Fótbolti

Gylfi Þór með stoðsendingu í enn einum sigri Spurs

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Holtby fagnar marki sínu.
Holtby fagnar marki sínu. Nordicphotos/AFP
Tottenham vann öruggan 4-1 sigur á Anji frá Rússlandi í lokaumferð riðlakeppni Evrópudeildarinnar í knattspyrnu í Norður-London í kvöld.

Leikurinn var aðeins sjö mínútna gamall þegar Tottenham fékk aukaspyrnu fyrir utan vítateiginn vinstra megin. Gylfi Þór mætti á vettvang, sendi fastan bolta fyrir markið þar sem Roberto Soldado skallaði í stöng og inn.

Spurs var töluvert sterkari aðilinn og Soldado skoraði aftur á 16. mínútu gegn Rússunum sem eiga enn eftir að vinna sigur í 19 deildarleikjum heima fyrir. Liðið hafði þó tryggt sér annað sæti riðilsins fyrir leikinn í kvöld.

Ewerton minnkaði muninn fyrir gestina undir lok hálfleiksins og staðan 2-1 í hálfleik. Lewis Holby skoraði svo fallegt mark á 54. mínútu eftir sendingu Andros Townsend áður en Roberto Soldado fullkomnaði þrennuna með marki úr vítaspyrnu á 70. mínútu.

Spurs vann öruggan sigur í K-riðli enda vann liðið alla leiki sína. Anji fer einnig áfram í 32-liða úrslitin.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×