Erlent

Mótmælendur felldu styttu af Lenín

Haukur Viðar Alfreðsson skrifar
Mótmælendur réðust á styttuna með bareflum.
Mótmælendur réðust á styttuna með bareflum. mynd/afp
Hundruð þúsunda mótmæltu Viktori Yanukovich, forseta Úkraínu, í höfuðborginni Kænugarði í dag. Mótmælendur felldu styttu af Lenín með táknrænum hætti og réðust á styttuna með bareflum. Þannig mótmæltu þeir auknum tengslum þjóðarinnar við Rússa.

Fjölmenn mótmæli hafa verið í borginni undanfarið eftir að forsetinn ákvað að hætta við að undirrita samning um nánari samskipti Úkraínu og Evrópusambandsins.

Talið er víst að forsetinn hafi þar verið að láta undan kröfum Rússa, sem vilja ekki sjá að Úkraína tengist ESB sterkari böndum.

Hundruð þúsunda mótmæltu í Kænugarði í dag.mynd/afp
Stytta af Lenín var felld með táknrænum hætti.mynd/afp

Tengdar fréttir

Segir valdarán í undirbúningi í Úkraínu

Forætisráðherra Úkraínu segir öll teikn á lofti þess efnis að stjórnarandstæðingar undirbúi nú valdarán í landinu. Fjölmenn mótmæli hafa verið í höfuðborginni Kænugarði síðustu daga eftir að forsetinn, Viktor Yanukovych, ákvað að hætta við að undirrita samning um nánari samskipti Úktaínu og Evrópusambandsins.

Mótmælendur loka götum í Úkraínu

Mótmælendur hafa lokað götum að opinberum stofnunum við Sjálfstæðistorg í Kænugarði í Úkraínu. Þeir hafa einnig komið sér fyrir í ráðhúsi borgarinnar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×