Umfjöllun og viðtöl: ÍR - HK 36-30 Elvar Geir Magnússon skrifar 28. nóvember 2013 21:00 ÍR-ingar reyndust sterkari á lokasprettinum gegn botnliði HK í leik liðanna í Olísdeild karla í kvöld. ÍR vann sex marka sigur en staðan var jöfn, 22-22, þegar átján mínútur voru eftir af leiknum. Breiðhyltingum hefur gengið brösuglega að undanförnu og því lífsnauðsynlegt fyrir þá að taka sigur í kvöld gegn botnliðinu á heimavelli. Fæðingin var alls ekki eins auðveld og lokatölurnar gefa til kynna. HK var skrefinu á undan lengi vel og heimamenn að gera of mörg mistök. En á lokasprettinum keyrðu ÍR-ingar yfir andstæðinga sína sem eru sjálfstraustslitlir eftir dapurt gengi. Fögnuður Breiðhyltinga í leikslok var ósvikinn enda mikill léttir að ná loksins sigri eftir þrjá tapleiki þar á undan. Björgvin Hólmgeirsson var markahæstur ÍR-inga en mörg mörk hans komu á sérlega mikilvægum augnablikum í leiknum. Arnór Freyr Stefánsson kom í markið snemma leiks og átti góðan leik.Jón Heiðar: Skulduðum fólkinu okkarJón Heiðar Gunnarsson, leikmaður ÍR, var sammála blaðamanni í því að sigurinn hafi verið lífsnauðsynlegur eftir slæmt gengi að undanförnu. "Guð minn almáttugur já. Maður var nánast búinn að gleyma því hvernig sigurtilfinning er, það er orðið svo langt síðan. Við höfum verið í lægð og síðustu þrír leikir verið skelfilega erfiðir. Fyrst klikkaði vörnin og svo sóknin," segir Jón. "Þessi sigur gerir mikið fyrir sjálfstraustið og svo töpum við ekki hér á heimavelli! Það er bara þannig! Við skulduðum fólkinu okkar það að spila betur en við höfum verið að gera." "Ég held að hungrið hafi skilað þessu. Leið og við fundum lyktina af sigrinum þá fórum við að spila af getu. Um leið og við sáum að við getum þetta urðum við betri." "Það er engin spurning að þessi hópur á heima ofar. Við erum með háleit markmið og það voru gríðarleg vonbrigði að vera í þessu sjötta sæti sem við vorum í fyrir þennan leik." ÍR-ingar sérsmíðuðu varamannabekk með strætósætum fyrir þennan leik en máttu ekki færa hann yfir í seinni hálfleiknum. Eftirlitsdómarinn bannaði það og fengu HK-ingar að nota hann eftir hlé. "Það er búið að leggja blóð, svita og tár í þennan bekk. Þetta er skýringin á því að við höfum tapað þessum leikjum. Við höfum unnið öll kvöld að því að smíða þennan bekk með hjálp frá strætó og BYKO sem útveguðu hráefnið. Bjarki, sem vinnur sem blaðberi í hlutastarfi, hefur unnið myrkrana á milli að smíða þetta. Nú er bekkurinn kominn og sigurinn kominn og við getum haldið áfram á réttri braut," segir Jón Heiðar kíminn.Samúel: Menn ekki að skrópa á æfingarSamúel Ívar Árnason, þjálfari HK, segir að andinn í hópnum sé góður þrátt fyrir að liðið vermi botnsætið. "Við erum að lenda manni færri í seinni hálfleik og erum ekki að leysa það vel. Það skildi aðeins á milli það. Þannig komust þeir inn í leikinn en fram að því fannst mér við hafa verið mun betri en þeir," segir Samúel. "Svo voru þeir að skora úr sóknum þar sem mér fannst við vera búnir að klára að vinna boltann. Það er hægt að taka fullt jákvætt úr þessum leik. Strákarnir eru að mæta tilbúnir í slaginn, eru að berjast og leggja sig fram. Smáatriðin falla ekki með okkur." "Mér fannst þetta stöngin út. Þó þeir hafi unnið með sex í lokin er það bara því þeir síga fram úr í lokin. Við erum yfir stærstan hluta leiksins en svo falla hlutirnir ekki alveg með okkur." "Það er enginn ánægður að tapa og enginn ánægður að vera á botninum en andinn í hópnum er fínn. Við erum að díla við þetta á réttan hátt. Við erum með ungt lið og það tekur tíma fyrir menn að læra að vera í stórum hlutverkum. Þessir strákar hafa ekki verið að væla eða skrópa á æfingum eða vorkennt sjálfum sér. Við vinnum bara áfram í okkar málum." Olís-deild karla Mest lesið „Þetta félag mun aldrei deyja“ Enski boltinn „Við erum of mistækir“ Handbolti Barnalegir og hefðu getað kastað leiknum frá sér Enski boltinn Á stall með Jordan eftir frammistöðu kvöldsins Körfubolti LeBron frá í vikur frekar en daga Körfubolti Atalanta batt enda á sigurgöngu Juventus Fótbolti Umræðan væri önnur ef um Rashford væri að ræða en ekki Grealish Enski boltinn Benedikt Gunnar kallaður inn í landsliðshópinn Handbolti „Opnuðum á möguleikann að tapa leiknum“ Enski boltinn Danski dómarinn aftur á börum af velli Handbolti Fleiri fréttir „Við erum of mistækir“ Benedikt Gunnar kallaður inn í landsliðshópinn Stjarnan tryggði sér sæti í úrslitakeppninni Uppgjörið: FH - Afturelding 34-29 | Heimamenn endurheimtu toppsætið Björgvin Páll strax kallaður aftur í landsliðið Danski dómarinn aftur á börum af velli Valur tímabundið á toppinn Gauti bjargaði stigi en ÍR færist fjær botninum Engir Íslendingar en samt ekkert vandamál hjá Melsungen í kvöld Elliði markahæstur í stórsigri Gummersbach Orri skoraði mark umferðarinnar í Meistaradeildinni Tekur hatt sinn ofan fyrir Söndru sem kveður Jóhannes Berg fer til Arnórs í Danmörku Ekki hættur í þjálfun Sænsku meistararnir fá Elínu inn sem fyrsta kost: „Mjög fínn kostur“ Landsleik Svía og Rúmena hætt eftir svakalegt samstuð leikmanna Haukur flottur í sigri á liði Gumma Gumm í Meistaradeildinni Elvar bjó til sjö mörk en liðið missti af sigri í lokin Gunnar kveður og Stefán tekur við Elín Rósa fullkomnar íslenska tríóið hjá þýska stórliðinu Draumadagar Elínar Klöru sem fer í atvinnumennsku Valsmenn skutu bikarmeistarana aftur niður á jörðina Mosfellingar hristu af sér bikarvonbrigðin með stórsigri Kristjan Örn fagnaði landsliðssæti með frábæran leik Sigvaldi með sex mörk og báðir bræðurnir skoruðu á móti Barcelona Nýjasti landsliðsmaðurinn fagnaði sætinu með hauskúpuleik „Þetta var bara núna eða aldrei“ Fetar í fótspor afa síns sem hann aldrei kynntist með landsliðinu „Ég var heitur og þegar maður er heitur á maður að negla á markið“ Botnliðin unnu bæði og eygja nú meiri von um að bjarga sér Sjá meira
ÍR-ingar reyndust sterkari á lokasprettinum gegn botnliði HK í leik liðanna í Olísdeild karla í kvöld. ÍR vann sex marka sigur en staðan var jöfn, 22-22, þegar átján mínútur voru eftir af leiknum. Breiðhyltingum hefur gengið brösuglega að undanförnu og því lífsnauðsynlegt fyrir þá að taka sigur í kvöld gegn botnliðinu á heimavelli. Fæðingin var alls ekki eins auðveld og lokatölurnar gefa til kynna. HK var skrefinu á undan lengi vel og heimamenn að gera of mörg mistök. En á lokasprettinum keyrðu ÍR-ingar yfir andstæðinga sína sem eru sjálfstraustslitlir eftir dapurt gengi. Fögnuður Breiðhyltinga í leikslok var ósvikinn enda mikill léttir að ná loksins sigri eftir þrjá tapleiki þar á undan. Björgvin Hólmgeirsson var markahæstur ÍR-inga en mörg mörk hans komu á sérlega mikilvægum augnablikum í leiknum. Arnór Freyr Stefánsson kom í markið snemma leiks og átti góðan leik.Jón Heiðar: Skulduðum fólkinu okkarJón Heiðar Gunnarsson, leikmaður ÍR, var sammála blaðamanni í því að sigurinn hafi verið lífsnauðsynlegur eftir slæmt gengi að undanförnu. "Guð minn almáttugur já. Maður var nánast búinn að gleyma því hvernig sigurtilfinning er, það er orðið svo langt síðan. Við höfum verið í lægð og síðustu þrír leikir verið skelfilega erfiðir. Fyrst klikkaði vörnin og svo sóknin," segir Jón. "Þessi sigur gerir mikið fyrir sjálfstraustið og svo töpum við ekki hér á heimavelli! Það er bara þannig! Við skulduðum fólkinu okkar það að spila betur en við höfum verið að gera." "Ég held að hungrið hafi skilað þessu. Leið og við fundum lyktina af sigrinum þá fórum við að spila af getu. Um leið og við sáum að við getum þetta urðum við betri." "Það er engin spurning að þessi hópur á heima ofar. Við erum með háleit markmið og það voru gríðarleg vonbrigði að vera í þessu sjötta sæti sem við vorum í fyrir þennan leik." ÍR-ingar sérsmíðuðu varamannabekk með strætósætum fyrir þennan leik en máttu ekki færa hann yfir í seinni hálfleiknum. Eftirlitsdómarinn bannaði það og fengu HK-ingar að nota hann eftir hlé. "Það er búið að leggja blóð, svita og tár í þennan bekk. Þetta er skýringin á því að við höfum tapað þessum leikjum. Við höfum unnið öll kvöld að því að smíða þennan bekk með hjálp frá strætó og BYKO sem útveguðu hráefnið. Bjarki, sem vinnur sem blaðberi í hlutastarfi, hefur unnið myrkrana á milli að smíða þetta. Nú er bekkurinn kominn og sigurinn kominn og við getum haldið áfram á réttri braut," segir Jón Heiðar kíminn.Samúel: Menn ekki að skrópa á æfingarSamúel Ívar Árnason, þjálfari HK, segir að andinn í hópnum sé góður þrátt fyrir að liðið vermi botnsætið. "Við erum að lenda manni færri í seinni hálfleik og erum ekki að leysa það vel. Það skildi aðeins á milli það. Þannig komust þeir inn í leikinn en fram að því fannst mér við hafa verið mun betri en þeir," segir Samúel. "Svo voru þeir að skora úr sóknum þar sem mér fannst við vera búnir að klára að vinna boltann. Það er hægt að taka fullt jákvætt úr þessum leik. Strákarnir eru að mæta tilbúnir í slaginn, eru að berjast og leggja sig fram. Smáatriðin falla ekki með okkur." "Mér fannst þetta stöngin út. Þó þeir hafi unnið með sex í lokin er það bara því þeir síga fram úr í lokin. Við erum yfir stærstan hluta leiksins en svo falla hlutirnir ekki alveg með okkur." "Það er enginn ánægður að tapa og enginn ánægður að vera á botninum en andinn í hópnum er fínn. Við erum að díla við þetta á réttan hátt. Við erum með ungt lið og það tekur tíma fyrir menn að læra að vera í stórum hlutverkum. Þessir strákar hafa ekki verið að væla eða skrópa á æfingum eða vorkennt sjálfum sér. Við vinnum bara áfram í okkar málum."
Olís-deild karla Mest lesið „Þetta félag mun aldrei deyja“ Enski boltinn „Við erum of mistækir“ Handbolti Barnalegir og hefðu getað kastað leiknum frá sér Enski boltinn Á stall með Jordan eftir frammistöðu kvöldsins Körfubolti LeBron frá í vikur frekar en daga Körfubolti Atalanta batt enda á sigurgöngu Juventus Fótbolti Umræðan væri önnur ef um Rashford væri að ræða en ekki Grealish Enski boltinn Benedikt Gunnar kallaður inn í landsliðshópinn Handbolti „Opnuðum á möguleikann að tapa leiknum“ Enski boltinn Danski dómarinn aftur á börum af velli Handbolti Fleiri fréttir „Við erum of mistækir“ Benedikt Gunnar kallaður inn í landsliðshópinn Stjarnan tryggði sér sæti í úrslitakeppninni Uppgjörið: FH - Afturelding 34-29 | Heimamenn endurheimtu toppsætið Björgvin Páll strax kallaður aftur í landsliðið Danski dómarinn aftur á börum af velli Valur tímabundið á toppinn Gauti bjargaði stigi en ÍR færist fjær botninum Engir Íslendingar en samt ekkert vandamál hjá Melsungen í kvöld Elliði markahæstur í stórsigri Gummersbach Orri skoraði mark umferðarinnar í Meistaradeildinni Tekur hatt sinn ofan fyrir Söndru sem kveður Jóhannes Berg fer til Arnórs í Danmörku Ekki hættur í þjálfun Sænsku meistararnir fá Elínu inn sem fyrsta kost: „Mjög fínn kostur“ Landsleik Svía og Rúmena hætt eftir svakalegt samstuð leikmanna Haukur flottur í sigri á liði Gumma Gumm í Meistaradeildinni Elvar bjó til sjö mörk en liðið missti af sigri í lokin Gunnar kveður og Stefán tekur við Elín Rósa fullkomnar íslenska tríóið hjá þýska stórliðinu Draumadagar Elínar Klöru sem fer í atvinnumennsku Valsmenn skutu bikarmeistarana aftur niður á jörðina Mosfellingar hristu af sér bikarvonbrigðin með stórsigri Kristjan Örn fagnaði landsliðssæti með frábæran leik Sigvaldi með sex mörk og báðir bræðurnir skoruðu á móti Barcelona Nýjasti landsliðsmaðurinn fagnaði sætinu með hauskúpuleik „Þetta var bara núna eða aldrei“ Fetar í fótspor afa síns sem hann aldrei kynntist með landsliðinu „Ég var heitur og þegar maður er heitur á maður að negla á markið“ Botnliðin unnu bæði og eygja nú meiri von um að bjarga sér Sjá meira