Bíó og sjónvarp

Ítölsk kvikmyndasýning í kvöld

Bjarki Ármannsson skrifar
Stilla úr kvikmyndinni Romanzo Criminale.
Stilla úr kvikmyndinni Romanzo Criminale. Warner Bros
Kvikmyndin Romanzo Criminale verður sýnd í Háskóla Íslands í kvöld. Sýningin er á vegum nemendafélags ítölskunema, Marco Polo, og Stofnunar Vigdísar Finnbogadóttur.

Kvikmyndin er frá árinu 2005 og fjallar um vinahóp sem elst upp í Róm á áttunda áratugnum. Þeir ákveða að nýta tengsl sín við mafíuna til að byggja skipulagt glæpaveldi en eru hundeltir af lögreglunni. Leikstjóri er Michele Placido og byggir myndin á sönnum atburðum.

Myndin verður sýnd í stofu 101 í Háskólabyggingunni Odda og hefst sýning klukkan átta. Aðgangur er ókeypis og verður myndin með enskum texta.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×