Sport

Læti áhorfenda á Richter-skalanum

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Stuðningsmenn Seattle voru ánægðir með sína menn á mánudaginn.
Stuðningsmenn Seattle voru ánægðir með sína menn á mánudaginn. Mynd/AP
Stuðningsmenn Seattle Seahawks í NFL-deildinni eru þekktir þar í borg sem tólfti maðurinn og er það sannarlega réttmæt nafnbót.

Seattle spilaði afar mikilvægan leik gegn New Orleans Saints á mánudagskvöldið og vann sannfærandi sigur, 34-7. Leikstjórnandi Saints, Drew Brees, er einn öflugasti leikmaður deildarinnar en náði sér engan veginn á strik.

Hluti af ástæðunni er án nokkurs vafa lætin sem stuðningsmenn Seattle framkalla á heimaleikjum liðsins. Leikstjórnendur þurfa oft að koma mikilvægum skilaboðum til félaga sinna á milli leikkerfa og það er erfitt þegar að hávaðinn er mikill.

Stuðningsmenn Seattle létu öllum illum látum á mánudagskvöldið - hoppuðu og öskruðu látlaust þannig að stúkan titraði. Nálægir jarðskjálftamælar urðu varir við lætin og mældu vægan jarðskjálfta fimm sinnum í leiknum.

CenturyLink Field, heimavöllur Seattle, er nú þegar í heimsmetabók Guinnes sem háværasti heimavöllur heims.

NFL



Fleiri fréttir

Sjá meira


×