Bíó og sjónvarp

Asískar kvikmyndir eiga betri möguleika

Ang Lee
Ang Lee AFP/NordicPhotos
Óskarsverðlaunahafinn og leikstjórinn Ang Lee undirbýr nú tökur á nýrri kvikmynd í Filippseyjum, þar sem hann er staddur um þessar mundir.

Hann sagði að sjálfstæðir kvikmyndaframleiðendur í Asíu ættu betri möguleika en áður á því að koma myndum sínum í alþjóðlega dreifingu.

Ang Lee, sem er fæddur í Taívan, hefur leikstýrt myndum á borð við Brokeback Mountain, Crouching Tiger, Hidden Dragon og Life of Pi.

Lee tók þátt í pallborðsumræðum um kvikmyndina Life of Pi í vikunni, þar sem hann sagði að hann væri innblásinn af því að hvernig viðtökur myndin hefði fengið um allan heim.

Hann sagði áttatíu og fimm prósent tekjum myndarinnar koma frá öðrum löndum en Bandaríkjunum, sem var eitt sinn leiðandi á markaði. Hann eyddi fjórum árum í gerð myndarinnar, sem kostaði um 130 milljónir dollarar, og hlaut önnur Óskarsverðlaun sín á ferlinum sem besti leikstjórinn. 






Fleiri fréttir

Sjá meira


×