Skattar og dauðinn eina sem er öruggt í veröldinni Heimir Már Pétursson skrifar 1. desember 2013 12:20 Forsætisráðherra segir aðgerðir ríkisstjórnarinnar vegna skuldugra heimila ná til allra sem voru með verðtryggð húsnæðislán á árunum 2007 til 2010, óháð því hvort lánin hafa verið gerð upp eða húseign verið boðin upp. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra sat fyrir svörum hjá Lóu Pind Aldísardóttur í Stóru málunum á Stöð tvö í gærkvöldi, þar sem almenningi gafst tækifæri til að senda inn spurningar. Aðgerðir stjórnvalda eru tvískiptar, annars vegar bein niðurfærsla á höfuðstól verðtryggðra húsnæðislána um allt að 13 prósent af verðtryggða hluta lánanna frá sesember 2007 til ágúst 2010 og hins vegar skattafrádráttur af séreignasparnaði sem notaður er til að greiða niður höfuðstól sömu lána næstu fjögur árin. Forsætisráðherra segir beinu niðurgreiðsluna á höfuðstól fjármagnaða með bankaskatti sem verði einnig látinn ná til fjármálastofnana í slitameðferð, sem ekki var áður, og gefi ríkissjóði umtalsverðar tekjur. „Svoleiðis á að sleppa fjármálageiranum við skattlagningu til að bregðast við efnahagshruninu, sem varð til vegna framgöngu fjármálafyrirtækjanna, skýtur mjög skökku við,“ segir hann. En þótt tekjur ríkissjóðs vegna þessa skatts skili sér á fjórum árum, lækki greiðslubyrði fólks af lánunum strax og aðgerðirnar taka gildi um mitt næsta ár. Forsætisráðherra segir að vel megi vera að einhverjir fari í mál vegna þessa skatts, en hann verði engu að síður innheimtur og ríkisstjórnin telji hann standast lög og stjórnarskrá en málaferlum fylgi alltaf óvissa. „Það er ekkert öruggt í veröldinni, nema reyndar tvennt. Var það ekki Benjamin Franklin sem sagði að dauðinn og skattar væru það eina sem hægt væri að reiða sig á," segir hann. Forsætisráðherra svaraði fjölmörgum spurningum sem almenningur hafi sent inn, m.a. um stöðu lífeyrissjóðslána í þessum aðgerðum. „Þessar aðgerðir ná til lána óháð því hvort að það eru bankarnir, íbúðalánasjóður eða lífeyrissjóðir sem lánuðu.“ Það sé lánastofnana að reikna út niðurfærsluna og ef vafamál rísi upp verði hægt að skjóta þeim til úrskurðarnefndar. Og þótt íbúð hafi verið seld eða hún boðin upp, muni fólk fá sína leiðréttingu í gegnum skattakerfið. Felur þetta ekki í sér millifærslu frá fátæka fólkinu til ríkara fólksins? „Þetta er mjög góð spurning. Þetta er gagnrýni sem maður hefur oft heyrt í umræðu um skuldaleiðréttingu. En það sem við sjáum hins vegar í niðurstöðum sérfræðinganna er að það er fyrst og fremst ungt fólk, fólk með meðalskuldir, jafnvel lægri en meðalskuldir, sem að þunginn lendir,“ segir hann. Þáttinn Stóru málin má horfa á í heild sinni hér. Skuldaleiðrétting ríkisstjórnarinnar Stóru málin Mest lesið Egill Þór er látinn Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Flugferðum aflýst Innlent Lokað um Þrengsli og vegir víða á óvissustigi Veður Brást of harkalega við dyraati Innlent „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Innlent Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Erlent Nýir ráðherrar ætli að vinna saman og ekki loka sig af Innlent Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Erlent Flæddi inn í hús á Arnarnesi Innlent Fleiri fréttir Ekki gott að þetta sé staðan hjá ákæruvaldinu í landinu „Skítaveður á aðfangadagskvöld og jóladag“ Óveður um jólin og Inga tók lagið á fyrsta fundi ríkisstjórnar Brást of harkalega við dyraati Inga tók jólalag á fyrsta fundi Berglind nýr dómandi við Endurupptökudóm Flugferðum aflýst Vegur að Patreksfirði lokaður vegna snjóflóðs Egill Þór er látinn Nýir ráðherrar ætli að vinna saman og ekki loka sig af Flæddi inn í hús á Arnarnesi Ný ríkisstjórn fundar í dag „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu „Þannig að jólin komu snemma hjá mér“ „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Það bráðvantar börn á leikskólann á Hvanneyri „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ „Ein allra besta jólagjöfin“ Sjá meira
Forsætisráðherra segir aðgerðir ríkisstjórnarinnar vegna skuldugra heimila ná til allra sem voru með verðtryggð húsnæðislán á árunum 2007 til 2010, óháð því hvort lánin hafa verið gerð upp eða húseign verið boðin upp. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra sat fyrir svörum hjá Lóu Pind Aldísardóttur í Stóru málunum á Stöð tvö í gærkvöldi, þar sem almenningi gafst tækifæri til að senda inn spurningar. Aðgerðir stjórnvalda eru tvískiptar, annars vegar bein niðurfærsla á höfuðstól verðtryggðra húsnæðislána um allt að 13 prósent af verðtryggða hluta lánanna frá sesember 2007 til ágúst 2010 og hins vegar skattafrádráttur af séreignasparnaði sem notaður er til að greiða niður höfuðstól sömu lána næstu fjögur árin. Forsætisráðherra segir beinu niðurgreiðsluna á höfuðstól fjármagnaða með bankaskatti sem verði einnig látinn ná til fjármálastofnana í slitameðferð, sem ekki var áður, og gefi ríkissjóði umtalsverðar tekjur. „Svoleiðis á að sleppa fjármálageiranum við skattlagningu til að bregðast við efnahagshruninu, sem varð til vegna framgöngu fjármálafyrirtækjanna, skýtur mjög skökku við,“ segir hann. En þótt tekjur ríkissjóðs vegna þessa skatts skili sér á fjórum árum, lækki greiðslubyrði fólks af lánunum strax og aðgerðirnar taka gildi um mitt næsta ár. Forsætisráðherra segir að vel megi vera að einhverjir fari í mál vegna þessa skatts, en hann verði engu að síður innheimtur og ríkisstjórnin telji hann standast lög og stjórnarskrá en málaferlum fylgi alltaf óvissa. „Það er ekkert öruggt í veröldinni, nema reyndar tvennt. Var það ekki Benjamin Franklin sem sagði að dauðinn og skattar væru það eina sem hægt væri að reiða sig á," segir hann. Forsætisráðherra svaraði fjölmörgum spurningum sem almenningur hafi sent inn, m.a. um stöðu lífeyrissjóðslána í þessum aðgerðum. „Þessar aðgerðir ná til lána óháð því hvort að það eru bankarnir, íbúðalánasjóður eða lífeyrissjóðir sem lánuðu.“ Það sé lánastofnana að reikna út niðurfærsluna og ef vafamál rísi upp verði hægt að skjóta þeim til úrskurðarnefndar. Og þótt íbúð hafi verið seld eða hún boðin upp, muni fólk fá sína leiðréttingu í gegnum skattakerfið. Felur þetta ekki í sér millifærslu frá fátæka fólkinu til ríkara fólksins? „Þetta er mjög góð spurning. Þetta er gagnrýni sem maður hefur oft heyrt í umræðu um skuldaleiðréttingu. En það sem við sjáum hins vegar í niðurstöðum sérfræðinganna er að það er fyrst og fremst ungt fólk, fólk með meðalskuldir, jafnvel lægri en meðalskuldir, sem að þunginn lendir,“ segir hann. Þáttinn Stóru málin má horfa á í heild sinni hér.
Skuldaleiðrétting ríkisstjórnarinnar Stóru málin Mest lesið Egill Þór er látinn Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Flugferðum aflýst Innlent Lokað um Þrengsli og vegir víða á óvissustigi Veður Brást of harkalega við dyraati Innlent „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Innlent Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Erlent Nýir ráðherrar ætli að vinna saman og ekki loka sig af Innlent Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Erlent Flæddi inn í hús á Arnarnesi Innlent Fleiri fréttir Ekki gott að þetta sé staðan hjá ákæruvaldinu í landinu „Skítaveður á aðfangadagskvöld og jóladag“ Óveður um jólin og Inga tók lagið á fyrsta fundi ríkisstjórnar Brást of harkalega við dyraati Inga tók jólalag á fyrsta fundi Berglind nýr dómandi við Endurupptökudóm Flugferðum aflýst Vegur að Patreksfirði lokaður vegna snjóflóðs Egill Þór er látinn Nýir ráðherrar ætli að vinna saman og ekki loka sig af Flæddi inn í hús á Arnarnesi Ný ríkisstjórn fundar í dag „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu „Þannig að jólin komu snemma hjá mér“ „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Það bráðvantar börn á leikskólann á Hvanneyri „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ „Ein allra besta jólagjöfin“ Sjá meira