Erlent

Mótmælendur loka götum í Úkraínu

Samúel Karl Ólason skrifar
Yfir 3.000 mótmælendur sváfu á Sjálfstæðistorginu í Kænugarði síðustu nótt.
Yfir 3.000 mótmælendur sváfu á Sjálfstæðistorginu í Kænugarði síðustu nótt. Mynd/EPA
Mótmælendur hafa lokað götum að opinberum stofnunum við Sjálfstæðistorg í Kænugarði í Úkraínu. Þeir hafa einnig komið sér fyrir í ráðhúsi borgarinnar. Frá þessu er sagt á vef BBC.

Mikill fjöldi ríkisstarfsmanna komst ekki til vinnu í dag.

Uppruni mótmælanna er að Viktor Yanukovych, forseti  landsins, neitaði að skrifa undir samning um nánari tengsl við Evrópusambandið og er haldið fram að það sé vegna þrýstings frá rússneskum stjórnvöldum.

Stjórnarandstaða og mótmælendur fara fram á að ríkisstjórn landsins segi af sér. Einnig fara mótmælendur fram á að Yulia Tymoshenko, fyrverandi forsætisráðherra Úkraínu, verði sleppt úr fangelsi.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×