Umfjöllun og viðtöl: Grindavík - Stjarnan 87-67 | Öruggt hjá þeim gulklæddu Árni Jóhannsson í Röstinni skrifar 14. nóvember 2013 11:05 Jóhann Árni Ólafsson skoraði 14 stig í kvöld. Grindvíkingar unnu sannfærandi 87-67 sigur á Stjörnunni í 6. umferð Domino's-deildar karla í körfubolta í kvöld. Liðin voru frekar róleg í stigaskorun í fyrsta leikhlutanum og til marks um það var 11-7 heimamönnum í vil rúmlega tvær og hálf mínúta var eftir af fjórðungnum. Leikurinn einkenndist fyrst og fremst af baráttu liðanna og slæmri skotnýtingu en jafnt var á öllum tölum fyrri helming fjórðungsins. Seinni helming leikhlutans slitu heimamenn sig aðeins frá með góðri vörn og betri skotnýtingu og þegar flautan gall voru þeir með fimm stiga forystu 17-12. Grindvíkingar juku forystuna í byrjun annars fjórðungs en þeir skoruðu fyrstu fimm stig leikhlutans og voru komnir með 10 stiga forystu 22-12 þegar 8:39 lifðu af hálfleiknum. Þá tóku gestirnir við sér og náðu að minnka muninn í eitt stig en aftur juku heimamenn ákafanna í vörn sinni og náðu átta stiga forskoti til hálfleiks. Það var ekki mikið um tilþrif í fyrri hálfleiknum en leikurinn einkenndist frekar af grundvallaratriðum körfuboltans sem leikmenn liðanna framkvæmdu oft á tíðum mjög vel. Stigahæstir í hálfleik voru Earnest Lewis Clinch Jr. og Matthew Hairston báðir með 11 stig fyrir sitthvort liðið. Grindvíkingar héldu áfram þaðan sem frá var horfið í fyrri hálfleik og bættu í ef eitthvað var í upphafi seinni hálfleiks. Heimamenn skoruðu 10 stig á móti tveimur stigum gestanna þegar tæpar fjórar mínútur voru liðnar af þriðja leikhluta og virtist Stjarnan ekki alveg mætt til leiks þegar hálfleikurinn var flautaður á. Stjörnumenn náðu þó 5-0 skorpu þegar 3:50 voru eftir af leikhlutanum en þá tóku Grindvíkingar leikhlé en eftir leikhléið töpuðu heimamenn boltanum tvisvar með skömmu millibili án þess þó að Stjarnan næði að nýta sér það til fullnustu. Heimamenn gáfu þá í og komu muninum í 17 stig og virtust vilja vinna leikinn meira heldur en gestirnir. Forskotið hélst í 17 stigum þangað til fjórðungurinn rann út. Stjarnan virtist ætla að reyna að gera leikinn spennandi í upphafi fjórða leikhluta en þeir misstu Grindvíkingana ekki lengra frá sér fyrstu þrjár mínúturnar. Þá skoruðu Grindvíkingar tvær þriggja stiga körfur í röð og munurinn jókst í 22 stig. Þar með var leiknum í raun og veru lokið. Bæði lið skiptu yngir leikmönnum inn á og þeim sem að jafnaði fá fáar mínútur á gólfinu. Grindvíkingar héldu Stjörnumönnum 20 stigum frá sér þangað til leiknum lauk og voru lokatölur 87-67. Það sem skóp þennan sigur fyrir heimamenn var baráttan í liðinu og góð vörn þeirra og að auki var sigurviljinn til staðar hjá leikmönnum Grindvíkinga. Stjörnumenn voru ekki að finna sig og voru þeir fljótir að hengja haus og taka vitlausar ákvarðanir þegar á móti blés. Stigahæstir heimamanna voru Ómar Sævarsson og Lewis Clinch báðir með 17 stig. hjá Stjörnunni var Dagur Kári Jónsson atkvæðamestur einnig með 17 stig.Tölfræðin úr leiknumGrindavík: Earnest Lewis Clinch Jr. 17/5 stoðsendingar, Ómar Örn Sævarsson 17/8 fráköst, Jóhann Árni Ólafsson 14, Jón Axel Guðmundsson 12, Sigurður Gunnar Þorsteinsson 8/8 fráköst, Þorleifur Ólafsson 7, Ólafur Ólafsson 6/9 fráköst, Jens Valgeir Óskarsson 3, Daníel Guðni Guðmundsson 3.Stjarnan: Dagur Kár Jónsson 17, Matthew James Hairston 16/13 fráköst, Justin Shouse 12, Marvin Valdimarsson 11, Kjartan Atli Kjartansson 5/7 fráköst, Fannar Freyr Helgason 4/4 fráköst, Daði Lár Jónsson 2.Sverrir Þór Sverrisson: Hægt að spila á mörgum mönnum þegar allir leggja sig fram „Ég myndi segja að strákarnir hafi gert þetta nokkuð þægilegt fyrir okkur í kvöld“, sagði Sverrir Þór Sverrisson þegar hann var spurður hvort að sigurinn á Stjörnunni hafi verið þægilegur. „Við vorum að spila góða vörn og sýna góða baráttu og var þetta fínn liðssigur hjá okkur.“ Sverrir náði að nýta allt liðið sitt í kvöld og var hann ánægður með að geta hvílt menn þótt það væru átta dagar í næsta leik. „Á meðan þeir sem komu inn voru að leggja sig fram og standa sig þá var hægt að spila á mörgum mönnum. Þetta var mjög gott hjá okkur hérna í kvöld.“ Um Stjörnuna sagði Sverrir, „Þegar við komumst í góða forystu í seinni hálfleik fannst mér þeir detta heldur fljótt niður og það var eins og þeir hefðu enga trú á þessu. Það kom mér aðeins á óvart því ég hélt að þeir myndu djöflast alveg fram á seinustu mínútu. Stjarnan er það gott lið en við kláruðum verkefnið með stæl og það er mjög gott.“Teitur Örlygsson: Verðum að fara að taka inn einhverja sigurleiki „Þú verður að búa til auka blað“, sagði þjálfari Stjörnunar þegar hann var spurður hvort hann hefði einhverja útskýringu á tapi sinna manna í kvöld. Hann hélt þó áfram og sagði, „Við mættum hryllilega stemmdir í leikinn og lykilmenn voru langt undir pari í kvöld og ólíkir sjálfum sér. Það gengur ekkert á móti Grindavík á útivelli. Þeir unnu okkur bara sanngjarnt.“ Teitur var spurður að því hvort sínir menn hafi verið of fljótir að gefast upp í kvöld. „Við áttum alveg séns í seinni hálfleik en síðan skora þeir tvo stóra þrista í röð og koma þessu í 15 eða 16 stig og þá var þetta orðið bara of erfitt. Við reyndum að gera áhlaup á þá en þeir kláruðu þetta bara á þessum tímapunkti.“ „Við vissum að þetta tímabil yrði erfitt, við erum ekki með lið í líkingu við það sem við höfum verið með síðustu ár. Okkur var spáð fimmta eða sjötta sæti og við viljum ekki lenda neðar en það“, sagði Teitur um tímabil sinna manna hingað til. „Við erum búnir með rosalega erfitt prógram núna, KR, Þór, Keflavík, Grindavík í þessum fyrstu leikjum og við verðum að fara að taka inn einhverja sigurleiki.“Earnest Lewis Clinch Jr.: Mjög góð upplifun hingað til Nýr leikmaður Grindvíkinga Earnest Lewis Clinch Jr. skilaði flottum leik í sínum fyrsta leik með Grindvíkingum. Hann var spurður hvernig honum leið inn á vellinum. „Fyrst og fremst naut ég þess að vera inn á vellinum, liðið er gott og við litum vel út saman. Það að vera hérna og spila með strákum sem eru hæfileikaríkir er mjög góð upplifun hingað til.“ „Ég spilaði í sumardeild í Dóminíska Lýðveldinu og ég fékk fá tækifæri á síðustu leiktíð hjá liðinu sem ég var hjá. Ég hins vegar legg alltaf hart að mér að vera tilbúinn þegar tækifæri koma til mín“, sagði Clinch þegar hann var spurður að því hvort langt hafi verið síðan hann spilaði seinast. Afhverju Ísland? „Umboðsmaður minn spurði mig hvort ég hefði áhuga á að koma hingað og fyrrverandi liðsfélagi minn úr háskóla, Maurice Miller, spilaði hérna áður fyrr og sagði að það hafi verið góð reynsla þannig að ég sló til. Ég vissi í raun og veru ekki mikið um deildina, fyrir utan það að hér væri hörð samkeppni og það væru hæfileikaríkir leikmenn hérna. Ég hlakka bara til tækifærisins að spila hér.Leiklýsing: Grindavík - Stjarnan:4. leikhluti | 87-67: Leiknum er lokið, hann varð í raun og veru aldrei nein keppni í seinni hálfleik.4. leikhluti | 87-65: 1:30 eftir og það er lítið um að keppa þessa stundina.4. leikhluti | 84-63: Hérna lá leikmaður Grindavíkur eftir viðskipti við Hairston og vildumenn meina að olnboga hafa verið biett. 3:47 eftir.4. leikhluti | 84-63: Grindvíkingar eru byrjaðir að skipta minni spámönnum inn á og gefa sínum aðalmönnum hvíld. 4:08 eftir4. leikhluti | 82-61: Bæði lið hafa tapað boltanum 15 sinnum í kvöld en heimamenn nýta það betur þegar Stjarnan missir boltann. 5:04 eftir.4. leikhluti | 80-58: Tveir þristar í röð hjá heimamönnum og munurinn er orðinn 22 stig. 6:27 eftir.4. leikhluti | 74-58: Stjarnan sýnir meira lífsmark í upphafi fjórðungs en heimamenn ná að halda þeim í skefjum. 7:42 eftir.4. leikhluti | 69-52: Lokafjórðungurinn er hafinn og Stjarnan kemst fyrst á blað. 9:27 eftir.3. leikhluti | 69-52: Þriðja leikhluta er lokið og heimamenn eru með 17 stiga forystu og miklu meiri stemmning er í þeirra herbúðum fyrir lokafjórðunginn.3. leikhluti | 69-52: Það verður að segjast eins og er að Grindvíkingar vilja þetta miklu meira hérna í þriðja leikhluta. Stjarnan er að taka slæmar ákvarðanir í vörn og sókn.3. leikhluti | 69-52: Grindavík hefur tekið völdin aftur og það er miklu meiri stemmning með þeim þessa stundina og Stjarnan tekur leikhlé þegar 46 sek. eru eftir.3. leikhluti | 61-52: Jón Axel Guðmundsson tapaði boltanum tvisvar hjá heimamönnum án þess að komast yfir miðju en Stjarnan nýtti ekki annað skiptið. Jón Axel bætti síðan upp fyrir það með góðri körfu. 3:05 eftir.3. leikhluti | 59-50: Stjarnan hefur skorað síðustu fimm stig og Grindvíkingar taka leikhlé þegar 3:50 eru eftir.3. leikhluti | 59-45: 4:54 eftir og Ómar Sævarsson hefur átt flotta innkomu hjá heimamönnum 12 stig og 6 fráköst, þar af nokkur sóknarfráköst sem hafa skilað stigum.3. leikhluti | 55-39: Mesti munur leiksins hefur litið dagsins ljós og eru Grindvíkingar að spila mun betur. 6:25 eftir.3. leikhluti | 51-39: Grindvíkingar eru að sýna betri vörn en Stjarnan þessar fyrstu mínútur ásamt því að leysa vörn gestanna vel. 7:48 eftir.3. leikhluti | 49-37: Heimamenn skora einnig fyrstu stigin í hálfleiknum og eru þeir að spila vel. 9:05 eftir.3. leikhluti | 45-37: Seinni hálfleikur er hafinn og heimamenn hefja sókn. 9:58 eftir.2. leikhluti | 45-37: Það er kominn hálfleikur í Röstinni og heimamenn leiða með átta stigum. Grindvíkingar hafa fín tök á leiknum en Stjarnan hefur náð flottum sprettum en Grindvíkingar hafa náð að bægja þeim frá þegar gestirnir nálgast óþægilega mikið.2. leikhluti | 43-35: Stutt til leikhlés, og Grindvíkingar með 8 stig í forskot. 46 sek eftir.2. leikhluti | 41-35: Bæði lið hafa tapað boltanum og skorað stig eftir leikhléið. 1:17 eftir.2. leikhluti | 39-33: Stjarnan tekur leikhlé þegar 2:19 eru eftir af fjórðungnum. Grindavík hefur tök á leiknum en munurinn er mjög lítill á körfuboltaskalanum.2. leikhluti | 37-31: Jóhann Árni Ólafsson hefur farið mikinn undanfarna mínútu, skorað fimm stig í röð fyrir heimamenn. 3:27 eftir.2. leikhluti | 32-31: Eins stigs munur þegar 4:20 eru eftir. Bandaríkjamenn liðanna eru stigahæstir með 9 stig hvor.2. leikhluti | 30-27: Það er að farið að hitna hjá leikmönnum, liðin skiptast á að skora þessa stundina. 5:23 eftir.2. leikhluti | 23-22: Ágætis sprettur hjá gestunum, munurinn er eitt stig. 7:10 eftir.2. leikhluti | 22-16: Daníel nær sér síðan í fyrstu óíþróttamannslegu villuna í kvöld og Shouse nýtir tvö víti. 8:01 eftir.2. leikhluti | 22-12: Tíu stiga munur, Daníel Guðmundsson skoraði ótrúlega körfu fyrir utan línuna, hann var í engu jafnvægi. 8:39 eftir.2. leikhluti | 19-12: Annar fjórðungur er hafinn og Grindvíkingar byrja á því að stela boltanum og Clinch nær sér í villu og fer á línuna. Hann nýtti bæði vítin. 9:46 eftir.1. leikhluti | 17-12: Leikhlutanum er lokið og það er ekki víst hvort að Justin Shouse hafi skorað flautukörfu eða ekki. Bjallan gall ekki. En á meðan ég skrifa þessi orð þá dæma þeir körfu. Þetta er rétt staða.1. leikhluti | 14-8: Heimamenn eru aðeins að taka stjórnina í leiknum, komnir með sex stiga forystu. 1:24 eftir.1. leikhluti | 11-7: Clinch Jr. að koma heimamönnum í mestu forystuna í leiknum, 4 stig. 2:38 eftir.1. leikhluti | 9-7: Það er mikil barátta í leiknum og kemur það aðeins niður á stigaskorinu. 4:14 eftir.1. leikhluti | 7-7: Bæði lið að hitta úr þriggja stiga skotum. Það er jafnt á öllum tölum fyrstu fjórar, þannig viljum við hafa það. 6:00 eftir.1. leikhluti | 4-4: Skotnýting liðanna hefur ekki verið upp á marga fiska í byrjun leiks en viðhöfum fengið viðstöðulausa troðslu frá Stjörnunni. 7:09 eftir.1. leikhluti | 2-2: Hvort lið hefur skorað eina körfu og eru báðir Bandaríkjamennirnir komnir á blað. 8:19 eftir.1. leikhluti | 0-0: Leikurinn er hafinn og það eru gestirnir sem ná boltanum og hefja leik. 9:50 eftir.Fyrir leik: það eru fimm mínútur í leik og liðin eru kynnt. Það er ekki mikið af áhorfendum mættir á pallana. Það er undarlegt finnst mér, ég hefði haldið að þetta væri stórleikur í deildinni.Fyrir leik: Heimamenn frumsýna nýjan leikmann í kvöld. Hann er Bandarískur og að nafni Earnest Lewis Clinch Jr. Hann er 191 sm á hæð og spilar stöðu bakvarðar og kemur hingað frá Dóminíska Lýðveldinu þar sem hann spilaði síðast.Fyrir leik: Hvort neðangreindar staðreyndir séu að fara að segja okkur eitthvað um komandi leik veit ég ekki en leikurinn verður væntanlega svakalegur. Ríkjandi Íslandsmeistarar og Bikarmeistarar vilja væntanlega sýna í hvað þá er spunnið en Grindavík vann Stjörnuna fyrr í vetur og varð þar með Meistari meistaranna.Fyrir leik: Árangur Grindivíkinga á heimavelli er á þann veg að þeir hafa unnið tvo leiki og tapað einum og hafa verið að skora 83 stig að meðaltali á heimavelli. Uppskera Stjörnumanna er ekki mikil enn sem komið er á útivöllum en þeir hafa tapað báðum útileikjum sínum á tímabilinu og skorað 79 stig að meðaltali í þessum tveimur leikjum.Fyrir leik: Heimamenn í Grindavík þurftu að lúta í lægra haldi fyrir Snæfell í seinustu umferð á útivelli. Á meðan Stjarnan náði í einungis sinn annan sigur í deildinni í vetur þegar þeir unnu Hauka í Ásgarði.Fyrir leik: Komiði sæl og blessuð. Hér verður leik Grindavíkur og Stjörnunnar lýst. Dominos-deild karla Mest lesið Mestu vonbrigði Þóris þegar stelpurnar hans sýndu vanvirðingu Handbolti Varð fyrir eldingu í fótboltaleik en myndbandið er ekki fyrir viðkvæma Fótbolti „Myndu halda að ég væri nýr Ferguson“ Enski boltinn Dauðvona maður kláraði heilan járnkarl Sport Ljótt brot á Arnóri: „Enginn annar hefði spilað með þessa verki“ Fótbolti Dagskráin í dag: Liverpool mætir þýsku meisturunum og nýr stjóri Man. Utd mætir Man. City Sport BKG kveður keppninaut: CrossFit á viðkvæmum stað Sport Meiddur Ödegaard gifti sig í leyni Enski boltinn Sá langelsti stóð upp úr í Suðurlandsslag Körfubolti Líst ekkert á að fertug Vonn snúi aftur: „Ég myndi dauðskammast mín“ Sport Fleiri fréttir Wendell Green rekinn frá Keflavík Sá langelsti stóð upp úr í Suðurlandsslag Erfitt hjá „sultunni“ Joel Embiid NBA-stjörnurnar þurftu að taka lestina á leikinn sinn Hannes í leyfi Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 92-87 | Stólarnir fyrstir til að vinna Stjörnuna Alba Berlin í vandræðum og stórleikur Martins dugði ekki til sigurs Mættur til tengdó og gírar sig upp fyrir Síkið Framlenging Körfuboltakvölds: Njarðvík getur orðið Íslandsmeistari eins og Valur Tvö lið enn ósigruð og Thunder að eiga bestu byrjun í sögu félagsins Réðst á blaðamann vegna ummæla um látinn bróður hans og nýfæddan son „Það þarf svo margt að ganga upp til að þeir vinni“ Minnkuðu muninn um tuttugu stig á þremur mínútum gegn gamla liði Elvars Hafnar því að hafa elt Morris: „Ég var ekki með nein leiðindi“ Segir Friðrik hafa elt sig og áreitt eftir leik: „Mér fannst ég ekki örugg“ Uppgjörið: Keflavík - KR 94-88 | Langþráður Keflavíkursigur „Vildi sýna þeim að þeir væru ekki að fara ná þessu svona auðveldlega“ Uppgjörið: Þór Þ. - Haukar 82-81 | Þórsarar gerðu Haukum grikk með naumum sigri Mahomes vill eignast lið í WNBA og koma með það til Kansas City Kane reyndi að róa menn meðan sjúkraþjálfari ýtti leikmanni Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 104-98 | Stjörnumenn taplausir á toppi deildarinnar Viðar um vandræði Hattar: „Hugarfarslegt og andlegt, þetta er á báðum endum vallarins“ „Sóknarlega vorum við að taka alveg kexaðar ákvarðanir oft á tíðum“ „Vorum ógeðslega góðir sóknarlega í tvo leikhluta“ Uppgjörið: Álftanes - ÍR 93-87 | Hræðilegur fjórði leikhluti varð ÍR-ingum að falli Uppgjörið: Njarðvík - Valur 101-94 | Héldu meisturunum í skefjum Leik lokið: Tindastóll - Höttur 99-59 | Fjórði sigurinn í röð vannst með fjörutíu stigum LeBron stoltur af stráknum eftir fyrstu stigin hans í NBA Gaz-leikur Pavels: Að gerjast einhver geggjuð liðsheild þarna Stuðaði Keflavík og Friðrik kallaði „fuck off“ Sjá meira
Grindvíkingar unnu sannfærandi 87-67 sigur á Stjörnunni í 6. umferð Domino's-deildar karla í körfubolta í kvöld. Liðin voru frekar róleg í stigaskorun í fyrsta leikhlutanum og til marks um það var 11-7 heimamönnum í vil rúmlega tvær og hálf mínúta var eftir af fjórðungnum. Leikurinn einkenndist fyrst og fremst af baráttu liðanna og slæmri skotnýtingu en jafnt var á öllum tölum fyrri helming fjórðungsins. Seinni helming leikhlutans slitu heimamenn sig aðeins frá með góðri vörn og betri skotnýtingu og þegar flautan gall voru þeir með fimm stiga forystu 17-12. Grindvíkingar juku forystuna í byrjun annars fjórðungs en þeir skoruðu fyrstu fimm stig leikhlutans og voru komnir með 10 stiga forystu 22-12 þegar 8:39 lifðu af hálfleiknum. Þá tóku gestirnir við sér og náðu að minnka muninn í eitt stig en aftur juku heimamenn ákafanna í vörn sinni og náðu átta stiga forskoti til hálfleiks. Það var ekki mikið um tilþrif í fyrri hálfleiknum en leikurinn einkenndist frekar af grundvallaratriðum körfuboltans sem leikmenn liðanna framkvæmdu oft á tíðum mjög vel. Stigahæstir í hálfleik voru Earnest Lewis Clinch Jr. og Matthew Hairston báðir með 11 stig fyrir sitthvort liðið. Grindvíkingar héldu áfram þaðan sem frá var horfið í fyrri hálfleik og bættu í ef eitthvað var í upphafi seinni hálfleiks. Heimamenn skoruðu 10 stig á móti tveimur stigum gestanna þegar tæpar fjórar mínútur voru liðnar af þriðja leikhluta og virtist Stjarnan ekki alveg mætt til leiks þegar hálfleikurinn var flautaður á. Stjörnumenn náðu þó 5-0 skorpu þegar 3:50 voru eftir af leikhlutanum en þá tóku Grindvíkingar leikhlé en eftir leikhléið töpuðu heimamenn boltanum tvisvar með skömmu millibili án þess þó að Stjarnan næði að nýta sér það til fullnustu. Heimamenn gáfu þá í og komu muninum í 17 stig og virtust vilja vinna leikinn meira heldur en gestirnir. Forskotið hélst í 17 stigum þangað til fjórðungurinn rann út. Stjarnan virtist ætla að reyna að gera leikinn spennandi í upphafi fjórða leikhluta en þeir misstu Grindvíkingana ekki lengra frá sér fyrstu þrjár mínúturnar. Þá skoruðu Grindvíkingar tvær þriggja stiga körfur í röð og munurinn jókst í 22 stig. Þar með var leiknum í raun og veru lokið. Bæði lið skiptu yngir leikmönnum inn á og þeim sem að jafnaði fá fáar mínútur á gólfinu. Grindvíkingar héldu Stjörnumönnum 20 stigum frá sér þangað til leiknum lauk og voru lokatölur 87-67. Það sem skóp þennan sigur fyrir heimamenn var baráttan í liðinu og góð vörn þeirra og að auki var sigurviljinn til staðar hjá leikmönnum Grindvíkinga. Stjörnumenn voru ekki að finna sig og voru þeir fljótir að hengja haus og taka vitlausar ákvarðanir þegar á móti blés. Stigahæstir heimamanna voru Ómar Sævarsson og Lewis Clinch báðir með 17 stig. hjá Stjörnunni var Dagur Kári Jónsson atkvæðamestur einnig með 17 stig.Tölfræðin úr leiknumGrindavík: Earnest Lewis Clinch Jr. 17/5 stoðsendingar, Ómar Örn Sævarsson 17/8 fráköst, Jóhann Árni Ólafsson 14, Jón Axel Guðmundsson 12, Sigurður Gunnar Þorsteinsson 8/8 fráköst, Þorleifur Ólafsson 7, Ólafur Ólafsson 6/9 fráköst, Jens Valgeir Óskarsson 3, Daníel Guðni Guðmundsson 3.Stjarnan: Dagur Kár Jónsson 17, Matthew James Hairston 16/13 fráköst, Justin Shouse 12, Marvin Valdimarsson 11, Kjartan Atli Kjartansson 5/7 fráköst, Fannar Freyr Helgason 4/4 fráköst, Daði Lár Jónsson 2.Sverrir Þór Sverrisson: Hægt að spila á mörgum mönnum þegar allir leggja sig fram „Ég myndi segja að strákarnir hafi gert þetta nokkuð þægilegt fyrir okkur í kvöld“, sagði Sverrir Þór Sverrisson þegar hann var spurður hvort að sigurinn á Stjörnunni hafi verið þægilegur. „Við vorum að spila góða vörn og sýna góða baráttu og var þetta fínn liðssigur hjá okkur.“ Sverrir náði að nýta allt liðið sitt í kvöld og var hann ánægður með að geta hvílt menn þótt það væru átta dagar í næsta leik. „Á meðan þeir sem komu inn voru að leggja sig fram og standa sig þá var hægt að spila á mörgum mönnum. Þetta var mjög gott hjá okkur hérna í kvöld.“ Um Stjörnuna sagði Sverrir, „Þegar við komumst í góða forystu í seinni hálfleik fannst mér þeir detta heldur fljótt niður og það var eins og þeir hefðu enga trú á þessu. Það kom mér aðeins á óvart því ég hélt að þeir myndu djöflast alveg fram á seinustu mínútu. Stjarnan er það gott lið en við kláruðum verkefnið með stæl og það er mjög gott.“Teitur Örlygsson: Verðum að fara að taka inn einhverja sigurleiki „Þú verður að búa til auka blað“, sagði þjálfari Stjörnunar þegar hann var spurður hvort hann hefði einhverja útskýringu á tapi sinna manna í kvöld. Hann hélt þó áfram og sagði, „Við mættum hryllilega stemmdir í leikinn og lykilmenn voru langt undir pari í kvöld og ólíkir sjálfum sér. Það gengur ekkert á móti Grindavík á útivelli. Þeir unnu okkur bara sanngjarnt.“ Teitur var spurður að því hvort sínir menn hafi verið of fljótir að gefast upp í kvöld. „Við áttum alveg séns í seinni hálfleik en síðan skora þeir tvo stóra þrista í röð og koma þessu í 15 eða 16 stig og þá var þetta orðið bara of erfitt. Við reyndum að gera áhlaup á þá en þeir kláruðu þetta bara á þessum tímapunkti.“ „Við vissum að þetta tímabil yrði erfitt, við erum ekki með lið í líkingu við það sem við höfum verið með síðustu ár. Okkur var spáð fimmta eða sjötta sæti og við viljum ekki lenda neðar en það“, sagði Teitur um tímabil sinna manna hingað til. „Við erum búnir með rosalega erfitt prógram núna, KR, Þór, Keflavík, Grindavík í þessum fyrstu leikjum og við verðum að fara að taka inn einhverja sigurleiki.“Earnest Lewis Clinch Jr.: Mjög góð upplifun hingað til Nýr leikmaður Grindvíkinga Earnest Lewis Clinch Jr. skilaði flottum leik í sínum fyrsta leik með Grindvíkingum. Hann var spurður hvernig honum leið inn á vellinum. „Fyrst og fremst naut ég þess að vera inn á vellinum, liðið er gott og við litum vel út saman. Það að vera hérna og spila með strákum sem eru hæfileikaríkir er mjög góð upplifun hingað til.“ „Ég spilaði í sumardeild í Dóminíska Lýðveldinu og ég fékk fá tækifæri á síðustu leiktíð hjá liðinu sem ég var hjá. Ég hins vegar legg alltaf hart að mér að vera tilbúinn þegar tækifæri koma til mín“, sagði Clinch þegar hann var spurður að því hvort langt hafi verið síðan hann spilaði seinast. Afhverju Ísland? „Umboðsmaður minn spurði mig hvort ég hefði áhuga á að koma hingað og fyrrverandi liðsfélagi minn úr háskóla, Maurice Miller, spilaði hérna áður fyrr og sagði að það hafi verið góð reynsla þannig að ég sló til. Ég vissi í raun og veru ekki mikið um deildina, fyrir utan það að hér væri hörð samkeppni og það væru hæfileikaríkir leikmenn hérna. Ég hlakka bara til tækifærisins að spila hér.Leiklýsing: Grindavík - Stjarnan:4. leikhluti | 87-67: Leiknum er lokið, hann varð í raun og veru aldrei nein keppni í seinni hálfleik.4. leikhluti | 87-65: 1:30 eftir og það er lítið um að keppa þessa stundina.4. leikhluti | 84-63: Hérna lá leikmaður Grindavíkur eftir viðskipti við Hairston og vildumenn meina að olnboga hafa verið biett. 3:47 eftir.4. leikhluti | 84-63: Grindvíkingar eru byrjaðir að skipta minni spámönnum inn á og gefa sínum aðalmönnum hvíld. 4:08 eftir4. leikhluti | 82-61: Bæði lið hafa tapað boltanum 15 sinnum í kvöld en heimamenn nýta það betur þegar Stjarnan missir boltann. 5:04 eftir.4. leikhluti | 80-58: Tveir þristar í röð hjá heimamönnum og munurinn er orðinn 22 stig. 6:27 eftir.4. leikhluti | 74-58: Stjarnan sýnir meira lífsmark í upphafi fjórðungs en heimamenn ná að halda þeim í skefjum. 7:42 eftir.4. leikhluti | 69-52: Lokafjórðungurinn er hafinn og Stjarnan kemst fyrst á blað. 9:27 eftir.3. leikhluti | 69-52: Þriðja leikhluta er lokið og heimamenn eru með 17 stiga forystu og miklu meiri stemmning er í þeirra herbúðum fyrir lokafjórðunginn.3. leikhluti | 69-52: Það verður að segjast eins og er að Grindvíkingar vilja þetta miklu meira hérna í þriðja leikhluta. Stjarnan er að taka slæmar ákvarðanir í vörn og sókn.3. leikhluti | 69-52: Grindavík hefur tekið völdin aftur og það er miklu meiri stemmning með þeim þessa stundina og Stjarnan tekur leikhlé þegar 46 sek. eru eftir.3. leikhluti | 61-52: Jón Axel Guðmundsson tapaði boltanum tvisvar hjá heimamönnum án þess að komast yfir miðju en Stjarnan nýtti ekki annað skiptið. Jón Axel bætti síðan upp fyrir það með góðri körfu. 3:05 eftir.3. leikhluti | 59-50: Stjarnan hefur skorað síðustu fimm stig og Grindvíkingar taka leikhlé þegar 3:50 eru eftir.3. leikhluti | 59-45: 4:54 eftir og Ómar Sævarsson hefur átt flotta innkomu hjá heimamönnum 12 stig og 6 fráköst, þar af nokkur sóknarfráköst sem hafa skilað stigum.3. leikhluti | 55-39: Mesti munur leiksins hefur litið dagsins ljós og eru Grindvíkingar að spila mun betur. 6:25 eftir.3. leikhluti | 51-39: Grindvíkingar eru að sýna betri vörn en Stjarnan þessar fyrstu mínútur ásamt því að leysa vörn gestanna vel. 7:48 eftir.3. leikhluti | 49-37: Heimamenn skora einnig fyrstu stigin í hálfleiknum og eru þeir að spila vel. 9:05 eftir.3. leikhluti | 45-37: Seinni hálfleikur er hafinn og heimamenn hefja sókn. 9:58 eftir.2. leikhluti | 45-37: Það er kominn hálfleikur í Röstinni og heimamenn leiða með átta stigum. Grindvíkingar hafa fín tök á leiknum en Stjarnan hefur náð flottum sprettum en Grindvíkingar hafa náð að bægja þeim frá þegar gestirnir nálgast óþægilega mikið.2. leikhluti | 43-35: Stutt til leikhlés, og Grindvíkingar með 8 stig í forskot. 46 sek eftir.2. leikhluti | 41-35: Bæði lið hafa tapað boltanum og skorað stig eftir leikhléið. 1:17 eftir.2. leikhluti | 39-33: Stjarnan tekur leikhlé þegar 2:19 eru eftir af fjórðungnum. Grindavík hefur tök á leiknum en munurinn er mjög lítill á körfuboltaskalanum.2. leikhluti | 37-31: Jóhann Árni Ólafsson hefur farið mikinn undanfarna mínútu, skorað fimm stig í röð fyrir heimamenn. 3:27 eftir.2. leikhluti | 32-31: Eins stigs munur þegar 4:20 eru eftir. Bandaríkjamenn liðanna eru stigahæstir með 9 stig hvor.2. leikhluti | 30-27: Það er að farið að hitna hjá leikmönnum, liðin skiptast á að skora þessa stundina. 5:23 eftir.2. leikhluti | 23-22: Ágætis sprettur hjá gestunum, munurinn er eitt stig. 7:10 eftir.2. leikhluti | 22-16: Daníel nær sér síðan í fyrstu óíþróttamannslegu villuna í kvöld og Shouse nýtir tvö víti. 8:01 eftir.2. leikhluti | 22-12: Tíu stiga munur, Daníel Guðmundsson skoraði ótrúlega körfu fyrir utan línuna, hann var í engu jafnvægi. 8:39 eftir.2. leikhluti | 19-12: Annar fjórðungur er hafinn og Grindvíkingar byrja á því að stela boltanum og Clinch nær sér í villu og fer á línuna. Hann nýtti bæði vítin. 9:46 eftir.1. leikhluti | 17-12: Leikhlutanum er lokið og það er ekki víst hvort að Justin Shouse hafi skorað flautukörfu eða ekki. Bjallan gall ekki. En á meðan ég skrifa þessi orð þá dæma þeir körfu. Þetta er rétt staða.1. leikhluti | 14-8: Heimamenn eru aðeins að taka stjórnina í leiknum, komnir með sex stiga forystu. 1:24 eftir.1. leikhluti | 11-7: Clinch Jr. að koma heimamönnum í mestu forystuna í leiknum, 4 stig. 2:38 eftir.1. leikhluti | 9-7: Það er mikil barátta í leiknum og kemur það aðeins niður á stigaskorinu. 4:14 eftir.1. leikhluti | 7-7: Bæði lið að hitta úr þriggja stiga skotum. Það er jafnt á öllum tölum fyrstu fjórar, þannig viljum við hafa það. 6:00 eftir.1. leikhluti | 4-4: Skotnýting liðanna hefur ekki verið upp á marga fiska í byrjun leiks en viðhöfum fengið viðstöðulausa troðslu frá Stjörnunni. 7:09 eftir.1. leikhluti | 2-2: Hvort lið hefur skorað eina körfu og eru báðir Bandaríkjamennirnir komnir á blað. 8:19 eftir.1. leikhluti | 0-0: Leikurinn er hafinn og það eru gestirnir sem ná boltanum og hefja leik. 9:50 eftir.Fyrir leik: það eru fimm mínútur í leik og liðin eru kynnt. Það er ekki mikið af áhorfendum mættir á pallana. Það er undarlegt finnst mér, ég hefði haldið að þetta væri stórleikur í deildinni.Fyrir leik: Heimamenn frumsýna nýjan leikmann í kvöld. Hann er Bandarískur og að nafni Earnest Lewis Clinch Jr. Hann er 191 sm á hæð og spilar stöðu bakvarðar og kemur hingað frá Dóminíska Lýðveldinu þar sem hann spilaði síðast.Fyrir leik: Hvort neðangreindar staðreyndir séu að fara að segja okkur eitthvað um komandi leik veit ég ekki en leikurinn verður væntanlega svakalegur. Ríkjandi Íslandsmeistarar og Bikarmeistarar vilja væntanlega sýna í hvað þá er spunnið en Grindavík vann Stjörnuna fyrr í vetur og varð þar með Meistari meistaranna.Fyrir leik: Árangur Grindivíkinga á heimavelli er á þann veg að þeir hafa unnið tvo leiki og tapað einum og hafa verið að skora 83 stig að meðaltali á heimavelli. Uppskera Stjörnumanna er ekki mikil enn sem komið er á útivöllum en þeir hafa tapað báðum útileikjum sínum á tímabilinu og skorað 79 stig að meðaltali í þessum tveimur leikjum.Fyrir leik: Heimamenn í Grindavík þurftu að lúta í lægra haldi fyrir Snæfell í seinustu umferð á útivelli. Á meðan Stjarnan náði í einungis sinn annan sigur í deildinni í vetur þegar þeir unnu Hauka í Ásgarði.Fyrir leik: Komiði sæl og blessuð. Hér verður leik Grindavíkur og Stjörnunnar lýst.
Dominos-deild karla Mest lesið Mestu vonbrigði Þóris þegar stelpurnar hans sýndu vanvirðingu Handbolti Varð fyrir eldingu í fótboltaleik en myndbandið er ekki fyrir viðkvæma Fótbolti „Myndu halda að ég væri nýr Ferguson“ Enski boltinn Dauðvona maður kláraði heilan járnkarl Sport Ljótt brot á Arnóri: „Enginn annar hefði spilað með þessa verki“ Fótbolti Dagskráin í dag: Liverpool mætir þýsku meisturunum og nýr stjóri Man. Utd mætir Man. City Sport BKG kveður keppninaut: CrossFit á viðkvæmum stað Sport Meiddur Ödegaard gifti sig í leyni Enski boltinn Sá langelsti stóð upp úr í Suðurlandsslag Körfubolti Líst ekkert á að fertug Vonn snúi aftur: „Ég myndi dauðskammast mín“ Sport Fleiri fréttir Wendell Green rekinn frá Keflavík Sá langelsti stóð upp úr í Suðurlandsslag Erfitt hjá „sultunni“ Joel Embiid NBA-stjörnurnar þurftu að taka lestina á leikinn sinn Hannes í leyfi Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 92-87 | Stólarnir fyrstir til að vinna Stjörnuna Alba Berlin í vandræðum og stórleikur Martins dugði ekki til sigurs Mættur til tengdó og gírar sig upp fyrir Síkið Framlenging Körfuboltakvölds: Njarðvík getur orðið Íslandsmeistari eins og Valur Tvö lið enn ósigruð og Thunder að eiga bestu byrjun í sögu félagsins Réðst á blaðamann vegna ummæla um látinn bróður hans og nýfæddan son „Það þarf svo margt að ganga upp til að þeir vinni“ Minnkuðu muninn um tuttugu stig á þremur mínútum gegn gamla liði Elvars Hafnar því að hafa elt Morris: „Ég var ekki með nein leiðindi“ Segir Friðrik hafa elt sig og áreitt eftir leik: „Mér fannst ég ekki örugg“ Uppgjörið: Keflavík - KR 94-88 | Langþráður Keflavíkursigur „Vildi sýna þeim að þeir væru ekki að fara ná þessu svona auðveldlega“ Uppgjörið: Þór Þ. - Haukar 82-81 | Þórsarar gerðu Haukum grikk með naumum sigri Mahomes vill eignast lið í WNBA og koma með það til Kansas City Kane reyndi að róa menn meðan sjúkraþjálfari ýtti leikmanni Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 104-98 | Stjörnumenn taplausir á toppi deildarinnar Viðar um vandræði Hattar: „Hugarfarslegt og andlegt, þetta er á báðum endum vallarins“ „Sóknarlega vorum við að taka alveg kexaðar ákvarðanir oft á tíðum“ „Vorum ógeðslega góðir sóknarlega í tvo leikhluta“ Uppgjörið: Álftanes - ÍR 93-87 | Hræðilegur fjórði leikhluti varð ÍR-ingum að falli Uppgjörið: Njarðvík - Valur 101-94 | Héldu meisturunum í skefjum Leik lokið: Tindastóll - Höttur 99-59 | Fjórði sigurinn í röð vannst með fjörutíu stigum LeBron stoltur af stráknum eftir fyrstu stigin hans í NBA Gaz-leikur Pavels: Að gerjast einhver geggjuð liðsheild þarna Stuðaði Keflavík og Friðrik kallaði „fuck off“ Sjá meira