Umfjöllun og viðtöl: Haukar - Valur 27-27 Kristinn Páll Teitsson skrifar 14. nóvember 2013 10:53 Sigurbergur Sveinsson tryggði Haukum stig með síðasta skoti leiksins í 27-27 jafntefli gegn Valsmönnum í Olís-deild karla í kvöld. Haukar fengu vítakast þegar leiktíminn rann út og þar steig Sigurbergur ískaldur á línuna. Þrátt fyrir að hafa tapað gegn Valsmönnum í fyrstu umferð voru Haukar tveimur stigum fyrir ofan gestina fyrir leiki kvöldsins á toppi Olís deildarinnar. Bæði liðin komu inn í leik kvöldsins með þriggja leikja sigurgöngu á bakinu. Heimamenn byrjuðu leikinn betur og náðu mest þriggja marka forskoti í fyrri hálfleik. Jöfnunarmark Valsliðsins um miðbik fyrri hálfleiks varð hinsvegar sem vítamínssprauta fyrir Valsliðið. Þeir tóku völdin það sem eftir lifði hálfleiksins og náðu fjögurra marka forskoti rétt fyrir hálfleikinn í stöðunni 16-12. Valsmenn náðu sex marka forskoti þegar tíu mínútur voru liðnar af seinni hálfleik en það vakti leikmenn Hauka til lífsins. Þá komu sex mörk heimamanna í röð og skyndilega var allt í járnum fyrir lokamínútur leiksins. Valsmenn náðu aftur forskotinu rétt fyrir lok leiksins og leiddu með tveimur mörkum þegar mínúta var til leiksloka. Haukar náðu hinsvegar tveimur snöggum sóknum sem enduðu báðar á vítalínunni og jafnaði Sigurbergur með síðasta kasti leiksins þegar leiktíminn var runninn út. Heimamenn geta verið sáttir með stigið eftir að hafa verið undir lengst af í leiknum, þar af tveimur mörkum undir þegar mínúta var til leiksloka. Þeir gáfust aldrei upp og uppskáru að lokum mikilvægt stig sem kemur þeim í toppsætið við hlið FH. Valsmenn hljóta hinsvegar að vera ósáttir með aðeins eitt stig eftir að hafa leitt leikinn lengst af. Það voru margir jákvæðir punktar hjá Valsliðinu í dag en slæmir kaflar kostuðu þá að lokum. Ólafur: Þetta fer í reynslubankann„Þetta eru auðvitað vonbrigði, þegar þú ert kominn með eitthvað í hendurnar er leiðinlegt að tapa því," sagði Ólafur Stefánsson, þjálfari Valsmanna eftir leikinn. „Það voru margir góðir punktar, við stjórnuðum leiknum í 45 mínútur í kvöld. Ég verð að hrósa Patta fyrir að breyta um vörn. Haukar spila þessa vörn oft og við eigum að takast betur á við hana, þeir voru agressívari en ég bjóst við," Valsmenn leiddu lengst af í leiknum og voru óheppnir að taka ekki stigin tvö í kvöld. „Við erum búnir að fá smjörþefinn af því að spila eins og flott lið, það bragð fer vonandi ekkert úr okkur. Þetta fer í reynslubankann og við tökum skref áfram í þá átt sem við viljum fara. Ég vona að við lærum bara af þessum leik," Ólafur sá marga jákvæða punkta í leiknum. „Við vorum klaufar í seinni hálfleik, vorum of mikið manni færri og að fá á okkur klaufalegar brottvísanir. Við þurfum að læra að stjórna svona leik allan tímann. Maður má ekki gleyma sér í sekúndubrot, sérstaklega gegn góðu liði eins og Haukum," sagði Ólafur. Patrekur: Átti von á meiri grimmd í mönnum„Ég er mjög óánægður með fyrri hálfleikinn hjá okkur, það var ekki nógu mikil hreyfing í mönnum. Ég átti von á meiri grimmd í mönnum í toppslag," sagði Patrekur Jóhannesson, þjálfari Hauka eftir leikinn. „Við vorum komnir ansi langt undir á tíma og breyttum þá um kerfi sem stöðvaði alveg Valsliðið. Það jákvæða er að síðasta korterið sýndu menn úr hverju þeir eru gerðir og náðu í stig gegn sterku liði," Útliti var svart eftir tíu mínútna leik í seinni hálfleik, Valsliðið náði mest sex marka forskoti. Patrekur breytti í framarlega 3-3 vörn og við tók góður kafli hjá lærisveinum hans. „Þetta var nú reyndar plan C, við ætluðum að spila sterka 6-0 eða 5-1 vörn og vera hreyfanlegir. Við vorum alltof staðir, við vissum hvernig þeir myndu spila. Þegar ég var að þjálfa Valsliðið í fyrra og mætti Guðmundi og Geir virkaði þessi vörn vel svo ég tók sénsinn á henni," Eftir að hafa unnið upp sex marka forskot lentu Haukar aftur tveimur mörkum undir þegar mínúta var eftir. Menn börðust hinsvegar fram á lokasekúndur leiksins og var Patrekur ánægður með það. „Leikurinn er 60 mínútur, það skiptir ekki mála hver staðan er fyrr en lokaflautið kemur. Ef þú ert inná þá helduru áfram og hengir ekki haus," sagði Patrekur. Guðmundur: Hundfúll með úrslitin„Maður er eiginlega bara hundfúll með hvernig þetta fór, sérstaklega hvernig við glutruðum þessu niður á lokametrunum," sagði Guðmundur Hólmar Helgason, leikmaður Vals eftir leikinn. „Þegar korter er eftir erum við sex mörkum yfir en dettum í smá örvæntingu sem er leiðinlegt. Við getum hinsvegar tekið fullt af jákvæðu út úr þessu líka, mér fannst við stjórna leiknum í dag," Valsmenn áttu slæman kafla um miðbik seinni hálfleiks þegar þeir misstu niður sex marka forskot á tíu mínútum. „Ég hef ekki neina útskýringu á þessu, þetta átti ekki að koma okkur á óvart. Við höfum æft gegn svona vörnum og eigum að vera vanir þessu en þeir voru ákafari en við bjuggumst við," „Við spiluðum vel í 45 mínútur en það er ekki nóg, við erum að spila á erfiðum útivelli gegn toppliði og þá þarftu einfaldlega að spila vel allar sextíu mínúturnar," sagði Guðmundur að lokum. Olís-deild karla Mest lesið Áreittar af hópi manna eftir leikinn í Jeddah Fótbolti „Hann er að hringja til að segjast ætla að drepa mig“ Körfubolti „Hvar í fjáranum er þessi Íslendingur?“ Fótbolti „Liverpool tapar titlinum ef þessi vitleysa heldur áfram“ Enski boltinn Hljóp maraþonhlaup á hverjum degi í heilt ár Sport Enn óvíst að stuðningsmenn Íslands fái HM-treyjur: „Afskaplega leitt“ Handbolti HM úr sögunni hjá Arnari Frey Handbolti Uppgjörið: Stjarnan-KR 94-86 | Stjörnumenn tóku aftur til sín toppsætið Körfubolti „Það mikilvægasta sem við eigum“ Handbolti „Ég var að sinna hlutum sem eru mikilvægari en körfubolti“ Körfubolti Fleiri fréttir Strákarnir hans Dags fóru illa með mótherja Íslands Sandra og félagar sterkari á taugum í lokin Hafsteinn Óli utan hóps hjá Grænhöfðaeyjum HM úr sögunni hjá Arnari Frey „Það mikilvægasta sem við eigum“ Enn óvíst að stuðningsmenn Íslands fái HM-treyjur: „Afskaplega leitt“ Sveinn kallaður inn í landsliðið vegna meiðsla Arnars Freys Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 31-31 | Góð fyrirheit fyrir HM Tómarúm eftir brotthvarf Landins og Hansens úr landsliðinu Dagur hundóánægður eftir sigur og saknar lykilmanns Eyjaför hjá bikarmeisturunum Fengið spark í rassgatið frá Guðjóni Val „Vonandi eitthvað til að byggja á í Evrópuleiknum“ Haukakonur byrja nýtt ár á tveimur sigurleikjum Díana Dögg kom að fjórum mörkum í stórsigri á gömlu félögunum Uppgjörið: Valur - Fram 31-28 | Valskonur láta ekkert undan Dana Björg ekki tapað síðan hún kom til baka af EM Tapaði fyrir Þóri í úrslitaleik EM og er líka hættur Reynir að halda fókus á meðan Snorri gasar Mikið áfall fyrir Eyjakonur Gamli landsliðsmarkvörðurinn í íslenska teymið „Á örugglega eftir að sjá eftir því á einhverjum tímapunkti“ Meiðslin sett strik í undirbúning Slagsmál í æfingaleik hjá mótherjum Íslands á HM Frábærar fréttir fyrir Frakka Aron spilar ekki fyrr en í milliriðli Júlíus Þórir sannaði sig í starfinu „Get skilið að þetta komi mörgum spánskt fyrir sjónir“ ÍR byrjar nýja árið með besta hætti Alfreð Gísla: „Hljómar kannski hrokafullt en svona er þetta“ Sjá meira
Sigurbergur Sveinsson tryggði Haukum stig með síðasta skoti leiksins í 27-27 jafntefli gegn Valsmönnum í Olís-deild karla í kvöld. Haukar fengu vítakast þegar leiktíminn rann út og þar steig Sigurbergur ískaldur á línuna. Þrátt fyrir að hafa tapað gegn Valsmönnum í fyrstu umferð voru Haukar tveimur stigum fyrir ofan gestina fyrir leiki kvöldsins á toppi Olís deildarinnar. Bæði liðin komu inn í leik kvöldsins með þriggja leikja sigurgöngu á bakinu. Heimamenn byrjuðu leikinn betur og náðu mest þriggja marka forskoti í fyrri hálfleik. Jöfnunarmark Valsliðsins um miðbik fyrri hálfleiks varð hinsvegar sem vítamínssprauta fyrir Valsliðið. Þeir tóku völdin það sem eftir lifði hálfleiksins og náðu fjögurra marka forskoti rétt fyrir hálfleikinn í stöðunni 16-12. Valsmenn náðu sex marka forskoti þegar tíu mínútur voru liðnar af seinni hálfleik en það vakti leikmenn Hauka til lífsins. Þá komu sex mörk heimamanna í röð og skyndilega var allt í járnum fyrir lokamínútur leiksins. Valsmenn náðu aftur forskotinu rétt fyrir lok leiksins og leiddu með tveimur mörkum þegar mínúta var til leiksloka. Haukar náðu hinsvegar tveimur snöggum sóknum sem enduðu báðar á vítalínunni og jafnaði Sigurbergur með síðasta kasti leiksins þegar leiktíminn var runninn út. Heimamenn geta verið sáttir með stigið eftir að hafa verið undir lengst af í leiknum, þar af tveimur mörkum undir þegar mínúta var til leiksloka. Þeir gáfust aldrei upp og uppskáru að lokum mikilvægt stig sem kemur þeim í toppsætið við hlið FH. Valsmenn hljóta hinsvegar að vera ósáttir með aðeins eitt stig eftir að hafa leitt leikinn lengst af. Það voru margir jákvæðir punktar hjá Valsliðinu í dag en slæmir kaflar kostuðu þá að lokum. Ólafur: Þetta fer í reynslubankann„Þetta eru auðvitað vonbrigði, þegar þú ert kominn með eitthvað í hendurnar er leiðinlegt að tapa því," sagði Ólafur Stefánsson, þjálfari Valsmanna eftir leikinn. „Það voru margir góðir punktar, við stjórnuðum leiknum í 45 mínútur í kvöld. Ég verð að hrósa Patta fyrir að breyta um vörn. Haukar spila þessa vörn oft og við eigum að takast betur á við hana, þeir voru agressívari en ég bjóst við," Valsmenn leiddu lengst af í leiknum og voru óheppnir að taka ekki stigin tvö í kvöld. „Við erum búnir að fá smjörþefinn af því að spila eins og flott lið, það bragð fer vonandi ekkert úr okkur. Þetta fer í reynslubankann og við tökum skref áfram í þá átt sem við viljum fara. Ég vona að við lærum bara af þessum leik," Ólafur sá marga jákvæða punkta í leiknum. „Við vorum klaufar í seinni hálfleik, vorum of mikið manni færri og að fá á okkur klaufalegar brottvísanir. Við þurfum að læra að stjórna svona leik allan tímann. Maður má ekki gleyma sér í sekúndubrot, sérstaklega gegn góðu liði eins og Haukum," sagði Ólafur. Patrekur: Átti von á meiri grimmd í mönnum„Ég er mjög óánægður með fyrri hálfleikinn hjá okkur, það var ekki nógu mikil hreyfing í mönnum. Ég átti von á meiri grimmd í mönnum í toppslag," sagði Patrekur Jóhannesson, þjálfari Hauka eftir leikinn. „Við vorum komnir ansi langt undir á tíma og breyttum þá um kerfi sem stöðvaði alveg Valsliðið. Það jákvæða er að síðasta korterið sýndu menn úr hverju þeir eru gerðir og náðu í stig gegn sterku liði," Útliti var svart eftir tíu mínútna leik í seinni hálfleik, Valsliðið náði mest sex marka forskoti. Patrekur breytti í framarlega 3-3 vörn og við tók góður kafli hjá lærisveinum hans. „Þetta var nú reyndar plan C, við ætluðum að spila sterka 6-0 eða 5-1 vörn og vera hreyfanlegir. Við vorum alltof staðir, við vissum hvernig þeir myndu spila. Þegar ég var að þjálfa Valsliðið í fyrra og mætti Guðmundi og Geir virkaði þessi vörn vel svo ég tók sénsinn á henni," Eftir að hafa unnið upp sex marka forskot lentu Haukar aftur tveimur mörkum undir þegar mínúta var eftir. Menn börðust hinsvegar fram á lokasekúndur leiksins og var Patrekur ánægður með það. „Leikurinn er 60 mínútur, það skiptir ekki mála hver staðan er fyrr en lokaflautið kemur. Ef þú ert inná þá helduru áfram og hengir ekki haus," sagði Patrekur. Guðmundur: Hundfúll með úrslitin„Maður er eiginlega bara hundfúll með hvernig þetta fór, sérstaklega hvernig við glutruðum þessu niður á lokametrunum," sagði Guðmundur Hólmar Helgason, leikmaður Vals eftir leikinn. „Þegar korter er eftir erum við sex mörkum yfir en dettum í smá örvæntingu sem er leiðinlegt. Við getum hinsvegar tekið fullt af jákvæðu út úr þessu líka, mér fannst við stjórna leiknum í dag," Valsmenn áttu slæman kafla um miðbik seinni hálfleiks þegar þeir misstu niður sex marka forskot á tíu mínútum. „Ég hef ekki neina útskýringu á þessu, þetta átti ekki að koma okkur á óvart. Við höfum æft gegn svona vörnum og eigum að vera vanir þessu en þeir voru ákafari en við bjuggumst við," „Við spiluðum vel í 45 mínútur en það er ekki nóg, við erum að spila á erfiðum útivelli gegn toppliði og þá þarftu einfaldlega að spila vel allar sextíu mínúturnar," sagði Guðmundur að lokum.
Olís-deild karla Mest lesið Áreittar af hópi manna eftir leikinn í Jeddah Fótbolti „Hann er að hringja til að segjast ætla að drepa mig“ Körfubolti „Hvar í fjáranum er þessi Íslendingur?“ Fótbolti „Liverpool tapar titlinum ef þessi vitleysa heldur áfram“ Enski boltinn Hljóp maraþonhlaup á hverjum degi í heilt ár Sport Enn óvíst að stuðningsmenn Íslands fái HM-treyjur: „Afskaplega leitt“ Handbolti HM úr sögunni hjá Arnari Frey Handbolti Uppgjörið: Stjarnan-KR 94-86 | Stjörnumenn tóku aftur til sín toppsætið Körfubolti „Það mikilvægasta sem við eigum“ Handbolti „Ég var að sinna hlutum sem eru mikilvægari en körfubolti“ Körfubolti Fleiri fréttir Strákarnir hans Dags fóru illa með mótherja Íslands Sandra og félagar sterkari á taugum í lokin Hafsteinn Óli utan hóps hjá Grænhöfðaeyjum HM úr sögunni hjá Arnari Frey „Það mikilvægasta sem við eigum“ Enn óvíst að stuðningsmenn Íslands fái HM-treyjur: „Afskaplega leitt“ Sveinn kallaður inn í landsliðið vegna meiðsla Arnars Freys Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 31-31 | Góð fyrirheit fyrir HM Tómarúm eftir brotthvarf Landins og Hansens úr landsliðinu Dagur hundóánægður eftir sigur og saknar lykilmanns Eyjaför hjá bikarmeisturunum Fengið spark í rassgatið frá Guðjóni Val „Vonandi eitthvað til að byggja á í Evrópuleiknum“ Haukakonur byrja nýtt ár á tveimur sigurleikjum Díana Dögg kom að fjórum mörkum í stórsigri á gömlu félögunum Uppgjörið: Valur - Fram 31-28 | Valskonur láta ekkert undan Dana Björg ekki tapað síðan hún kom til baka af EM Tapaði fyrir Þóri í úrslitaleik EM og er líka hættur Reynir að halda fókus á meðan Snorri gasar Mikið áfall fyrir Eyjakonur Gamli landsliðsmarkvörðurinn í íslenska teymið „Á örugglega eftir að sjá eftir því á einhverjum tímapunkti“ Meiðslin sett strik í undirbúning Slagsmál í æfingaleik hjá mótherjum Íslands á HM Frábærar fréttir fyrir Frakka Aron spilar ekki fyrr en í milliriðli Júlíus Þórir sannaði sig í starfinu „Get skilið að þetta komi mörgum spánskt fyrir sjónir“ ÍR byrjar nýja árið með besta hætti Alfreð Gísla: „Hljómar kannski hrokafullt en svona er þetta“ Sjá meira