Fótbolti

Aragones er ekki hættur

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Nordic Photos / Getty Images
Luis Aragones, fyrrum landsliðsþjálfari Spánar, hefur neitað þeim fregnum að hann sé hættur störfum sökum aldurs.

Aragones er 75 ára gamall og voru orð hans í nýlegu viðtali túlkuð sem svo að hann væri sestur í helgan stein.

„Öll getum við hætt að vinna á okkar efri árum en ég er ekki hættur,“ sagði hann í viðtali við AS á Spáni.

„Ef ég fæ tilboð mun ég skoða það. Kannski á ég eftir að þjálfa á ný við réttar aðstæður.“

Aragones varð meistari með Atletico Madrid, bæði sem leikmaður og þjálfari. Hann stýrði nokkrum spænskum liðum áður en hann tók við landsliðinu árið 2004. Undir hans stjórn urðu Spánverjar Evrópumeistarar árið 2008.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×