Umfjöllun og viðtöl: Valur - Grótta 20-25 | Gróttustúlkur kláruðu Val Guðmundur Marinó Ingvarsson í Strandgötu skrifar 13. desember 2013 10:59 Gróttustúlkur fagna sigrinum í kvöld. Myndir/Daníel Grótta mætir Stjörnunni í úrslitum deildarbikars kvenna í handbolta eftir að liðið lagði Val 25-20 í undanúrslitum í kvöld. Staðan í hálfleik var 14-10. Það var jafnræði með liðunum framan af leik en þegar rúmar tíu mínútur voru liðnar af leiknum fór sóknarleikur Vals að hiksta gegn öflugri vörn Gróttu. Grótta breytti stöðunni úr 5-5 í 6-11 á ellefu mínútna kafla. Grótta felldi Val á eigin bragði. Liðið lék góða vörn og Íris Björk Símonardóttir var frábær í markinu. Liðið keyrði hraðaupphlaupin af krafti og kom sér í góða stöðu en fjórum mörkum munaði í hálfleik 14-10. Guðný Jenný Ásmundsdóttir lék ekki með Val og munar um landsliðsmarkvörðinn. Sigríður Arnfjörð Ólafsdóttir átti ágætis kafla í markinu en gerði sig of oft seka um slakar sendingar fram völlinn. Valur lék öfluga vörn í seinni hálfleik en náði ekki minnka muninn að neinu ráði því Íris Björk Símonardóttir fór á kostum í marki Gróttu og hreinlega lokaði markinu á löngum köflum. Grótta náði mest sex marka forystu í seinni hálfleik og þó Valur hafi náð að minnka muninn í þrjú mörk þegar rúm mínúta var eftir náði liðið aldrei að gera leikinn spennandi. Íris Björk: Áfangi að taka stóra skrefið og vinna ValMynd/Daníel„Mér fannst við vilja þetta aðeins meira og þetta snýst um það í handbolta,“ sagði Íris Björk Símonardóttir sem fór á kostum í marki Gróttu í kvöld. „Í 50 mínútur spiluðum við frábæra vörn og þetta gekk allt sóknarlega, að lokum. Sóknarleikurinn var brösulegur á tímabili en það er af því að við erum að spila á móti hörku vörn og frábærum markmanni henni Sigríði (Arnfjörð).“ Íris Björk varði 28 skot þegar liðin mættust í deildinni í október og virðist líða mjög vel á móti Val. „Ég veit ekki hvað þetta er. Við höfum náð að gíra okkur upp í geðveiki á móti Val. Baráttan hefur verið brjáluð á móti þeim í þessum tveim leikjum. Þegar staðan er þannig þá spilar maður betur. „Það er áfangi fyrir okkur að hafa loksins tekið stóra skrefið og unnið Val. Við gerðum jafntefli síðast og töpuðum svo með einu fyrir Fram í hörkuleik. Það var gott að vinna loksins,“ sagði Íris sem býst við hörkuleik þar sem allt geti gerst spili Grótta af sama krafti og nái upp sömu vörn. Úrslitaleikurinn á milli Gróttu og Stjörnunnar hefst klukkan 13:00 í Strandgötunni í Hafnarfirði á morgun laugardag. Óskar Bjarni: Vantaði metnað til að vinna þennan leikMynd/Daníel„Þær voru grimmari og betri. Við vorum lengi til baka sem er mjög óvanalegt hjá Val. Við vorum líka lengi fram og gerðum mikið af tæknifeilum þegar við reyndum að hlaupa fram,“ sagði Óskar Bjarni Óskarsson aðstoðarþjálfari Vals. „Við töpum ellefu boltum í hraðaupphlaupum þar sem við erum að meta vitlaust. Íris sló okkur aðeins út af laginu þannig að sóknarleikurinn varð hálf lamaður. Það vantaði orkuna og kraftinn í okkur. Það var enginn sem átti stórleik hjá okkur á meðan það voru margar hjá þeim sem voru góðar. „Varnarleikurinn var fínn. Við áttum að fá meira út úr hraðaupphlaupunum því bæði 5-1 og 6-0 gekk ágætlega. „Grótta átti þetta skilið. Þær vildu þetta miklu meira heldur en Valur hér í kvöld.“ Segja má að Grótta hafi fellt Val á eigin bragði með því að leika frábæra vörn, fá góða markvörslu og keyra upp hraðann. „Það voru líka miklu fljótari til baka. Þær komast líka upp með að reyna að hoppa í sóknarfráköst og ná samt að stoppa okkur. Við vorum ekki góðar og þær voru fínar, ég tek það ekki af þeim. „Mér fannst lítil orka í þessum leik hjá okkur. Mér fannst við ekki hafa metnað til að vinna þennan leik og fá Stjörnuna á morgun. Á meðan Grótta kom með því hugarfari að fara í úrslitaleikinn,“ sagði Óskar Bjarni. Olís-deild kvenna Mest lesið McGregor fundinn sekur og þarf að borga tugi milljóna í skaðabætur Sport „Bjóst bara við því að við værum að fara vinna árið eftir“ Körfubolti Hvað gera flokkarnir fyrir afreksfólk í íþróttum? Sport Albert kemur til greina sem sá besti á Ítalíu Fótbolti Aðalþjálfari Ítalíu var með hausverk og horfði ekki á seinni hálfleik Körfubolti Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Íslenski boltinn Amorim fullur sjálfstrausts á fyrsta blaðamannafundinum Enski boltinn „Tími til kominn að taka afstöðu gegn Ísrael“ Sport Fer á mjög dimman stað þegar lið hans tapar Körfubolti Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Körfubolti Fleiri fréttir Olís-deild karla: FH vann stórsigur í Breiðholti og önnur úrslit Uppgjörið: Haukar - Valur 29-33 | Valur heldur í við toppliðin með sigri gegn Haukum Íslendingaliðin töpuðu bæði Ísland tapaði með minnsta mun Ekki haft tíma til að spá í EM Framarar náðu toppliðunum að stigum Frábær endasprettur hjá Janusi Daða og félögum Viggó öflugur í dramatískum endurkomusigri Aron og Bjarki fögnuðu sigri gegn Viktori Gísla Hollensku stelpurnar í fínu formi fyrir EM „Mér finnst við alveg skítlúkka“ Kári í bann fyrir „illkvittið“ högg í andlit Fæddur árið 2007, brillerar í efstu deild og fann upp á Orra Óstöðvandi Þórey gaf ekki kost á sér: „Snýst um hlutverk mitt innan liðsins“ Frábær sigur hjá Orra og félögum á móti PSG Kristján lét að sér kveða þegar sigurgangan hélt áfram Súrt kvöld fyrir Íslendingaliðin í Meistaradeildinni „Langstærsti búningasamningur sem HSÍ hefur gert“ Viktor mætir Aroni: „Hann var átrúnaðargoðið mitt“ Landsliðin spila í Adidas næstu árin „Eigum ekki að setja sálfa okkur í þessa stöðu“ „Bara svona skítatilfinning“ Kemur liðsfélaga sínum til varnar: „Einn af uppáhaldsgaurunum mínum“ Tvö Íslendingalið áfram með fullt hús í Evrópudeildinni FH náði aðeins betri úrslitum á móti Gummersbach í þetta skiptið Uppgjör: Valur - Vardar 34-34 | Víti þegar leiktíminn var liðinn felldi Val Ásbjörn leikgreinir Gummersbach Valskonur til Málaga en Haukar mæta liði frá Úkraínu Snorri búinn að velja mennina sem mega spila á HM Blær var uppeldisfélaginu erfiður í kvöld Sjá meira
Grótta mætir Stjörnunni í úrslitum deildarbikars kvenna í handbolta eftir að liðið lagði Val 25-20 í undanúrslitum í kvöld. Staðan í hálfleik var 14-10. Það var jafnræði með liðunum framan af leik en þegar rúmar tíu mínútur voru liðnar af leiknum fór sóknarleikur Vals að hiksta gegn öflugri vörn Gróttu. Grótta breytti stöðunni úr 5-5 í 6-11 á ellefu mínútna kafla. Grótta felldi Val á eigin bragði. Liðið lék góða vörn og Íris Björk Símonardóttir var frábær í markinu. Liðið keyrði hraðaupphlaupin af krafti og kom sér í góða stöðu en fjórum mörkum munaði í hálfleik 14-10. Guðný Jenný Ásmundsdóttir lék ekki með Val og munar um landsliðsmarkvörðinn. Sigríður Arnfjörð Ólafsdóttir átti ágætis kafla í markinu en gerði sig of oft seka um slakar sendingar fram völlinn. Valur lék öfluga vörn í seinni hálfleik en náði ekki minnka muninn að neinu ráði því Íris Björk Símonardóttir fór á kostum í marki Gróttu og hreinlega lokaði markinu á löngum köflum. Grótta náði mest sex marka forystu í seinni hálfleik og þó Valur hafi náð að minnka muninn í þrjú mörk þegar rúm mínúta var eftir náði liðið aldrei að gera leikinn spennandi. Íris Björk: Áfangi að taka stóra skrefið og vinna ValMynd/Daníel„Mér fannst við vilja þetta aðeins meira og þetta snýst um það í handbolta,“ sagði Íris Björk Símonardóttir sem fór á kostum í marki Gróttu í kvöld. „Í 50 mínútur spiluðum við frábæra vörn og þetta gekk allt sóknarlega, að lokum. Sóknarleikurinn var brösulegur á tímabili en það er af því að við erum að spila á móti hörku vörn og frábærum markmanni henni Sigríði (Arnfjörð).“ Íris Björk varði 28 skot þegar liðin mættust í deildinni í október og virðist líða mjög vel á móti Val. „Ég veit ekki hvað þetta er. Við höfum náð að gíra okkur upp í geðveiki á móti Val. Baráttan hefur verið brjáluð á móti þeim í þessum tveim leikjum. Þegar staðan er þannig þá spilar maður betur. „Það er áfangi fyrir okkur að hafa loksins tekið stóra skrefið og unnið Val. Við gerðum jafntefli síðast og töpuðum svo með einu fyrir Fram í hörkuleik. Það var gott að vinna loksins,“ sagði Íris sem býst við hörkuleik þar sem allt geti gerst spili Grótta af sama krafti og nái upp sömu vörn. Úrslitaleikurinn á milli Gróttu og Stjörnunnar hefst klukkan 13:00 í Strandgötunni í Hafnarfirði á morgun laugardag. Óskar Bjarni: Vantaði metnað til að vinna þennan leikMynd/Daníel„Þær voru grimmari og betri. Við vorum lengi til baka sem er mjög óvanalegt hjá Val. Við vorum líka lengi fram og gerðum mikið af tæknifeilum þegar við reyndum að hlaupa fram,“ sagði Óskar Bjarni Óskarsson aðstoðarþjálfari Vals. „Við töpum ellefu boltum í hraðaupphlaupum þar sem við erum að meta vitlaust. Íris sló okkur aðeins út af laginu þannig að sóknarleikurinn varð hálf lamaður. Það vantaði orkuna og kraftinn í okkur. Það var enginn sem átti stórleik hjá okkur á meðan það voru margar hjá þeim sem voru góðar. „Varnarleikurinn var fínn. Við áttum að fá meira út úr hraðaupphlaupunum því bæði 5-1 og 6-0 gekk ágætlega. „Grótta átti þetta skilið. Þær vildu þetta miklu meira heldur en Valur hér í kvöld.“ Segja má að Grótta hafi fellt Val á eigin bragði með því að leika frábæra vörn, fá góða markvörslu og keyra upp hraðann. „Það voru líka miklu fljótari til baka. Þær komast líka upp með að reyna að hoppa í sóknarfráköst og ná samt að stoppa okkur. Við vorum ekki góðar og þær voru fínar, ég tek það ekki af þeim. „Mér fannst lítil orka í þessum leik hjá okkur. Mér fannst við ekki hafa metnað til að vinna þennan leik og fá Stjörnuna á morgun. Á meðan Grótta kom með því hugarfari að fara í úrslitaleikinn,“ sagði Óskar Bjarni.
Olís-deild kvenna Mest lesið McGregor fundinn sekur og þarf að borga tugi milljóna í skaðabætur Sport „Bjóst bara við því að við værum að fara vinna árið eftir“ Körfubolti Hvað gera flokkarnir fyrir afreksfólk í íþróttum? Sport Albert kemur til greina sem sá besti á Ítalíu Fótbolti Aðalþjálfari Ítalíu var með hausverk og horfði ekki á seinni hálfleik Körfubolti Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Íslenski boltinn Amorim fullur sjálfstrausts á fyrsta blaðamannafundinum Enski boltinn „Tími til kominn að taka afstöðu gegn Ísrael“ Sport Fer á mjög dimman stað þegar lið hans tapar Körfubolti Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Körfubolti Fleiri fréttir Olís-deild karla: FH vann stórsigur í Breiðholti og önnur úrslit Uppgjörið: Haukar - Valur 29-33 | Valur heldur í við toppliðin með sigri gegn Haukum Íslendingaliðin töpuðu bæði Ísland tapaði með minnsta mun Ekki haft tíma til að spá í EM Framarar náðu toppliðunum að stigum Frábær endasprettur hjá Janusi Daða og félögum Viggó öflugur í dramatískum endurkomusigri Aron og Bjarki fögnuðu sigri gegn Viktori Gísla Hollensku stelpurnar í fínu formi fyrir EM „Mér finnst við alveg skítlúkka“ Kári í bann fyrir „illkvittið“ högg í andlit Fæddur árið 2007, brillerar í efstu deild og fann upp á Orra Óstöðvandi Þórey gaf ekki kost á sér: „Snýst um hlutverk mitt innan liðsins“ Frábær sigur hjá Orra og félögum á móti PSG Kristján lét að sér kveða þegar sigurgangan hélt áfram Súrt kvöld fyrir Íslendingaliðin í Meistaradeildinni „Langstærsti búningasamningur sem HSÍ hefur gert“ Viktor mætir Aroni: „Hann var átrúnaðargoðið mitt“ Landsliðin spila í Adidas næstu árin „Eigum ekki að setja sálfa okkur í þessa stöðu“ „Bara svona skítatilfinning“ Kemur liðsfélaga sínum til varnar: „Einn af uppáhaldsgaurunum mínum“ Tvö Íslendingalið áfram með fullt hús í Evrópudeildinni FH náði aðeins betri úrslitum á móti Gummersbach í þetta skiptið Uppgjör: Valur - Vardar 34-34 | Víti þegar leiktíminn var liðinn felldi Val Ásbjörn leikgreinir Gummersbach Valskonur til Málaga en Haukar mæta liði frá Úkraínu Snorri búinn að velja mennina sem mega spila á HM Blær var uppeldisfélaginu erfiður í kvöld Sjá meira
Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Körfubolti
Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Körfubolti