Umfjöllun og viðtöl: ÍR - KFÍ 76-86 | Fyrsti sigur KFÍ í höfn Guðmundur Marinó Ingvarsson skrifar 17. nóvember 2013 18:29 Mynd/Valli KFÍ vann sinn fyrsta sigur á leiktíðinni þegar liðið lagði ÍR 86-76 í Dominos deild karla í körfubolta í Breiðholti í kvöld. Frábær hitni KFÍ í seinni hálfleik lagði grunninn að sigrinum. KFÍ skoraði 48 stig í seinni hálfleik en Jason Smith og Mirko Stefán Virijevic fóru á kostum í sóknarleiknum og ÍR gat einfaldlega ekki haldið í við hungraða Ísfirðingana á lokasprettinum. Leikurinn fór rólega af stað en um miðbik hresstust liðin og ÍR þá aðeins á undan en KFÍ skoraði sjö síðustu stig fyrsta leikhluta og minnkaði muninn í eitt stig 19-18. KFÍ lék öfluga vörn framan af öðrum leikhluta og ÍR átti í vandræðum með að skora. Ísfirðingar náðu þó aldrei stóru forskoti og ÍR var skammt undan þegar flautað var til hálfleiks 38-36. KFÍ hóf þriðja leikhluta af krafti og náði að auka forskot sitt en ÍR-ingar komu einnig heitir til leiks í seinni hálfleiks og var mikið skorað í þriðja leikhluta. Lítið fór fyrir varnarleiknum sem hafði sýnt sínar bestu hliðar á köflum í fyrri hálfleik og fékk KFÍ sérstaklega að gera það sem það vildi inn í teig. Þar fór Mirko Stefán Virijevic mikinn en Ragnar Örn Bragason hélt ÍR inni í leiknum með frábærri hitni utan þriggja stiga línunnar. Fjórum stigum munaði þegar fjórði leikhluti hófst 63-59 KFÍ í vil en Sveinbjörn Claessen setti tvo þrista niður í upphafi fjórða leikhluta og munurinn jafn 65-65 þegar átta og hálf mínúta lifði leiks. Jafnræði var með liðunum næstu mínútur og komst ÍR yfir en Jason Smith tók til sinna ráða og setti fjögur þriggja stiga skot niður á skömmu milli bili á sama tíma og Mirko Stefán Virijevic fór mikinn inn í teignum og KFÍ náði að tryggja sér sinn fyrsta sigur á leiktíðinni. Smith skoraði 32 stig og Virijevic 28 auk þess að hirða 18 fráköst. Ágúst Angantýsson skoraði 14 stig og tók 12 fráköst. Hjá ÍR átti Matthías Orri Sigurðarson enn einn stórleikinn með þrefaldri tvennu en hann skoraði 17 stig, tók 10 fráköst og gaf 10 stoðsendingar. Sveinbjörn Claessen skoraði 21 stig og Calvin Henry 19. Birgir Örn: Nauðsynlegur sigur„Núna kom þetta. Við erum búnir að læra mikið og vorum virkilega undirbúnir fyrir jafnan leik. Við hengdum aldrei haus og það munaði miklu,“ sagði Birgir Örn Birgisson þjálfari KFÍ eftir sigurinn langþráða í kvöld. „Þetta var svakalega mikilvægt og nauðsynlegt. Við gáfumst aldrei upp þó við höfum byrjað illa. Við hertum tökin í vörninni og héldum áfram að spila. Við létum ekkert fara í taugarnar á okkur. „Mirko þarf að hafa fyrir öllu sem hann gerir. Hann þarf að berjast fyrir hverju einasta stigi og þó hann skori mikið þá þarf að hann að hafa fyrir hverju einasta stigi og öllum hlutum sem hann gerir. „Smith var svona í upphafi tímabilis en meiddist því miður og hefur bara haltrað um og spilað en núna er hann heill heilsu og þá getur hann klárað leikina fyrir okkur. Hann steig upp á réttum tíma,“ sagði Birgir að lokum um stór leik Jason Smith í lokin. Örvar: Vantarði framlag frá fleirum.„Það kviknaði í Smith og ákvarðanatökur hjá okkur voru fáránlegar á köflum. Þeir áttu þetta skilið og langaði meira í sinn fyrsta sigur. Nú erum við komnir með bakið upp við vegg og það verður erfitt framundan en við ætlum okkur að taka á því eins og karlmenn og koma sterkir til leiks næst,“ sagði Örvar Þór Kristjánsson þjálfari ÍR. „Ég vissi að þeir kæmur grimmir til leiks og var búinn að segja það við leikmennina mína. Þeir sjá Val vinna sinn fyrsta sigur í 28 leikjum síðast og af hverju ekki þeir. Þeir koma hungraðir til leiks og áttu þetta skilið. „Það vantaði upp á að fleiri leggi í púkkið og einn af okkar lykilmönnum var meiddur, Björgvin Hafþór (Ríkharðsson) en sá sem kom inn fyrir hann, Ragnar (Arnarsson) nýtti tækifærið ágætlega en það vantar framlag frá fleirum og við virkuðum þreyttir í fjórða leikhluta. „Í restina kviknaði í Smith og hann skaut þá í forskot sem var ekki hægt að brúa í restina. Það var of mikið og of lítill tími eftir. Með heppni var allt hægt en þeir voru skynsamir og kláruðu þetta vel,“ sagði Örvar. ÍR-KFI 76-86 (19-18, 17-20, 23-25, 17-23)ÍR: Sveinbjörn Claessen 21/7 fráköst, Calvin Lennox Henry 19/7 fráköst/4 varin skot, Matthías Orri Sigurðarson 17/10 fráköst/10 stoðsendingar, Ragnar Örn Bragason 13, Hjalti Friðriksson 6, Þorgrímur Kári Emilsson 0/4 fráköst.KFI: Jason Smith 32/5 stoðsendingar, Mirko Stefán Virijevic 28/18 fráköst, Ágúst Angantýsson 14/12 fráköst, Jón Hrafn Baldvinsson 4, Valur Sigurðsson 4, Leó Sigurðsson 4. Leik lokið: Fyrsti sigur KFÍ í vetur staðreynd39. mínúta (76-86): Sóknarfrákst eftir víti og KFÍ er farið langt með að tryggja sér sigur hér í kvöld.39. mínúta (76-83): Pressan hjá ÍR að skila sér en liðið þarf mikið meira og það strax til að jafna leikinn.38. mínúta (74-83): Smith klikkar ekki, kominn með 4 þrista í fjórða leikhluta!37. mínúta (72-78): Virijevic er kominn í 26 stig og 16 fráköst.36. mínúta (72-76): Jason Smith er sjóðandi heitur, kominn í 27 stig.36. mínúta (72-70): Matthías setur tvö víti niður eftir að Valur fær sína fimmtu villu. Matthías Orri er með 13 stig, 8 fráköst og 10 stoðsendingar.35. mínúta (70-70): Sterk hreyfing hjá Henry sem Smith svarar um leið.34. mínúta (68-67): Leó Sigurðsson fer útaf með fimmtu villu sína. Vont fyrir KFÍ. Valur Sigurðsson er með 4 villur. Enginn í teljandi vandræðum hjá ÍR.34. mínúta (67-67): Henry með góða körfu fyrir ÍR. Hann er kominn með 17 stig og 7 fráköst.33. mínúta (65-67): Nú fara varnir liðanna að þéttast aftur.31. mínúta (65-65): Sveinbjörn aftur með þrist og leikurinn jafn.31. mínúta (62-63): Sveinbjörn Claessen með þrist og munurinn aðeins eitt stig.3. leikhluta lokið (59-63): KFÍ hefur verið á undan frá því að liðið komst fyrst yfir um miðbik annars leikhluta en munurinn er ekki mikill.30. mínúta (59-61): Ragnar með þriðja þristinn í þriðja leikhluta. Hann heldur ÍR inni í leiknum.28. mínúta (55-61): ÍR-ingar minna á sig með auðveldri körfu eftir að Virijevic skoraði enn eina körfuna.27. mínúta (53-59): Virijevic fær að gera það sem hann vill inni í teig, 20 stig og 10 fráköst.26. mínúta (51-57): KFÍ virðist geta skorað að vild.25. mínúta (50-53): Þessi leikur hefur breyst í algjöra veislu. 29 stig á innan við fimm mínútm í seinni hálfleik.24. mínúta (46-48): KFÍ heldur frumkvæðinu. Virijevic kominn í 16 stig og 9 fráköst.23. mínúta (44-46): Ragnar aftur með þrist!22. mínúta (41-44): Þristur frá Ragnari Bragasyni kveikir í áhorfendum ÍR megin.21. mínúta (36-42): KFÍ hefur seinni hálfleikinn af krafti.Hálfleikur: Jason Smith hefur skorað 13 stig fyrir KFÍ og Mirko Stefán Virijevic 10 auk þess að taka 7 fráköst. Ágúst Angantýsson hefur skorað 9 stig og hirt 8 fráköst.Hálfleikur: Matthías Orri Sigurðarson hefur skorað 10 stig fyrir ÍR, tekið 6 fráköst og gefið 5 stoðsendingar. Sveinbjörn Claessen hefur einnig skorað 10 stig fyrir ÍR og Calvin Henry 8.Hálfleikur (36-38): Jafnræði með liðunum sem hafa skipst á góðum sprettum jafnt í vörn sem sókn.19. mínúta (32-34): ÍR farið að finna taktinn í sókninni. Í bili að minnsta kosti.17. mínúta (26-31): KFÍ að leika mjög góða vörn sem er grunnurinn að þessari forystu.16. mínúta (24-27): Matthías Orri Sigurðarson er kominn með 6 stig, 5 fráköst og 4 stoðsendingar.15. mínúta (23-25): Jason Smith kominn í 7 stig og KFÍ komið yfir í fyrsta sinn.14. mínúta (23-22): Liðin að leika góðan varnarleik hér í upphafi annars leikhluta.11. mínúta (21-20): Valur Sigurðsson setur niður tvö víti og munurinn enn eitt stig.1. leikhluta lokið (19-18): KFÍ svarar 7-0 kafla ÍR með sínum eigin og munurinn aðeins eitt stig. Hjalti Friðriksson með 6 stig fyrir ÍR og Mirko Stefán Virijevic með 10 fyrir KFÍ.9. mínúta (19-13): Virijevic nær að stöðva 7-0 sprett ÍR með sniðskoti.9. mínúta (19-11): Stolinn bolti skilaði hraðaupphlaupi hjá Matthíasi Orra og hann setti niður víti að auki.8. mínúta (16-11): ÍR að spila mjög góða vörn.6. mínúta (12-11): Liðin halda áfram að skiptast á að skora.5. mínúta (10-9): Fallegur þristur hjá Ágústi Angantýssyni og leikurinn heldur betur farinn að hressast.4. mínúta (6-2): Henry komnn með fjögur stig, frákast og varið skot.3. mínúta (2-2): Ekki fallegar fyrstu mínútur leiksins en leikurinn er jafn.1. mínúta (2-0): Calvin Henry með fyrstu körfuna í öðrum leik sínum fyrir ÍR.Fyrir leik: Það er sorglega fámennt hér í hellinum þegar fimm mínútur eru til leiks.Fyrir leik: Jason Smith hefur skorað mest fyrir KFÍ 27,2 stig í leik en hann hefur einnig gefið 5,7 stoðsendingar. Mirko Stefán Virijevic hefur tekið 11,3 fráköst að meðaltali í leik.Fyrir leik: Sveinbjörn Claessen hefur skorað mest að jafnaði fyrir ÍR í vetur 20,8 stig í leik. Björgvin Hafþór Ríkharðsson hefur tekið 7 fráköst að meðaltali og annar 19 ára gutti, Matthías Orri Sigurðarson hefur gefið 4,5 stoðsendingar í leik.Fyrir leik: ÍR steinlá á heimavelli í síðustu umferð þegar Grindavík kom í heimsókn 110-77.Fyrir leik: KFÍ tapaði fyrir Haukum í síðustu umferð á föstudaginn 73-67 í jöfnum leik þar sem Haukar höfðu betur á lokasprettinum.Fyrir leik: Þó KFÍ sé án stiga hefur liðið tapað nokkrum leikjum með litlum mun og oft ekki mikið vantað upp á til að liðið nái að næla í sinn fyrsta sigur á tímabilinu.Fyrir leik: Hér mætast lið í neðri hluta deildarinnar. ÍR er í 9. sæti með 4 stig og KFÍ er á botninum án stiga. Dominos-deild karla Mest lesið Missti öll tíu Ólympíuverðlaun sín í eldunum Sport „Ætla að halda áfram að pumpa væntingarnar“ Handbolti Þjálfari Eriku Nóttar meyr eftir að hann sendi hana af stað í ævintýraferð Sport Áreittar af hópi manna eftir leikinn í Jeddah Fótbolti Hákon fiskaði víti og rautt í slökum leik Fótbolti Potter hent úr bikarnum í fyrsta leik Enski boltinn Þarf að vera klár á hverjum degi: „Stíg inn í mjög hart umhverfi“ Fótbolti „Liverpool tapar titlinum ef þessi vitleysa heldur áfram“ Enski boltinn „Hvar í fjáranum er þessi Íslendingur?“ Fótbolti Strákarnir hans Dags fóru illa með mótherja Íslands Handbolti Fleiri fréttir Uppgjörið: Stjarnan-KR 94-86 | Stjörnumenn tóku aftur til sín toppsætið Finnur foxillur: „Bara hrikaleg frammistaða” Uppgjörið: Þór Þ.-Valur 94-69 | Þórsarar rassskelltu meistarana „Hann er að hringja til að segjast ætla að drepa mig“ Æskuheimili Steve Kerr brann til kaldra kola Uppgjörið: Keflavík - Höttur 112-98 | Fyrsti sigur Keflvíkinga á árinu „Fínt eins og það er, en rosalega margt sem við getum enn gert betur“ „Ég var að sinna hlutum sem eru mikilvægari en körfubolti“ Uppgjörið: Álftanes-Njarðvík 75-81 | Vítaklúður og vonbrigði í Forsetahöllinni Uppgjörið: Grindavík-Haukar 79-71 | Torsóttur skyldusigur Grindvíkinga Uppgjörið: Tindastóll-ÍR 98-88 | Stólarnir á toppinn Fresta NBA leik vegna eldanna í Los Angeles Stóðu í Tyrkjunum en allt hrundi í lokin Cavs vann uppgjör toppliðanna í NBA Kane þrumaði yfir samherjunum: „Hvar er helvítis hjartað ykkar og kjarkurinn?“ Stalst í síma liðsfélaga og tók sjötíu sjálfur „Ég mun vera með þetta út ferilinn minn, bara fyrir þig“ Uppgjör og viðtöl: Þór Ak.-Keflavík 109-87 | Þórskonur áfram í stuði á heimavelli „Vonandi náum við að stækka hópinn og gera magnaða hluti í vor” Fóru í leikinn Hvar spilar hann? Skoraði ótrúlega sigurkörfu fyrir aftan miðju Öskraði í miðju vítaskoti „Maður fær bara hnút í magann að koma hingað inn“ „Kannski bara ágætt að tapa einum og ná jarðtengingu“ Uppgjörið: Valur - Tindastóll 73-64 | Valskonur kældu Stólana niður Uppgjör og viðtöl: Njarðvík - Haukar 75-82 | Haukakonur juku forskotið „Við lokuðum á allt sem þær reyndu að koma með í endann“ Sjötíu daga bið lengist enn eftir frábæra endurkomu Hamars/Þórs Misstu Kolbrúnu meidda af velli en tókst samt að enda taphrinuna Botna ekkert í Aþenu: „Margt við þetta lið Hörður minn sem ég átta mig ekki á“ Sjá meira
KFÍ vann sinn fyrsta sigur á leiktíðinni þegar liðið lagði ÍR 86-76 í Dominos deild karla í körfubolta í Breiðholti í kvöld. Frábær hitni KFÍ í seinni hálfleik lagði grunninn að sigrinum. KFÍ skoraði 48 stig í seinni hálfleik en Jason Smith og Mirko Stefán Virijevic fóru á kostum í sóknarleiknum og ÍR gat einfaldlega ekki haldið í við hungraða Ísfirðingana á lokasprettinum. Leikurinn fór rólega af stað en um miðbik hresstust liðin og ÍR þá aðeins á undan en KFÍ skoraði sjö síðustu stig fyrsta leikhluta og minnkaði muninn í eitt stig 19-18. KFÍ lék öfluga vörn framan af öðrum leikhluta og ÍR átti í vandræðum með að skora. Ísfirðingar náðu þó aldrei stóru forskoti og ÍR var skammt undan þegar flautað var til hálfleiks 38-36. KFÍ hóf þriðja leikhluta af krafti og náði að auka forskot sitt en ÍR-ingar komu einnig heitir til leiks í seinni hálfleiks og var mikið skorað í þriðja leikhluta. Lítið fór fyrir varnarleiknum sem hafði sýnt sínar bestu hliðar á köflum í fyrri hálfleik og fékk KFÍ sérstaklega að gera það sem það vildi inn í teig. Þar fór Mirko Stefán Virijevic mikinn en Ragnar Örn Bragason hélt ÍR inni í leiknum með frábærri hitni utan þriggja stiga línunnar. Fjórum stigum munaði þegar fjórði leikhluti hófst 63-59 KFÍ í vil en Sveinbjörn Claessen setti tvo þrista niður í upphafi fjórða leikhluta og munurinn jafn 65-65 þegar átta og hálf mínúta lifði leiks. Jafnræði var með liðunum næstu mínútur og komst ÍR yfir en Jason Smith tók til sinna ráða og setti fjögur þriggja stiga skot niður á skömmu milli bili á sama tíma og Mirko Stefán Virijevic fór mikinn inn í teignum og KFÍ náði að tryggja sér sinn fyrsta sigur á leiktíðinni. Smith skoraði 32 stig og Virijevic 28 auk þess að hirða 18 fráköst. Ágúst Angantýsson skoraði 14 stig og tók 12 fráköst. Hjá ÍR átti Matthías Orri Sigurðarson enn einn stórleikinn með þrefaldri tvennu en hann skoraði 17 stig, tók 10 fráköst og gaf 10 stoðsendingar. Sveinbjörn Claessen skoraði 21 stig og Calvin Henry 19. Birgir Örn: Nauðsynlegur sigur„Núna kom þetta. Við erum búnir að læra mikið og vorum virkilega undirbúnir fyrir jafnan leik. Við hengdum aldrei haus og það munaði miklu,“ sagði Birgir Örn Birgisson þjálfari KFÍ eftir sigurinn langþráða í kvöld. „Þetta var svakalega mikilvægt og nauðsynlegt. Við gáfumst aldrei upp þó við höfum byrjað illa. Við hertum tökin í vörninni og héldum áfram að spila. Við létum ekkert fara í taugarnar á okkur. „Mirko þarf að hafa fyrir öllu sem hann gerir. Hann þarf að berjast fyrir hverju einasta stigi og þó hann skori mikið þá þarf að hann að hafa fyrir hverju einasta stigi og öllum hlutum sem hann gerir. „Smith var svona í upphafi tímabilis en meiddist því miður og hefur bara haltrað um og spilað en núna er hann heill heilsu og þá getur hann klárað leikina fyrir okkur. Hann steig upp á réttum tíma,“ sagði Birgir að lokum um stór leik Jason Smith í lokin. Örvar: Vantarði framlag frá fleirum.„Það kviknaði í Smith og ákvarðanatökur hjá okkur voru fáránlegar á köflum. Þeir áttu þetta skilið og langaði meira í sinn fyrsta sigur. Nú erum við komnir með bakið upp við vegg og það verður erfitt framundan en við ætlum okkur að taka á því eins og karlmenn og koma sterkir til leiks næst,“ sagði Örvar Þór Kristjánsson þjálfari ÍR. „Ég vissi að þeir kæmur grimmir til leiks og var búinn að segja það við leikmennina mína. Þeir sjá Val vinna sinn fyrsta sigur í 28 leikjum síðast og af hverju ekki þeir. Þeir koma hungraðir til leiks og áttu þetta skilið. „Það vantaði upp á að fleiri leggi í púkkið og einn af okkar lykilmönnum var meiddur, Björgvin Hafþór (Ríkharðsson) en sá sem kom inn fyrir hann, Ragnar (Arnarsson) nýtti tækifærið ágætlega en það vantar framlag frá fleirum og við virkuðum þreyttir í fjórða leikhluta. „Í restina kviknaði í Smith og hann skaut þá í forskot sem var ekki hægt að brúa í restina. Það var of mikið og of lítill tími eftir. Með heppni var allt hægt en þeir voru skynsamir og kláruðu þetta vel,“ sagði Örvar. ÍR-KFI 76-86 (19-18, 17-20, 23-25, 17-23)ÍR: Sveinbjörn Claessen 21/7 fráköst, Calvin Lennox Henry 19/7 fráköst/4 varin skot, Matthías Orri Sigurðarson 17/10 fráköst/10 stoðsendingar, Ragnar Örn Bragason 13, Hjalti Friðriksson 6, Þorgrímur Kári Emilsson 0/4 fráköst.KFI: Jason Smith 32/5 stoðsendingar, Mirko Stefán Virijevic 28/18 fráköst, Ágúst Angantýsson 14/12 fráköst, Jón Hrafn Baldvinsson 4, Valur Sigurðsson 4, Leó Sigurðsson 4. Leik lokið: Fyrsti sigur KFÍ í vetur staðreynd39. mínúta (76-86): Sóknarfrákst eftir víti og KFÍ er farið langt með að tryggja sér sigur hér í kvöld.39. mínúta (76-83): Pressan hjá ÍR að skila sér en liðið þarf mikið meira og það strax til að jafna leikinn.38. mínúta (74-83): Smith klikkar ekki, kominn með 4 þrista í fjórða leikhluta!37. mínúta (72-78): Virijevic er kominn í 26 stig og 16 fráköst.36. mínúta (72-76): Jason Smith er sjóðandi heitur, kominn í 27 stig.36. mínúta (72-70): Matthías setur tvö víti niður eftir að Valur fær sína fimmtu villu. Matthías Orri er með 13 stig, 8 fráköst og 10 stoðsendingar.35. mínúta (70-70): Sterk hreyfing hjá Henry sem Smith svarar um leið.34. mínúta (68-67): Leó Sigurðsson fer útaf með fimmtu villu sína. Vont fyrir KFÍ. Valur Sigurðsson er með 4 villur. Enginn í teljandi vandræðum hjá ÍR.34. mínúta (67-67): Henry með góða körfu fyrir ÍR. Hann er kominn með 17 stig og 7 fráköst.33. mínúta (65-67): Nú fara varnir liðanna að þéttast aftur.31. mínúta (65-65): Sveinbjörn aftur með þrist og leikurinn jafn.31. mínúta (62-63): Sveinbjörn Claessen með þrist og munurinn aðeins eitt stig.3. leikhluta lokið (59-63): KFÍ hefur verið á undan frá því að liðið komst fyrst yfir um miðbik annars leikhluta en munurinn er ekki mikill.30. mínúta (59-61): Ragnar með þriðja þristinn í þriðja leikhluta. Hann heldur ÍR inni í leiknum.28. mínúta (55-61): ÍR-ingar minna á sig með auðveldri körfu eftir að Virijevic skoraði enn eina körfuna.27. mínúta (53-59): Virijevic fær að gera það sem hann vill inni í teig, 20 stig og 10 fráköst.26. mínúta (51-57): KFÍ virðist geta skorað að vild.25. mínúta (50-53): Þessi leikur hefur breyst í algjöra veislu. 29 stig á innan við fimm mínútm í seinni hálfleik.24. mínúta (46-48): KFÍ heldur frumkvæðinu. Virijevic kominn í 16 stig og 9 fráköst.23. mínúta (44-46): Ragnar aftur með þrist!22. mínúta (41-44): Þristur frá Ragnari Bragasyni kveikir í áhorfendum ÍR megin.21. mínúta (36-42): KFÍ hefur seinni hálfleikinn af krafti.Hálfleikur: Jason Smith hefur skorað 13 stig fyrir KFÍ og Mirko Stefán Virijevic 10 auk þess að taka 7 fráköst. Ágúst Angantýsson hefur skorað 9 stig og hirt 8 fráköst.Hálfleikur: Matthías Orri Sigurðarson hefur skorað 10 stig fyrir ÍR, tekið 6 fráköst og gefið 5 stoðsendingar. Sveinbjörn Claessen hefur einnig skorað 10 stig fyrir ÍR og Calvin Henry 8.Hálfleikur (36-38): Jafnræði með liðunum sem hafa skipst á góðum sprettum jafnt í vörn sem sókn.19. mínúta (32-34): ÍR farið að finna taktinn í sókninni. Í bili að minnsta kosti.17. mínúta (26-31): KFÍ að leika mjög góða vörn sem er grunnurinn að þessari forystu.16. mínúta (24-27): Matthías Orri Sigurðarson er kominn með 6 stig, 5 fráköst og 4 stoðsendingar.15. mínúta (23-25): Jason Smith kominn í 7 stig og KFÍ komið yfir í fyrsta sinn.14. mínúta (23-22): Liðin að leika góðan varnarleik hér í upphafi annars leikhluta.11. mínúta (21-20): Valur Sigurðsson setur niður tvö víti og munurinn enn eitt stig.1. leikhluta lokið (19-18): KFÍ svarar 7-0 kafla ÍR með sínum eigin og munurinn aðeins eitt stig. Hjalti Friðriksson með 6 stig fyrir ÍR og Mirko Stefán Virijevic með 10 fyrir KFÍ.9. mínúta (19-13): Virijevic nær að stöðva 7-0 sprett ÍR með sniðskoti.9. mínúta (19-11): Stolinn bolti skilaði hraðaupphlaupi hjá Matthíasi Orra og hann setti niður víti að auki.8. mínúta (16-11): ÍR að spila mjög góða vörn.6. mínúta (12-11): Liðin halda áfram að skiptast á að skora.5. mínúta (10-9): Fallegur þristur hjá Ágústi Angantýssyni og leikurinn heldur betur farinn að hressast.4. mínúta (6-2): Henry komnn með fjögur stig, frákast og varið skot.3. mínúta (2-2): Ekki fallegar fyrstu mínútur leiksins en leikurinn er jafn.1. mínúta (2-0): Calvin Henry með fyrstu körfuna í öðrum leik sínum fyrir ÍR.Fyrir leik: Það er sorglega fámennt hér í hellinum þegar fimm mínútur eru til leiks.Fyrir leik: Jason Smith hefur skorað mest fyrir KFÍ 27,2 stig í leik en hann hefur einnig gefið 5,7 stoðsendingar. Mirko Stefán Virijevic hefur tekið 11,3 fráköst að meðaltali í leik.Fyrir leik: Sveinbjörn Claessen hefur skorað mest að jafnaði fyrir ÍR í vetur 20,8 stig í leik. Björgvin Hafþór Ríkharðsson hefur tekið 7 fráköst að meðaltali og annar 19 ára gutti, Matthías Orri Sigurðarson hefur gefið 4,5 stoðsendingar í leik.Fyrir leik: ÍR steinlá á heimavelli í síðustu umferð þegar Grindavík kom í heimsókn 110-77.Fyrir leik: KFÍ tapaði fyrir Haukum í síðustu umferð á föstudaginn 73-67 í jöfnum leik þar sem Haukar höfðu betur á lokasprettinum.Fyrir leik: Þó KFÍ sé án stiga hefur liðið tapað nokkrum leikjum með litlum mun og oft ekki mikið vantað upp á til að liðið nái að næla í sinn fyrsta sigur á tímabilinu.Fyrir leik: Hér mætast lið í neðri hluta deildarinnar. ÍR er í 9. sæti með 4 stig og KFÍ er á botninum án stiga.
Dominos-deild karla Mest lesið Missti öll tíu Ólympíuverðlaun sín í eldunum Sport „Ætla að halda áfram að pumpa væntingarnar“ Handbolti Þjálfari Eriku Nóttar meyr eftir að hann sendi hana af stað í ævintýraferð Sport Áreittar af hópi manna eftir leikinn í Jeddah Fótbolti Hákon fiskaði víti og rautt í slökum leik Fótbolti Potter hent úr bikarnum í fyrsta leik Enski boltinn Þarf að vera klár á hverjum degi: „Stíg inn í mjög hart umhverfi“ Fótbolti „Liverpool tapar titlinum ef þessi vitleysa heldur áfram“ Enski boltinn „Hvar í fjáranum er þessi Íslendingur?“ Fótbolti Strákarnir hans Dags fóru illa með mótherja Íslands Handbolti Fleiri fréttir Uppgjörið: Stjarnan-KR 94-86 | Stjörnumenn tóku aftur til sín toppsætið Finnur foxillur: „Bara hrikaleg frammistaða” Uppgjörið: Þór Þ.-Valur 94-69 | Þórsarar rassskelltu meistarana „Hann er að hringja til að segjast ætla að drepa mig“ Æskuheimili Steve Kerr brann til kaldra kola Uppgjörið: Keflavík - Höttur 112-98 | Fyrsti sigur Keflvíkinga á árinu „Fínt eins og það er, en rosalega margt sem við getum enn gert betur“ „Ég var að sinna hlutum sem eru mikilvægari en körfubolti“ Uppgjörið: Álftanes-Njarðvík 75-81 | Vítaklúður og vonbrigði í Forsetahöllinni Uppgjörið: Grindavík-Haukar 79-71 | Torsóttur skyldusigur Grindvíkinga Uppgjörið: Tindastóll-ÍR 98-88 | Stólarnir á toppinn Fresta NBA leik vegna eldanna í Los Angeles Stóðu í Tyrkjunum en allt hrundi í lokin Cavs vann uppgjör toppliðanna í NBA Kane þrumaði yfir samherjunum: „Hvar er helvítis hjartað ykkar og kjarkurinn?“ Stalst í síma liðsfélaga og tók sjötíu sjálfur „Ég mun vera með þetta út ferilinn minn, bara fyrir þig“ Uppgjör og viðtöl: Þór Ak.-Keflavík 109-87 | Þórskonur áfram í stuði á heimavelli „Vonandi náum við að stækka hópinn og gera magnaða hluti í vor” Fóru í leikinn Hvar spilar hann? Skoraði ótrúlega sigurkörfu fyrir aftan miðju Öskraði í miðju vítaskoti „Maður fær bara hnút í magann að koma hingað inn“ „Kannski bara ágætt að tapa einum og ná jarðtengingu“ Uppgjörið: Valur - Tindastóll 73-64 | Valskonur kældu Stólana niður Uppgjör og viðtöl: Njarðvík - Haukar 75-82 | Haukakonur juku forskotið „Við lokuðum á allt sem þær reyndu að koma með í endann“ Sjötíu daga bið lengist enn eftir frábæra endurkomu Hamars/Þórs Misstu Kolbrúnu meidda af velli en tókst samt að enda taphrinuna Botna ekkert í Aþenu: „Margt við þetta lið Hörður minn sem ég átta mig ekki á“ Sjá meira