Innlent

„Kóngurinn með kónginum“

Fanney Birna Jónsdóttir skrifar
Kóngurinn og kóngurinn.
Kóngurinn og kóngurinn.
„Þetta er alveg frábært, hér er kóngurinn með kónginum,“ segir handboltakappinn knái Sigfús Sigurðsson, sem hafið hefur störf hjá Fiskikónginum Sogavegi.

Aðspurður um hvort hann hafi reynslu af vinnu með fisk segist hann hafa unnið áður í fiskeldi.

„Ég hef aldrei áður verið í fiskbúð, en þetta er æðislegur vinnustaður, skemmtilegt andrúmsloft, gott samstarfsfólk og bara algjör snilld að vera hérna,“ segir Sigfús í samtali við Vísi.

Hann sér um fiskborðið og sölu í versluninni og segist búast við að það verði mikið að gera fyrir jólin.

„Það er náttúrulega skatan, salfiskurinn, humarinn og svo er fiskivika hjá okkur eins og allir ættu að vita,“ segir Fúsi.

Hann segist vera mikið fyrir fisk sjálfur.

„Ég var það kannski ekki þegar ég var ungur, en eftir að ég bjó úti og uppgötvaði hvað íslenski fiskurinn er góður þá er ég mikið fyrir fisk, bæði að borða hann og veiða,“ segir Sigfús.

Fúsi vill að íslendingar borði fiskmeti um jólin.

„Ég hvet alla til að koma og kíkja á okkur, hér er skemmtileg stemmning og diskókúlan í loftinu,“ segir Sigfús léttur í bragði.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×