Stokkseyrarmálið: Verjandi ósáttur við gagnaframlagningu saksóknara Fanney Birna Jónsdóttir skrifar 11. desember 2013 17:11 Vilhjálmur H. Vilhjálmsson hæstaréttarlögmaður og Stefán Logi Sívarsson. Aðalmeðferð hélt áfram í Stokkseyrarmálinu í dag. Þinghaldið hófst á því að saksóknari bætti nýjum gögnum í málið, verjendum til mikillar óánægju. Um var að ræða 3 læknisvottorð vegna Stefáns Loga Sívarssonar, eins ákærðra í málinu, sem og mínútubrot úr yfirheyrslu yfir Stefáni í tengslum við annað mál, Ystaselsmálið, þar sem Stefán var fórnarlamb. Verjandi Stefáns mótmælti þessari framlagningu harðlega. Hann lét bóka þau sérstaklega og í samtali við Vísi var ekki annað að heyra en hann væri verulega ósáttur við þessi vinnubrögð saksóknara. „Eitt vottorðið er frá heila- og taugalækni sem Stefán hitti til að meta hvaða afleiðingum hann hefði orðið fyrir eftir árásina í Ystaseli. Annað hinna vottorðanna tengist því máli líka. Þarna er verið að leggja fram samtal læknis og sjúklings sem á ekki erindi við neinn annan. Þetta er gróft brot á friðhelgi einkalífs umbjóðanda míns,“ segir Vilhjálmur Hans Vilhjálmsson, lögmaður Stefáns í samtali við Vísi. Myndskeiðið sem lagt var fram var aðeins afhent dómurum en ekki verjendum. Vilhjálmur er ekki síður óánægður með þau vinnubrögð saksóknara. „Þetta er í engu samræmi við lög um meðferð sakamála,“ segir Vilhjálmur. Vilhjálmur vísar í ákvæði þar sem segir að óheimilt sé að leggja fram skjöl eða annars konar gögn ef þau hafa að geyma upplýsingar um einkahagi manns sem vitni hefur verið trúað fyrir í starfi sem læknir. Stefán Logi sagði í sinni skýrslu á mánudag, fyrsta degi aðalmeðferðarinnar, að hann hefði verið verið í þannig líkamlegu ástandi að hann hefði verið ófær um að beita nokkurn mann ofbeldi þegar árásirnar í Stokkseyrarmálinu áttu sér stað. Vísaði hann þar til meiðsla sem hann hlaut í Ystasels málinu. Hann bar einnig við minnisleysi í kjölfar áverka eftir þá árás. Saksóknari sagði að nýju gögnin myndu hrekja þessar fullyrðingar Stefáns Loga. Vilhjálmur bað um að verjendur fengju að ræða við dómara og saksóknara einslega eftir þinghaldið í dag og við þeirri bón var orðið. Ekki er ljóst hvað fór þar fram. Næsta þinghald í málinu var ákveðið þann 20. desember næstkomandi, en þá verður haldið áfram að yfirheyra vitni. Stokkseyrarmálið Mest lesið Menn hér á landi verið tengdir hryðjuverkasamtökum Innlent Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Innlent Höfðar mál gegn Íslandi vegna úrgangsmála Innlent Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Innlent Enn stefnt á uppbyggingu þótt talan hundrað sé ekki heilög Innlent Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Innlent „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Innlent Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Innlent Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn Innlent Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli Innlent Fleiri fréttir Þakgarðar og bílalyfta í stað bensínstöðvar Loftleiðir stofnuðu Cargolux til að nýta verðlitlar flugvélar Birtir niðrandi ummæli sem lýsi hatri í garð trans fólks Veiðigjöldin verði keyrð í gegn Óvíst hvort að tvöföldun rýma muni nægja Ákvað fyrir löngu að fara með ræðuna á íslensku Kveiktu á tónlist til að yfirgnæfa hávaða í mótmælendum Markaðir kættust eftir að Trump frestaði ofurtollum Bein útsending: Geðheilbrigði fyrir öll Pallborðið: Er „woke-ismi“ pólitískur rétttrúnaður? Enn stefnt á uppbyggingu þótt talan hundrað sé ekki heilög Höfðar mál gegn Íslandi vegna úrgangsmála Menn hér á landi verið tengdir hryðjuverkasamtökum Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli „Skýr skilaboð“ Íslands og skilningur ESB en engar tryggingar Mótmæli við leik Íslands og Ísrael Alvarleg frávik í meðferð og umgengni við hryssur í blóðtöku Gæti þurft að reisa varnargarða á höfuðborgarsvæðinu Varnargarðar við borgina, mótmælt við landsleik og nýr sumarsmellur Fékk slá í höfuðið og Hæstiréttur klofnaði Albanska manninum fylgt úr landi í fyrramálið Breyting á samsköttun hafi mest áhrif á tekjuháa karla yfir fertugu Hinir grunuðu lausir úr einangrun Skólans en ekki borgarinnar að útvega túlk Geti sagt fyrir um eldgos við höfuðborgarsvæðið með nokkurra vikna fyrirvara Sjá meira
Aðalmeðferð hélt áfram í Stokkseyrarmálinu í dag. Þinghaldið hófst á því að saksóknari bætti nýjum gögnum í málið, verjendum til mikillar óánægju. Um var að ræða 3 læknisvottorð vegna Stefáns Loga Sívarssonar, eins ákærðra í málinu, sem og mínútubrot úr yfirheyrslu yfir Stefáni í tengslum við annað mál, Ystaselsmálið, þar sem Stefán var fórnarlamb. Verjandi Stefáns mótmælti þessari framlagningu harðlega. Hann lét bóka þau sérstaklega og í samtali við Vísi var ekki annað að heyra en hann væri verulega ósáttur við þessi vinnubrögð saksóknara. „Eitt vottorðið er frá heila- og taugalækni sem Stefán hitti til að meta hvaða afleiðingum hann hefði orðið fyrir eftir árásina í Ystaseli. Annað hinna vottorðanna tengist því máli líka. Þarna er verið að leggja fram samtal læknis og sjúklings sem á ekki erindi við neinn annan. Þetta er gróft brot á friðhelgi einkalífs umbjóðanda míns,“ segir Vilhjálmur Hans Vilhjálmsson, lögmaður Stefáns í samtali við Vísi. Myndskeiðið sem lagt var fram var aðeins afhent dómurum en ekki verjendum. Vilhjálmur er ekki síður óánægður með þau vinnubrögð saksóknara. „Þetta er í engu samræmi við lög um meðferð sakamála,“ segir Vilhjálmur. Vilhjálmur vísar í ákvæði þar sem segir að óheimilt sé að leggja fram skjöl eða annars konar gögn ef þau hafa að geyma upplýsingar um einkahagi manns sem vitni hefur verið trúað fyrir í starfi sem læknir. Stefán Logi sagði í sinni skýrslu á mánudag, fyrsta degi aðalmeðferðarinnar, að hann hefði verið verið í þannig líkamlegu ástandi að hann hefði verið ófær um að beita nokkurn mann ofbeldi þegar árásirnar í Stokkseyrarmálinu áttu sér stað. Vísaði hann þar til meiðsla sem hann hlaut í Ystasels málinu. Hann bar einnig við minnisleysi í kjölfar áverka eftir þá árás. Saksóknari sagði að nýju gögnin myndu hrekja þessar fullyrðingar Stefáns Loga. Vilhjálmur bað um að verjendur fengju að ræða við dómara og saksóknara einslega eftir þinghaldið í dag og við þeirri bón var orðið. Ekki er ljóst hvað fór þar fram. Næsta þinghald í málinu var ákveðið þann 20. desember næstkomandi, en þá verður haldið áfram að yfirheyra vitni.
Stokkseyrarmálið Mest lesið Menn hér á landi verið tengdir hryðjuverkasamtökum Innlent Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Innlent Höfðar mál gegn Íslandi vegna úrgangsmála Innlent Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Innlent Enn stefnt á uppbyggingu þótt talan hundrað sé ekki heilög Innlent Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Innlent „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Innlent Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Innlent Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn Innlent Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli Innlent Fleiri fréttir Þakgarðar og bílalyfta í stað bensínstöðvar Loftleiðir stofnuðu Cargolux til að nýta verðlitlar flugvélar Birtir niðrandi ummæli sem lýsi hatri í garð trans fólks Veiðigjöldin verði keyrð í gegn Óvíst hvort að tvöföldun rýma muni nægja Ákvað fyrir löngu að fara með ræðuna á íslensku Kveiktu á tónlist til að yfirgnæfa hávaða í mótmælendum Markaðir kættust eftir að Trump frestaði ofurtollum Bein útsending: Geðheilbrigði fyrir öll Pallborðið: Er „woke-ismi“ pólitískur rétttrúnaður? Enn stefnt á uppbyggingu þótt talan hundrað sé ekki heilög Höfðar mál gegn Íslandi vegna úrgangsmála Menn hér á landi verið tengdir hryðjuverkasamtökum Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli „Skýr skilaboð“ Íslands og skilningur ESB en engar tryggingar Mótmæli við leik Íslands og Ísrael Alvarleg frávik í meðferð og umgengni við hryssur í blóðtöku Gæti þurft að reisa varnargarða á höfuðborgarsvæðinu Varnargarðar við borgina, mótmælt við landsleik og nýr sumarsmellur Fékk slá í höfuðið og Hæstiréttur klofnaði Albanska manninum fylgt úr landi í fyrramálið Breyting á samsköttun hafi mest áhrif á tekjuháa karla yfir fertugu Hinir grunuðu lausir úr einangrun Skólans en ekki borgarinnar að útvega túlk Geti sagt fyrir um eldgos við höfuðborgarsvæðið með nokkurra vikna fyrirvara Sjá meira