Umfjöllun, viðtöl og myndir: Valur - ÍR 33-25 | Breiddin meiri hjá Val Guðmundur Marinó Ingvarsson í Vodafonehöllinni skrifar 5. desember 2013 16:35 mynd/valli Valur lagði ÍR 33-25 í Olís deild karla í handbolta í kvöld. ÍR var yfir í hálfleik 15-14 en breiddin var meiri hjá Val og það skipti sköpum í leiknum. Jafnræði var með liðunum í fyrri hálfleik. ÍR var þó skrefinu á undan lengst af en gæði handboltans í fyrri hálfleik voru ekki mikil. Liðin gerðu mjög mörg tæknileg mistök og hraðinn í leiknum var lítill. Engin barátta var í Val í fyrri hálfleik og voru ÍR-ingar í raun klaufar að vera ekki meira en einu marki yfir. Liðin voru lengi í gang í seinni hálfleik og má segja að ÍR hafi aldrei komst í gang í seinni hálfleik. Valur gekk á lagið er leið á leikinn, fann baráttu andan sem vantaði framan af leik og keyrði yfir ÍR með góðum varnarleik og hraðaupphlaupum. ÍR var slakt í vörn sem sókn í seinni hálfleik og sá í raun aldrei til sólar. Björgvin Hólmgeirsson var meiddur og munaði mikið um hann því sóknarmenn ÍR virtust þreytast mikið og hreinlega sprungu í seinni hálfleik. Hlynur Morthens sem náði sér ekki á strik í fyrri hálfleik var mjög góður í marki Vals í seinni hálfleik og Sveinn Aron Sveinsson og Guðmundur Hólmar Helgason fóru á kostum á hinum enda vallarins. Valur lyfti sér með sigrinum í fjórða sæti deildarinnar en liðið þarf að bíða eftir úrslitum úr leik FH og ÍBV á laugardaginn til að fá úr því skorið hvort liðið komist í deildarbikarinn sem leikinn verður um aðra helgi. Ólafur: Það kom hjarta í þetta í seinni hálfleik„Það varð hugarfarsbreyting í hálfleik sem var málið,“ sagði Ólafur Stefánsson þjálfari Val sem var ekki ánægður með neitt í fyrri hálfleik. „Það var allt,“ sem var að að sögn Ólafs. „Vörn og sókn. Allt. Menn voru andlausir. Tempóið var fáránlega hægt og vesen. „ÍR var án Bjögga og við á heimavelli. Að leyfa sér þennan hálftíma er okkur til smá skammar sem lið. Það er ekki vinsælt en góðu fréttirnar eru að kom smá hjarta í þetta í seinni hálfleik og það var gott. „Við höfum úr meiri breidd að vinna en aðallega var þetta hjartað sem fór í gang í hálfleik,“ sagði Ólafur. Bjarki: Hraðaupphlaup Vals skildu á milli„Menn eiga ekki að springa í svona leik. Við vorum að spila agaðan bolta í fyrri hálfleik og ekkert sem var að koma okkur á óvart og við erum yfir í hálfleik þrátt fyrir að hafa gert fullt af teknískum feilum í fyrri hálfleik,“ sagði Bjarki Sigurðsson þjálfari ÍR. „Mér fannst Valsmenn ganga á lagið. Við fáum á okkur mikið af brottrekstrum sem olli því að þeir komust inn í leikinn og sóknarlega vorum við ráðlausir. Við vorum ekki að gera það sem fyrir okkur var lagt og menn að klikka úr opnum færum. Þeir keyra í bakið. „Hraðaupphlaup Vals voru það sem skildu á milli liðana. Varnarlega náðum við að halda í þá þegar við vorum jafn margir inni á vellinum. Einum fleiri hjá Val þá áttum við lítil svör. Það er mjög erfitt fyrir markmenn að standa fyrir aftan svoleiðis vörn þar sem lið er einum færra og hinir fá sex metra færi,“ sagði Bjarki. ÍR náði ekki að fylla í það skarð sem opnaðist við það að Björgvin Hólmgeirsson var meiddur. „Þetta hefði spilast öðruvísi ef við værum með mannað lið en það á að koma maður í manns stað og menn eiga að geta sýnt og sannað sig inni á vellinum þegar þeir fá tækifæri. Þetta á ekki að spilast á reynsluleysi hjá leikmönnum. „Bjöggi er þýðingamikill póstur hjá okkur og það er erfitt að missa hann út. Við höfum æft með nýja menn inni í stöðunni hans í staðin og við höfum æft það í allan vetur en það skiptir kannski ekki öllu. Það er samheldni liðsins og að menn sýni aga og við brotnum á einhverjum fimmtán mínútna kafla í seinni hálfleik. „Menn fara í óöguð skot í stað þess að halda þessum aga sem við gerðum í fyrri hálfleik og það er eins og við manninn mælt, við fáum hraðaupphlaup eftir hraðaupphlaup í bakið. Þegar þú gerir svona mistök sóknarlega þá eru þau dýr, sérstaklega þegar þú hleypur ekki heim,“ sagði Bjarki.mynd/vallimynd/valli Olís-deild karla Mest lesið Áreittar af hópi manna eftir leikinn í Jeddah Fótbolti „Hann er að hringja til að segjast ætla að drepa mig“ Körfubolti „Hvar í fjáranum er þessi Íslendingur?“ Fótbolti „Liverpool tapar titlinum ef þessi vitleysa heldur áfram“ Enski boltinn Hljóp maraþonhlaup á hverjum degi í heilt ár Sport Enn óvíst að stuðningsmenn Íslands fái HM-treyjur: „Afskaplega leitt“ Handbolti HM úr sögunni hjá Arnari Frey Handbolti Uppgjörið: Stjarnan-KR 94-86 | Stjörnumenn tóku aftur til sín toppsætið Körfubolti „Það mikilvægasta sem við eigum“ Handbolti „Ég var að sinna hlutum sem eru mikilvægari en körfubolti“ Körfubolti Fleiri fréttir Strákarnir hans Dags fóru illa með mótherja Íslands Sandra og félagar sterkari á taugum í lokin Hafsteinn Óli utan hóps hjá Grænhöfðaeyjum HM úr sögunni hjá Arnari Frey „Það mikilvægasta sem við eigum“ Enn óvíst að stuðningsmenn Íslands fái HM-treyjur: „Afskaplega leitt“ Sveinn kallaður inn í landsliðið vegna meiðsla Arnars Freys Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 31-31 | Góð fyrirheit fyrir HM Tómarúm eftir brotthvarf Landins og Hansens úr landsliðinu Dagur hundóánægður eftir sigur og saknar lykilmanns Eyjaför hjá bikarmeisturunum Fengið spark í rassgatið frá Guðjóni Val „Vonandi eitthvað til að byggja á í Evrópuleiknum“ Haukakonur byrja nýtt ár á tveimur sigurleikjum Díana Dögg kom að fjórum mörkum í stórsigri á gömlu félögunum Uppgjörið: Valur - Fram 31-28 | Valskonur láta ekkert undan Dana Björg ekki tapað síðan hún kom til baka af EM Tapaði fyrir Þóri í úrslitaleik EM og er líka hættur Reynir að halda fókus á meðan Snorri gasar Mikið áfall fyrir Eyjakonur Gamli landsliðsmarkvörðurinn í íslenska teymið „Á örugglega eftir að sjá eftir því á einhverjum tímapunkti“ Meiðslin sett strik í undirbúning Slagsmál í æfingaleik hjá mótherjum Íslands á HM Frábærar fréttir fyrir Frakka Aron spilar ekki fyrr en í milliriðli Júlíus Þórir sannaði sig í starfinu „Get skilið að þetta komi mörgum spánskt fyrir sjónir“ ÍR byrjar nýja árið með besta hætti Alfreð Gísla: „Hljómar kannski hrokafullt en svona er þetta“ Sjá meira
Valur lagði ÍR 33-25 í Olís deild karla í handbolta í kvöld. ÍR var yfir í hálfleik 15-14 en breiddin var meiri hjá Val og það skipti sköpum í leiknum. Jafnræði var með liðunum í fyrri hálfleik. ÍR var þó skrefinu á undan lengst af en gæði handboltans í fyrri hálfleik voru ekki mikil. Liðin gerðu mjög mörg tæknileg mistök og hraðinn í leiknum var lítill. Engin barátta var í Val í fyrri hálfleik og voru ÍR-ingar í raun klaufar að vera ekki meira en einu marki yfir. Liðin voru lengi í gang í seinni hálfleik og má segja að ÍR hafi aldrei komst í gang í seinni hálfleik. Valur gekk á lagið er leið á leikinn, fann baráttu andan sem vantaði framan af leik og keyrði yfir ÍR með góðum varnarleik og hraðaupphlaupum. ÍR var slakt í vörn sem sókn í seinni hálfleik og sá í raun aldrei til sólar. Björgvin Hólmgeirsson var meiddur og munaði mikið um hann því sóknarmenn ÍR virtust þreytast mikið og hreinlega sprungu í seinni hálfleik. Hlynur Morthens sem náði sér ekki á strik í fyrri hálfleik var mjög góður í marki Vals í seinni hálfleik og Sveinn Aron Sveinsson og Guðmundur Hólmar Helgason fóru á kostum á hinum enda vallarins. Valur lyfti sér með sigrinum í fjórða sæti deildarinnar en liðið þarf að bíða eftir úrslitum úr leik FH og ÍBV á laugardaginn til að fá úr því skorið hvort liðið komist í deildarbikarinn sem leikinn verður um aðra helgi. Ólafur: Það kom hjarta í þetta í seinni hálfleik„Það varð hugarfarsbreyting í hálfleik sem var málið,“ sagði Ólafur Stefánsson þjálfari Val sem var ekki ánægður með neitt í fyrri hálfleik. „Það var allt,“ sem var að að sögn Ólafs. „Vörn og sókn. Allt. Menn voru andlausir. Tempóið var fáránlega hægt og vesen. „ÍR var án Bjögga og við á heimavelli. Að leyfa sér þennan hálftíma er okkur til smá skammar sem lið. Það er ekki vinsælt en góðu fréttirnar eru að kom smá hjarta í þetta í seinni hálfleik og það var gott. „Við höfum úr meiri breidd að vinna en aðallega var þetta hjartað sem fór í gang í hálfleik,“ sagði Ólafur. Bjarki: Hraðaupphlaup Vals skildu á milli„Menn eiga ekki að springa í svona leik. Við vorum að spila agaðan bolta í fyrri hálfleik og ekkert sem var að koma okkur á óvart og við erum yfir í hálfleik þrátt fyrir að hafa gert fullt af teknískum feilum í fyrri hálfleik,“ sagði Bjarki Sigurðsson þjálfari ÍR. „Mér fannst Valsmenn ganga á lagið. Við fáum á okkur mikið af brottrekstrum sem olli því að þeir komust inn í leikinn og sóknarlega vorum við ráðlausir. Við vorum ekki að gera það sem fyrir okkur var lagt og menn að klikka úr opnum færum. Þeir keyra í bakið. „Hraðaupphlaup Vals voru það sem skildu á milli liðana. Varnarlega náðum við að halda í þá þegar við vorum jafn margir inni á vellinum. Einum fleiri hjá Val þá áttum við lítil svör. Það er mjög erfitt fyrir markmenn að standa fyrir aftan svoleiðis vörn þar sem lið er einum færra og hinir fá sex metra færi,“ sagði Bjarki. ÍR náði ekki að fylla í það skarð sem opnaðist við það að Björgvin Hólmgeirsson var meiddur. „Þetta hefði spilast öðruvísi ef við værum með mannað lið en það á að koma maður í manns stað og menn eiga að geta sýnt og sannað sig inni á vellinum þegar þeir fá tækifæri. Þetta á ekki að spilast á reynsluleysi hjá leikmönnum. „Bjöggi er þýðingamikill póstur hjá okkur og það er erfitt að missa hann út. Við höfum æft með nýja menn inni í stöðunni hans í staðin og við höfum æft það í allan vetur en það skiptir kannski ekki öllu. Það er samheldni liðsins og að menn sýni aga og við brotnum á einhverjum fimmtán mínútna kafla í seinni hálfleik. „Menn fara í óöguð skot í stað þess að halda þessum aga sem við gerðum í fyrri hálfleik og það er eins og við manninn mælt, við fáum hraðaupphlaup eftir hraðaupphlaup í bakið. Þegar þú gerir svona mistök sóknarlega þá eru þau dýr, sérstaklega þegar þú hleypur ekki heim,“ sagði Bjarki.mynd/vallimynd/valli
Olís-deild karla Mest lesið Áreittar af hópi manna eftir leikinn í Jeddah Fótbolti „Hann er að hringja til að segjast ætla að drepa mig“ Körfubolti „Hvar í fjáranum er þessi Íslendingur?“ Fótbolti „Liverpool tapar titlinum ef þessi vitleysa heldur áfram“ Enski boltinn Hljóp maraþonhlaup á hverjum degi í heilt ár Sport Enn óvíst að stuðningsmenn Íslands fái HM-treyjur: „Afskaplega leitt“ Handbolti HM úr sögunni hjá Arnari Frey Handbolti Uppgjörið: Stjarnan-KR 94-86 | Stjörnumenn tóku aftur til sín toppsætið Körfubolti „Það mikilvægasta sem við eigum“ Handbolti „Ég var að sinna hlutum sem eru mikilvægari en körfubolti“ Körfubolti Fleiri fréttir Strákarnir hans Dags fóru illa með mótherja Íslands Sandra og félagar sterkari á taugum í lokin Hafsteinn Óli utan hóps hjá Grænhöfðaeyjum HM úr sögunni hjá Arnari Frey „Það mikilvægasta sem við eigum“ Enn óvíst að stuðningsmenn Íslands fái HM-treyjur: „Afskaplega leitt“ Sveinn kallaður inn í landsliðið vegna meiðsla Arnars Freys Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 31-31 | Góð fyrirheit fyrir HM Tómarúm eftir brotthvarf Landins og Hansens úr landsliðinu Dagur hundóánægður eftir sigur og saknar lykilmanns Eyjaför hjá bikarmeisturunum Fengið spark í rassgatið frá Guðjóni Val „Vonandi eitthvað til að byggja á í Evrópuleiknum“ Haukakonur byrja nýtt ár á tveimur sigurleikjum Díana Dögg kom að fjórum mörkum í stórsigri á gömlu félögunum Uppgjörið: Valur - Fram 31-28 | Valskonur láta ekkert undan Dana Björg ekki tapað síðan hún kom til baka af EM Tapaði fyrir Þóri í úrslitaleik EM og er líka hættur Reynir að halda fókus á meðan Snorri gasar Mikið áfall fyrir Eyjakonur Gamli landsliðsmarkvörðurinn í íslenska teymið „Á örugglega eftir að sjá eftir því á einhverjum tímapunkti“ Meiðslin sett strik í undirbúning Slagsmál í æfingaleik hjá mótherjum Íslands á HM Frábærar fréttir fyrir Frakka Aron spilar ekki fyrr en í milliriðli Júlíus Þórir sannaði sig í starfinu „Get skilið að þetta komi mörgum spánskt fyrir sjónir“ ÍR byrjar nýja árið með besta hætti Alfreð Gísla: „Hljómar kannski hrokafullt en svona er þetta“ Sjá meira