigri í toppslag Þórir gæti orðið þjálfari ársins í tveimur löndum „Ég er bara búinn að vera að jafna mig“ Stelpurnar hans Þóris tryggðu sér tvær milljónir hver Kvaddi á sama tíma og Þórir en sagði liðsfélögunum ekki frá því Guðmundur Bragi og félagar verða með á bikarúrslitahelginni Stjörnumenn fyrstir í bikarúrslitin Lærisveinar Gumma Gumm úr leik í bikarnum Sjá meira
Afturelding verður í pottinum þegar dregið verður í 8-liða úrslit í Coca-Cola bikarnum, en þeir sigruðu Íslandsmeistara Fram 26-21. Frábær sigur hjá heimamönnum sem spiluðu fantagóðan varnarleik. Leikurinn byrjaði virkilega rólega og fyrsta markið kom ekki fyrr en eftir fimm mínútna leik, en þar var að verki Sveinn Þorgeirsson fyrir gestina. Ekki var mikið skorað og varnirnar báðar virkilega sterkar, en staðan eftir stundarfjórðung var 4-4. Framarar breyttu stöðunni úr 5-4 í 5-8, en þá vöknuðu heimamenn aftur við sér og skoruðu tvö mörk í röð. Þá tók Guðlaugur Arnarsson leikhlé, en leikurinn var áfram hnífjafn þó gestirnir hafi ávallt verið skrefi á undan. Staðan í hálfleik 10-9 fyrir Íslandsmeisturunum. Kristinn Bjarkason var fremstur meðal jafninga hjá heimamönnum í fyrri hálfleik og skoraði fjögur mörk. Davíð Svansson varði vel í markinu og var um 40% markvörslu. Markaskorunin dreifðist vel hjá gestunum, en Valtýr Már lokaði markinu einnig vel í fyrri hálfleik. Síðari hálfleikurinn byrjaði eins og sá fyrri. Sterkar varnir og gífurlega barátta. Þegar fjórar mínútur voru búnar af síðari hálfleik var staðan 11-11, en þá hrukku heimamenn í svakalegan gír og skoruðu næstu þrjú mörk og staðan skyndilega orðin 14-11 fyrir Aftureldingu. Áfram hélt Aftureldingar vélin að malla og heimamenn leiddu með fjórum mörkum, 20-15, þegar tíu mínútur voru til leiksloka. Gestirnir gerðu allt hvað þeir gátu á síðustu mínútunum til að jafna metin, en náðu því ekki og lokatölur urðu bara nokkuð öruggur fimm marka sigur heimamanna, 26-21. Sterkur varnarleikur var lykillinn að frábærum sigri heimamanna. Liðið spilaði fantagóða vörn og að halda Framliðinu í einungis 21 marki er frábært. Kristinn Bjarkason var markahæstur heimamanna, en hann átti góðan leik í horninu og skoraði sjö mörk. Bróðir hans, Örn Ingi Bjarkason og Böðvar Páll Ásgeirsson komu næstir með fimm mörk. Davíð Svansson varði tólf skot í markinu. Í liði Fram var Elías Bóasson langatkvæðamestur, en hann skoraði sjö mörk úr átta skotum og átti flottan leik. Valtýr Már stóð í markinu í um fjörutíu mínútur og varði 6 bolta, en Stephen Nielsen kom svo í markið og varði einnig sex bolta.Mynd/DaníelStefán Baldvin: Skil ekki afhverju hann er ekki spilaður í janúar „Ég vill bara byrja á að óska Aftureldingu til hamingju með sigurinn og að vera komnir áfram. Þeir voru flottir og eru með fínt lið, en ég er ofsalega svekktur með sjálfan mig og allt liðið hvernig við mætum til leiks. Við vorum ekki tilbúnir í þetta verkefni," voru fyrstu viðbrögð Stefáns Baldvins Stéfanssonar, fyrirliða Fram, við Vísi eftir leik. „Þjálfarinn talaði um að við vorum ekki tilbúnir að fórna okkur í verkefnið. Það er hárrétt. Við vissum að þeir væru með gott lið, yfirburðarlið í fyrstu deildinni og að bikarkeppnin væri þeirra gulrót þetta árið." Fram var þó yfir í hálfleik og hefur nú Fram glutrað niður tveim leikjum í síðari hálfleik í röð: ,,Seinni hálfleikurinn er búinn að fara illa með okkur undanfarið. Það er ekki það að við séum ekki í nógu góðu formi, heldur við förum bara inn í eitthverja skel og erum ragir." Deildarbikarinn er næst á dagskrá og er Stefán ósáttur með hvenær hann er spilaður: ,,Við förum í alla leiki til að vinna. Ég skil hins vegar ekki afhverju hann er ekki spilaður í janúar eins og í fyrra, þegar fólk er ekki í prófum eða áhorfendur í Smáralindinni. Að sjálfsögðu mætum við þangað til þess að vinna," sagði Stefán Baldvin við Vísi að lokum.Mynd/DaníelDavíð Svansson: Ætlum að toppa það sem Stjarnan gerði í fyrra„Þetta er eins og best verður á kosið. Þetta er það sem við stefnum að, við erum nátturlega í fyrstu deild og við ætlum að koma okkur aðeins á framfæri. Við þurfum að gera það í bikarnum og við gerðum það svo sannarlega," sagði Davíð við Vísi. „Þetta var frábær leikur. Fá sjónvarpsleik, eitt af toppliðunum í úrvalsdeildinni og bara taka þá í kennslustund ef svo mætti segja." „Hver og einn einstaklingur átti bara það góðan leik að þetta gat ekki farið illa. Það gekk allt upp hjá öllum, þá verður þetta svo einfalt. Næsta sending varð svo auðveld og þetta bara gekk stórvel." Það skipti varla máli hver var í hvaða stöðu hjá Aftureldingu, hann lagði sig allan fram í verkefnið og var Davíð þar sammála: ,,Það var alveg sama hver kom inná. Birkir(Benediktsson) kom hérna inná, hann er búinn að vera meiddur og hálftæpur, en hann bara hljóp á Framvörnina eins og það voru bara eitthverjir ánamaðkar þarna og jarðaði þá! Það var alveg frábært að sjá það." „Við vitum að það er hægt að fara alla leið. Eigum við ekki að segja að takmarkið er að toppa það sem Stjarnan gerði fyrra," sagði Davíð að lokum, en Stjarnan fór í úrslit - en tapaði þar gegn ÍR sem varð bikarmeistari.
Íslenski handboltinn Mest lesið Sautján ára stelpa þénar hundruð milljóna í súrknattleik Sport Amorim hissa á fólkinu í kringum Rashford Fótbolti „Besti íþróttamaður Íslands gleymdist“ Sport Ólympíufari í snjóbrettafimi lést í snjóflóði Sport Rooney og Lampard mætast í fyrsta sinn sem þjálfarar Enski boltinn Dagskráin í dag: Íslandsmeistarar og stórleikur í NBA Sport Segir slæmt gengi City ekki Haaland að kenna Enski boltinn Ver jólunum í faðmi fjölskyldunnar og vonast eftir lóðasetti Fótbolti Viggó færir sig um set á nýju ári Handbolti Orðinn pirraður á að ná ekki að bæta met og tíminn að renna út Sport Fleiri fréttir Viggó færir sig um set á nýju ári Stórsigur í toppslag og Melsungen með fjögurra stiga forystu Gísli fyrr heim í frí eftir árásina í Magdeburg Viktor Gísli góður þegar Wisla Plock fór á toppinn Negla Elínar Klöru eitt af flottustu mörkum EM Kolstad vann toppslaginn Dana áberandi í síðasta leik ársins Leik Gísla og félaga í Magdeburg frestað vegna árásarinnar Rosalegur hæðarmunur á liðsfélögum íslensku strákanna Lærisveinar Guðmundar fara í frí með góðan sigur að baki Arnór frá Gumma til Arnórs Ósáttir Harðarmenn stofnuðu kröfu í heimabanka dómara Staðfesta 10-0 sigur ÍBV gegn Haukum Íslendingaliðið heldur áfram í undanúrslit Lærisveinar Guðjóns Vals úr leik í bikarkeppninni „Jólin eru ekki alveg eins afslöppuð“ Þyrfti kraftaverk til að Ómar yrði með á HM Þetta eru strákarnir sem spila fyrir Ísland á HM Snorri kynnti HM-hóp Íslands Lofaði konunni að flytja ekki til Íslands Framarar slógu út bikarmeistarana Afturelding í bikarúrslitin Dana Björg næstmarkahæst í sigri í toppslag Þórir gæti orðið þjálfari ársins í tveimur löndum „Ég er bara búinn að vera að jafna mig“ Stelpurnar hans Þóris tryggðu sér tvær milljónir hver Kvaddi á sama tíma og Þórir en sagði liðsfélögunum ekki frá því Guðmundur Bragi og félagar verða með á bikarúrslitahelginni Stjörnumenn fyrstir í bikarúrslitin Lærisveinar Gumma Gumm úr leik í bikarnum Sjá meira