Snæfell tapaði fyrir KR | Úrslit kvöldsins Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 27. nóvember 2013 21:05 KR-ingurinn Sigrún Sjöfn Ámundadóttir í leik gegn Snæfelli. Mynd/Valli Heil umferð fór fram í Domino's-deild kvenna í kvöld en KR vann þá óvæntan sigur á Snæfelli í Stykkishólmi. Keflavík er því eitt á toppi deildarinnar eftir sigur á Njarðvík.Snæfell situr eftir í öðru sæti deildarinnar eftir fjögurra stiga tap fyrir KR, 64-60, sem var í næstneðsta sætinu fyrir leiki kvöldsins.Hamar vann einnig góðan útisigur í kvöld en liðið hafði betur gegn Grindavík, 73-57, þar sem hvergerðingar héldu þeim gulklæddu í aðeins 21 stigi í seinni hálfleik. Marín Laufey Davíðsdóttir átti frábæran leik en hún skoraði 20 stig og tók átján fráköst fyrir Hamar. Di'Amber Johnson skoraði einnig 20 stig og Fanney Lind Guðmundsdóttir sautján. Lauren Oosdyke átti stórleik fyrir Grindavík en hún skoraði 25 stig og tók 21 frákast.Haukar höfðu betur gegn Val, 63-51, á heimavelli. Lítið var skorað í fyrri hálfleik en staðan að honum loknum var 22-16, Valskonum í vil. Haukar tóku svo við sér í seinni hálfleik, skoruðu 47 stig og unnu leikinn. Lele Hardy skoraði átján stig fyrir Hauka og tók níu fráköst. Kristrún Sigurjónsdóttir var stigahæst hjá Val með sautján stig.Keflavík hafði betur gegn botnliði Njarðvíkur, 70-48. Keflvíkingar náðu undirtökunum snemma leiks og hleyptu grönnum sínum í Reykjanesbæ aldrei nálægt sér. Bryndís Guðmundsdóttir og Sara Rún Hinriksdóttir skoruðu fjórtán stig hvort fyrir Keflavík og Jasmine Beverly 21 fyrir Njarðvík. Haukar eru í þriðja sæti deildarinnar með sextán stig, fjórum á eftir toppliðunum tveimur. Grindavík, Valur og Hamar eru öll með tíu stig, KR með átta og þá er Njarðvík neðst með fjögur stig.Úrslit kvöldsinsKeflavík-Njarðvík 70-48 (20-8, 13-19, 21-13, 16-8)Keflavík: Sara Rún Hinriksdóttir 14/4 fráköst/5 stolnir, Bryndís Guðmundsdóttir 14/11 fráköst, Porsche Landry 13/6 fráköst/5 stoðsendingar, Bríet Sif Hinriksdóttir 11, Telma Lind Ásgeirsdóttir 11, Sandra Lind Þrastardóttir 3/6 fráköst, Thelma Dís Ágústsdóttir 2, Lovísa Falsdóttir 2.Njarðvík: Jasmine Beverly 21/11 fráköst, Sara Dögg Margeirsdóttir 9, Salbjörg Sævarsdóttir 5/14 fráköst, Andrea Björt Ólafsdóttir 3, Emelía Ósk Grétarsdóttir 2, Aníta Carter Kristmundsdóttir 2, Ásdís Vala Freysdóttir 2, Heiða B. Valdimarsdóttir 2, Guðlaug Björt Júlíusdóttir 2.Grindavík-Hamar 57-73 (20-24, 16-14, 12-18, 9-17)Grindavík: Lauren Oosdyke 25/21 fráköst, Jóhanna Rún Styrmisdóttir 10, Ingibjörg Jakobsdóttir 9/5 stoðsendingar, María Ben Erlingsdóttir 9/15 fráköst, Jeanne Lois Figeroa Sicat 4/6 fráköst, Alda Kristinsdóttir 0/4 fráköst, Marín Rós Karlsdóttir 0/6 stoðsendingar.Hamar: Marín Laufey Davíðsdóttir 20/18 fráköst, Di'Amber Johnson 20/6 fráköst/8 stoðsendingar, Fanney Lind Guðmundsdóttir 17/6 fráköst, Íris Ásgeirsdóttir 11/5 stoðsendingar/6 stolnir, Jenný Harðardóttir 5/4 fráköst.Snæfell-KR 60-64Haukar-Valur 63-51 (6-10, 10-12, 24-15, 23-14)Haukar: Lele Hardy 18/22 fráköst/9 stoðsendingar, Gunnhildur Gunnarsdóttir 15/5 fráköst/4 varin skot, Margrét Rósa Hálfdanardóttir 7/5 fráköst, Lovísa Björt Henningsdóttir 7, Íris Sverrisdóttir 5, Auður Íris Ólafsdóttir 4/7 fráköst, Jóhanna Björk Sveinsdóttir 4, Sylvía Rún Hálfdanardóttir 3.Valur: Kristrún Sigurjónsdóttir 17, Jaleesa Butler 10/14 fráköst/4 varin skot, Ragna Margrét Brynjarsdóttir 7/6 fráköst, Hallveig Jónsdóttir 7, Guðbjörg Sverrisdóttir 5/10 fráköst/5 stoðsendingar, María Björnsdóttir 3, Unnur Lára Ásgeirsdóttir 2. Dominos-deild kvenna Mest lesið Bætti eigið aldursmet í NBA deildinni um fimm ár Körfubolti Vinicius Junior klikkaði á víti og Brassarnir misstu af sigri Fótbolti „Þessi hópur átti líka skilið smá heppni“ Fótbolti Iniesta kaupir danskt fótboltafélag Fótbolti „Mér sýndist ljósin vera komin og flautan líka“ Körfubolti Enskur úrvalsdeildarleikmaður sakaður um margar nauðganir Enski boltinn „Erum að aðlaga okkur að nýjum áherslum sem ég hef ekki heyrt af“ Sport Kelleher og Ferguson hetjurnar í fyrsta heimasigri Heimis Fótbolti Uppgjörið: Álftanes - Grindavík 90-88 | Andrew Jones hetja heimamanna Körfubolti Kristófer: Þetta virkaði allavega í kvöld Körfubolti Fleiri fréttir Bætti eigið aldursmet í NBA deildinni um fimm ár Uppgjörið: Álftanes - Grindavík 90-88 | Andrew Jones hetja heimamanna „Mér sýndist ljósin vera komin og flautan líka“ „Maður er að kaupa notaða bíla og það eru bílasalar að bjóða manni bíla“ Kristófer: Þetta virkaði allavega í kvöld Uppgjör og viðtöl: Stjarnan - Höttur 87-80 | Stjörnumenn aftur á toppinn Uppgjör og viðtöl: Keflavík-Haukar 117-85 | Létt hjá kanalausum Keflvíkingum Uppgjör, viðtöl og myndir: Valur - KR 101-94 | Sálarnærandi sigur Íslandsmeistaranna Caitlin Clark nálægt því að skjóta niður áhorfendur á golfmóti „Við þurfum að fara að vinna leiki“ Tveir með fimmtíu stiga leik í nótt Gerði aðeins betur en mamma sín og jafnaði met landsliðsins Tryggvi og Elvar báðir kátir eftir kvöldið Popovich fékk heilablóðfall Höttur ekki lengi að finna mann í stað McCauley Leikmenn í Bónusdeildinni sem útvarpsmenn á FM957 og X977 Martin missir af landsleikjunum, Bjarni kemur inn og Viðar í stað Pavels „Viðurkennt að svona gerum við ekki“ Hattarmenn senda Kanann heim Ísak hættur með ÍR Heilsan ástæða þess að Árni lætur af störfum Betur fór en á horfðist hjá Martin sem virtist illa meiddur „Hef meiri áhyggjur af þessu með Kára“ Kallaði Giannis barn eftir að hann neitaði að taka í höndina á honum Teitur spilaði með manni sem dekkaði Jordan og drakk kippu af bjór fyrir æfingar Körfuboltakvöld: Tilþrif 6. umferðar Uppgjörið: Ísland - Rúmenía 77-73 | Fyrsti sigur íslenska liðsins í tvö ár Fullkominn og frábær leikur Tryggvi dugði ekki Teitur og Sævar fóru fögrum orðum um Kane í Körfuboltakvöldi Martin með tvöfalda tvennu í sigri á toppliðinu Sjá meira
Heil umferð fór fram í Domino's-deild kvenna í kvöld en KR vann þá óvæntan sigur á Snæfelli í Stykkishólmi. Keflavík er því eitt á toppi deildarinnar eftir sigur á Njarðvík.Snæfell situr eftir í öðru sæti deildarinnar eftir fjögurra stiga tap fyrir KR, 64-60, sem var í næstneðsta sætinu fyrir leiki kvöldsins.Hamar vann einnig góðan útisigur í kvöld en liðið hafði betur gegn Grindavík, 73-57, þar sem hvergerðingar héldu þeim gulklæddu í aðeins 21 stigi í seinni hálfleik. Marín Laufey Davíðsdóttir átti frábæran leik en hún skoraði 20 stig og tók átján fráköst fyrir Hamar. Di'Amber Johnson skoraði einnig 20 stig og Fanney Lind Guðmundsdóttir sautján. Lauren Oosdyke átti stórleik fyrir Grindavík en hún skoraði 25 stig og tók 21 frákast.Haukar höfðu betur gegn Val, 63-51, á heimavelli. Lítið var skorað í fyrri hálfleik en staðan að honum loknum var 22-16, Valskonum í vil. Haukar tóku svo við sér í seinni hálfleik, skoruðu 47 stig og unnu leikinn. Lele Hardy skoraði átján stig fyrir Hauka og tók níu fráköst. Kristrún Sigurjónsdóttir var stigahæst hjá Val með sautján stig.Keflavík hafði betur gegn botnliði Njarðvíkur, 70-48. Keflvíkingar náðu undirtökunum snemma leiks og hleyptu grönnum sínum í Reykjanesbæ aldrei nálægt sér. Bryndís Guðmundsdóttir og Sara Rún Hinriksdóttir skoruðu fjórtán stig hvort fyrir Keflavík og Jasmine Beverly 21 fyrir Njarðvík. Haukar eru í þriðja sæti deildarinnar með sextán stig, fjórum á eftir toppliðunum tveimur. Grindavík, Valur og Hamar eru öll með tíu stig, KR með átta og þá er Njarðvík neðst með fjögur stig.Úrslit kvöldsinsKeflavík-Njarðvík 70-48 (20-8, 13-19, 21-13, 16-8)Keflavík: Sara Rún Hinriksdóttir 14/4 fráköst/5 stolnir, Bryndís Guðmundsdóttir 14/11 fráköst, Porsche Landry 13/6 fráköst/5 stoðsendingar, Bríet Sif Hinriksdóttir 11, Telma Lind Ásgeirsdóttir 11, Sandra Lind Þrastardóttir 3/6 fráköst, Thelma Dís Ágústsdóttir 2, Lovísa Falsdóttir 2.Njarðvík: Jasmine Beverly 21/11 fráköst, Sara Dögg Margeirsdóttir 9, Salbjörg Sævarsdóttir 5/14 fráköst, Andrea Björt Ólafsdóttir 3, Emelía Ósk Grétarsdóttir 2, Aníta Carter Kristmundsdóttir 2, Ásdís Vala Freysdóttir 2, Heiða B. Valdimarsdóttir 2, Guðlaug Björt Júlíusdóttir 2.Grindavík-Hamar 57-73 (20-24, 16-14, 12-18, 9-17)Grindavík: Lauren Oosdyke 25/21 fráköst, Jóhanna Rún Styrmisdóttir 10, Ingibjörg Jakobsdóttir 9/5 stoðsendingar, María Ben Erlingsdóttir 9/15 fráköst, Jeanne Lois Figeroa Sicat 4/6 fráköst, Alda Kristinsdóttir 0/4 fráköst, Marín Rós Karlsdóttir 0/6 stoðsendingar.Hamar: Marín Laufey Davíðsdóttir 20/18 fráköst, Di'Amber Johnson 20/6 fráköst/8 stoðsendingar, Fanney Lind Guðmundsdóttir 17/6 fráköst, Íris Ásgeirsdóttir 11/5 stoðsendingar/6 stolnir, Jenný Harðardóttir 5/4 fráköst.Snæfell-KR 60-64Haukar-Valur 63-51 (6-10, 10-12, 24-15, 23-14)Haukar: Lele Hardy 18/22 fráköst/9 stoðsendingar, Gunnhildur Gunnarsdóttir 15/5 fráköst/4 varin skot, Margrét Rósa Hálfdanardóttir 7/5 fráköst, Lovísa Björt Henningsdóttir 7, Íris Sverrisdóttir 5, Auður Íris Ólafsdóttir 4/7 fráköst, Jóhanna Björk Sveinsdóttir 4, Sylvía Rún Hálfdanardóttir 3.Valur: Kristrún Sigurjónsdóttir 17, Jaleesa Butler 10/14 fráköst/4 varin skot, Ragna Margrét Brynjarsdóttir 7/6 fráköst, Hallveig Jónsdóttir 7, Guðbjörg Sverrisdóttir 5/10 fráköst/5 stoðsendingar, María Björnsdóttir 3, Unnur Lára Ásgeirsdóttir 2.
Dominos-deild kvenna Mest lesið Bætti eigið aldursmet í NBA deildinni um fimm ár Körfubolti Vinicius Junior klikkaði á víti og Brassarnir misstu af sigri Fótbolti „Þessi hópur átti líka skilið smá heppni“ Fótbolti Iniesta kaupir danskt fótboltafélag Fótbolti „Mér sýndist ljósin vera komin og flautan líka“ Körfubolti Enskur úrvalsdeildarleikmaður sakaður um margar nauðganir Enski boltinn „Erum að aðlaga okkur að nýjum áherslum sem ég hef ekki heyrt af“ Sport Kelleher og Ferguson hetjurnar í fyrsta heimasigri Heimis Fótbolti Uppgjörið: Álftanes - Grindavík 90-88 | Andrew Jones hetja heimamanna Körfubolti Kristófer: Þetta virkaði allavega í kvöld Körfubolti Fleiri fréttir Bætti eigið aldursmet í NBA deildinni um fimm ár Uppgjörið: Álftanes - Grindavík 90-88 | Andrew Jones hetja heimamanna „Mér sýndist ljósin vera komin og flautan líka“ „Maður er að kaupa notaða bíla og það eru bílasalar að bjóða manni bíla“ Kristófer: Þetta virkaði allavega í kvöld Uppgjör og viðtöl: Stjarnan - Höttur 87-80 | Stjörnumenn aftur á toppinn Uppgjör og viðtöl: Keflavík-Haukar 117-85 | Létt hjá kanalausum Keflvíkingum Uppgjör, viðtöl og myndir: Valur - KR 101-94 | Sálarnærandi sigur Íslandsmeistaranna Caitlin Clark nálægt því að skjóta niður áhorfendur á golfmóti „Við þurfum að fara að vinna leiki“ Tveir með fimmtíu stiga leik í nótt Gerði aðeins betur en mamma sín og jafnaði met landsliðsins Tryggvi og Elvar báðir kátir eftir kvöldið Popovich fékk heilablóðfall Höttur ekki lengi að finna mann í stað McCauley Leikmenn í Bónusdeildinni sem útvarpsmenn á FM957 og X977 Martin missir af landsleikjunum, Bjarni kemur inn og Viðar í stað Pavels „Viðurkennt að svona gerum við ekki“ Hattarmenn senda Kanann heim Ísak hættur með ÍR Heilsan ástæða þess að Árni lætur af störfum Betur fór en á horfðist hjá Martin sem virtist illa meiddur „Hef meiri áhyggjur af þessu með Kára“ Kallaði Giannis barn eftir að hann neitaði að taka í höndina á honum Teitur spilaði með manni sem dekkaði Jordan og drakk kippu af bjór fyrir æfingar Körfuboltakvöld: Tilþrif 6. umferðar Uppgjörið: Ísland - Rúmenía 77-73 | Fyrsti sigur íslenska liðsins í tvö ár Fullkominn og frábær leikur Tryggvi dugði ekki Teitur og Sævar fóru fögrum orðum um Kane í Körfuboltakvöldi Martin með tvöfalda tvennu í sigri á toppliðinu Sjá meira