Körfubolti

Michigan samdi við leikmann sem lifði af tvö flugslys

Austin ásamt frænda sínum, Michael Hach, sem hefur annast hann eftir að öll fjölskylda Austin lést. Myndin er tekin er hann var nýbúinn að semja við Michigan.
Austin ásamt frænda sínum, Michael Hach, sem hefur annast hann eftir að öll fjölskylda Austin lést. Myndin er tekin er hann var nýbúinn að semja við Michigan. mynd/ap
Hinn 19 ára gamli körfuboltamaður Austin Hatch á sér sögu sem er engri lík. Hann hefur lifað af tvö flugslys þar sem allir hans nánustu létust.

Árið 2003 var Hatch í flugvél sem hrapaði. Móðir hans, bróðir og systir létust öll í slysinu. Í júní árið 2011 hrapaði aftur vél með Hatch innanborðs. Aftur lifði hann af en í slysinu fórust faðir hans og stjúpmóðir.

Sjálfur slasaðist Hatch mikið í slysinu árið 2011 og var hann í dái í átta vikur. Síðustu tvö ár hefur hann síðan verið að læra að anda, borða, ganga og hreinlega lifa lífinu.

Það er því með ótrúlegum ólíkindum að hann sé í dag að fara að spila körfubolta með einu besta háskólaliði Bandaríkjanna, Michigan Wolverines, á næsta ári.

Það voru aðeins tíu dagar liðnir frá því hann gerði munnlegt samkomulag við Michigan er hann lenti í seinna flugslysinu.

"Að semja vð Michigan hefur verið mitt markmið síðan ég vaknaði úr dáinu. Ég trúði vart eigin augum er ég sá nafn mitt á lista leikmanna liðsins," sagði Hatch en hann er að tjá sig í fyrsta skipti eftir seinna flugslysið.

"Körfubolti er auðvitað bara leikur og á mér stærri markmið í lífinu en að spila körfubolta. Námið gengur fyrir en körfuboltinn hefur alltaf gefið mér mikið."

NBA



Fleiri fréttir

Sjá meira


×