Fótbolti

Ólafur Ingi og félagar í góðri stöðu | Úrslit kvöldsins

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Mynd/NordicPhotos/Getty
Belgíska liðið Zulte Waregem er í öðru sæti síns riðils í Evrópudeild UEFA eftir sigur á enska B-deildarliðinu Wigan á útivelli. Ólafur Ingi Skúlason var í byrjunarliði Belganna.

Zulte Waregem hafði betur, 2-1, eftir að hafa lent marki undir snemma leiks. Leon Barnett skoraði mark Englendinganna strax á sjöundu mínútu.

Thorgen Hazard færði sér mistök markvarðarins Lee Nicholls í nyt þegar hann skoraði jöfnunarmarkið og Junior Malanda skoraði svo sigurmark leiksins á 88. mínútu, með laglegu skoti frá vítateigslínunni.

Rubin Kazan er búið að tryggja sér efsta sæti D-riðils en liðið gerði 1-1 jafntefli við slóvenska liðið Maribor í kvöld.

Zulte Waregem er í öðru sæti með sjö stig en Wigan kemur næst með fimm stig. Zulte mætir Rubin í lokaumferðinni og dugir þá jafntefli til að tryggja sæti sitt í 16-liða úrslitum keppninnar.

Fjölmargir leikir fóru fram í Evrópudeild UEFA í kvöld og má sjá úrslit þeirra hér fyrir neðan.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×