Innlent

Lögreglan leitar þriggja manna

Haukur Viðar Alfreðsson skrifar
Frá vinstri: Robert Qyra, Rahim Jan Salimi og Tony Amos.
Frá vinstri: Robert Qyra, Rahim Jan Salimi og Tony Amos.
Ríkislögreglustjóri lýsir eftir þremur mönnum, Robert Qyra, Rahim Jan Salimi og Tony Amos, og biður þá sem gefið geta upplýsingar um ferðir þeirra að hafa samband við lögreglu í síma 112.

Qyra er ríkisborgari Albaníu, fæddur 1978, Salimi ríkisborgari Afganistan, fæddur 1992, og Omos ríkisborgari Nígeríu, fæddur 1978.

Greint var frá því í vikunni að Evelyn Glory Joseph, ætluð barnsmóðir Omos, beri við að hún sé fórnarlamb mansals og gefa rannsóknargögn til kynna að hún sé beitt þrýstingi um að segja Omos vera föðurinn.

Þetta kemur fram í rökstuðningi innanríkisráðuneytisins um synjun á endurupptöku á úrskurðinum um að senda hann úr landi.

Mál Omos hefur vakið mikla athygli síðustu daga og voru mótmæli skipulögð fyrir framan innanríkisráðuneytið í vikunni undir yfirskriftinni Mótmæli gegn sundrun flóttafjölskyldu frá Nígeríu. Kemur fram á Facebook-síðu mómælanna að brottvísun mannsins úr landi sé lögbrot þar sem hann á unnustu og ófætt barn á Íslandi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×