Fótbolti

FCK vann uppgjörið um þriðja sætið

Guðmundur Marinó Ingvarsson skrifar
Ragnar var að vanda í liði FCK.
Ragnar var að vanda í liði FCK.
FC Kaupmannahöfn lagði Bröndby 3-1 í dönsku úrvalsdeildinni í fótbolta í kvöld. Ragnar Sigurðsson lék allan leikinn fyrir FCK en Rúrik Gíslason tók út leikbann.

Öll mörk leiksins voru skoruð á ótrúlegum ellefu mínútna kafla. Fyrst skoraði Ferhan Hasani á 23. mínútu fyrir Bröndby en tveimur mínútum síðar jafnaði Igor Vetokele metin.

Nicolai Jörgensen kom FCK yfir á 31. mínútu og þremur mínútum síðar skoraði Vetokele aftur og þar við sat.

Ekkert var skorað í seinni hálfleik og FCK nú komið með 27 stig í þriðja sæti deildarinnar, sex stigum á eftir toppliði Midtjylland. Bröndby er í fjórða sæti þremur stigum á eftir FCK.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×